Morgunblaðið - 11.02.2020, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
✝ Karl K. Bernd-sen fæddist 1.
ágúst 1964. Hann
lést 28. janúar 2020
á hjúkrunarheim-
ilinu Seltjörn.
Foreldrar Karls
eru Ingibjörg Fríða
Hafsteinsdóttir, f.
6.9. 1933, og Carl
Þórólfur Berndsen
vélvirkjameistari,
f. 12. október 1933,
d. 12. febrúar 1995. Systkini
hans eru: Laufey K. Berndsen, f.
27.12. 1958, maki Ágúst J. Jóns-
son. Börn þeirra eru Mikael
Karl Berndsen, f. 8.2. 1982,
maki Kría Súsanna Dieters-
dóttir. Dóttir þeirra Izabella;
Jón Ernst Berndsen, f. 1.7. 1986,
maki Bryndís Sölvadóttir. Börn
þeirra eru Ágúst Breki og Elma
Karitas; Fríða Móníka Bernd-
sen, f. 17.4. 1993, kærasti Ásgeir
Kristjánsson. Dóttir þeirra
o.fl. Hann vann einnig við tísku-
sýningar helstu fatahönn-
uðanna, s.s. Johns Gallianos, Al-
istairs McQueens, YSL, Stellu
McCartney, Givenchy, Chloe,
LaPerla o.fl., auk þess að vinna
við tónlistarmyndbönd og fyrir
þekktar fyrirsætur og kvik-
myndastjörnur.
Árið 2008 flutti Karl aftur til
Íslands og stuttu seinna opnaði
hann Hárgreiðslustofuna
Beauty bar í Turninum við Katr-
ínartorg. Samhliða því sendi
hann frá sér bókina Vaxin ásamt
samstarfskonu sinni Steinunni
Þorvalds og í kjölfarið gerði
hann sjónvarpsþætti sem fjöll-
uðu um tísku og útlitsráðgjöf,
Nýtt útlit hjá Skjá einum.
Seinna gerði hann tvær þátta-
raðir af Í nýju ljósi fyrir Stöð 2.
Karl var í öðru sæti fyrir
Flokk fólksins í borgarstjórn-
arkosningunum 2016. Það sæti
tók hann aldrei því um líkt leyti
veiktist hann aftur.
Útför Karls fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 11.
febrúar 2020, klukkan 15.
Laufey Kamilla;
Ernst K. Berndsen,
f. 1.11. 1960. Synir
hans eru Eyþór
Örn Berndsen, f.
9.7. 1983, sonur
hans Ari Alexand-
er, og Friðvin Ingi
Berndsen, f. 24.9.
1987.
Karl ólst upp hjá
foreldrum sínum á
Skagaströnd og
gekk í barna- og unglinga-
skólann þar. Hann lauk meist-
araprófi í hárgreiðslu á Íslandi
en hélt að námi loknu til Bret-
lands þar sem hann lærði förð-
unarfræði. Hann starfaði í fram-
haldi af því um tíu ára skeið
erlendis sem hárgreiðslu- og
förðunarmeistari samhliða förð-
unarráðgjöf hjá nokkrum helstu
tískuritum í heimi, s.s. ítalska,
breska og bandaríska Vogue,
ID, Marie Claire, Cosmopolitan
Elsku frændi, bróðir og vinur.
Það er svo óraunverulegt að
vera að skrifa um þig minning-
argrein, við sem ætluðum að
leika okkur og hafa það gott í
ellinni. Minningarnar um þig eru
bara skemmtilegar og fallegar.
Þær fyrstu hjá afa og ömmu á
Karlsskála. Ferðalög þegar við
vorum litlir guttar. Útilegurnar
á unglingsárum, veiðitúrarnir og
sumarbústaðurinn á Þingvöllum
og fyrsta utanlandsferðin okkar,
Rhodos 1984. Ungir byrjuðum
við sem bensíntittir í sjoppunni
hjá afa, þar kom í ljós að við
höfðum gaman af viðskiptum.
Gerðum kvikmyndir og fórum á
sjóinn. Það sem við rúntuðum
endalaust á hvíta slappa Saab-
bílnum þínum heima á Skaga-
strönd. Þegar við fórum til
Reykjavíkur á bílnum og hann
ætlaði ekki að komast út úr
staðnum, hann var svo kraftlaus,
skrautleg ferð. Bréfið þitt góða,
síðan þú varst að læra mat-
reiðslumanninn, þar lýsir þú því
hvernig þú varst að slá í gegn og
skrifar: „Framtíðin ætlar að
byrja vel maður.“ Þegar þú fórst
að læra hárgreiðslu bjuggum við
saman í íbúð pabba og mömmu í
Reykjavík, það var skemmtileg-
ur tími. Ég var þinn fyrsti haus
sem þú klipptir og þú klipptir í
eyrað á mér. Í algjörum trúnaði
sagðir þú mér að þú værir gay,
þú gast ekki sagt neinum frá
þessu, þetta lá svo þungt á þér.
En við vorum trúnaðarvinir og
treystum alltaf hvor öðrum. Það
var mikið högg þegar pabbi þinn
lést, alltof ungur eins og þú,
ótrúlegt hvernig þú huggaðir
mig á þeim tíma.
Ég leit alltaf upp til þín og var
ávallt stoltur af þér. Það kom
fljótt í ljós þvílíkur snillingur þú
varst í hárgreiðslu og förðun. Þú
vannst gríðarlega mikið og hafð-
ir mikinn metnað. Stofnaðir þína
eigin stofu, Kompaníið. Allt gekk
þér í haginn og þú ferðaðist út
um allan heim. Vannst með
stærstu stjörnum í tískubrans-
anum og fyrir stóru tískublöðin.
1998 bjó ég hjá þér í London í
tvær vikur. Það var góður tími
og glatt á hjalla. Svo kemur þú
heim, opnar flottustu stofu
landsins og ert kominn með þinn
eigin sjónvarpsþátt. Ég bað þið
oft að hægja á þér og taka gott
frí. Endalaus vinna á þér.
Veikindin þín, elsku Kalli
minn, ég skil ekki góðan Guð að
hafa lagt þetta á þig. Þetta voru
mörg ár. Fyrstu mánuðina á
sjúkrahúsi í London var þér ekki
hugað líf. Ég bað oft til Guðs að
þú næðir bata. Við Dolli bróðir
komum til þín á spítalann í
London og áttum góðar stundir
saman. Við ferðumst með þig í
hjólastól og þú söngst og varst
svo kátur, góður matur, keypt-
um föt sem þú valdir á okkur.
Óskiljanlegt að skemmtiferð
okkar norður árið 2017 væri sú
síðasta.
Svo greindistu með heilaæxli.
Enn og aftur þurftir þú að leggj-
ast inn á spítala, það tók á að
heimsækja þig og sjá hvað þú
varst oft kvalinn. Endalaust bað
ég fyrir þér en því miður hafði
þessi skelfilegi sjúkdómur betur.
Ég er svo þakklátur að hafa
verið viðstaddur þegar þú
kvaddir í faðmi fjölskyldunnar.
Merkilegt að þú deyrð á sama
degi og sonur minn Hendrik
Snær. Þú berð öllum ástvinum
mínum á himnum bestu kveðjur.
Elsku Fríða, Þórður, Laufey,
Ensi, Ása og ykkar fjölskyldur,
þið eruð búin að ganga í gegnum
mikið en alltaf hafið þið verið til
staðar fyrir Kalla okkar. Elsku
frændi, farðu í friði, minning um
einstakan dreng er grópuð í
hjarta mitt.
Hendrik Berndsen.
Einhvers staðar var sagt að
sársaukinn og endurminningar
væru besti en jafnframt strang-
asti kennarinn. Kalli okkar hefur
kvatt, eftir stendur sársauki en
jafnframt góðar minningar. Við
minnumst margra góðra stunda
frá æskuárunum og svo þegar
árin færðust yfir. Æska hans var
björt og skýr við leiki, glaðværð
og ævintýri þar sem hann var
umvafinn vinum og kærri fjöl-
skyldu. Snemma sýndi hann að í
honum bjó mikill listamaður og
hlýja sem síðar átti eftir að sýna
sig í störfum hans og fjölbreyttu
lífshlaupi. Hann náði árangri
sem eftir var tekið, hvort sem
var við matargerð, hárgreiðslu,
förðun, tísku eða í fjölmiðlum
þar sem hann miðlaði þekkingu
sinni um leið og hann skapaði og
gaf af sér til þeirra sem hann
þjónustaði og var í vinfengi við.
Það má segja að Kalli hafi oft
flogið hátt og reynt margt. Hann
gleymdi samt aldrei rótum sín-
um, fjölskyldu og vinum. Þannig
minnumst við m.a. góðra gjafa
til Birtu dóttur okkar þegar
hann sendi henni glæsilega kjóla
frá stórborginni London þegar
hún var lítil stúlka. Við minn-
umst golfferðarinnar góðu til
Portúgal með Fríðu, Kalla og
mömmu, árið sem pabbi hans
féll frá. Ferð sem í senn var ljúf
og sár en verður alltaf dýrmæt
minning. Ég varðveiti líka hjá
mér þær stundir sem við Hinni
bróðir áttum með Kalla í Lond-
on 2014 en þá var hann orðinn
veikur og var á sjúkrahúsi þar.
Þrátt fyrir veikindin fórum við
víða um borgina og nutum frá-
bærrar leiðsagnar Kalla þótt í
hjólastól væri.
Kalli dvaldi hjá okkur í tví-
gang á Skagaströnd eftir að
veikindi hans ágerðust. Það voru
ljúfar stundir þar sem margt var
rætt og rifjað upp, hlegið og
grátið. Það var auðvelt að skynja
þann góða hug sem Kalli bar til
Skagastrandar, það kom ætíð
fram í orðum hans og hann lá
ekki á því í mörgum viðtölum
sem tekin voru við hann í fjöl-
miðlum í gegnum árin. Seinni
árin átti hann sér líka draum um
að byggja lítið hús hér út við
ysta sæ við fjöruborðið og ræddi
oft þann möguleika við okkur
sem og við bæjaryfirvöld. Þar sá
hann fyrir sér að njóta kyrrðar,
náttúru og bernskuslóðanna.
Fráfall Kalla er okkur öllum
mikið áfall, eftir stendur minn-
ingin um glaðværan, skapandi
listamann sem lifði hratt og með
reisn.
Við vottum Fríðu, fjölskyldu
hennar og vinum dýpstu samúð.
Vertu kært kvaddur, frændi
og vinur.
Minning þín er mér ei gleymd,
mína sál þú gladdir.
Innst í hjarta hún er geymd
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Adolf H. Berndsen,
Dagný Marín
Sigmarsdóttir.
Elsku Kalli.
Þakklæti er mér efst í huga
núna þegar ég hugsa til þín.
Óendanlegt þakklæti fyrir
þig, elsku Kalli. Ég er svo hepp-
in að hafa þekkt til frá byrjun og
á því 55 ár af minningum. Þetta
eru minningar um frænda sem
var skemmtilegur og sniðugur,
fyndinn með svartan húmor.
Ljúfur drengur en skapstór
maður. Fallegur, ákaflega falleg-
ur alla tíð. Uppátækjasamur og
til í hvað sem var þegar við vor-
um börn.
Mér fannst alltaf jafn gaman
að koma norður á Skagaströnd
og hitta þig, eins og að fá þig
suður til mín. Fyrir norðan
þekktir þú hverja þúfu, öll húsin
í bænum og að sjálfsögðu allt
fólkið með nafni.
Ég man að þér fannst frænka
þín oft frekar fáfróð um íbúa
Reykjavíkur þegar við vorum í
bænum og ég gat hvorki svarað
því hvað húsin hétu né nokkur
einasta manneskja sem við
mættum.
Þegar við urðum eldri eru svo
minningar um metnaðinn hjá
þér í námi og starfi. Hversu
óhræddur þú varst við að fara
þína leið, taka sénsinn og standa
eða falla með þínu.
Ég hef ekki verið lítið stolt á
hliðarlínunni í gegnum árin og
fylgst með þér taka hlutina alla
leið. Og ekki bara nám og starf
heldur atvinnurekstur, þátta-
gerð, auglýsingar og fleira.
Þú slóst alls staðar í gegn og
þótt ég vissi að þetta kostaði
blóð, svita og tár, þá brostirðu
bara og sagðir að þetta væri
„allt í kaffinu“.
Já, þú gerðir allt með stæl og
elegans enda þvílíkur sjarmör,
elsku frændi.
Ef einhver var í smóking þá
varst það þú ... þú varst reyndar
smart í hverju sem var.
Þá koma minningarnar um
hvernig þú hélst upp á þrítugs-
afmælið þitt í flottu íbúðinni
þinni í Lækjargötunni og fer-
tugsafmælið á Hótel Borg, tal-
andi um að gera hlutina með
stæl. Þetta var svo grand hjá
þér.
Opnunarpartíin á stofnunum
þínum, VÁ! Þar var hugsað fyrir
öllu.
Nemarnir þínir gegnum árin
voru þín börn og það var uppeldi
á þeim bæ.
Að koma til þín á stofuna var
alltaf yndislegt. Hversu oft sett-
ist maður ekki í stólinn úfinn,
þreyttur og tættur og labbaði
svo út skömmu síðar gjörsam-
lega gordjöss og andlega upp-
færður á sál og líkama.
Já, það jafnaðist ekkert á við
kaffispjall, hlátur og dekur hjá
þér og þínum elskan mín.
Það hefur alltaf verið gott í
gegnum árin að geta hringt í vin
og að eiga hvort annað að á erf-
iðum stundum lífsins hefur líka
verið ómetanlegt, því lífið er
ekki bara Tango in Paris.
Til dæmis þegar feður okkar
og mamma dóu, hvað það var
mikill styrkur fyrir okkur að
hafa hvort annað og tala saman
og gráta saman, því það er líka
gott.
Það er erfitt að kveðja, maður
er einhvern veginn aldrei tilbú-
inn, vill alltaf meiri tíma. Ég trúi
því að þú sért á góðum stað með
fólkinu okkar og nú líði þér vel,
eins að þú munir fylgjast með
okkur áfram þar til við hittumst
næst, þegar ég kem til ykkar.
Takk, elsku Kalli minn, fyrir
allt sem þú gafst mér og sem við
áttum saman, öll árin okkar.
Elsku Fríða, Þórður, Laufey,
Addi, Ensi,Tóta og fjölskyldur
Góður Guð er með okkur og
styrkir okkur.
Laufey Þórðar.
Nú þegar dimmasta skamm-
deginu er að létta og landsmenn
horfa fram á bjartari daga var
Karl K. Berndsen frændi kall-
aður til næsta tilverustigs. Eftir
hjá okkur lifa minningar um
góðan dreng, sérstaklega ljúfan
fagurkera sem gerði alþjóð með-
vitaða um að hver einstaklingur
með hans aðstoð gat bætt útlit
sitt og heillað þjóðina. Karl var
frá unga aldri sérstakur, ein-
staklega góður við að sjá það
besta hjá hverjum og einum.
Hann heillaðist fljótt af snyrti-
legu fólki og lagði fyrir sig hárk-
lippingar og förðun. Kalli var
fær í því fagi enda lá leið hans út
í hinn stóra heim þar sem hann
farðaði og sá um hár á frægustu
stjörnum þess tíma, sem prýddu
forsíður helstu tískublaða heims-
ins.
Móðursystur hans voru allar í
mjög miklu uppáhaldi hjá Kalla
enda voru samskipti hans við
þær mikil þegar hann var á
landinu. Þær heimsóttu hann til
London þar sem Kalli bjó
lengstum. Þessi ferð var þeim
ógleymanleg því á þeim tíma var
Kalli þar á heimavelli og sýndi
systrunum margt sem þær
höfðu ekki upplifað áður og er
þeim ógleymanlegt.
Það var ekki slæmt fyrir mig
að leita til Kalla, sem þá var vel
þekktur sjónvarpsmaður, og fá
hann til að vera veislustjóri í 60
ára afmæli mínu sem ég lagði
mig fram við að hafa glæsilegt.
Kalli stýrði því á sinn skemmti-
lega máta svo um var talað.
Snemma var ljóst að Kalli
gekk ekki heill til skógar. Hann
dvaldi í London og var þar flutt-
ur á spítala. Þar gekkst hann
undir aðgerðir sem áttu eftir að
há honum fram á hans vitjunar-
tíma. Laufey systir Kalla og Ás-
laug móðursystir hans heimsóttu
hann nokkrum sinnum. Svo var
það eitt sinn að þær voru úti
ásamt Fríðu móður Kalla að ég
átti ferð og fannst vel við hæfi að
taka Ólínu, aðra móðursystur,
með mér til London. Þar heim-
sóttum við Kalla á sjúkrahúsið
og áttum þar öll góðar stundir
saman. Kalli var þar eins og svo
oft hrókur alls fagnaðar. Við fór-
um saman með Kalla í hjólastól
á veitingahús sem hann þekkti í
nágrenninu og við undruðumst
hversu hress hann var. Svo kom
áfallið daginn eftir, þá hafði
Kalli skipulagt að við færum öll í
White City-verslunarmiðstöðina.
Við fórum saman í tveimur
leigubílum, við Kalli í öðrum og
þær fjórar í hinum. Eftir hálf-
tíma veru á staðnum fór að
draga af Kalla og fjaraði undan
meðvitund hans. Daginn eftir
var Kalli ekki heimsóknarfær og
þá varð okkur ljóst hversu alvar-
lega veikur hann var.
Eftir að hann kom heim var
hann oft gestur hjá Áslaugu
móðursystur sinni og þar hitti
ég hann oft. Eitt sinn á góðum
sumardegi tókum við Steinunn
þau með í smá ferð, fórum á
Laugarvatn í mat og síðan heim-
sóttum við Fríðu móður Kalla á
Flúðum. Þetta verða ógleyman-
legar samverustundir og munu
lifa áfram.
Kalli var fagurkeri og safnaði
ýmsum fallegum listaverkum.
Eina mynd bar hann undir okk-
ur Steinunni og bað um að við
hjálpuðum honum að finna upp-
runa hennar. Upprunamyndin
var sögð vera á safni en þessi
mynd Kalla var eftirmálun eftir
hollenskan myndlistanema.
Myndin var vel gerð og bauð ég
Kalla að kaupa af honum þessa
mynd, sem hann ætlaði að
hugsa. Nú er ljóst að við bíðum
með þau viðskipti þar til á öðr-
um vettvangi.
Elsku Fríða, Þórður, Laufey,
Ernst og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur, með von um að
Guð gefi ykkur styrk vegna frá-
falls Kalla. Hans er og verður
sárt saknað.
Hafsteinn Þórðarson.
Elsku Kalli, vinur minn og
frændi.
Í fimmtíu og fimm ár hef ég
þekkt þennan dreng, ljúfan og
kátan. Minningarnar um hann
eru svo góðar og ég met stundir
okkar saman svo mikils.
Það var aldrei lognmolla yfir
þessari elsku. Þrátt fyrir annríki
tók hann aldrei frægð og frama
fram yfir samverustundir með
sínu fólki. Hann átti margar
aldraðar vinkonur sem voru hon-
Karl K. Berndsen
✝ Ingvar HreinnBjarnason
fæddist 13. janúar
1952. Hann lést 2.
febrúar 2020.
Foreldrar Ingv-
ars voru Halldór
Bjarni Stefánsson,
f. 2. janúar 1923, d.
11. september
2015, og Jóhanna
Soffía Jónsdóttir, f.
9. janúar 1919, d.
15. október 1987.
Ingvar var í sambúð með Sig-
rúnu Sum-
arliðadóttur og
eignaðist með
henni börnin Gunn-
ar Adam, f. 17. nóv-
ember 1976, og Jó-
hönnu, f. 13. mars
1981. Ingvar og
Sigrún slitu sam-
vistir.
Útför Ingvars
Hreins fer fram frá
Njarðvíkurkirkju í
dag, 11. febrúar 2020, klukkan
12.
Það hefur verið sagt að mann-
eskjan eignist vinina í æsku en
kunningjana síðar á lífsleiðinni.
Þannig var um minn góða vin
sem ég kveð í dag, Ingvar Hrein
Bjarnason. Strax í æsku bund-
umst við sterkum vinarböndum
sem vörðu alla tíð, allt til hans
hinsta dags og bar þar aldrei
skugga á. Þannig var hann,
ræktaði vel hvern þann vinskap
sem hann stofnaði til, enda varð
hann fljótt vinsæll meðal félaga
sinna. Hann hafði ákveðnar en
sanngjarnar skoðanir á mönnum
og málefnum og hafði gjarnan á
takteinum hnyttin tilsvör, enda
einstakur húmoristi. Ingvar var
snaggaralegur, myndarlegur og
ávallt framúrskarandi snyrtileg-
ur.
Þær eru ófáar minningarnar
sem ég á frá frábærum samveru-
stundum með Ingvari, bæði hér
heima og erlendis. Lífshlaup
okkar voru ólík, en alltaf náðum
við að samræma okkar gæða-
stundir. Ingvar hafði einstakt
yndi af tónlist sem auðvitað var
af nógu að taka í Keflavík á upp-
vaxtarárum okkar.
Áhugamálin voru mörg, en
helst ber að nefna veiðimennsku.
Ingvar undi sér hvergi betur en í
fallegri náttúru Íslands við veiði,
helst í Veiðivötnum þar sem
hann þekkti sig vel eftir ótal
veiðiferðir. Fótboltinn var einnig
stórt áhugamál, Ingvar hélt með
Chelsea, en þegar Eiður Smári
hætti með liðinu dvínaði sá áhugi
og snóker varð fyrirferðarmeiri.
Sjálfur átti Ingvar snilldartakta í
snóker og var dúbblið hans
frægt. Eftir að heilsu hans tók að
hraka fann hann mikla ánægju
og ró í að fylgjast með snóker í
sjónvarpinu og átti sér þar sinn
uppáhaldsspilara.
Ingvar var málarameistari, en
hann var einstakur verkmaður
sem hafði frábær tök á bæði
veggfóðrun og dúklagningu.
Handbragð hans var þekkt, enda
einstaklega samviskusamur
maður. Trúmennska hans var
einstök, hún speglaðist m.a. í
vinnu hans, hann vann fyrir
sama vinnuveitandann í rúm 30
ár og hlaut viðurkenningu fyrir
sem honum þótti afar vænt um.
Mér þótti afar vænt um þá frá-
bæru nákvæmnisvinnu sem hann
vann fyrir mig í húseign minni í
Reykjavík sem endurnýjuð var
frá grunni. Handbragð sem eftir
er tekið.
En sérstaka ánægju hafði
hann af vinnu sinni við hús mitt í
Cannes í Frakklandi. Ingvar
undi sér þar vel í góða veðrinu og
tók sér drjúgan tíma í verkið til
að njóta alls þess sem þessi fal-
lega borg og ströndin þar hafa
upp á að bjóða. Hann minntist
þess tíma oft við mig.
Börnum sínum tveimur var
Ingvar frábær faðir. Ekkert var
honum dýrmætara en að sjá þau
vaxa úr grasi sem hamingjusama
einstaklinga og lagði hann þar af
mörkum allt sem hann gat til að
svo gæti orðið. Ég votta börnum
hans og ástvinum dýpstu samúð
mína. Þar misstu börnin bæði
góðan föður og frábæran vin.
Mér er mikill söknuður kveð-
inn að sjá á eftir þessum góða
vini mínum. Hann var svo ein-
stakur. Hvar sem hann kom lyfti
hann öllu í kringum sig. Sem
ungir menn fórum við eitt sinn á
sólarströnd. Hver dagur leið í
frábærum samhljómi okkar, mér
finnst ég hafi hreinlega verið
hlæjandi allan tímann er ég
hugsa til baka.
Elsku vinur. Nú komið að
kveðjustund í bili. Ég minnist þín
með söknuði, þakklæti og virð-
ingu fyrir góðum vinskap.
Jón Ólafsson.
Ingvar Hreinn
Bjarnason