Morgunblaðið - 11.02.2020, Side 20

Morgunblaðið - 11.02.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 ✝ Jón Reynirfæddist í Reykjavík 19.6. 1931. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 25. janúar 2020. Foreldrar hans voru Magnús Jóns- son, f. 18.2. 1893 á Litlu-Heiði í Mýr- dal, d. 8.4. 1971, og Halldóra Ásmunds- dóttir, f. 8.4. 1896 á Hnappavöll- um í Öræfum, d. 26.4. 1993. Systkini Jóns Reynis voru Sóley, f. 28.11. 1920, d. 4.12. 1920; Ás- geir Þórarinn, f. 26.11. 1921, d. 10.9. 1976; og Karl, f. 25.9. 1924, d. 24.2. 1998. Jón Reynir kvæntist 11.6. 1955 Guðrúnu Sigríði Björns- dóttur, f. 30.7. 1930 á Auðkúlu, A-Hún. Foreldrar hennar: sr. Björn Stefánsson prófastur á Auðkúlu, f. 13.3. 1881, d. 9.11. 1958, og Valgerður Jóhanns- dóttir, f. 26.4. 1902, d. 29.3. 1980. Guðrún lést 24.1. 2009. Af- komendur Jóns Reynis og Guð- rúnar eru: 1) Magnús Reynir ljósmyndari, f. 22.10. 1956, kvæntur Bjarnveigu Sigríði Guðjónsdóttur verkefnisstjóra MPM, f. 25.11. 1966. Börn þeirra: Vala Rún, f. 27.11. 1996, Iowa St. Univ. 1956-58. Starfaði hjá búv.d. SÍS 1958-69. For- stöðum. við gæðaeftirlit og framl. hjá Coldwater Seafood USA 1969-70. Tæknilegur fram- kv.stj. Síldarverksmiðju ríkisins frá 1970 og framkvæmdastjóri 1971-93. Forstjóri SR-mjöls hf. frá stofnun 1993 til 2000. Fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda í hálfu starfi 2000-2006. Jón Reynir starfaði í ýmsum nefndum um sláturhúsmál á vegum SÍS, framleiðsluráðs og framleiðni- sjóðs landbúnaðarins. Í stjórn efnaverkfr.d. VFÍ 1962 og í stjórn stéttarfél. verkfr. 1967- 69. Í verðlagsr. sjávarútv. 1971. Í stjórn verðjöfn.sjóðs fiskiðn- aðarins 1977-1990. Í stjórn lag- metisiðjunnar Siglósíldar 1973- 80. Í stjórn Félags ísl. fiskmjöls- framl. 1977 og formaður stjórn- ar 1977-86 og aftur frá 1996. Í ráðgj.nefnd Rannsóknast. fisk- iðnaðarins frá 1978 og í stjórn 1990-94. Í stjórn og ýmsum nefndum alþjóðasamt. fiskmjöls- framl. IAFFM, nú IFOMA, frá 1973 og síðan forseti samtak- anna 1982-84. Talsmaður fisk- vinnslu innan VFÍ frá 1991. Fé- lagi í Rotary Reykjavík-Austurbær frá 1971 og forseti 1995-96. Aðalræð- ismaður (Hon. Consul-General) fyrir Suður-Afríku á Íslandi frá 1980. Útför Jóns Reynis fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. febrúar 2020, og hefst klukkan 13. í samb. með Hrafn- keli Ásgeirssyni, f. 6.5. 1993. Davíð Steinn, f. 10.10. 2005. Magnús átti með Maríu Jóns- dóttur, f. 9.8. 1966, Jón Reyni, f. 2.5. 1990, í sambúð með Aldísi Ernu Páls- dóttur, f. 14.4. 1992. 2) Birna Gerður ljósmóðir, f. 16.10. 1958, gift Guðlaugi Gísla- syni, f. 11.2. 1956. Dætur þeirra: Guðrún Birna, f. 10.9. 1981, gift Pétri Ragnarssyni, f. 15.5. 1978, og Katrín, f. 5.6. 1982, gift Ólafi Gunnari Long f. 19.6. 1982. 3) Sigrún Dóra kennari, f. 22.7. 1966, gift Jóhanni Gunnari Stef- ánssyni byggingaiðnfr., f. 21.4. 1964. Börn þeirra: Stefán Gunn- ar, f. 21.12. 1990, í samb. með Sigríði Katrínu Stefánsdóttur, f. 29.12. 1992. Birna Sísí, f. 4.5. 1998. Inga Rannveig, f. 20.12. 2000. Barnabarnabörnin eru sjö talsins. Jón Reynir lauk BS í efna- verkfr. frá Rensselaer Polytech- nic Inst. í BNA 1956. M.Sc. í matvælaiðnfr. frá Iowa St. Univ. 1958. Lauk framh.námi á vegum OECD við Cornell Univ. NY 1960. Jón Reynir kenndi við Nei, er það Burns? Hvað segir Burns í dag? Þannig hófust ótelj- andi símtölin til mín frá pabba. Svo var spjallað, spurt frétta og hvort ég ætlaði ekki að koma við. Ertu nokkuð á ferðinni? Ég var alla tíð mikil pabba- stelpa. Í mínum huga hafði hann svör við öllu og lausn á flestu. Hann tók mig gjarnan með þegar hann var að fara eitthvað eða gera. Ég skottaðist í kringum hann og hann leyfði mér að hjálpa sér og treysti mér fyrir verkefnunum. Þegar hann byggði húsið okkar í Grundar- landi tók hann mig oft með sér. Ég man sérstaklega vinnu við að lakka loftklæðinguna og draga í rafmagnið en pabbi var litblindur og því gott að hafa aðstoð við að greina litina á vírunum. Pabbi fór í margar vinnuferðir oft á fjar- lægar slóðir og má þar nefna Nýja-Sjáland og Perú. Það var mikil tilhlökkun að fá hann heim því í hverri ferð keypti hann nýja þjóðbúningadúkku í safnið mitt. Ég var ung þegar ég gifti mig og flutti að heiman. Um helgar kom pabbi gjarnan við í kaffi á Urðarstíginn eftir sundferð. Sjálfur ólst hann upp á Njarðar- götunni og fannst gaman að koma í gamla hverfið sitt. Hann fylgdist vel með því sem við vor- um að gera, sýndi því áhuga og gaf ráð og lagði til aðstoð þegar þess þurfti. Afastelpurnar Guð- rún og Katrín fögnuðu honum einlæglega því það var gott að vera hjá honum og með honum. Þau ár sem við vorum í Eþíópíu hélt hann alltaf góðu sambandi og þótti sérstaklega skemmtilegt að kaupa tæki og tól sem kæmu sér vel fyrir okkur á frumstæðum stöðum því pabbi var mikill græjukarl. Hann var handlaginn og vildi helst ekki þurfa að kaupa sér hjálp því flest gat hann gert sjálfur. Það var gott og áreynslulaust að koma til þeirra mömmu hvort sem var í Grundarlandið eða Þorragötu. Oftar en ekki var pabbi í skúrnum að smíða og prófa nýtt tól og var spenntur að sýna hvað hann væri að gera. Eftir að hann hætti að vinna hafði hann meiri tíma til að sinna þess- um áhugamálum. Árlega fóru þau mamma til Flórída og fór hann þá gjarnan í græjubúðir og kom oftast heim með eitthvað nýtt. Það var honum þungbært að missa mömmu fyrir 11 árum því honum leið ekki vel að vera ein- um. Hann gladdist yfir öllum heimsóknum, bauð gjarnan í mat enda góður kokkur, best þótti honum góðar vel kryddaðar steikur og gamaldags íslenskur matur og þar var súrmatur í uppáhaldi. Hann kom oft í heim- sókn í Kjósina, setti geisladisk í spilarann í bílnum, ameríska sveitatónlist eða Baggalút, kom við í bakaríi og keyrði af stað. Við drukkum saman kaffi og pabbi tók út verkin, gaf ráð og gladdist yfir hverjum áfanga. Undanfarin ár fór heilsunni að hraka. Hugurinn og viljinn til að bjarga sér var þó alltaf til staðar. Hann hélt húmornum til síðasta dags, kvartaði aldrei og var þakklátur fyrir þá umönnun sem hann fékk. Pabba leið best með fólkið sitt í kringum sig, því fleiri því betra. Það var okkur systrunum og fjöl- skyldum okkar dýrmætt að geta verið hjá honum þegar hann kvaddi. Þannig vildi hann hafa það. Nú er pabbi hættur að hringja. Pabbastelpan kveður með þakklæti og biður Guð að blessa góðar minningar. Birna Gerður Jónsdóttir. Ég sit í stofunni í sumarbústað okkar hjóna í Kjósinni og horfi út um gluggann. Allt er þakið snjó, Skálafellið skjannahvítt. Ég heyri kyrrlátan niðinn í laxánni fyrir neðan húsið. Þar hafði tengdapabbi oft rennt fyrir lax á yngri árum og hafði hann gaman af því að fylgjast með laxveiði- mönnum þegar hann kom í heim- sókn til okkar. Hann sýndi bygg- ingarframkvæmdum okkar mikinn áhuga og hafði iðulega eitthvað til málanna að leggja. Ekki þótti honum verra að fá kaffi og eitthvað gott. Jóni leið vel að komast út úr bænum og það var alltaf gaman að fá hann í heimsókn. Hann samgladdist okkur sérstaklega þegar við fengum hitaveitu í húsið og vor- um búin að koma fyrir heitum potti. Því miður entist honum ekki heilsan til að prófa pottinn en Jóni leið einstaklega vel í heitu vatni og fór daglega í sund í mörg ár. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum fyrir rúmlega 40 árum þegar við Birna fórum að vera saman og er því samfylgdin orðin löng. Þá bjuggu þau hjónin í Grundarlandi í Fossvogi. Man ég vel hlýjar og góðar móttökur og leið mér strax vel á þeirra heim- ili. Jón tengdapabbi hafði byggt húsið að mestu sjálfur enda ein- staklega laghentur. Skipti þá engu hvort það voru smíðar, pípulagnir eða rafmagnsvinna, allt gerði hann sjálfur. Heimilið í Grundarlandi var mjög fallegt og garðurinn ekki síðri, með gos- brunni, skrautblómum og trjá- gróðri. Í litlu gróðurhúsi voru ræktaðir tómatar og paprika. Kartöflugarðurinn tók sitt pláss og var gaman að vera með í að sjá uppskeruna og taka upp. Okkur leið alltaf vel í Grundar- landi en þegar við fjölskyldan komum til baka eftir nokkurra ára dvöl í Eþíópíu höfðu þau selt húsið og komið sér fyrir í fallegri íbúð á Þorragötu. Á sama tíma festu þau kaup á sumarbústað í Úthlíð sem þau nefndu Móakot. Þar áttum við góðar stundir sam- an í alls kyns framkvæmdum. Tengdamamma lést fyrir 11 ár- um eftir erfið veikindi. Söknuð- urinn var mikill hjá okkur öllum, ekki síst tengdapabba. Hann eyddi mörgum stundum á smíða- verkstæði sínu sem hann hafði komið fyrir í bílskúrnum á Þorragötu og kallaði „Þorra þreytta“. Þar var margt fallegt og gagnlegt smíðað, jólagjafir handa börnum og barnabörnum og bekkir, skápar og hillur fyrir Móakot. Það var gott að vera ná- lægt Jóni og var gaman að taka þátt í þessari vinnu með honum. Hægt og rólega fór að halla und- an fæti og framleiðslan á Þorra þreytta hætti þótt hugur Jóns stefndi alltaf að því að smíða meira. Ég átti margar ánægjustundir með Jóni á Þorragötu yfir kaffi- bolla og spjalli. Tengdapabbi var einstaklega ljúfur maður með skemmtilegan húmor og alltaf stutt í brosið, allt fram á síðasta dag, en hann kvaddi að kvöldi 25. janúar sl. Síðustu mánuði dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og eru starfsfólki heimilisins færðar kærar þakkir fyrir góða umönnun. Ég er Guði þakklátur fyrir langa og góða samfylgd með Jóni tengdapabba. Ég er þakklátur fyrir allt sem hann var mér og fjölskyldu minni. Ég geymi í hjarta mínu dýrmætar minning- ar. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.“ (Sálm. 46,2.) Guðlaugur Gíslason. Jón Reynir tengdafaðir minn reyndist mér frá fyrstu stundu afskaplega vel. Hann var með af- brigðum geðgóður maður og með einstaklega góða nærveru. Við náðum vel saman. Hann var vel gefinn, úrræðagóður, rökhygg- inn og vel gerður maður að öllu leyti. Á þeim tíma sem við Diddú vorum að kynnast var ég að byggja mína fyrstu eign í Graf- arvogi. Þessu hafði JR gaman af og kom oft við hjá mér að kíkja og sjá hvernig gekk, hvernig ég gerði hlutina og leggja inn góð ráð og hugmyndir. Þegar svo ljóst var að litla dóttir hans myndi líklega flytja inn í þetta hús með mér bættist heldur bet- ur í áhugann. Ég man sérstak- lega eftir því að ég hafði verið að ræða við hann um útfærslu á sturtubotni og sturtuhurð í nýja húsið en ég þyrfti líklega að bíða með þetta eitthvað þar til ég ætti pening. Gera þetta í einhverjum áföngum. Einn eftirmiðdaginn mætti JR með sturtubotn ásamt tengistykkjum, klefa og blöndun- artæki og eyddi löngum stundum í að dunda sér við ýmis ráðgjafa- störf á meðan ég smíðaði. Ekki er ólíklegt að Guðrún Sigríður hafi komið að þeirri ákvörðun líka. Ég hef í gegnum tíðina mikið lært af honum og tileinkað mér. Meir en ég gerði mér grein fyrir uns ég settist niður og íhugaði okkar lífshlaup saman. Það er óhemj- umargt sem þar kemur upp í hugann. Hann hafði gaman af fram- kvæmdum og stússi, var alltaf að. Hann var mikill hagleikssmiður og bjó frekar til hluti en að kaupa þá ef mögulegt var. Að fara auð- veldustu eða fljótlegustu leiðina að einhverju verkefni var ekki endilega hans ær og kýr. Hann vildi hafa gaman af þeim verk- efnum sem fyrir lágu. Hann íhug- aði og forhannaði, leitaði til sér- fræðinga og spáði í hlutina uns hann lét til skarar skríða. JR eyddi ómældum tíma við smíðar í skúrnum á Þorragötu og þaðan komu t.d. jólagjafir til fjölskyld- unnar í mörg ár. Made by JR. Ósjaldan fórum við saman í Móa- kot í Úthlíð til að útfæra og smíða nýjar pípulagnir, ofnalagnir, for- hitarakerfi, setja upp hina ýmsu muni sem hann hafði smíðað eða flutt inn frá Ameríku. Stækka bústaðinn. Byggja hitakompu og bíslag. Smíða nýtt rúm innfellt í vegg. Svo ekki sé minnst á allar græjurnar. Allir sniðugu hlutirn- ir sem hann hafði komið sér upp í eldhúsinu. Öll verkfærin og vél- arnar sem hann átti til smíða á öllu mögulegu. Jón Reynir var í mínum huga góður maður sem sinnti sínu fólki vel. Hann kom vel fram við mig og allt mitt fólk alla tíð. Davíð sonur minn sem var einungis 5 ára þegar við Diddú kynntumst leit ávallt á JR sem afa enda hon- um góður alla tíð. Hann var dáð- ur af öllum barnabörnunum sem fannst alltaf gaman að koma til afa. Ég hef ávallt borið ómælda virðingu fyrir þessum kæra tengdaföður mínum sem nú er fallinn frá og ég mun bera minn- ingu hans í hjarta mér alla mína ævi. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og ganga honum við hlið í rúmlega 30 ár. Hann er búinn að skila miklu og góðu dagsverki hér á jörð og nú mun Hinn hæsti höfuðsmiður leiða hann áfram veginn með Guðrúnu sér við hlið. Minningin lifir. Jóhann Gunnar Stefánsson. Elsku afi okkar lést í faðmi fjölskyldunnar á laugardegi eftir bóndadag. Amma Guðrún lést einnig á þeim degi fyrir 11 árum. Afi var orðinn þreyttur, sérstak- lega eftir að hann hætti að geta keyrt og smíðað. Hann var því sennilega feginn hvíldinni og var afar friðsæll þegar hann fékk að fara. Afi hafði einstaka nærveru. Til hans var alltaf hægt að koma til að gera allt sem manni datt í hug hvort sem það var að spjalla, glápa á sjónvarp, leggja sig, bíl- túr eða pítsu-chill. Afi var alltaf til í allt. Hann var mikill húm- oristi og var mikið hægt að hlæja af og með honum. Afi smíðaði jólagjafir fyrir öll barnabörnin nokkur ár í röð með nafni hvers og eins ritað á kop- arplötu ásamt því að brenni- merkja hlutina með upphafsstöf- um sínum, JR, sem hann var svo oft kenndur við. Hann var þol- inmóður og lausnamiðaður og alltaf til í eitthvert bras. Við mun- um því sakna þess að geta ekki leitað til hans í framtíðinni. Afi var mikill sælkeri og bað oft um eitthvert „slikkerí“ eins og hann kallaði það þegar maður kíkti í heimsókn. Eitt af fáum orðum sem hundurinn okkar Perla skildi var orðið „afi“ og hún hoppaði og skoppaði þegar hún vissi að hún væri á leið til afa af því þar fékk hún alltaf eitthvað gott í gogginn. Við systur vorum duglegar að heimsækja afa og plata hann í alls konar sprell, hann hafði til dæmis gaman af því að taka myndir og af nýjustu tækni snjallsíma þar sem hægt var að taka stutt myndbönd. Afi var ein- staklega yfirvegaður og rólegur sem smitaði út frá sér og manni leið alltaf vel í návist hans. Hann var alltaf glaður að sjá mann og brosti út að eyrum þegar hann heilsaði og kvaddi, alveg fram á síðasta dag. Við minnumst afa með hlýju í hjarta og erum þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum með honum. Birna Sísí og Inga Rannveig. Mig langar að minnast frænda míns Jóns Reynis Magnússonar sem kvaddi þennan heim 25. jan- úar síðastliðinn. Jón Reynir var verkfræðingur og framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins (SR Mjöls). Hann var giftur móð- ursystur minni og voru ágæt samskipti milli fjölskyldnanna. Mér er minnisstætt hversu skemmtilegan húmor Jón Reynir hafði og jafnframt hversu yfir- vegaður hann virtist alltaf vera. Maður gæti sagt afslappaður. Hann var fróður um mörg mál- efni en sérstaklega var hann tæknisinnaður, eins og menntun hans bar vitni. Hann var með fyrstu mönnum sem fengu sér Macintosh-tölvu þegar Steve Jobs setti hana á markað árið 1984-5 og bar það vott um mikla framsýni þó að Jón Reynir hafi ekki vitað hvað ætti að nota grip- inn í á þeim árum frekar en aðrir á þessum fyrstu árum einkatölv- unnar. Jón Reynir bauð mér með sér á samkomu heimssamtaka fiski- mjölsframleiðenda í New Or- leans árið 2004 og þar sást vel hversu mikils metinn hann var, enda var hann sérlega fróður um framleiðslu á fiskimjöli. Hann átti marga vini í þessum hópi. Jón Reynir var ræðismaður Suður-Afríku á Íslandi. Eftir stjórnarskipti þar ytra þegar Nelson Mandela tók við völdum var sendur hingað til lands sendi- herra Suður-Afríku fyrir Norð- urlöndin. Fól Jón Reynir mér það verkefni að bjóða herra Happy í golf. Varð úr að spilað var í hrauninu í Hvaleyri og þótti Happy þetta algerlega mögnuð upplifun. Jón Reynir gerði þarna sitt til að viðhalda góðu sambandi milli landanna. Ég mun ávallt geyma góðar minningar um skemmtilegan frænda sem kunni að lifa lífinu. Ólafur Helgi Jónsson. Jón Reynir kollegi minn var einn af þessum fáguðu séntil- mönnum sem ekki er of mikið af í okkar heimi. Kurteis, hógvær og þægilegur í umgengni. Hann var ljúfur í allri viðkynn- ingu og viðræðugóður. Fróður um marga hluti og þekkti at- vinnusögu þjóðarinnar betur en margir aðrir. Hann var þéttur á velli og þrekvaxinn, meðalhár vexti og andlitsfríður og sléttur á húð og dökkhærður. Hann var félagi okkar í sund- laugunum í Laugardal lengi og ávallt birti frekar við kaffiborðið eftir sundið þegar hann settist hjá okkur. Eftir hann hætti störfum við verksmiðjurnar stofnsetti hann óhagnaðardrifið trésmíðaverk- stæði sem hann nefndi „Þorri þreytti“ við Þorragötu vestur í bæ við flugbrautina sem hann sagði ekki trufla sig hið minnsta. Hann bauð mér upp á að fá áskrift að smíðisgrip einum sem hann ráðgerði að smíða úr kjör- viði, eftir teikningu úr Popular Mechanics held ég, sem myndi heita „sveitasælusess“, vandaður rólubekkur sem hafði ruggnátt- úru. Einhverjir fleiri gerðust áskrifendur að svona væntanleg- um kjörgripum og skólabróðir Jóns, Gunnar D. Lárusson verk- fræðingur, kom að hönnun leg- uhlutanna sem voru nokkuð vandasamir. Minn bekkur stend- ur hér í Biskupstungum og er í fullri notkun og vaggar ljúft á síð- kvöldum þegar við hjónin horfum á sólarlagið í vestrinu yfir Tungu- fljótinu. Jón átti sumarhús í Úthlíð og vorum við pottfélagar boðnir þangað í höfðinglegar móttökur sem við var að búast af slíkum höfðingja sem Jón Reynir var að allri gerð. Jón átti langan starfsferil að baki sem opinber starfsmaður hjá SR og svo líka síðar einka- væddur. Allt fór honum vel úr hendi og gott var að leita til hans á þeim árum með ráð og dáð. Við pottfélagar kveðjum góðan vin og félaga þar sem Jón Reynir Magnússon verkfræðingur var. Halldór Jónsson. Við Jón Reynir settumst sam- an í 7 ára bekk H í Austurbæj- arskólanum haustið 1938 og höf- um frá þeim tíma verið fyrst skólabræður og frá 12 ára aldri jafnframt uppeldisbræður. Barnaskólakennarinn var sá ágæti Jón Þórðarson sem síðar hefur verið mest nafngreindur fyrir að vera faðir Megasar. Skólastjórinn var Sigurður Thorlacius, sem eignaðist mörg börn sem gert hafa garðinn fræg- an og meðal þeirra var sá lands- þekkti Örnólfur, bekkjarbróðir okkar. Við Reynir áttum því góða lærifeður sem við alla tíð áttum síðan gott og gagnlegt til að rekja. Foreldrar okkar voru öll Skaftfellingar og frá þeim feng- um við erfðaefnin okkar. Við ræddum aldrei um þau þar sem þau voru okkur eðlileg og vöfðust ekki fyrir okkur í starfi. Reynir ólst upp við Njarðar- götu en ég við Lindargötu. Við áttum því enga samleið utan skól- ans fyrr en foreldrar Reynis keyptu hús við Lindargötuna. Líklega vorum við þá í 12 ára bekk. Húsið var handan við göt- una frá okkar húsi og þar með hófst okkar tími sem uppeldis- bræður og jafnframt sem sálu- félagar. Við urðum stúdentar úr stærðfræðideild MR vorið 1951. Segja má að við höfum allt frá undirbúningsdeild barnaskólans fyrir menntaskólasetu og til stúdentsprófsins verið saman öll- um stundum við leik, heimavinnu fyrir skólann og í félagslífi utan og innan skóla. Við unnum erf- iðustu heimaverkefnin í húsi for- eldra minna þar sem fengum að sitja í stofunni án nokkurrar ut- anaðkomandi truflunar. Ingi- marsskólinn var við hliðina á okkar húsi en hann hafði upphaf- lega verið byggður fyrir franska sjómenn og hét þá „Franski spít- alinn“ og þar var ekki kennt á sunnudögum frekar en í MR. Þess vegna unnum við þar á sunnudögum. Þá unnum við stærðfræðiverkefnin og heima- ritgerðir á íslensku, en ekki skrif- uðum við samskonar ritgerðir, Jón Reynir Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.