Morgunblaðið - 11.02.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 11.02.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann öfugt við stærðfræðina. Utan þessa tíma og einkum á kvöldin var nóg af verkefnum og til dæm- is var mikið spilað á spil og þá með foreldrum Reynis og móð- urbróður hans sem þá bjó í húsi þeirra. Árið eftir stúdentsprófið réð- um við Reynir okkur í störf á veg- um Bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli og hugsuðum fyrir framtíðina og þar völdum við okkar háskólamenntun, Reynir valdi verkfræði og ég læknis- fræði. Endanleg embættispróf tókum við báðir í Bandaríkjunum og snerum síðan aftur heim til Ís- lands. Í störfum okkar á Íslandi skildi talsvert á milli okkar, báðir fjölskyldufeður og verkefnin óskyld og fátt sameiginlegt með þeim. Samt náðum við Reynir saman þegar eitthvað bjátaði á hjá öðrum hvorum okkar og sam- an leystum við vandann. Og nú eftir 82 ár er komið að leiðarlokum og bið ég afkomend- um vinar míns allrar blessunar. Jónas Hallgrímsson. Nú er elsku afi okkar fallinn frá. Hann afi var góður maður með einstaka nærveru. Hann var klár, hógvær, stútfullur af skemmti- legum og góðum sögum og alltaf stutt í húmorinn. Dyrnar voru alltaf opnar hjá honum á Þorra- götunni og var fátt betra en að kíkja í stutta heimsókn og spjalla við afa gamla í hægindastólnum sínum. Það er ekki annað hægt en að minnast þess hversu gott jafnað- argeð afi var með. Eins erfiðir og við frændurnir vorum hafði hann endalausa þolinmæði fyrir okkur og var duglegur að taka okkur með sér upp í bústað, í sund eða hvað sem er. Sama hvað við gerð- um þá var engin leið til þess að koma honum úr jafnvægi. Sem dæmi má nefna þegar við brutum í þrígang Benz-merkið af nýja flotta bílnum hans. Alltaf þurfti hann að panta nýtt merki erlend- is frá og bíða í þrjár vikur eftir að fá það sent heim. Samt lét hann það ekki á sig fá. Við vorum duglegir að fara með afa í sund þegar við vorum yngri og tókst okkur í eitt skiptið að stuða hann aðeins. Það var þegar við komum heim á Þorra- götuna eftir sundið. Þá hlupum við á undan honum inn í lyftuna og lokuðum henni á undan hon- um, fórum upp á 4. hæð og brun- uðum beint inn í eldhús til ömmu þar sem við vorum vanir að fá karamellusjeik. Við fengum eng- an sjeik í þetta skiptið. Þegar við vorum orðnir aðeins eldri og farnir að þroskast örlítið þá vorum við duglegir að kíkja til hans í grill og horfa á fótbolta. Honum fannst fátt betra en að grilla góð BBQ-rif með maís- stöngli og fá sér svo einn Becks- bjór með og ís með ávöxtum úr dós í eftirrétt. Elsku afi, takk fyrir allar góðu minningarnar. Við eigum eftir sakna þín mjög mikið. Hvíldu í friði. Stefán Gunnar Jóhannsson og Jón Reynir Magnússon. Ég kynntist Jóni fyrst þegar ég var ráðin til starfa hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins (SR) í febrúar 1992, þá nýkomin úr framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hann var þá forstjóri SR og ég var ráðin til að sjá um sölumál fyrirtækisins. Síldarverksmiðj- urnar ráku á þeim tíma fisk- mjölsverksmiðjur á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyð- arfirði. Mér er það minnisstætt þegar ég hóf störf hjá fyrirtækinu, en þá hafði verið loðnubrestur árinu áður. Dregið hafði verið úr allri starfsemi fyrirtækisins og höfuð- stöðvar SR voru því mjög fá- mennar í Reykjavík, en starfsem- in að fara af stað aftur með nýrri loðnuvertíð. Fyrsta daginn minn hugsaði ég hvernig þetta færi nú allt saman. Jón tók vel á móti mér og ég vann náið með honum næstu átta árin, fyrst hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins og síðan hjá SR-mjöli eftir einkavæðingu fyrirtækisins. Jón var mikið ljúfmenni og það var mjög auðvelt að nálgast hann. Hann var alltaf til í að hlusta og gefa ráð ef til hans var leitað. SR var á þessum tíma einn stærsti framleiðandinn á mjöli og lýsi í Evrópu og Jón var vel þekktur alþjóðlega, enda lét hann alla tíð að sér kveða hjá alþjóðasamtök- um fiskmjölsframleiðenda og sinnti ætíð hagsmunagæslu ís- lenska fiskmjölsiðnaðarins. Það er margs að minnast frá þessum tíma, en á næstu árum varð mesti uppgangstími í veið- um á uppsjávarfiski á Íslandi og þá bættist við ný verksmiðja í Helguvík. Það var gríðarlega mikil framleiðsla á þessum tíma og oft mikið í húfi að selja og skipa út mjöli og lýsi, þannig að verksmiðjurnar stoppuðu ekki, og þá var gott að ræða við Jón. Hann var alltaf rólegur og yfir- vegaður, sama hvað á gekk. Ég minnist líka allra viðskipta- ferðanna og ráðstefnanna sem farið var á og þá var Guðrún kona Jóns stundum með í för. Það fór aldrei á milli mála að Bandaríkin voru í uppáhaldi hjá Jóni, en hann hafði verið í námi þar og nutu þau þess hjónin að fara reglulega í frí til Bandaríkjanna. Jón lét af störfum sem for- stjóri SR-mjöls árið 2000 eftir rúmlega 30 ára störf fyrir félagið. Við héldum alltaf sambandi og eftir að ég fluttist til Dúbaí var það venja hjá okkur að hittast í plokkara þegar ég kom heim til Íslands. Um leið og ég minnist og þakka samstarfið og vináttu Jóns í gegnum tíðina votta ég fjöl- skyldu hans innilega samúð mína. Blessuð sé minning Jóns Reynis Magnússonar. Sólveig Samúelsdóttir. Jón Reynir Magnússon er fall- inn frá. Hann er einn þeirra manna sem settu svo sannarlega mark sitt á íslenskt athafnalíf og var lengi í framvarðasveit þeirra sem störfuðu við framleiðslu á fiskimjöli og lýsi ásamt því að koma þeim afurðum á markað. Hann var vel menntaður og nýtti menntun sína í þágu þess iðnaðar sem hann helgaði störf sín. Hon- um var treyst fyrir stórum og flóknum verkefnum og leysti þau þannig af hendi að eftir því var tekið. Jón Reynir var menntaður í efnaverkfræði og matvælaiðn- fræði í Bandaríkjunum ásamt því að stunda þar nám á sviði sölu og dreifingar matvæla. Í Bandaríkj- unum starfaði hann einnig við há- skólakennslu. Árið 1958 hóf hann störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og þegar hann hafði starfað þar í rúman áratug réðst hann til Coldwater Seafood í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði að tilbúningi nýrra fram- leiðsluvara. Árið 1970 var hann ráðinn sem tæknilegur fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins (SR) og þá hófust afskipti hans af fiskmjölsiðnaðinum. Árið 1970 voru síðan störf tæknilegs- og viðskiptalegs framkvæmda- stjóra SR sameinuð og hóf Jón Reynir að gegna hinu nýja starfi. Leiddi Jón Reynir starf SR allt til ársloka 2001 með afar farsæl- um hætti. Við ýmis vandamál var að glíma í rekstrinum og tók framkvæmdastjórinn á þeim með yfirveguðum og ábyrgum hætti og naut þá þeirrar haldgóðu menntunar sem hann hafði aflað sér á sínum tíma. Auk starfa sinna hjá SR var Jón Reynir kjörinn til setu í fjöl- mörgum ráðum, stjórnum og nefndum. Þar á meðal var hann lengi einn af helstu forsvars- mönnum Félags íslenskra fisk- mjölsframleiðenda (FÍF). Hann gegndi formennsku í félaginu á árunum 1977-1988 og aftur frá árinu 1996 til ársloka 2001. Í árs- byrjun 2002 tók hann síðan við starfi framkvæmdastjóra FÍF og gegndi því starfi til ársins 2005. Jón Reynir naut sín vel í embætti formanns og framkvæmdastjóra og var mjög virtur vegna reynslu sinnar og þekkingar á iðnaðinum. Hann starfaði á vegum Alþjóða- samtaka fiskimjölsframleiðaenda (IAFMM) og naut þar mikillar virðingar. Á árunum 1981-1983 gegndi hann starfi forseta IAFMM og þótti sinna því starfi af miklum dugnaði. Stuart M. Barlow, sem var framkvæmda- stjóri IAFMM um áratuga skeið, minnist Jóns Reynis af miklum hlýhug og segir að hann hafi ver- ið einstakur forseti samtakanna. Þar hafi hann notið menntunar sinnar og reynslu og störf hans hafi verið ómetanleg. Þá hafi Jón Reynir verið einstaklega góður í öllu samstarfi og notið mikillar virðingar bæði hjá framleiðend- um og kaupendum fiskimjöls um heim allan. Saga fiskmjölsiðnaðar á Ís- landi verður ekki rakin án þess að verka Jóns Reynis Magnús- sonar verði þar ítarlega getið. Stuart M. Barlow segir að Jón reynir hafi verið risinn í hópi þeirra sem unnu að iðnaðinum hér á landi. Slík ummæli eru eng- ar ýkjur. FÍF vill á þessum tíma- mótum minna á hið mikla starf sem Jón Reynir innti af hendi í þágu íslensks fiskmjölsiðnaðar um leið og öllum aðstandendum hans skal vottuð samúð vegna fráfallsins. Fyrir hönd Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, Jón Már Jónsson formaður. Jón Reynir var afskaplega mikils metinn og þekktur innan fiskmjölsiðnaðar á Íslandi. Að sama skapi var hann lítillátur og gestrisinn. Hann var stoltur af því að vera Íslendingur en var á sama tíma mjög áhugasamur um málefni heimsins og fólksins sem í honum býr. Leiðir okkar lágu saman af einhverri alvöru á níunda ára- tugnum þegar hann var kosinn forseti alþjóðasamtaka fiskmjöls- framleiðenda (e. International Association of Fish Meal Manu- facturers – IAFMM) og ég hafði nýverið verið kjörinn fram- kvæmdastjóri samtakanna. Hon- um var m.a. falið að koma á við- ræðum við fiskmjölsframleiðendur í Asíu með það að markmiði að koma á fót gagnvirku samstarfi og skiln- ingi. Með þetta verkefni lögðum við land undir fót til Kína, Japans og Taílands þar sem við hittum fyrir forsvarsmenn fiskmjölsiðn- aðarins í þessum löndum. Ég man að Jóni var úthlutað „dipló- matavegabréfi“ af ríkisstjórn Ís- lands vegna þessarar fyrirhug- uðu ferðar okkar út í hið óþekkta. Þar náðum við að leysa mikilvæg- ar hindranir, m.a. í Kína, til að koma á fót góðum og skilvirkum fundum. Bakgrunnsmenntun Jóns á vísindasviði gerði honum kleift að skilja vel og styðja auk þess við hinar fjölbreyttu vísindalegu rannsóknir sem IAFMM stóðu að á þessum tíma. Hann var fyrsti forseti samtakanna sem hafði þennan bakgrunn. Hann var ómetanlegur í starfi sínu, bæði hvetjandi og ekki síður leið- beinandi. Jafnvel eftir að hann settist í helgan stein hélt Jón stöðu sinni sem óopinber fulltrúi Íslands inn- an samtakanna. Eftir fjármála- hrunið 2008 sem skall á Íslandi af miklum þunga bauð hann sum- arhúsið sitt til erlendra gesta án þess að þiggja greiðslu fyrir til að ýta undir að fólk sækti landið heim. Ég og eiginkona mín ásamt vinum fengum notið þessarar miklu gestrisni hans. Hvíl í friði Jón. Við munum sakna þín mikið. Stuart M. Barlow. Haustið 1959 settumst við, þrjá- tíu og tvö ung- menni, í fyrsta bekk Samvinnu- skólans á Bifröst. Hópurinn kom hvaðanæva, með ólíkan uppruna og bakgrunn, en varð á námstímanum afar samstæð- ur og hefur haldið góðu vin- áttusambandi æ síðan. Meðal þessa unga fólks var glaðvær og broshýr Eyfirðing- ur, Birgir Marinósson, ættaður frá Engihlíð á Árskógsströnd. Óhætt er að segja að hann setti svip á hópinn, hress í bragði, dökkeygður og snareygður. Biggi var fjölhæfur og kapp- samur íþróttamaður og þind- arlaus hlaupagarpur, góður bridgespilari og úrvalshagyrð- ingur. Fyrir þá sem stunduðu nám í heimavistarskóla á þessum ár- Birgir Marinósson ✝ Birgir Mar-inósson fæddist 27. október 1939. Hann lést 26. des- ember 2019. Útför Birgis fór fram í kyrrþey. um og sjálfir þurftu að sjá um alla dægrastytt- ingu var gulls ígildi að eiga innan sinna raða tónlistarfólk því söngur og dans var nauðsynlegur þáttur félagslífsins. Þar var Biggi ald- eilis á heimavelli. Hann gat leikið á ýmis hljóðfæri og tók strax þátt í skólahljóm- sveitinni og stjórnaði henni síð- ara skólaárið. Eftir að skóla lauk hélt hann reyndar lengi úti danshljómsveitum, samdi þá gjarna lög og texta sem hafa orðið landsfleyg. Síðustu áratugi höfum við bekkjarsystkinin haft þann sið að hittast árlega hér og þar um landið, gista tvær nætur, kynn- ast umhverfinu með leiðsögn fróðra manna og ekki síst að rifja upp gamlar minningar og skemmta okkur saman. Þá var Biggi hrókur alls fagnaðar, lék á gítarinn og stjórnaði söng orti stökur og sagði sögur. Ógleymanlegar eru kímnar og góðlátlegar sögur af Rænku- Sigga og hans skrítnu uppá- tækjum og tilsvörum. Biggi var fjölhæfur og fékkst við margvísleg störf um dag- ana, m.a. skrifstofustörf, kennslu, trilluveiðiskap og stundaði um tíma búskap í Engihlíð. Jákvæðni og bjartsýni voru áberandi eiginleikar í fari Bigga þótt lífið færi ekki alltaf léttum höndum um hann. Væri hann spurður hvað af honum væri að frétta var alveg var sama hvernig á stóð hjá honum, svarið var ævilega: Allt það besta. Síðustu ár sótti að Bigga ill- vígur hrörnunarsjúkdómur sem tók frá honum líkamlega þrekið og dró hann að lokum til dauða 26. desember 2019. Með fráfalli Bigga er stórt skarð höggvið í gamla bekkj- arhópinn sem útskrifaðist vorið 1961 frá Bifröst og hans er sárt saknað. Við félagarnir sendum Önnu Maríu og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur og biðjum Birgi farsældar í sumarlandinu. Við trúum að sá sem Birgir bað um að geyma Glókoll sinn taki vel á móti honum og þökkum samfylgdina í sextíu ár. Fyrir hönd bekkjarfélaga, Lilja Ólafsdóttir. Afi Jón Gústi var fyrst og fremst bóndi. Það var það sem hann var og það sem hann vildi alltaf vera. Bóndi og góðmenni sem kom fram við allt og alla af virðingu. Ég er dótturdóttir Jóns Gústa Jónssonar og í Steinadal á ég sterkar rætur og milljón góðar minningar. Stað- urinn hefði samt aldrei verið neitt merkilegur án afa. Ég hugsa til fjárhúsanna í Steinadal og votheyslyktarinnar með hlýju. Mér fannst dásam- legt að vinna með afa þar og hjálpa honum við hin ýmsu verk. Hann kenndi mér mjög snemma hvernig best væri að haga sér í fjárhúsunum til þess að hræða ekki kindurnar og ég skildi það á fasi hans og hegðun að það væri vegna þess að hon- um þætti vænt um þær og að hann vildi að þeim liði vel. Ég fylgdist oft með honum í fjár- húsunum og dáðist að því hvernig hann þekkti kindurnar og hvernig hann sagði stundum eitthvað fallegt við þær þegar hann gekk um jöturnar og kíkti á þær. Stundum var eins og hann væri að spyrja þær hvern- ig þær hefðu það án þess að þurfa svar, því hann einfaldlega sá það. Afi var alltaf tilbúinn að sýna mér handtökin í fjárhúsunum og Jón Gústi Jónsson ✝ Jón Gústi Jóns-son fæddist 20. október 1933. Hann lést 26. desember 2019. Útförin fór fram 4. janúar 2020. kenndi af þolin- mæði og virðingu. Hann var aldrei með heimtufrekju eða skipunartón og skammaðist aldrei, hvort sem það var í sauðburði, hey- skap, smala- mennsku eða öðru sem viðkom veru minni í Steinadal. Hann leyfði mér að læra af því að prófa og það var ekki lítið stoltið sem ég fann þegar ég upplifði að hann treysti mér til þess að vinna verk á bænum alveg sjálf, þó það hafi verið lítil (en mikil- væg) verk eins og til dæmis að gefa nýfæddum lömbum töflur, þá var það frábær leið til að efla sjálfstraust ungrar telpu sem leit svo upp til afa síns. Við sátum svo oft saman í eldhúsinu í Steinadal og drukk- um kaffi og djús og spjölluðum um heima og geima. Hann spurði mig svo oft spurninga um það sem ég var að segja honum, spurninga sem fengu mig til þess að hugsa um hlutina á rétt- sýnni hátt en ég hafði gert eða benti á eitthvað sem mér hafði alls ekki dottið í hug, og hjálp- aði þannig til við að víkka hug- arheim minn og kenna mér dá- lítið af allri þeirri virðingu, réttsýni og góðmennsku sem hann bjó yfir. Ég á svo margar góðar minn- ingar til að ylja mér við. Allar góðu stundirnar sem við áttum í fjárhúsunum við að vatna, hjálpa til við burð, klappa hrút- unum og allt hitt. Spjallið við eldhúsborðið. Einstaka augna- ráðið hans sem var svo stútfullt af kærleik, glettni og hlýju. Öll brosin sem við áttum saman og hláturinn og stoltið sem ég hef lengi fundið yfir því að vera barnabarnið hans. Ég mun alltaf sakna þín, afi. Takk fyrir allt. Agnes Jónsdóttir Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því Anna Guðrún Tryggvadóttir ✝ Anna Guðrún Tryggvadótt-ir fæddist 14. júní 1927. Hún lést 21. janúar 2020. Anna Guðrún var jarðsungin 31. janúar 2020. þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Tengdamæður getum við ekki valið. Ég datt í lukkupott- inn; fékk þá allra bestu. Kæra tengdamóðir, þakka alla þína aðstoð og elsku í gegnum tíð- ina. Erna Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.