Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 60 ára Kristbjörg ólst upp í Reykjavík og á Ísafirði á sumrin, og býr í Reykjavík. Hún er myndlistarmenntuð frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og er með meistarapróf í myndlist frá Utrecht í Hollandi og kennsluréttindi frá HÍ. Kristbjörg er myndlistarmaður og kennsluráðgjafi hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Dóttir: Marta Rut Traustadóttir, f. 1981. Barnabörn eru Arnaldur Hugi og Ari Grímur Mörtu- og Leifssynir. Foreldrar: Finna Ellý Bottelet, f. 1938, húsmóðir í Reykjavík, og Ole Nordman Olsen, f. 1935, d. 1984, forstjóri O.N. Olsen á Ísafirði. Kristbjörg Olsen Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú virðist þér skapast stund milli stríða og það er upplagt að nota hana til þess að ákveða framhaldið. Suma daga, eins og til dæmis í dag, er auðveldara að sjá samhengið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þráir ævintýri í líf þitt og ert bú- in/n að fá þig fullsadda/n af sömu gömlu rútínunni. Þiggðu alla aðstoð sem þér býðst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur verið að daðra út um víðan völl en nú er kominn tími til að velja. Vertu trú/r tilfinningum þínum, láttu hjart- að ráða för. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast. Láttu ljós þitt skína. Hlustaðu á innsæi þitt ef þú ert á báðum áttum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt erfitt með að sjá hvernig hægt er að skipta hlutunum bróðurlega, hvort sem um er að ræða ábyrgð eða eignir. Fólk er einstaklega samvinnuþýtt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sjálfstraust þitt er í miklum blóma því starf þitt skilar þeim árangri sem þú ætlaðir. Treystu óvenjulegum og ferskum hugmyndum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert uppfull/ur af frábærum hug- myndum um hvernig það getur breytt til heima án þess að það kosti einhver ósköp. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu ekki óþarflega stíf/ur og taktu óvæntum atburðum fagnandi. Hristu af þér slenið, þú hefur líka þitt til málanna að leggja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sambönd við ólíklegasta fólk munu færa þér mikla möguleika. Verkefni þín eru í uppnámi og þú verður að vinna þau skipulega áður en fleiri detta inn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engum að þakka nema sjálfum/sjálfri þér að þú stendur vel á öll- um vígstöðvum. Ekki er allt gull sem glóir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú skalt umfram allt hefjast handa, þótt þér finnist erfitt að sjá fram á verklok. Hugsaðu áður en þú talar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Staldraðu við og líttu um öxl svo þú lendir ekki í því að gera sömu mistökin aftur. Ekki mála skrattann á vegginn þó að allt gangi ekki upp strax. byrjun, en maður varð frægur fyrir það eitt að fara upp á sviðið. Árið 1968 var stofnuð hljómsveit í dalnum sem hét Fljótsmenn og spilaði ég á gítar og söng. Spiluðum við fyrst gegn gjaldi á Hádaginn í Herðubreið á Seyðisfirði.“ Hljómsveitin var við lýði til ársins 1971 en kom svo saman aftur og hélt tónleika á Skriðu- klaustri 2008 í tilefni af 40 ára afmæli hljómsveitarinnar. „Tónleikarnir leiðsögumaður með hreindýraveiðum um 30 ára skeið og hefur stundað rjúpnaveiðar frá 13 ára aldri. „Ég stundaði rjúpnaveiðar sem atvinnu frá 16 aldri og þar til sala á þeim var bönnuð. Flestar rjúpur veiddi ég árið 1966, 650 stykki, og næstmest árið 1974, rúmar 500 rjúpur.“ Hjörtur spilaði frá byrjun sjöunda áratugarins á gítar í hljómsveit sem hét Tríó Óla. „Ég kunni ekki neitt í H jörtur Eiríksson Kjer- úlf er fæddur 11. febr- úar 1945 á Hrafnkels- stöðum í Fljótsdal. Fjölskyldan flutti síð- an í nýbýlið Vallholt sem var byggt út úr Hrafnkelsstöðum árin 1946- 1948. „Kjerúlfsnafnið er frá 1400 og heldur Kjerúlfsættin heimsmót á fjögurra ára fresti. Heimsmótið var haldið hér 2002.“ Grunnskólanám Hjartar, sem var farskóli, var 10 mánuðir alls og út- skrifaðist hann með fullnaðarpróf 1959. „Aðaleinkunnin var 9,3 en verstur var ég í reikningi með 7,2 í einkunn. Spurður hvort ég vildi fara í skóla á Eiðum í framhaldsnám svar- aði ég því að ég þyrfti nú ekki að kaupa mér vit.“ Hjörtur var fjármaður árið 1962 og vann í sláturhúsum, við fláningu aðallega, bæði á Reyðarfirði og Egilsstöðum frá 1962 eða 1963 til ársins 1970 og var í sumarvinnu hjá Vegagerðinni 1962-1965, aðallega við boranir og sprengingar. Hann tók meirapróf 1965 og var leigubílstjóri sumarið 1965 og 1966. Hann stundaði byggingarvinnu á Eskifirði 1967 og Reyðarfirði 1968 og fór til sjós á vetr- arvertíð á Breiðdalsvík 1969 og var fram á sumar. Árið 1970 keypti Hjörtur Hrafnkelsstaði I og II þar sem hann hóf störf sem bóndi og býr þar enn. Hann var með flest á fóðrum árið 2012, 655 fjár, en nú um 390. Hjörtur var kosinn í hreppsnefnd í Fljótsdalshreppi 1982 og til oddvita og sat til ársins 1999, alls 17 ár. Hann var formaður byggingarnefndar við byggingu íþróttahúss og sundlaugar á Hallormsstað. „Að þeirri fram- kvæmd stóðu Vallahreppur, Skrið- dalshreppur og Fljótsdalshreppur.“ Hann var formaður ungmennafélags og búnaðarfélags í Fljótsdal um nokkurra ára skeið. Frá árinu 1965 hefur Hjörtur stundað refaveiðar og sá um grenja- vinnslu á stóru svæði í Fljótsdals- hreppi og hluta Vallahrepps. „Ég hef fóstrað marga yrðlinga og þeir eru mínir bestu félagar. Samt hef ég ekki skotið eins marga af nokkurri dýra- tegund og refi. Það eiga margir erfitt með að skilja þetta.“ Hjörtur var voru gefnir út á diski en það hefur ekki verið reynt að selja hann.“ Hjörtur fékk viðurkenningu frá Þjónustusamfélaginu á Héraði fyrir framúrskarandi kynningu á Lagar- fljótsorminum og hlaut verðlaun frá Fljótsdalshéraði (Austurhéraði) fyrir myndefni þar að lútandi. „Austur- rískur læknir sem býr hér sagði mér á þorrablótinu um helgina að hún hefði séð þetta myndefni í austur- ríska sjónvarpinu nýverið og það er enn verið að selja þetta myndefni til Ameríku. Mitt lífsmóttó er að hafa gaman af lífinu,“ segir Hjörtur að lokum. „Fyrstu sjötíu árin voru verst en síð- ustu fimm hafa verið hóglífi. Það eru fimmtán ár síðan ég sagði skilið við Bakkus og ég segi að ég sé að halda upp á 90 ára afmælið mitt núna, þau 75 ár sem ég hef lifað og þau 15 ár sem ég hef verið án Bakkusar.“ Fjölskylda Hjörtur var í sambúð með Málfríði Benediktsdóttur frá Urðarteigi árin 1970-1986. Foreldrar hennar voru Lilja Skúladóttir frá Urðarteigi og Benedikt Sigurbjörnsson frá Gils- árteigi. Börn Hjartar og Málfríðar eru 1) Lilja, f. 11.8. 1971, búsett á Seyðis- Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum – 75 ára Systkinin Sigurður, Reynir, Hjörtur og Elísabet fyrir utan hlaðið á Vallholti. Þurfti ekki að kaupa sér vit Hljómsveitin Fljótsmenn Á 40 ára afmælistónleikum sveitarinnar. Félagar Hjörtur með yrðling. 50 ára Tómas ólst upp í Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Hann er tölvunarfræðingur að mennt frá HÍ, og rekur eigið fyrirtæki, Og svo framvegis ehf. Maki: Lára Björgvins- dóttir, f. 1968, geðlæknir og deildar- stjóri á Landspítalanum. Börn: Tara Tómasdóttir, f. 1992, Tinna Tómasdóttir, f. 1995, og Guðrún Katrín Tómasdóttir, f. 2008. Barnabarn er Máni Björn Arason, sonur Töru. Stjúp- dóttir er Halldóra Aguirre, f. 1994. Foreldrar: Hörður Erlingur Tómasson, f. 1948, rafeindavirki, og Áslaug Guðrún Aðalsteinsdóttir, f. 1950, starfsmaður hjá Isavia. Þau eru búsett í Kópavogi. Tómas Erlingsson Til hamingju með daginn Bankastræti 6 | sími 551 8588 | gullbudin.isBankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Tissot, Raymond Weil, Certina, Michael Kors, Tommy Hilfiger, Casio o.f.l www.skartgripirogur.is 30-70% afsláttur LOKADAGAR Reykjavík Einar Gylfi fæddist 4. apríl 2019 kl. 8.04. Hann vó 4.158 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Eirún Eð- valdsdóttir og Gunnar Örn Jóhannsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.