Morgunblaðið - 11.02.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 11.02.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 Frakkland B-deild: Lens – Grenoble....................................... 0:0  Kristófer Ingi Kristinsson var allan tím- ann á bekknum hjá Grenoble. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Menemen......................... 2:2  Theódór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Akhisarspor. Undankeppni ÓL kvenna Norður- og Mið-Ameríka, undanúrslit: Kanada – Kostaríka ................................. 1:0 Bandaríkin – Mexíkó................................ 4:0 Úrslitaleikur: Bandaríkin – Kanada ............................... 3:0  Bandaríkin og Kanada leika bæði á ÓL 2020 í Tókýó í sumar.  Japan, Brasilía, Nýja-Sjáland, Bretland, Holland og Svíþjóð eru einnig komin á ÓL. Fjögur sæti eru óútkljáð í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.  Olísdeild karla ÍR – Fram ............................................. 24:28 Staðan: Haukar 17 11 3 3 462:439 25 Valur 17 11 2 4 468:413 24 Afturelding 17 10 3 4 469:451 23 FH 17 10 2 5 496:465 22 ÍR 17 10 2 5 518:467 22 Selfoss 17 10 1 6 525:518 21 ÍBV 17 9 2 6 484:456 20 Stjarnan 17 5 5 7 448:460 15 Fram 17 5 2 10 406:433 12 KA 17 5 1 11 457:497 11 Fjölnir 17 2 1 14 436:502 5 HK 17 2 0 15 428:496 4   Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands hefur sam- þykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2020, en styrkveitingar ÍSÍ til sambands- aðila nema tæplega 462 milljónum króna. Handknattleikssamband Íslands fær hæsta styrkinn, eða 58,3 millj- ónir króna. Fimleikasambandið fékk 52,8 milljónir og Sund- samband Íslands 37,6 milljónir. Þá fengu Golfsamband Íslands, Körfu- knattleikssamband Íslands og Frjálsíþróttasamband Íslands rúm- ar 35 milljónir hvert. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust að þessu sinni umsóknir frá 30 sér- samböndum. Hljóta öll þessi sér- sambönd styrk vegna landsliðs- verkefna sinna, þótt um misháar upphæðir sé að ræða. HSÍ fær mest úr afrekssjóði HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Laugardalshöll: Þróttur – Stjarnan U .... 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Höttur ................. 19.15 Smárinn: Breiðablik – Hamar............. 19.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SA ......................... 19.45 Í KVÖLD! Danmörk á ekki möguleika á að vera á meðal þátttökuþjóða í hand- bolta í kvennaflokki á Ólympíu- leikunum í Tókýó í sumar. Það varð endanlega ljóst í gær, þar sem Taí- land þáði óvænt boð Alþjóðahand- knattleikssambandsins um að taka sæti í undankeppninni. Boðið kem- ur til þar sem Kína og Hong Kong verða ekki með vegna kórónuveir- unnar. Hefði Taíland hafnað boði sambandsins væri Danmörk næsta lið inn. Danir höfnuðu í níunda sæti á HM í desember og komust því ekki beint í undankeppnina. Ólympíudraumur Dana rætist ekki Ljósmynd/IHF Tókýó Trine Østergaard fer ekki á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Dregið var í 1. og 2. umferð Mjólk- urbikars karla og kvenna í fót- bolta í gær. Tvö ný félög taka þátt í bikarkeppni kvenna í ár en bæði senda þau lið til keppni í meist- araflokki kvenna í fyrsta skipti á árinu 2020. Liðin sem um ræðir eru Hamar úr Hveragerði og HK úr Kópavogi. Hamar fékk heima- leik gegn ÍA í 1. umferð og HK mætir Aftureldingu á útivelli. Í karlaflokki mætast m.a. áttfaldir bikarmeistarar Fram og Álftanes úr 3. deild. Dráttinn í heild sinni má nálgast á mbl.is/sport Nýju liðin komin með mótherja Morgunblaðið/Árni Sæberg Bikarinn Selfoss er ríkjandi bikar- meistari í kvennaflokki. Norður-Írinn Rory McIlroy er kominn í efsta sætið á heimslista karla í golfi sem birtur var í gærmorgun og er þar með búinn að endurheimta það eftir fimm ára fjarveru. McIlroy, sem er þrítugur, ýtir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka úr efsta sætinu þrátt fyrir að hvorugur hafi keppt um síðustu helgi en stigin eru reiknuð tvö ár aftur í tímann og því verða alltaf einhverjar breytingar á þeim í hverri viku, að þessu sinni McIlroy í hag. Fyrir helgi var hann 0,2 stigum á eftir Koepka en er nú 0,03 stigum fyrir ofan hann. McIlroy var síðast á toppi listans í september árið 2015, en samanlagt er þetta hans 96. vika í efsta sætinu. Aðeins Tiger Wo- ods (683), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) hafa verið fleiri vikur á toppi listans. Þeir McIlroy og Koepka mætast síðar í þessari viku á Genesis- boðsmótinu í Kaliforníu sem hefst á fimmtudaginn. Næstir á eftir þeim á heimslistanum eru Jon Rahm, Justin Thomas, Dustin Johnson, Patrick Cantlay, Webb Simpson, Tiger Woods, Xander Schauffele og Justin Rose. Efstur á ný eftir fimm ára hlé Rory McIlroy Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, er í úrvalsliði vikunnar í Meistaradeild Evrópu en það er EHF, Handknattleikssamband Evrópu, sem stendur fyr- ir valinu. Janus lék mjög vel fyrir Aalborg og skoraði sex mörk þegar liðið gerði jafntefli við Pick Szeged í Ungverja- landi, 26:26, á sunnudaginn og krækti þar í dýrmætt stig á erfiðum útivelli. Aalborg er eftir leiki helgarinnar öruggt með sæti í sextán liða úrslitum deildarinnar en liðið er í fjórða sæti af átta liðum í A-riðli keppninnar með 11 stig úr 11 leikjum. Sex af átta liðum A- og B-riðla fara áfram. Hinir sex sem valdir voru í liðið eru Niklas Landin, markvörður hjá Kiel, Kamil Syprzak línumaður hjá París SG, Niklas Ekberg, hornamaður hjá Kiel, Matic Groselj, skytta hjá Celje Lasko, Alexander Shkurinskij, skytta hjá Meshkov Brest, og Hugo Descat, hornamaður hjá Montpellier. Janus er síðan valinn sem miðjumaður og úr hópi þessara sjö leikmanna er síðan hægt að kjósa leikmann umferðarinnar á síðu Meistaradeildar Evrópu. Janus Daði í hópi sjö bestu Janus Daði Smárason NBA-deildin Oklahoma City – Boston .................. 111:112 Washington – Memphis ..................... 99:106 Atlanta – New York................. (frl.) 140:135 Philadelphia – Chicago .................... 118:111 Houston – Utah ................................ 113:114 Cleveland – LA Clippers ................... 92:133 Portland – Miami.............................. 115:109 Staðan í Vesturdeild: Milwaukee 45/7, Toronto 39/14, Boston 37/ 15, Miami 34/18, Philadelphia 33/21, In- diana 31/22, Brooklyn 23/28, Orlando 22/31, Washington 18/33, Chicago 19/35, Detroit 19/36, New York 17/37, Charlotte 16/36, Atlanta 15/39, Cleveland 13/40. Staðan í Austurdeild: LA Lakers 39/12, Denver 37/16, LA Clip- pers 37/16, Utah 34/18, Houston 33/20, Oklahoma City 32/21, Dallas 32/21, Memp- his 27/26, Portland 25/29, San Antonio 22/ 30, New Orleans 22/31, Sacramento 21/31, Phoenix 21/32, Minnesota 16/35, Golden State 12/41.   HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Fram vann heldur óvæntan 28:24- sigur á ÍR á útivelli í lokaleik 17. um- ferðar Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöld. Með sigrinum fóru Fram- arar upp í 12 stig og eru þeir aðeins þremur stigum frá Stjörnunni í átt- unda sæti, síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. ÍR missti á sama tíma af tækifæri til að komast upp að hlið Vals í öðru sæti og er þess í stað enn í fimmta sæti, þremur stigum frá toppliði Hauka. ÍR-ingar voru með 16:13-forskot í hálfleik en þeir skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleik á meðan skyn- samir Framarar sigldu sann- gjörnum sigri í höfn. Vörn Framara hefur batnað til muna eftir að Hall- dór Jóhann Sigfússon tók við af Guð- mundi Helga Pálssyni fyrir áramót. ÍR-ingar lentu í miklum vandræðum með hávaxna og hreyfanlega leik- menn Framara. Ægir Hrafn Jóns- son, vararsérfræðingur Fram, varði t.a.m. svipað mörg skot og mark- menn ÍR til samans. Fram með tök á ÍR Í sókninni voru Framarar þolin- móðir og biðu eftir góðu tækifæri sem þeir nýttu oftar en ekki. Hjálp- aði til að Þorgrímur Smári Ólafsson var í stuði, sérstaklega þegar mest á reyndi. Sóknarleikurinn var agaður og góður og varnarleikurinn sér- staklega sterkur. Haldi Framarar rétt á spilunum gætu þeir hæglega smeygt sér bakdyramegin í úrslita- keppnina. Fram á HK og KA í næstu leikjum; HK er í botnsætinu og KA hefur aðeins unnið einn leik í síðustu níu í öllum keppnum. Eftir það mætast Fram og Stjarnan, í leik sem gæti haft mikið að segja um hvort liðið fer í úrslitakeppnina þeg- ar upp er staðið. ÍR-ingar eru ekki sérstaklega hrifnir af því að mæta Fram. Fram- arar hafa unnið þrjá síðustu leiki lið- anna. Hefðu ÍR-ingar unnið báða leiki sína við Fram á tímabilinu væru þeir einir á toppnum. Þeir áttu hins vegar ekkert skilið úr leiknum í gær. Markverðirnir vörðu varla neitt og hvað eftir annað gerðu sóknarmenn- irnir klaufaleg mistök. Oftar en einu sinni náðu ÍR-ingar ekki að koma skoti að marki svo mínútum skipti. ÍR er í fimmta sæti og á einmitt lið fyrir ofan sig í fjórum af síðustu fimm umferðunum. Með spila- mennsku eins og í gær verður upp- skera ÍR það sem eftir lifir deildar- keppninnar því afar rýr. Framarar enn sprelllifandi  Fram enn í bar- áttu um sæti í úr- slitakeppni  Dýr stig í súginn hjá ÍR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Drjúgur Framarinn Þorgrímur Smári Ólafsson var sterkur, þrátt fyrir stranga gæslu varnarmanna ÍR-inga. Austurberg, Olísdeild karla, mánu- dag 10. febrúar 2020. Gangur leiksins: 4:4, 6:7, 8:8, 9:9, 11:12, 16:13, 17:16, 19:18, 19:19, 20:20, 22:23, 24:28. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 7, Björg- vin Þór Hólmgeirsson 5, Hafþór Már Vignisson 4, Sveinn Andri Sveinsson 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Kristján Orri Jóhannsson 2. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafs- son 3, Óðinn Sigurðsson 2. Utan vallar: 8 mínútur ÍR – FRAM 24:28 Mörk Fram: Þorgrímur Smári Ólafs- son 6, Arnar Snær Magnússon 5, Kristinn Hrannar Bjarkason 5, Stefán Darri Þórsson 5, Tjörvi Týr Gíslason 3, Svavar Kári Grétarsson 2, Matt- hías Daðason 1/1, Andri Heimir Frið- riksson 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 13/1. Utan vallar: 2 mínútur Dómarar: Heimir Örn Árnason og Magnús Kári Jónsson. Áhorfendur: 168.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.