Morgunblaðið - 11.02.2020, Page 32
Tónlistarhópurinn Umbra ensemble
kemur fram í Salnum í Kópavogi í
kvöld kl. 19.30 og eru tónleikarnir
hluti af röðinni Tíbrá. Umbra mun
flytja efnisskrá með fornri tónlist
og nýrri, þjóðlög sem tilheyra eyj-
um og að auki frumflytja nýtt verk
eftir Arngerði Maríu Árnadóttur.
Fyrir tónleikana verður sófaspjall
við flytjendur í umsjón Arndísar
Bjarkar Ásgeirsdóttur í fordyri Sal-
arins. Húsið verður opnað kl. 18 og
sófaspjallið hefst kl. 18.30.
Eylönd með Umbru
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Mig langar að fara í atvinnu-
mennsku og horfi út en það er ekk-
ert í vinnslu núna. Samningur minn
við Val rennur út í vor og því er aldr-
ei að vita hvað gerist. Ég er opin
fyrir öllu,“ segir Lovísa Thompson
meðal annars þegar hún er spurð
hvort ekki sé tímabært hjá henni að
reyna fyrir sér í atvinnumennsk-
unni. »27
Aldrei að vita hvað
gerist eftir tímabilið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Þó að Lovísa Thompson sé aðeins
tvítug er hún að leika sjöunda
tímabil sitt í úrvalsdeild kvenna í
handbolta, hefur unnið titla með
tveimur liðum og skorað hátt í 700
mörk í deildinni.
„Kannski þarf maður
að komast í um-
hverfi þar sem hafa
þarf enn meira fyrir
hlutunum.
Ég stefni
að því ef
gott tæki-
færi býðst,“ segir
Lovísa þegar hún er
spurð hvort hún sé
á leið í atvinnu-
mennsku erlend-
is að þessu tíma-
bili loknu. »27
Stefnir utan ef
gott tækifæri býðst
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Árlegt þorrablót Íslendingafélagsins
í Arizona í Bandaríkjunum fór fram í
Phoenix á dögunum og að þessu
sinni voru matreiðslumennirnir
Vignir Hlöðversson, sem rekur veit-
ingasalinn í golfskála Golfklúbbs
Kópavogs og Garðabæjar, og Krist-
ófer Helgi Helgason, matreiðslu-
maður Árvakurs, fengnir til þess að
sjá um matinn. „Við vorum með yfir
100 gesti,“ segir Davíð Hill, forseti
félagsins.
Íslenskir nemendur í háskólanum
í Arizona (Arizona State University,
ASU) stofnuðu stúdentafélag 1991
og varð það síðar að Íslendingafélag-
inu. Davíð segir að yfir 200 manns
taki þátt í föstum viðburðum þess.
„Þorrablótið er okkar stærsta
samkoma, en margir koma líka sam-
an 17. júní og fá sér íslenskar pylsur
með öllu meðlæti,“ segir hann. Bætir
við að félagið standi auk þess fyrir
gleðistundum af og til; karaokí-
kvöldi, golfmótum og einstöku sinn-
um taki það þátt í skandinavískum
hátíðum á svæðinu. „Kristín Ólafs-
dóttir, fyrrverandi forseti félagsins
og einn af stofnendum þess, býður í
jólaglögg á hverju ári og eru það
okkar litlu jól. Síðast en ekki síst eru
nokkrar íslensku kvennanna saman í
saumaklúbbi.“
Gestir víða að
Fyrsta þorrablótið var haldið í
febrúar 1992 og yfirleitt hefur ís-
lenskur matur verið á boðstólum.
Davíð segir að í seinni tíð hafi mat-
reiðslumenn frá Íslandi stundum
verið fengnir til að sjá um matinn.
„Til að byrja með komu foreldrar
konu í félaginu með mat frá Íslandi
og fámennur hópur fólks sá um að
útbúa hann á veisluborðið.“
Íslenskir skemmtikraftar hafa
líka tekið þátt í að halda uppi fjörinu.
Davíð segir að Greifarnir hafi til
dæmis komið tvisvar sinnum og
Kristján Viðar Haraldsson, söngvari
þeirra, einu sinni skemmt einn. „Þeir
komu af greiðasemi við okkur og
gistu heima hjá félagsmönnum enda
hefur félagið ekki burði til þess að
borga fyrir gesti. Undanfarin ár hef-
ur Gísli Jóhannsson, sem býr í Nash-
ville, leikið á gítar og sungið og
skemmt okkur vel.“
Davíð segir að hátt í 300 Íslend-
ingar og fólk af íslenskum ættum búi
í Arizona á veturna en eitthvað færri
á sumrin. „Fljótlega eftir að félagið
var stofnað fóru ættingjar og vinir
félaga að mæta á þorrablótin okkar,
það hefur spurst út og nú er svo
komið að við fáum gesti víða að.“ Í
því sambandi má nefna að hjónin
Wayne og Loretta Kay Bernhoft,
kjörræðismaður Íslands í Norður-
Dakóta, voru á meðal gesta á ný-
afstöðnu þorrablóti.
Davíð fór til Arizona 1983 til þess
að hitta bandarískan föður sinn í
fyrsta sinn. „Ég ætlaði bara að vera
hjá honum yfir sumarið en nú, tæp-
um 37 árum seinna, er ég enn í þess-
ari heimsókn.“ Hann hefur lengst af
búið í Phoenix og Tucson í Arizona,
en einnig í San Diego, Washington
DC, Kansas City og Chicago. Hann
er meðal annars með BS-gráðu í
dýrafræði og endurnýjanlegum nátt-
úruauðlindum og meistaragráðu í
viðskiptafræði og upplýsingatækni-
fræði. „Ég hef unnið við ýmislegt og
var meðal annars í bandaríska sjó-
hernum og hef verið hjá fyrirtækjum
á borð við Sprint, American Ex-
press, British Telecom og DHL.“
Er enn í heimsókn-
inni 37 árum síðar
Í Phoenix Wayne Bernhöft, Vignir Hlöðversson, Kristófer Helgi Helgason
og Loretta Bernhöft komu langt að á þorrablótið.
Kristófer og Vignir sáu um matinn á þorrablótinu í Phoenix
Kylfingar Vignir, Davíð og Kristófer fóru í golf daginn eftir þorrablótið.