Morgunblaðið - 12.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 Þúfa Listaverk Ólafar Nordal setur mikinn svip á Grandann í Reykjavík. Sólin er farin að hækka á lofti og ekki amalegt að fá sér göngutúr og njóta náttúrufegurðarinnar og góða veðursins. Eggert Það er tíska í dag og hefur verið um langa hríð að ráða hagspek- inga til að segja fyrir um framtíð heilu at- vinnuveganna. Íslensk- ur landbúnaður er ekki undan skilinn og hefur sett hundruð milljóna í slíka vísdómskúlu spá- mannanna. Og heilu skýrslurnar eru ryk- fallnar í hirslum stofnana. Ég minn- ist þess að það varð að samkomulagi í minni tíð sem landbúnaðarráð- herra að gera í samstarfi við Bændasamtökin eina slíka spá, „Sveitalíf 2006 til 2025“. Ungir og vel menntaðir menn, vitrir eins og Njáll, buðu fram starfskrafta sína í að rýna í næstu 20 árin. Þeir gerðu það undir vísdómi hinnar grísku gyðju Kassöndru, en hún hafði þeg- ið þá náðargjöf frá sjálfum Appolló að geta sagt fyrir um óorðna hluti. Vísdómsspekingarnir sem voru ráðnir til verksins unnu af kappi og fengu í lið með sér marga viðmæl- endur og gerðu svo spá sína árið 2007 til ársins 2025. Ég vil taka það fram að þegar að- stoðarmaður minn sagði mér að landbúnaðurinn yrði nánast farinn úr landi samkvæmt niðurstöðu hinna vitru í lok tímabilsins, þá kallaði ég spámennina til mín og sagði þeim upp störfum. Ég sagð- ist ekki vilja bera ábyrgð á spádómi þeirra. Minnugur þess eins og skáldið sagði; „Falin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verri.“ Þeir hafa sjálf- sagt sett sjálfa sig í spor Kassöndru, en Appolló lagði þá bölvun á hana með gáfunni að enginn myndi nokkurn tímann trúa henni. Spámennirnir kláruðu eigi að síður skýrsluna sjálfsagt með Bændasamtökunum og nú þrettán árum síðar er rétt að upplýsa um stærstu breytingarnar sem sjáendurnir töldu sig skynja í kristalkúlunni. Skoðum nú afrakst- ur helstu atriða skýrslunnar og spá þeirra um framtíðina og dæmi nú hver fyrir sig um afraksturinn og hvað hefur gengið eftir. Viðburðadagatal! Sveitalíf 2006 til 2025 2008 Markáætlun um matvæla- hönnun samþykkt. Lög sett um tvöfalda búsetu. Frjáls innflutningur landbúnaðar- vara. 2010 Samtökin „Sumarhús í borg“ stofnuð og áberandi í um- ræðunni. 2011 Kvótalaus innflutningur með tollum. Innflutningur á nýjum búfjárkynjum. 2012 Ísland gengur í ESB. Evra tekin upp í stað krónunnar. Mjólkurframleiðendur/kúa- bændur orðnir 400. 2014 Bóluefni gegn riðu fundið upp á Íslandi. 2015 Útflutningur á tómötum hefst. 2018 Mjólkurframleiðendur orðnir 100. Fjöldi ferðamanna nær hámarki, 650 þúsund, og fækk- ar á næstu árum. 2019 Útflutningur á ensímum úr ís- lenskum jurtum hafinn. 2019 Svína-, alifugla- og eggjafram- leiðsla flutt út fyrir landstein- ana. 2021 Hefðbundinn búskapur nánast horfinn á Austurlandi. 2022 Lín- og kornframleiðsla tekur um 30% af ræktuðu landi. Fimmta hver jörð á Íslandi komin í eigu erlendra fyrir- tækja og fjárfestingarsjóða. 2025 Kúabændur/mjólkurframleið- endur orðnir 20. Sauðfjár- bændur orðnir 100. 2025 Íslendingar orðnir 450 þúsund. Landbúnaðurinn í mikilli hættu Það er nei við öllum viðburðunum sem áttu að gerast, ekkert hefur gengið eftir. Landbúnaðurinn er samt orðinn umkomulaus atvinnu- grein og mikil óvissa ríkir kringum flestar búgreinar og þjónustufyrir- tæki. Fórnir hafa verið færðar á kostnað íslenskra bænda til evr- ópskra bænda í eftirgjöf á tollum í flestum greinum og hráu kjöti. Eitt orð heltekur nú alla stjórnmála- umræðu, „innviðirnir“. Innviðir landbúnaðarkerfisins, landbúnaðar- ráðuneyti, fagstofnanir og félags- kerfi bænda hafa verið stórlega sköðuð af mannavöldum á sl. þrett- án árum. Landbúnaðurinn stendur því á hengibrún, hingað og ekki lengra. Skoðum staðreyndir. Innviðirnir eru brotnir á bak aftur. Margir telja að landbúnaðurinn verði horfin at- vinna í landinu nema vakning verði og viðsnúningur. Bæði verði stjórn- málamenn og bændur að vakna og grípa til aðgerða ef ekki á allt að fara á versta veg. Við eigum af- burðagóða bændur þrátt fyrir allt í öllum búgreinum, en það hallar und- an fæti. Ungt fólk vill í sveit og bú- skap en lífskjörin stoppa það af. Það er undir okkur sjálfum komið hvort hinar vondu spár rætast. Ég fullyrði að stjórnmálaflokkarnir eru alla- vega í orði á því að vilja sjá sterkan landbúnað og þangað ber að beina kastljósi umræðunnar um hver þró- unin er og hvert stefnir. Stjórnmálamenn hafa brugðist at- vinnuveginum í svo mörgum atrið- um og bændurnir sjálfir eru kúgaðir og daufir. Þótt landbúnaður sé vart nefndur á nafn lengur í ríkisstjórn eða á Alþingi vilja neytendur íslensk matvæli á sitt borð. Enn getum við Íslendingar snúið við og fært bænd- um nánast það verkefni að fram- leiða flestallar landbúnaðarvörur á viðsjárverðum tímum um veröld alla. Allar kjötvörur, allar mjólk- urvörur, allt grænmeti. Og brauð, bjór og viský að auki af íslenskum ökrum. „Vilji er allt sem þarf.“ Heildsalar og Ólafur Stephensen eiga ekki að ráða för. Hinn gamli Bjarni Benediktsson þorði allavega að tala við þá stétt með hrúts- hornum, þótt þeir krossuðu við Sjálfstæðisflokkinn! Eftir Guðna Ágústsson »Ég fullyrði að stjórn- málaflokkarnir eru allavega í orði á því að vilja sjá sterkan land- búnað og þangað ber að beina kastljósi umræð- unnar. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Spádómur kristalkúlunnar og Kassöndru er valtur Djúpavogshreppur náði þeim áfanga um síðustu áramót að fólks- fjöldi bæjarfélagsins fór yfir 500 manns í fyrsta skipti síðan 2002. Sveit- arfélagið lenti í áfalli ár- ið 2014 þegar Vísir hf. ákvað að flytja starf- semi sína burt frá staðnum en fyrirtækið var á þeim tíma stærsti vinnuveitandi staðarins. Í kjölfarið fór fólksfjöldi niður í 422 og rætt var um að Djúpivogur yrði flokkaður sem brothætt byggð og þannig mætti fá hundruð milljóna úr sameiginlegum sjóðum hins opinbera í hin og þessi verkefni. En Djúpavogsbúar eru stoltir og ekki þekktir fyrir að gefast upp þótt á móti blási og fólkið trúði því að úr myndi rætast. Eftirminni- legt er myndband sem gert var í kjöl- far þessa áfalls og ber nafnið Heima er best og má finna á Youtube. Það sem öðru fremur hefur þó orðið til þess að byggðarlagið hefur rétt úr kútnum er að laxeldi hefur verið að byggjast upp á Aust- fjörðum og nú er það orðið svo að á Djúpa- vogi er eldið orðið sú at- vinnugrein sem flestir vinna við, beint eða óbeint. Fiskeldi Aust- fjarða stundar laxeldi í Berufirði og Búlandstindur hf., sem er í eigu Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða, rek- ur laxasláturhús á staðnum. Hátt í eitt hundrað manns hafa því atvinnu af laxeldinu á Djúpavogi. Þar að auki kemur stór hluti tekna iðnaðarmanna á staðnum af þjónustu við fyrirtækin auk þess sem verslanir, veitinga- staðir, gististaðir og aðrir hafa tekjur af þjónustu við fyrirtækin. Fjölskyldur sem fyrir fimm árum bjuggu í óvissu og við óöryggi um framtíð sína geta nú litið björtum augum fram á veginn. Börn á grunn- skóla- og leikskólaaldri eru um 20% af íbúum Djúpavogs og hér áður fyrr sáu foreldrar engin eða fá tækifæri fyrir börn sín til að fara og mennta sig og koma til baka en nú hefur þetta snúist við. Tækifæri á sviði líffræði, viðskipta, iðnmenntunar og margra fleiri greina hafa orðið til með tilkomu eldisins og foreldrar vita að unga kyn- slóðin sem nú er að vaxa úr grasi, börnin sem nú eru í leikskóla, á þann möguleika að fara og sækja sér menntun og snúa til baka í fjölbreytt atvinnulíf sem er tengt fiskeldinu. Þessi þróun hefur öll orðið án þess að ríkið hafi þurft að koma að þessu en þó er rétt að taka fram að með út- hlutun á byggðakvóta í kjölfar brott- hvarfs Vísis komst Búlandstindur hf. á lappirnar og eldisfyrirtækin tóku svo við boltanum og byggðu fyrir- tækið enn frekar upp. Það sem ríkið gerir hins vegar núna er að hirða skatta af eldinu en engin atvinnu- grein í uppbyggingu hefur verið skattlögð jafn harkalega og fiskeldið. Og það sem mörgum þykir undarlegt og ósanngjarnt er að sveitarfélögin þar sem fiskeldið er stundað fá engan hlut af þeirri skattheimtu. Þar að auki draga stofnanir lappirnar og svo er auðvitað fólk sem berst hatrammlega gegn þessari uppbyggingu og þar með gegn þessum byggðarlögum, til- verurétti og framtíð fólksins. Fólkið sem býr á Vestfjörðum hef- ur eflaust svipaða sögu að segja, byggðarlög sem áður áttu undir högg að sækja hafa snúið vörn í sókn og eru farin að blómstra. Og að ein- hverju leyti vegur fiskeldið upp loðnubrest þar sem útflutningstekjur fiskeldisins eru orðnar hærri en af loðnunni en betur má ef duga skal. Tækifærin er svo sannarlega fyrir hendi, við eigum svæði sem eru vel fallin til þess að stunda þar eldi, má þar nefna Ísafjarðardjúp og firðina fyrir austan. Þannig mætti blása lífi í fleiri byggðarlög sem standa höllum fæti (sagði einhver björgum Árnes- hreppi?). Í stað þess að leyfa aðeins 71.000 tonna framleiðslu á ári ættu stjórnvöld að setja sér það markmið að framleiðslan nái 150.000 tonnum á næstu árum. Horfum til þeirrar góðu reynslu sem er af eldinu fyrir austan og vestan, grípum tækifærið og byggjum upp til framtíðar. Grípum tækifærin Eftir Kristján Ingimarsson »Með tilkomu fiskeldishefur verið lagður traustur grunnur að af- komu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Enn er hægt að bæta í. Kristján Ingimarsson Höfundur er fiskeldisfræðingur og sveitarstjórnarmaður. kristjan@djupivogur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.