Morgunblaðið - 12.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 60 ára Jón ólst upp á Teigi í Eyjafjarðarsveit en býr í Berglandi. Hann er fiskeldisfræð- ingur og byggingariðn- fræðingur að mennt. Jón rekur verktaka- fyrirtækið JS trésmíði og er oddviti í Eyjafjarðarsveit. Maki: Kristín Sigurðardóttir, f. 1964, grunnskólakennari í Hrafnagilsskóla. Synir: Jón Stefán Jónsson, f. 1982, og Tjörvi Jónsson, f. 2001. Barnabörnin eru Aron Geir, f. 2007, og Hilmar Daði, f. 2011. Foreldrar: Stefán Þórðarson, f. 1935, og Þorgerður Jónsdóttir, f. 1940, fyrr- verandi bændur á Teigi. Þau eru búsett þar. Jón Stefánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er margt að gerast í kringum þig og þú mátt hafa þig alla/n við að fylgj- ast með. Þú ert með tillögur á færibandi varðandi breytingar í vinnunni. Láttu ljós þitt skína. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Ekki gleyma að gefa þér tíma til einveru þótt ekki sé nema í stuttan tíma dag hvern. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú hefur ekki hemil á skapi þínu getur þú lent í því að brenna brýr að baki þér. Kærleikurinn sigrar allt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú kemst á snoðir um leyndarmál, sem best er að ekki sé hreyft við. Ásta- málin standa í blóma og þú heyrir kirkju- klukkur óma. Haltu samt fast um budduna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður að nýta tímann vel og halda sér við efnið svo að þú náir að standa við gefin loforð. Komdu jafnvægi á hugsanir þínar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð tilboð sem að vekja með þér bæði undrun og ánægju. Ekki halda að þú getir gert allt ein/n og óstudd/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er fyrir öllu að ýta hlutunum úr vör. Ef þú óttast breytingar ættir þú að leita þér hjálpar til þess að geta tekist á við þær. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft á öllum þínum krafti að halda í dag og ættir því ekki að leyfa neinum að trufla þig. Ekki gefa þumlung eftir í samningaviðræðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að kynna sér vel smáa letrið áður en skrifað er undir eitthvað. Gerðu þér dagamun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér gæti tekist að losa þig við ákveðnar hömlur í dag. Þú ert í einhverjum öldudal en það verður ekki lengi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að gera þér grein fyrir tilfinningum annarra svo þú getir vegið hlutina og metið í réttu samhengi. Gefðu þér tíma til að sinna áhugamálum þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er óþarfi að ríghalda í hluti, sem þú hefur litla eða enga þörf fyrir. Ein- hver er þurr á manninn við þig, reyndu að finna út af hverju. málefnum að aukast þar sem ég sá að lífið er ekki eins svart og hvítt og ég trúði sem ungur maður. Ég hef verið á þeirri vegferð æ síðar og líf mitt snýst meira og meira um and- leg og trúarleg málefni. Fyrstu 50 árin liðu ansi hratt og ég geri ráð fyrir að seinni hlutinn eigi eftir að líða jafnvel enn hraðar, svo það er ekki seinna vænna að fara að huga að stærsta leyndardómi mannlegs lífs: Guði og dauðanum.“ Ferill Höllu Halla stundaði nám við grafík- deild Listaháskóla Íslands 1990- töskur og auralaus, bara með film- urnar af Sigur Rós í farteskinu og kláruðum klippingu og allt það úti í Bandaríkjunum. Um svipað leyti gerðum við Levi’s-auglýsingu sem kom okkur á kortið.“ Síðan þá hafa Stefán og Sigurður gert auglýsingar fyrir fyrirtæki eins og Cadillac og Mercedes-Benz, og tónlistar- myndbönd fyrir Travis, Iggy Pop og Damien Rice, svo einhverjir séu nefndir, og Aurora sem vann til norsku Grammy-verðlaunanna 2017. Samstarf þeirra við Sigur Rós hefur getið af sér fleiri snilldarmyndbönd eins og Gobblidigook og Glósóli sem hafa unnið til verðlauna. Stefán og fjölskylda bjuggu í Bandaríkjunum 2001-2011 og í München í Þýskalandi 2011-2012 en fluttu svo búferlum aftur til Íslands og hafa verið hér síðan. „Eins og er þá er ég að undirbúa nokkur kvik- myndaverkefni með Sigurði, meðal annars heimildarmynd um GusGus og kvikmynd um írskan dýrling sem heitir To Heal the Broken Hearted. Stefán er einn af stofnendum hug- búnaðarfyrirtækisins Flow ehf., sem býður upp á hugleiðslu í sýndar- veruleika og í gegnum app í snjall- síma. „Eftir að faðir minn dó í flugslysi árið 1997 fór áhugi minn á andlegum H allfríður Sólveig Þor- geirsdóttir og Stefán Árni Þorgeirsson eru fædd 12. febrúar 1970 í Reykjavík. Þau ól- ust upp fyrstu árin í miðbæ Reykja- víkur, en fluttust svo í Keilufell í Breiðholti þar sem þau gengu í Fellaskóla og síðan í Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti þaðan sem þau urðu stúdentar. Ferill Stefáns Stefán stundaði nám við Háskóla Íslands í heimspeki, en vann við kvikmyndagerð samhliða því og hætti námi sökum anna í kvik- myndagerð, en hann hóf að starfa með Sigurði Kjartanssyni fyrir tví- tugt, samstarf sem er við lýði enn þann dag í dag og gengur undir nafninu Arni & Kinski. „Ég ólst upp í prentsmiðju sem pabbi átti og mikil sköpunarvinna átti sér stað þar að nóttu til á fyrstu árum okkar Sigga í starfi.“ Fyrstu skrefin í kvikmyndagerð- inni hjá Stefáni voru í Hvíta vík- ingnum og Sódómu Reykjavík, en svo fóru þeir Sigurður að gera tón- listarmyndbönd. Árið 1995 gerðu þeir síðan stuttmynd sem bar nafnið Nautn og upp úr því varð til hljóm- sveitin GusGus. „Við komum þessum hópi saman fyrir myndina og Daníel Ágúst Haraldsson fór með lykilhlut- verk í myndinni. Af því að stutt- myndir selja ekki en plötur gerðu það á þessum tíma þá vildum við gera plötu við myndina sem gæti staðið ein og sér og við fengum með okkur Bigga Veiru og Magga Legó til að búa til þetta rafmúsíkfyrirbæri sem GusGus er. Eftir þá plötu feng- um við tilboð frá plötufyrirtækinu 4AD sem var ekki hægt að hafna og hljómsveitin hélt því áfram að starfa.“ Stefán og Sigurður gerðu árið 2001 myndband við lagið Viðrar vel til loftárasa með Sigur Rós sem var mjög vel tekið. Umfjöllunarefnið og efnistökin voru nýstárleg og árið 2011 valdi tónlistartímaritið NME Viðrar vel til loftárása sem 9. besta tónlistarmyndband allra tíma. „Ég flutti út árið 2001 með tvö börn og eiginkonu til Los Angeles, ferða- 1992, lauk BFA-námi í teikningu frá Háskóla í Hartford, Connecticut í Bandaríkjunum 1994 og MA-námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Há- skóla Íslands 2015. Hún hefur starfað sjálfstætt sem teiknari og hönnuður í 25 ár. „Ég vinn að fjölbreytilegum verkefnum tengdum myndskreytingum, graf- ískri hönnun og vefhönnun. Ég hef hannað fjölda bóka og myndskreytt yfir 20 barnabækur. Af þeim hafa þrjár komið út á fleiri en einu tungu- máli.“ Halla hefur hlotið verðlaun fyrir störf sín, meðal annars Dimmalimm, Íslensku myndskreytiverðlaunin, Norrænu barnabókaverðlaunin, Vest-Norrænu barnabókaverð- launin, verið á alþjóðlegum heið- urslista IBBY-samtakanna og til- nefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar: Besta mynd- skreytta barnabókin 2016 og síðast 2018, fyrir bókina Pétur og úlfur- inn… en hvað varð um úlfinn? Hún hefur verið í félagi myndskreyta á Íslandi, Fyrirmynd, frá upphafi og tekið þátt í samsýningum og setið í sýningar- og dómnefndum tengdum faginu. Halla og eiginmaður hennar bjuggu í Bandaríkjunum í fimm ár þegar þau stunduðu þar nám og síð- ar í tvö ár á Spáni. Þau reka ferða- skrifstofu, RiverNorth.is og skipu- leggja ferðir í stangveiði. Systkinin Halla og Stefán eru samrýnd og búa hlið við hlið á Haðarstígnum í 101 Reykjavík. „Ég er í stjórn hinna virðulegu íbúa- samtaka Hollvinir Litla-Garðs og nágrennis,“ segir Halla. „Þar hef ég m.a. stuðlað að þátttöku íbúa í við- burðum og framkvæmdum tengdum þessum litla almenningsgarði í Þing- holtunum auk baráttu um bætta um- ferðarmenningu við Haðarstíg. Ég nýt þess í botn að búa í góðu sam- félagi í 101 Reykjavík.“ Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Tristan Elizabeth Gribbin, f. 15.8. 1967, frumkvöðull og eigandi Flow ehf. Foreldrar hennar eru Patrick Gribbin og Linda Woolman Perry. Börn Stefáns og Tristan eru Tara Halla Sólveig og Stefán Árni Þorgeirsbörn – 50 ára Afmælisbörnin Stefán Árni, Halla Sólveig og eiginmaður Höllu, Björn Ólaf- ur, en hann er einnig fimmtugur í dag. Þau fæddust á Landspítalanum og hafa fylgst að frá unglingsaldri, en þau voru öll bekkjarsystkin í Fellaskóla. Listamenn á sínu sviði Tvíburarnir Halla og Stefán 1974. 40 ára Helga Lára er Mosfellsbæingur og hefur búið í Helgafellshverfinu frá 18 ára aldri. Hún er grunnskólakenn- ari að mennt og kennir í Varmárskóla. Maki: Níels Einar Reynisson, f. 1980, sérfræðingur á öryggissviði Norðuráls. Dætur: Elísa Ósk Níelsdóttir, f. 2001, Anna Níelsdóttir, f. 2004, og Emma Sóley Níelsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Bæring Ólafsson, f. 1955, fyrrverandi forstjóri Coca-Cola á Fil- ippseyjum, búsettur þar, og Guðbjörg Pétursdóttir, f. 1957, viðskiptafræð- ingur og ráðgjafi, búsett í Mosfellsbæ. Helga Lára Bæringsdóttir Til hamingju með daginn Þorlákshöfn Aríanna Ýr Agnarsdóttir fæddist 15. október 2019. Hún vó 3.680 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sólrún Björk Eiríksdóttir og Agnar Freyr Kristjánsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.