Morgunblaðið - 12.02.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.2020, Blaðsíða 25
Njála Ingvarsdóttir, f. 12.11. 1996, nemi við Listaháskóla Íslands; Mel- korka Milla Stefánsdóttir, f. 21.12. 2000, nemi við Myndlistaskólann í Reykjavík; Leela Lynn Arni Stef- ánsdóttir, f. 27.10. 2006, nemi við Waldorf-skólann í Lækjarbotnum. Eiginmaður Höllu er Björn Ólafur Gunnarsson, f. 12.2. 1970, gítar- kennari við Tónmenntaskólann í Reykjavík, deildarstjóri í Tónlistar- skóla Kópavogs og flugukastskenn- ari. Foreldrar hans eru Gunnar Björnsson og Veronica Margaret Jarosz. Börn Höllu og Björns eru Sólveig Blær, f. 7.3. 2001, nemi við nýsköp- unardeild FB, og tvíburarnir Þor- geir Logi og Unnur Elísabet, f. 12.9. 2005, nemar við Landakotsskóla. Systir Stefáns og Höllu er Auður Rán Þorgeirsdóttir, f. 30.7. 1977, sendiráðunautur í Brussel, Belgíu. Foreldrar Stefáns og Höllu: Hjón- in Þorgeir Logi Árnason f. 17.4. 1946, d. 5.4. 1997, prentsmiðjustjóri, og Ingunn Erna Stefánsdóttir, f. 5.8. 1947, leirlistarkona í Reykjavík. Þorgeir Logi, móðir hans og móður- amma voru öll fædd og uppalin í Aðalstræti 16, þar sem langafi hans, Hans Andersen, var skraddari og rak verslun og skraddarastofu við góðan orðstír. Stefán Árni Þorgeirsson og Hallfríður Sólveig Þorgeirsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Rútsstöðum, f. í Þrándarkoti Böðvar Marteinsson bóndi og járnsmiður á Rútsstöðum í Laxárdal, f. á Hamraendum í Borgarfirði Sólveig Böðvarsdóttir húsfreyja í Hjarðarholti og Bæ, og verkakona í Kópavogi Stefán Agnar Hjartarson bóndi í Hjarðarholti í Laxárdal og Bæ í Hrútafirði Ingunn Erna Stefánsdóttir leirlistarkona í Reykjavík Sigurlín Benediktsdóttir húsfreyja á Bjarnastöðum, f. í Móabúð í Eyrarsveit, Snæf. Hjörtur Jensson bóndi á Bjarnastöðum í Saurbæ, Dal., f. í Kverngrjóti Helga Enea Andersen húsfreyja í Aðalstræti 16 í Rvík, f. þar Bjarni Þorgeir Magnússon bókari í Reykjavík, f. á Fossi á Vestdalseyri við Seyðisfjörð Hallfríður Bjarnadóttir starfsstúlka í bókhaldi í Rvík Árni Kristinn Valdemarsson prentsmiðjustjóri í Reykjavík Guðlaug Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík, f. á Vesturhópshólum, Hún. Valdimar Árnason verkstjóri í Sænska frystihúsinu í Reykjavík, f. í Rvík Úr frændgarði Stefáns Árna og Höllu Sólveigar Þorgeir Logi Árnason prentsmiðjustjóri í Reykjavík DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 Superior herbergi ÁRSHÁTÍÐIN ER HÁTÍÐ HÓPSINS Superior herbergi Setjum saman girnilegan veislumatseðil fyrir vel heppnaða árshátíð. Hafðu samband og við förum yfir árshátíðarmöguleikana með þér. Pantanir í síma 483 4700 booking@hotelork.is hotelork.is Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MAÐUR ÞARF AÐ HAFA HRAÐAR HENDUR ÞEGAR MAÐUR MÁLAR ENDUR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þú ert elskuð. AÐ SJÁ ALLAR DAUÐU PÖDDURNAR ÞARNA Í LOFTLJÓSINU JAMM HVAÐ ÆTLI SÉ Í SJÓNVARPINU? KRAKKAR, VIÐ ERUM PIPAR- SVEINAR EF ÞÚ TEKUR NIÐUR ÞVOTTINN SKAL ÉG FARA AÐ ELDA KVÖLDMATINN! SAMÞYKKT! OG EF ÞÚ STRAUJAR ÞÁ SKAL ÉG KLÁRA AÐ ELDA KVÖLDMATINN! Ó, ÞÚ ERT KLÓK! „HVERNIG KOMSTU YFIR ÞESSI SKJÖL? VARSTU AÐ RÓTA Í RUSLINU MÍNU?” Ólafur Stefánsson yrkir á Leir ogkallar Vortíðarþrá: Það virðist sem að vori snemma í ár, og vetur þokist burtu – móður, sár. En gagnsókn hans er grimmileg og römm; það gætu ennþá fallið kuldatár. Hann brýndi klærnar beittar fyrir jól, og bætti heldur í við nýárssól. Þorratunglið þykir heldur kalt, en þrauka mun hvað ekki á Góu kól. Páskahret þau plagast tíðum hér; þá prófar jörðin það sem lífvænt er. Það sem ekki grær við gaddsins brjóst, griðalaust á öskuhauginn fer. Náttúrunnar nemum huldumál, nærum, hæst til fjalla, þreytta sál. Þeir sem finnst þeir útbrunnir með ikt, ættu að forðast borgar glys og tál. Ljóð hér endar, líf vort eins mun fá lokakafla og hringing til og frá. Tilbúin þótt teljumst vera fæst, takmarkinu samt við munum ná. Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði og kallar „Óvissustig(i)“: Ef satt er að lífið sé lygi og ljóð okkar síðasta vígi eru söngvanna hrif og sannleikans klif orðanna óvissustigi. Á sunnudaginn sagði Halldór Hall- dórsson svo frá að þegar hann leit út um gluggann í Eyrarholtinu árla morguns hafi mátt sjá hvíta mjöll hvert sem augað eygði. Auðvitað fór rómantískur hugur með spurningar beint út í náttúruna! Hvað er fegra’ en fallin mjöll, sem foldu ósnert hylur og hvítu gulli gyllir fjöll Guð, sem enginn skilur? Hallmundur Kristinsson yrkir: Hagyrðingur. Ef þú ert það, þú yrkir að vild. Þetta eitt, að geta gert það er gargandi snilld! Sigmundur Benediktsson orti á göngutúr við Langasand: Þorra kalda vetrarvald vona haldið lýir. Brýtur aldan boðafald báruskvaldrið drýgir. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson yrkir og kallar „Þráablóð“: Seiglan gerði þessa þjóð, þekkta og sjálfbjarga. Þúsund ár í þrefi stóð, þrjóskan snertir marga. Indriði á Skjaldfönn yrkir og kallar „Ógleði“: Þorbjörn greyið þráast við. Þrautir valda ólgu í kvið. Óska má að iður hans, áfram haldi fullum sans. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vortíðarþrá á Þorra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.