Morgunblaðið - 12.02.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.02.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 ✝ ÞorgerðurÁrnadóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1952. Hún lést á líknardeild Landspítalans 7. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Árni Þórð- ur Stefánsson bif- vélavirki og verkstjóri, f. 1911, d. 1982, og Sigríður Ólafsdóttir skrifstofumaður, f. 1912, d. 1991. Alsystir Þorgerðar er Ein- fríður Árnadóttir læknir, f. 1956, hennar maður er Christer Magnusson hjúkrunarfræð- ingur. Börn þeirra eru Tinna Jó- hanna háskólanemi, f. 1989, og Árni Magnús leiðsögumaður, f. 1993. Bræður sammæðra eru Sverrir Garðarsson hljómlist- armaður, f. 1935, og Pétur Garð- arsson, kennari og fv. skóla- stjóri, f. 1941. Bróðir samfeðra lands árið 1976. Hún var við nám og störf við veirurannsókn- ardeild Åbo Akademi og lauk þaðan doktorsprófi árið 1982. Doktorsritgerðin fjallaði um möguleg tengsl veirusjúkdóma við MS-sjúkdóminn. Hún fluttist til Íslands 1982 og settist að í Kópavogi og bjó þar alla sína tíð, síðast í Blásölum 22. Þorgerður hóf störf að nýju á Rannsóknarstofu HÍ í veirufræði og var þar forstöðunáttúrufræð- ingur til ársins 2017 en lét af störfum vegna heilsubrests í maí 2018. Hún var einnig stundakennari í fjöldamörg ár við Háskóla Ís- lands í læknadeild, hjúkr- unarfræðideild og námsbraut í lífeindafræði. Þorgerður ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Þau Svavar áttu griðastað í Hraun- borgum í Grímsnesi ásamt Maríu og Helga. Þorgerður naut þess að fara í leikhús og á tónleika. Þorgerður var ávallt heilsu- hraust þangað til hún greindist með illkynja sjúkdóm árið 2017. Þorgerður verður jarðsungin frá Lindakirkju í dag, 12. febr- úar 2020, og hefst athöfnin klukkan 11. er Stefán Árnason kennari, f. 1944. Eftirlifandi maki Þorgerðar er Svav- ar Sigmundsson rannsóknarprófess- or, f. 1939. Þau voru barnlaus en Svavar á fyrir dótt- urina Guðrúnu Maríu lækni, f. 1974. Hennar mað- ur er Helgi Guð- bergsson læknir og þau eiga syn- ina Svavar Ásgeir og Ásbjörn Erling. Þorgerður ólst upp í vesturbæ Kópavogs og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Síðan lá leið hennar í Menntaskólann í Reykjavík og lauk hún þar stúd- entsprófi 1971. Hún lauk BSc-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1974. Þá hóf hún störf á Rannsókn- arstofu Háskólans í veirufræði en hélt til frekara náms til Finn- Ég hitti Toggu mágkonu mína fyrst þegar ég kom til Íslands í fyrsta sinn. Hún var í mörgu ólík systur sinni en það var augljóst að þær voru mjög nánar. Þó að þær hefðu þá verið í námi í mis- munandi löndum í um 15 ár höfðu þær alltaf reynt að hittast. Fjöl- skyldufundirnir urðu svo margir og alltaf skemmtilegir næstu 30 árin. Þrátt fyrir að vera raunvís- indamaður var Togga mikil mála- manneskja. Hún var ein af mín- um íslenskukennurum, alltaf til í að lesa yfir texta mína og leið- rétta talmál mitt. Þegar við Ein- fríður fluttumst til Íslands kom ýmislegt upp á og leiddi til þess að við bjuggum öll saman á Kárs- nesbrautinni um tíma. Þar fékk ég gott tækifæri til að læra ís- lensku því ekki er ofsögum sagt að systurnar töluðu mikið saman. Þegar við Einfríður giftum okkur ári seinna hafði Togga orð á því að nú væri ég orðinn Íslendingur því ég væri meira að segja orðinn dónalegur í umferðinni. Dóna- skapur var ekki Toggu að skapi en að öðru leyti átti hún stóran þátt í því að gera mig að Íslend- ingi. Togga var áhugasöm um margt og hafði sterkar skoðanir en var líka umburðarlynd og mátti ekkert aumt sjá. Hún studdi mörg góðgerðarmál, tók virkan þátt í Hjálparstarfi kirkj- unnar og fór meðal annars til Indlands til þess að fylgjast með framgangi verkefna þar. Hún var vinamörg, átti vini úr mörgum áttum og hélt tryggð við þá og sérstaklega við vinkonurnar úr grunn-, mennta- og háskóla. Margar þeirra fylgdu henni fram að síðustu stundu. Það sem einkenndi Toggu um- fram allt var glaðlyndi hennar og hjálpfýsi. Hún var alltaf boðin og búin þegar börnin okkar voru lítil og við hjónin í endalausri vakta- vinnu. Það var alltaf gaman var að vera með henni og Svavari á ferðalögum og eru mörg þeirra mjög eftirminnileg. Togga var alltaf heilsuhraust, komst klakklaust gegnum berklasmit á Indlandi, en sum- arið 2017 veiktist hún og greind- ist fyrst með gigt og svo með krabbamein. Hún tók þeim skilaboðum og eftirfarandi langri og strangri meðferð af æðruleysi og var það lærdóms- ríkt og mannbætandi að fylgjast með því. En hún vissi frá upp- hafi að þetta var stríð sem hún mundi tapa. Á endanum var bara líknin eftir og fékk hún hana hjá frábæru starfsfólki á krabbameinsdeild og líknardeild Landspítala. Togga las mikið og hafði gam- an að ljóðum og var þetta í uppá- haldi: Þung er sú þögn í landi álfar ugga um sinn hag þá horfið er af heiminum brott það ljúflingslag lindin spyr vindinn: Hví syngur hann ekki í dag? (Jóhannes úr Kötlum) Christer Magnusson. Í dag kveðjum við Toggu, uppá- haldsfrænku okkar og guðmóður. Hún átti mjög mikið í okkur systkinunum. Alla tíð hefur hún gegnt stóru hlutverki í uppeldi okkar og verið ein af okkar helstu fyrirmyndum. Því varð „mömmu- rnar og Toggurnar“ snemma þekkt samheiti yfir foreldra og forráðamenn á okkar heimili. Hún var umhyggjusöm, hjartahlý og einstaklega skemmtileg og það er erfitt að ímynda sér tilveruna án hennar. Togga kenndi okkur svo margt. Þegar við vorum yngri sagði hún okkur ævintýri og fór með ljóð, kenndi okkur að fallbeygja og réð með okkur krossgátur. Þannig kveikti hún áhuga okkar á ís- lenskri tungu og menningu og það er ómetanlegur arfur sem við munum alltaf búa að. Það var henni mikið hjartans mál að við stunduðum námið okkar og vönd- uðum til verka í leik og starfi. Stundum, ef henni fannst við ekki nógu dugleg, hótaði hún í gamni að berja okkur með járni. Yfirleitt hélst það í hendur við athuga- semdina að við værum vitlaus, sérstaklega ef við vorum með ein- hvern galsa. Hláturinn var aldrei skammt undan hjá Toggu, sér- staklega þegar þær mamma voru saman. Hún var leiftrandi fyndin og kom oft með skarplegar at- hugasemdir sem vöktu kátínu hjá viðstöddum. Oft heyrðust hlátra- sköllin langar leiðir og stundum þurfti að hafa hemil á látunum í okkur. Þessi lífsgleði fylgdi Toggu hvert sem hún fór og jafnvel í hennar erfiðu veikindum mátti renna á hljóðið þegar heimsókn- artímar voru á spítalanum. Auk þess að vera tíðir gestir á heimili hvert annars ferðuðumst við fjölskyldan mikið með Toggu og Svavari, bæði innan lands og utan. Það eru minnisstæðar af- mælisferðirnar til Bubbio og í Miklagljúfur, ásamt ótal ferðum um Ísland og yndislegri samveru á Borgarfirði eystra, síðast í brúð- kaupi Árna og Lindsey í ágúst síð- astliðnum. Þessar stundir eru dýrmætar minningar sem munu alltaf fylgja okkur. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að við munum aldrei aftur drekka saman kaffi í heitum mosa eða hringja í hana á meðan við er- um að steikja pönnukökur. Við er- um afskaplega þakklát fyrir að hafa átt Toggu að og vitum að minning hennar lifir áfram með okkur og öllum sem hana þekktu. Við skulum gleyma grát og sorg; gott er heim að snúa. Láttu þig dreyma bjarta borg, búna þeim er trúa. (Jónas Hallgrímsson) Tinna og Árni. Við hittumst fyrst haustið 1968, þegar við vorum settar saman í bekk í 4. bekk í MR, annars vegar prúðu stúlkurnar tvær úr Kópa- vogi og hins vegar við þrjár Kvennaskólastelpurnar, sem höfðum fylgst að síðan við vorum 13 ára. Strax myndaðist góður vinskapur á milli okkar og fljót- lega stofnuðum við saumaklúbb- inn okkar, sem við nefndum Fimmeyringinn, og hefur hann verið fastur liður í tilverunni í yfir hálfa öld. Önnur Kópavogsstúlk- an, hún Sigrún Magnúsdóttir, lést vorið 2006 eftir langa baráttu við krabbamein og var okkur öllum harmdauði. Nú var komið að henni Þorgerði okkar, sem búin er að stríða við sín veikindi í tæp þrjú ár og sorgin er mikil hjá okkur þremur. Togga var afburðanámsmann- eskja og kom því ekki á óvart að hún færi alla leið og yrði doktor í veirufræði frá háskóla í Finnlandi. Engin okkar hinna fór utan til náms en þó var smá deyfð yfir saumaklúbbnum þessi ár sem Togga var í doktorsnáminu. Eftir að Togga kom heim frá Finnlandi var saumaklúbburinn aftur kom- inn í fulla virkni og höfum við átt margar góðar stundir saman í öll þessi ár. Togga var skemmtileg og hress og aldrei var hætta á að þagnir hefðu truflandi áhrif á klúbbinn þegar við hittumst því hún hafði alltaf eitthvað skemmtilegt til málanna að leggja og lét vel í sér heyra. Aldrei vantaði umræðuefn- in hjá okkur. Ef ekki gamlar minningar frá menntaskólaárun- um þá var alltaf hægt að ræða ferðalög, íslenskt mál, skemmti- legar bækur eða þá leikhúsin, sem við höfum allar haft ánægju af að sækja. Það verður örugglega ansi hreint tómlegt í klúbbnum þegar við erum bara þrjár eftir, en við munum halda minningu vin- kvenna okkar þeirra Sigrúnar og Toggu á lofti meðan við sjálfar stöndum uppi. Svavar, Fída og fjölskyldur þeirra hafa staðið sem klettur við hlið Toggu í hennar langa veik- indastríði. Við sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Bergþóra M. Bergþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Ragna Birna Baldvinsdóttir. Það var árið 1970 að nokkrum stelpum úr Árbæjarhverfinu datt í hug að fara til Harwich í Essex á Englandi til að vinna á sumarhót- eli. Fleiri í bættust í hópinn, þar á meðal Þorgerður Árnadóttir, Togga. Fljótt komst ég að því hversu greind og skemmtileg hún væri og alltaf var hægt að leita til hennar, hvort sem það var tungu- mál eða landafræði, ef við ætluð- um að ferðast til næstu bæjar- hluta eða til London. Sumarið leið og ýmislegt skemmtilegt og skrýtið gerðist, bresku stelpurnar voru á kafi í andaglasi, og talaði Togga oft við okkur um þá atburði sem þær upplifðu. Við þurftum að burðast með bakka með fullt af te- pottum, sjóðandi heitum, einn daginn tókst mér að hella úr öllum tepottunum yfir mig, frekar líkt mér, mikið var hlegið að þessu. Nokkrir strákar úr Vogaskóla, sem voru á einhverju skipi, kom- ust að því að sjö stelpur frá Íslandi væru að vinna nálægt stað sem þeir voru á og komu óvænt í heim- sókn og héldu að það væri ekkert mál að fá að gista þarna, við leyfð- um þeim að liggja á gólfinu, en ekki leið á löngu að komið var frá hótelinu og þeim var vísað út og þurftu þeir að liggja undir berum himni, þetta var gestrisnin! Svo þegar kom að heimferð, eftir skemmtilegt sumar, þá ætlaði ég að vera mjög skipulögð þegar gengið var frá herbergjunum og setti farmiða og vegabréf í efstu skúffuna á kommóðunni, sem átti að vera opin, en einhver lokaði henni, svo ég gleymdi bæði vega- bréfi og farmiða, sem uppgötvað- ist ekki fyrr en við vorum lagðar af stað, sem olli því að við misstum af lest og þurftum að breyta heim- ferðinni. Þá var það Togga sem bjargaði málunum, þurftum að tala við sendiráðið og fleiri. Í gegnum árin eftir „tepottas- umarið“ okkar héldum við sam- bandi á tyllidögum og skrifaðar voru helstu fréttir í jólakortin, svo var Togga lengi í námi í Finnlandi og sambandið stopult þá, en alltaf var hún sama tryggðatröllið og bauð okkur Guðbjörgu í stóraf- mælin sín, sem voru skemmtileg. Síðustu tvö ár hefur verið erfitt að fylgjast með baráttunni við krabbameinið þar sem við vonuð- umst að hún hefði betur. Í einu símtali sem ég átti við hana eftir áramót um sorg og gleði kvaddi hún mig með orðum sem ég mun aldrei gleyma, Eygló mín, farðu vel með þig. Þegar Togga var á Landspít- alanum í haust lá Jón maður Guð- bjargar oft nálægt henni, og áttu þau þá stundum góðar stundir á setustofunni, þegar bæði höfðu heilsu til, með Guðbjörgu og Fídu og eru þetta stundir sem Guð- björgu þykir vænt um í dag. Við vottum öllum aðstandend- um innilega samúð, elsku Fídu sem sá um systur sína öllum stundum, ásamt Svavari og fleir- um. Góðar vættir vaki yfir ykkur. Eygló Stefánsdóttir og Guðbjörg Ágústsdóttir. Við kynntumst Þorgerði fyrst þegar félagsskapur tókst með henni og Svavari langvini okkar, hittumst þá við ýmis tækifæri en þó einkum eftir að þau eignuðust frístundabústað í Hraunborgum í Grímsnesi þar sem við vorum fyr- ir. Þá þótti báðum tilvalið að koma við á gönguferðum og sitja og spjalla yfir kaffibolla. Þorgerður var kona glaðvær og hláturmild og hlýlegur gestgjafi. Það var gott að vita af vini sínum og fjölskyldu hans í þeim félagsskap. Þorgerður var langyngst okkar fjögurra, en hinn slyngi sláttumaður spyr ekki um aldur eða aðrar ástæður, hann slær allt hvað fyrir er. Andlát Þor- gerðar kom ekki óvænt eftir þá baráttu sem hún hafði háð, þótt ekki væri mjög löng. Hún vissi vitaskuld hvert stefndi, en við urð- um ekki vör við annað en hún tæki því með jafnaðargeði. Svavari og hans fólki og öðrum aðstandend- um Þorgerðar sendum við einlæg- ar samúðarkveðjur og minnumst góðrar konu. Unnur og Vésteinn. Það er með sorg í hjarta sem ég vil minnast Þorgerðar Árnadótt- ur, samstarfskonu minnar og vin- konu. Þorgerður kenndi mér fyrstu handtökin við greiningu veiru- sjúkdóma þegar ég kom tíma- bundið til starfa á Rannsóknar- stofu Háskólans í veirufræði árið 1986. Hún hóf vinnu þar árið 1982 eftir að hafa lokið doktorsnámi í veirufræði í Turku í Finnlandi. Á þessum árum hafði hún sett upp nýja rannsóknaraðferð á veiru- deildinni til greiningar á öndunar- færaveirum úr nefkokssýnum hjá ungum börnum. Þetta var skyndi- greiningaraðferð sem var mikið framfaraskref því þá var hægt að greina þessa veirusjúkdóma á nokkrum klukkutímum í stað nokkurra daga áður. Svo skildu leiðir, ég fór í mitt sérnám og hóf síðan störf árið 1997 á stofnuninni á nýjan leik sem hét þá Rannsóknarstofa Landspítalans í veirufræði. Þá var Þorgerður orðin forstöðunáttúru- fræðingur og var hún nánasti samstarfsmaður minn alla tíð. Henni var mikið í mun að rann- sóknarstofan veitti góða þjónustu og hafði hag sjúklingsins alltaf að leiðarljósi. Hún var ósérhlífin, alltaf reiðubúin að bretta upp ermar og vann oft langan vinnu- dag. Hún var fróðleiksfús og fylgd- ist vel með nýjungum í faginu og vildi miðla þeim áfram. Hún naut sín í kennslu og kenndi á hverju ári nemendum í hjúkrunarfræði, lífeindafræði, lyfjafræði og lækn- isfræði alveg þar til hún varð að hætta vegna sinna veikinda. Þorgerður var farsæll yfirmað- ur, hún var alltaf til staðar, þægi- leg í umgengni og góð við starfs- fólkið. Hún lá samt ekkert á skoðunum sínum og það var hvergi nein lognmolla í kringum hana, við vissum ávallt hvar hún var í húsinu. Alltaf var gott að leita til hennar með vandamál sem komu upp, hvort sem þau tengd- ust faginu eða einhverju öðru. Þorgerður hafði svörin á reiðum höndum og gaf góð ráð. Í gegnum árin höfum við átt mjög góðar samverustundir og ýmislegt brallað. Hún dró mig meðal annars með sér í leikfimi og rákum við hvor aðra áfram enda ekki í boði að sleppa úr tíma. Við fórum oft saman á ráðstefnur og veirufundi til að fylgjast með nýj- ungum í fræðunum og betri ferða- félaga var ekki hægt að hugsa sér. Síðast fórum við saman á veiru- fræðiráðstefnu á Flórída árið 2016. Þá hafði hún á orði við mig að þetta væri líklega síðasta ráð- stefna hennar. Hún reyndist sannspá því hún greindist með ill- vígan sjúkdóm sumarið 2017 og háði erfiða og æðrulausa baráttu við hann þar til yfir lauk. Hún not- aði tímann vel með fjölskyldu og vinum og kom oft í heimsókn á rannsóknarstofuna og leyfði starfsfólkinu að fylgjast með hvernig gengi . Við vissum hvert stefndi en mikið er sárt að mæta örlögunum og þurfa að kveðja allt of fljótt. Um leið og ég þakka Þor- gerði fyrir góða og trygga vináttu vil ég votta Svavari, Fídu og öðr- um ástvinum mína dýpstu samúð. Minningin um frábæra konu lifir. Guðrún Erna Baldvinsdóttir. Þorgerður Árnadóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR EINARSDÓTTUR húsmóður Reynivöllum 1, Selfossi. Bertha Sigrún Jónsdóttir Pétur Guðjónsson Sigríður Jónsdóttir Hjörleifur Þór Ólafsson Einar Jónsson Ragnhildur Jónsdóttir Anton S. Hartmannsson Guðbrandur Jónsson Guðrún Edda Haraldsdóttir Ingólfur Rúnar Jónsson Svanborg B. Þráinsdóttir Sveinn Þórarinn Jónsson Selma Sigurjónsdóttir Brynhildur Jónsdóttir Guðjón Kjartansson Matthildur Jónsdóttir Hjörtur Bjarki Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HARALDSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 3. febrúar Útför fer fram frá Langholtskirkju, föstudaginn 14. febrúar klukkan 11. Dagbjört Einarsdóttir Ómar Þorleifsson Finnur Einarsson Jóhanna Sigríður Sigurðard. barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.