Morgunblaðið - 26.02.2020, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 48. tölublað 108. árgangur
FERÐAST UM
LANDIÐ Í HJÓL-
HÝSI Á SUMRIN
ATLANTA
LANDAR RISA-
SAMNINGI
ELDRI EN
ENN JAFN
VITLAUSIR
VIÐSKIPTAMOGGINN KLOVN 29JÓHANNES FERTUGUR 24
Mikill meirihluti sparifjár heim-
ilanna í bönkunum er óverð-
tryggður og er því langtímum
saman með lægri vexti en nemur
verðlagsþróun. Aðeins 91 millj-
arður var í verðtryggðum al-
mennum innlánum í lok síðasta
árs af alls 955 milljarða króna
innlánum.
Samkvæmt samantekt á tölum
úr skattframtölum fyrir árið 2018
voru vextir af innstæðum í bönk-
um að meðaltali 2,5% og af inn-
stæðum barna 1,5%. Hvoru-
tveggja er undir verðlagsþróun
því verðbólga á árinu var 3,7%
samkvæmt mælingu Hagstofu Ís-
lands. »6
Innstæður í
bönkum skerðast
Ný rannsókn, sem tveir íslenskir
læknar eiga hlut að, bendir til þess
að svefnleysi og svefntruflanir séu
arfgeng vandamál í meiri mæli en að
þau stafi af lífsvenjum eða
umhverfisáhrifum. Um þriðjungur
allra fullorðinna glímir við svefnleysi
einhvern tíma á ævinni og hjá um 10-
15% verður svefnleysið langvinnt.
Greint er frá rannsókninni í tímarit-
inu Sleep Medicine.
Þetta þýðir að þeir sem eiga erfitt
með að festa svefn og vakna oft á
nóttunni eru líklegri en aðrir til að
eiga foreldra sem glímt hafa við
sömu erfiðleika. Fram kemur að
svefnleysi og aðrar svefntruflanir
eru algengt vandamál í öllum
löndum. Rannsóknir sýna að um
þriðjungur fullorðinna glímir við
svefnleysi einhvern tímann á ævinni.
Hjá um 10-15% verður svefnleysið
langvinnt. Fyrri rannsóknir hafa
tengt svefntruflanir kynferði, aldri,
lífsvenjum og umhverfisþáttum.
Hefur m.a. verið bent á tengsl við of-
fitu, reykingar o.fl. En nú voru í
fyrsta sinn rannsakaðar svefntrufl-
anir tveggja kynslóða, þ.e. foreldra
og barna þeirra. »14
Svefntruflanir arfgengar
Stafa ekki aðeins af lífsvenjum og umhverfisáhrifum
Svefn Nægur svefn er er mikil-
vægur heilsu allra manna.
Kórónuveiran
» Kórónuveirunnar hefur orðið vart víða
um veröld að undanförnu
» Sjö Íslendingar í sóttkví á hóteli á
Tenerife þar sem maður greindist. Einn
heldur sig heima á Egilsstöðum.
» Ólíklegt að efnahagsleg áhrif verði
langvarandi, segir seðlabankastjóri.
» Enn ekki merki um afbókanir í ferð-
þjónustunni. Verð á gistingu að lækka.
Ómar Friðriksson
Sigurður Bogi Sævarsson
Íslensk stjórnvöld efla nú á ýmsum stigum við-
búnað vegna kórónuveirunnar sem átti upptök
sín í Kína en verður nú vart æ víðar um veröld-
ina. Starfsfólk Embættis landlæknis var í gær í
sambandi við Íslendinganna sjö sem eru í
sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að gestur þar
greindist með með veiruna. Fólkið er meðal
1.000 gesta hótelsins H10 Costa Adeje Palace
og er ytra á vegum ferðaskrifstofunnar Vita.
Þá opnaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneyt-
is í gær gagnagrunn fyrir Íslendinga erlendis
sem vilja vera á skrá og þiggja ráð.
Austur á Egilsstöðum er kennari í sóttkví,
en hann er nýkominn frá einu af fjórum hér-
uðum á Norður-Ítalíu þar sem kórónuveiran
hefur greinst. Þó var það ekki á svæðinu þar
sem kennarinn dvaldi og hann er frískur.
Ekki er talin ástæða til, skv. upplýsingum
frá samhæfingarmiðstöð almannavarna, að
vara við ferðum til Tenerife. Fólk sem þangað
heldur er þó hvatt til að huga að persónulegu
hreinlæti og fylgja fyrirmælum.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að
efnahagsleg áhrif vegna útbreiðslu kórónu-
veirunnar stafi af þeim sóttvörnum sem gripið
hefur verið til í einstökum löndum. Hann telur
ólíklegt að áhrifin verði langvarandi.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjón-
ustuna bíða átekta og sjá hver áhrifin af út-
breiðslu veirunnar verði á markaðinn í heild
sinni. Enn sem komið er sjáist ekki merki um
afbókanir ferða utan Asíu eða í einhverjum
stórum stíl eins og átti sér stað fyrst eftir að
ferðatakmarkanir voru settar á í Kína. Verð á
gistingu hefur verið á niðurleið hér á landi,
einkum á suðvesturhorninu.
Viðbúnaður
efldur meðan
beðið er átekta
Kórónuveiran breiðir úr sér Íslendingar í
sóttkví Enn er talið óhætt að ferðast til Tenerife
MÓlíklegt að verði langvarandi »4, 12
AFP
Sóttkví Sjö Íslendingar eru meðal um eitt þúsund gesta hótelsins H10 Costa Adeje Palace á
Tenerife sem settir hafa verið í sóttkví. Kórónuveiran hefur greinst í einum gesti hótelsins.
Í Keflavík Mikill viðbúnaður var vegna veiks
farþega í flugi Icelandair frá Amsterdam.
Allt að 68% verðmunur er á vin-
sælum tegundum áfengis í Vínbúð-
unum og verslun Costco. Verð var
kannað á nokkrum þekktum teg-
undum sem fást í báðum verslunum
og reyndist mesti verðmunurinn
vera á 12 ára gömlu Chivas Regal
viskíi sem kostar ríflega 11 þúsund
krónur hjá ÁTVR en 6.660 krónur í
Costco. Kassi af Stella Artois-bjór
er 61,7% dýrari í Vínbúðunum en í
Costco. Í dag geta aðeins þeir sem
eru með vínveitinga- eða víninn-
flutningsleyfi keypt áfengi í Costco
en nái frumvarp dómsmálaráð-
herra um netverslun með áfengi
fram að ganga gæti það breyst.
»ViðskiptaMogginn
Allt að 68% verð-
munur á áfengi