Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
segir að efnahagsleg áhrif af út-
breiðslu kórónuveirunnar séu aðal-
lega vegna sóttvarnaaðgerða sem
gripið er til. Hann telur líklegast að
um skammtímaástand sé að ræða,
þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir
því í dag hver útbreiðslan verði.
„Áhrifin af þessum vírus eru fyrst
og fremst af sóttvarnarráðstöfunum
sem hafa verið gerðar eins og við
sjáum til dæmis á Ítalíu núna. Það
hefur náttúrlega töluverð efnahags-
leg áhrif þegar er verið að loka af
hús og heilu borgirnar,“ sagði Ás-
geir í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Hafa fyrirvara vegna óvissu
„Það er mjög sérstakt við þennan
vírus að sumir virðast ekki finna
nein einkenni en það er aðallega fólk
sem er eldra en 75 ára eða fólk sem
er veikt fyrir sem deyr af völdum
hans,“ sagði hann. ,,En mér finnst
mjög líklegt að þetta verði ekki neitt
langvarandi, heldur muni standa yfir
í einhverja mánuði,“ bætir hann við.
Í erlendum fjölmiðlum er fjallað
um að útbreiðsla veirunnar gæti haft
veruleg áhrif á ferðalög um heiminn
og ferðaþjónustu og CNBC-sjón-
varpsstöðin hafði í gær eftir fjár-
málaráðherra Frakklands að þar í
landi blasti við 30-40% samdráttur í
ferðaþjónustu, en 14 hafa greinst
með sýkingar í Frakklandi af völd-
um COVID-19 veirunnar.
Ásgeir segir að veikin geti haft
einhver áhrif á ferðaþjónustuna hér
á landi fyrir sumarið. Erfitt sé þó að
gera sér grein fyrir því og ítrekar
hann að hann telji að áhrifin verði
ekki langvarandi. Að sögn Ásgeirs
hefur Seðlabankinn gert viðbún-
aðaráætlun til þess að bregðast við
ef veiran berst hingað til lands.
„Ég myndi ekki ætla, eins og stað-
an er núna, að þetta ætti að hafa
nema bara skammtímaáhrif en það
segi ég með fyrirvara um alla þá
óvissu sem uppi er.“
141 þúsund á 12 mánuðum
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir ferðaþjónustuna
bíða átekta og sjá hver áhrifin af út-
breiðslu veirunnar verði á markað-
inn í heild sinni. Enn sem komið er
sjáist ekki merki um afbókanir ferða
utan Asíu eða í einhverjum stórum
stíl eins og átti sér stað fyrst eftir að
ferðatakmarkanir voru settar á í
Kína. Ljóst er að mikið er í húfi fyrir
ferðaþjónustuna. Á síðustu 12 mán-
uðum komu tæplega 142 þúsund
ferðamenn frá Kína, Taívan og Hong
Kong til Íslands.
Jóhannes segir að menn verði
bara að sjá hverju fram vindur og
óvarlegt sé í dag að segja fyrir um
hver framvindan verði. „Við fylgj-
umst með en áttum okkur á því að ef
þetta fer að breiðast eitthvað meira
út um Evrópu getur það haft einhver
áhrif á áhuga fólks á ferðalögum,“
segir hann. „Það er mjög erfitt að
spá fyrir um heildaráhrifin á þessum
tímapunkti. Það fer alveg eftir því
hvernig þróunin verður í ferðaþjón-
ustunni í Evrópu almennt inn í sum-
arið. Vissulega getur þetta valdið
einhverjum skakkaföllum.“
Verð á niðurleið
Aðspurður segir Jóhannes að
verðþróunin í ferðaþjónustu hafi
verið á niðurleið um hríð. Eftir-
spurnin hafi minnkað örlítið á síð-
asta ári og verð lækkað töluvert, sér-
staklega fyrir gistingu á suðvestur-
horninu. ,,Við gerum ráð fyrir að sú
þróun muni verða svipuð á þessu ári
og að það verði áfram heldur lægra
verð hér miðað við framboð á gisti-
rými sem er að koma inn á mark-
aðinn og fleira,“ segir Jóhannes Þór.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, segir fréttir síðustu daga
um útbreiðslu veirunnar valda
áhyggjum. Þróunin næstu eina til
tvær vikur geti skorið úr um hver
áhrifin verði m.a. á ferðaþjónustuna
og í efnahagslífinu. Hlutdeild ferða-
þjónustunnar er í kringum 40% af
gjaldeyristekjum þjóðarbúsins.
Hann segir þess verða vart að fólk sé
hikandi við að ferðast. Einn fé-
lagsmanna SVÞ er t.a.m. nýkominn
af stórri ráðstefnu í smásöluverslun í
Evrópu þar sem stórir birgjar létu
ekki sjá sig. Verði áhrifin alvarleg
eykst að mati Andrésar þrýstingur-
inn á stjórnvöld að grípa til ein-
hverra aðgerða til að örva hagkerfið.
Ólíklegt að verði langvarandi
Efnahagsleg áhrif veirunnar eru vegna sóttvarna að sögn seðlabankastjóra
Viðbúnaðaráætlun í Seðlabanka Ekki hrina afbókana en skakkaföll gætu orðið
Morgunblaðið/Ómar
Á ferðalagi Tæpar 2 milljónir ferðamanna komu til landsins á síðustu 12
mánuðum, þar af komu 7,2% eða 141.635 frá Kína, Taívan og Hong Kong.
Kristinn R. Ólafsson fararstjóri
kynnir spennandi lúxussiglingarVITA
í Skógarhlíð 12, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17.30.
• Umhverfis hnöttinnmeðCelebrity Solstice,
24. september – 21. október
• Frá Evrópu til Suður-AmeríkumeðCelebrity
Silhouette, 17. nóvember – 10. desember
Bókaðu draumaferðina þína á vita.is
Á vit
ævintýranna með
Kristni R.
Njóttu þess að hlakka til
Hlökkum til að taka á móti þér!
Lítið er
hægt að spá
fyrir um að
svo stöddu
hvort út-
breiðsla kór-
ónuveir-
unnar kunni
að hafa áhrif
á komur
skemmtiferðaskipa til Íslands.
Ein afboðun var þó að berast
frá Japan á komu skipsins
Asuka en engin sérstök við-
brögð hafa komið frá fyrir-
tækjum sem bókað hafa komur
skemmtiferðaskipa, að sögn
Ernu Kristjánsdóttur, markaðs-
og gæðastjóra Faxaflóahafna.
Hún segir um viðbúnað ef veir-
an berst hingað að aðgerðir
hafi verið undirbúnar ef á þurfi
að halda.
Fyrsta farþegaskip ársins
kemur 9. mars þegar Magellan
siglir til Reykjavíkur með 1.452
farþega og Astoria er væntan-
legt 17. mars. „Árið í ár verður
tvímælalaust það stærsta hvað
varðar farþegafjölda hingað til
lands (um 8% aukning) en
skipakomum fækkar samt sem
áður örlítið (um 2%). Alls eru
áætlaðar 187 skipakomur far-
þegaskipa til Faxaflóahafna ár-
ið 2020 með 203.214 farþega.
Það má því segja að vægi Ís-
lands sem viðkomustaðar fyrir
farþegaskip er því að aukast og
landið ásamt innviðum virðist
standast væntingar,“ segir á
vef Faxaflóahafna.
Eitt skip af-
boðaði komu
METFJÖLDI VÆNTANLEGUR
Samkaup hf. hafa yfirtekið versl-
unarrekstur Kaupfélags Steingríms-
fjarðar á Hólmavík (KSH). Búðin
sem félagið hefur starfrækt verður
opnuð í dag undir merkjum Sam-
kaupa, sem yfirtekur samninga við
starfsfólk. Hornsteinar fasteigna-
félag, sem að stórum hluta er í eigu
sveitarfélagsins Strandabyggðar,
hefur eignast fasteignir sem áður
voru í eigu KSH og leigir húsnæði
áfram til Samkaupa, ÁTVR og kaup-
félagsins sem áfram rekur pakkhús
með rekstrarvörum fyrir landbúnað
og útgerð.
„Erfið fjárhagsstaða ógnaði
rekstrinum og í húfi voru störf
heimamanna og sú hætta sem var á
að á Hólmavík yrði ekki lengur rekin
matvöruverslun, segir í frétt sem
birt var á vef Strandabyggðar í gær.
Þar segir að sveitarfélagið hafi lagt
talsvert af mörkum til að tryggja
áfram verslunarrekstur með að-
komu sinni að fasteignafélaginu sem
nú eigi kaupfélagshúsið svonefnda
að Höfðatúni 4. Þurfti sveitarfélagið
vegna þess raunar að losa um aðrar
eignir og var það gert í samvinnu við
Sparisjóð Strandamanna.
Í fréttinni á vef Strandbyggðar
segir að ekki sé sjálfgefið að sveitar-
félag taki á sig svona skuldbindingar
sem þessar eða stígi inn í rekstur
fyrirtækja. Sveitarstjórn hafi hins
vegar talið að mikið væri í húfi fyrir
samfélagið á Ströndum og það rétt-
læti aðgerðir. sbs@mbl.is
Yfirtaka verslun á Hólmavík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar í vanda Samkaup á svæðið
Sveitarfélagið steig inn með kaupum á fasteigunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hólmavík Kaupfélagshúsið við
Höfðatún þar sem verslunin er.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ráðherra nýsköpunarmála,
kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær þau
áform að leggja niður Nýsköpunar-
miðstöð Íslands (NMÍ) um næstu
áramót. Verður þeim verkefnum
sem þar eru unnin í dag og til stend-
ur að halda áfram að vinna fundinn
nýr farvegur.
„Það er mikilvægt að endurskoða
hlutverk opinberra stofnana reglu-
lega svo stjórnvöld geti sem best
þjónað hlutverki sínu um stuðning
við nýsköpun í landinu,“ er haft eftir
Þórdísi Kolbrúnu á vef Stjórnar-
ráðsins og jafnframt að hún vilji
„stuðla að öflugum opinberum
stuðningi þar sem hans er þörf í nú-
verandi um-
hverfi“. Þar kem-
ur einnig fram að
Sigríður Ingvars-
dóttir, forstjóri
NMÍ, muni leiða
vinnu innan
stofnunarinnar út
árið og njóta til
þess stuðnings
stýrihóps ráðu-
neytisins.
Alls starfa 81 manns hjá NMÍ í 73
stöðugildum. Nýsköpunarmiðstöðin
var sett á fót árið 2007 með samein-
ingu Iðntæknistofnunar og Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins.
Bein framlög ríkissjóðs til NMÍ
nema 700 milljónum króna, fyrir ut-
an kostnað við húsnæði stofnunar-
innar í Keldnalandi, og í tilkynningu
segir að áætlað sé að um 350 millj-
ónum verði í framhaldinu veitt ár-
lega til verkefna sem haldi áfram á
öðrum stöðum.
Í tilkynningu ráðuneytisins segir
að niðurstaða greiningarvinnu sé sú
að hluta verkefna NMÍ megi fram-
kvæma undir öðru rekstrarformi.
Sum verkefnanna geti verið fram-
kvæmd af aðilum á markaði og sum
þeirra séu ekki forgangsverkefni
hins opinbera í nýsköpun vegna
þroskaðra umhverfis nú. Þeim verði
því hætt.
Nýsköpunarmiðstöð
lögð niður um áramót
Mikilvægt að endurskoða hlutverk stofnana reglulega
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir