Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 6

Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 eitthvað í fram- tíðinni, frekar en ekki neitt og því sætta menn sig við neikvæða vexti. Þeir borga þannig bank- anum fyrir að varðveita pen- ingana sína.“ Ef menn hafa þá skoðun að illa sé farið með bankainnstæður fólks er óhætt að segja að enn verr sé farið með börnin. Vextir af inn- lánum þeirra samsvöruðu aðeins 1,5% af höfuðstól, í 3,7% verð- bólgu. Ef lagðar eru saman inneignir, hlutabréf og verðbréf, á meðfylgj- andi grafi, sést að þau eru innan við 1.300 milljarðar króna. Þess ber að geta að hlutabréfin eru skráð á nafnverði á skattframtali en raunverulegt verðmæti þeirra er margfalt hærra. Eigi að síður sýnir þessi samanburður að megineignir heimilanna liggja ekki í peningum og verðbréfum heldur í fasteignum, sem skráðar voru í skattframtölum á tæplega 5200 milljarða kr. við lok árs 2018. Meirihluti innlána heimila í bönkunum er óbundinn og óverð- tryggður. Það þýðir að fólk er mikið með fjármuni sína á reikn- ingum með lága vexti. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Samtökum spari- fjáreigenda, vekur athygli á því að aðeins 91 milljarður hafi verið í verðtryggðum innlánum af alls 955 milljarða króna innlánum heim- ilanna í bönkunum í lok síðasta árs. Því til viðbótar eru innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og orlofs verðtryggð. „Annað er veltuinnlán og reikn- ingar fyrir hinar daglegu þarfir fólks. Þetta sýnir að meginsparn- aður fólks er ekki í bönkunum,“ segir Vilhjálmur. Skattlagt í bak og fyrir Hann segir að skattlagning sparnaðar og bankanna ráði miklu. „Þetta einfaldasta form ein- staklinga til að spara er skattlagt í bak og fyrir,“ segir hann og bendir á að 22% fjármagns- tekjuskattur er lagður á vexti og verðbætur, að vísu með frítekju- marki. Þá heldur hann því fram með samanburði á útlánavöxtum lífeyrissjóða og banka að lántak- endur greiði bankaskattinn marg- umrædda. „Það er niðurstaða mín að það er enginn hvati til fjárhagslegs sparnaðar eða að fólk geti átt eignir – en hvati til skuldsetn- ingar. Menn geta rétt ímyndað sér hvaða afleiðingar það hefur. Þjóðin er skuldug,“ segir Vil- hjálmur. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aldursdreifingu á þeim sem eiga innlán í bönkum. Vilhjálmur telur sennilegt að fólk yfir fimm- tugu eigi megnið af innstæðunum. Það sé eðlilegt enda sé það þá bú- ið að greiða íbúðina sína. Hann hvetur fólk til að fylgjast með ávöxtun eigna sinna en einnig skattlagningu þeirra. Ef skatt- lagning sé komin úr hófi fram verði að viðurkenna það. Mikið af innstæðum á lágum vöxtum  Aðeins 91 milljarður af innstæðum heimilanna á verðtryggðum almennum bankareikningum  Sýnir að meginsparnaður fólks er ekki í bönkunum segir Vilhjálmur Bjarnason lektor við HÍ Innlán heimila 31. desember 2019 Innlán heimila samtals: 955 milljarðar króna Óverðtryggð innlán Verðtryggð innlán Skattframtöl vegna ársins 2018 Veltiinnlán Óbundin innlán Verðtryggð innlán Orlofs- reikningar Innlán vegna viðbótarlífeyr- issparnaðar Önnur bundin innlán Ma.kr Vextir Innstæður í bönkum 725 18 2,5% Innstæður í erlendum bönkum 25 0,08 Innstæður barna 19 0,3 1,5% Innlend hlutabréf (nafnverð) 63 44 Erlend hlutabréf 15 1 Innlend og erlend verðbréf 440 14 Hrein eign skv. efnahagsreikningi 51 Ökutæki 312 Aðrar eignir 31 Áætlaðar eignir 131 Fasteignir 5.151 Fasteignir erlendis 23 Samtals 6.986 152 376 91 14 150 172 Ma.kr Heimild: Sedlabanki.is Heimild: Tiund.is Vilhjálmur Bjarnason BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikill meirihluti sparifjár heim- ilanna í bönkunum er óverð- tryggður og er því langtímum saman með lægri vexti en nemur verðlagsþróun. Aðeins 91 millj- arður var í verðtryggðum almenn- um innlánum í lok síðasta árs af alls 955 milljarða króna innlánum. Vilhjálmur Bjarnason segir að þetta sýni að meginsparnaður fólks sé ekki í bönkunum og skýrir það með skattlagningu á sparifé og banka. Athygli vekur þegar skoðuð er greinargerð í Tíund, blaði Ríkis- skattstjóra, um eignir og tekjur framteljenda á árinu 2018 að vext- ir og verðbætur af 725 milljarða króna innstæðum í bönkum eru að- eins um 18 milljarðar, sem svarar til 2,5% vaxta að meðaltali. Verð- bólgan á því ári var 3,7%. Bruna- blettir voru því á innstæðum fólks, þegar litið var á stöðu þeirra eftir árið, þótt ekki brenni þær upp á einu ári. Börnin fá aðeins 1,5% vexti Páll Kolbeins rekstrarhagfræð- ingur vekur athygli á því í greinar- gerðinni að vextirnir því ári hafi verið þeir lægstu miðað við inn- stæður sem sést hafi. Hann kemur með aðra sýn á sparnaðinn en margir: „Menn spara til að eiga Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bergmálsgögn af mælum þriggja veiðiskipa, Barkar, Polar Amaroq og Hákonar, sýna samkvæmt bráðabirgðamati að nálægt 90 þús- und tonn af loðnu hafi verið mæld við Papey á sunnudag. Hafrann- sóknastofnun telur, út frá fyrir- liggjandi gögnum, líkur á að um- rædd loðnuganga sé sú sama og var mæld úti af norðausturhorninu fyrr í mánuðnum. „Þessar niður- stöður gefa ekki tilefni til breyttr- ar ráðgjafar,“ segir á vef Hafrann- sóknastofnunar. Líkur hafa því aukist á að loðnu- brestur verði annað árið í röð, en slíkt mun ekki hafa gerst áður. „Takmörkuð yfirferð veiðiskipa á sunnudag er sú fjórða í röðinni á árinu, engin hinna þriggja fyrri sem allar voru heildstæðari gaf til- efni til ráðgjafar um að opna fyrir veiðar,“ segir í frétt Hafró. Polar Amaroq enn við loðnumælingar Veiðiskipin kortlögðu fremsta hluta loðnugöngunnar skammt undan Papey og var um stóra hrygningarloðnu að ræða, segir í frétt Hafró. Á Hafrannsóknastofn- un er verið er að vinna loðnusýni frá svæðinu. Stofnunin fylgist áfram með þróun á loðnumiðum í samráði við útveginn og mun fara yfir skráningar frá Polar Amaroq, sem fór á ný út á mánudagskvöld, jafnharðan og þær berast. Sigurður Grétar Guðmundsson, skipstjóri á Polar Amaroq, sagði í gær að áhöfnin hefði eytt deginum í mælingar úti fyrir Suðaustur- landi, en síðdegis var skipið 12 sjó- mílur suðaustur af Hvalnesi. Verkefnið hefði verið að ná enn betri og þéttari mælingu á loðnu- göngunni, sem hefði verið mæld suður og suðvestur af Papey á sunnudag. Loðnan væri komin í að- eins heitari sjó en var á sunnudag og trúlega aðeins dreifðari, en ekki væri mikil ferð á henni. Mælt er eftir línum frá Hafrannsókna- stofnun. Sigurður Grétar sagði að borist hefðu fréttir um loðnu frá skipum í Mýrarbugt og víðar. Hugsanlega yrði einnig farið til mælinga þar og reynt að komast vestur úr fremstu göngu, en veðurútlit er ekki gott. Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson Mars 2017 Polar Amaroq á loðnuveiðum skammt undan Hópsnesi á vertíðinni fyrir þremur árum. Um 90 þúsund tonn og ekki tilefni til að gefa út kvóta N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Opið virka daga 11-18 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.