Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
TORMEK Brýnsluvélar
s Tormek T-4
Verð 58.500
s Tormek T-8
Verð 97.900
Allar stýringar fyrirliggjandi
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
SVX-150:
Skærastýring
Verð 7.980
HTK-706:
Aukahlutasett fyrir hnífa, skæri o.fl.
Verð 21.950
Tormek T-2
Atvinnu eldhúsbrýni
Verð 108.730
SVD-186:
Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn
Verð 11.980
SVM-140:
Hnífastýring
Verð 7.740
SVA-170:
Axarstýring
Verð 2.420
SVM-00:
Stýring fyrir tálguhnífa
Verð 4.980
SE-77:
Stýring fyrir hefiltennur og sporjárn
Verð 9.530
Vefverslun brynja.is
NÝTT
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bæjarráð Ísafjarðar hefur tekið
jákvætt í erindi um að finna Maríu
Júlíu BA nýjan stað á Ísafirði.
Skipið er sögufrægt, byggt fyrir
70 árum úr eik í Danmörku og
þjónaði sem björgunarskip, varð-
skip, rannsóknaskip og fiskiskip.
Það er nú í eigu Byggðasafns
Vestfjarða og Minjasafns Egils
Ólafssonar á Hnjóti. Í fornbáta-
skrá, sem Samband íslenskra sjó-
minjasafna gaf nýlega út, kemur
fram að ástand skipsins sé slæmt
og á meðan ekki fáist fé til við-
gerða haldi María Júlía áfram að
fúna.
Leita leiða til fjármögnunar
Fjallað var um bréf Jónu Sím-
oníu Bjarnadóttur, forstöðumanns
Byggðasafns Vestfjarða, á fundi
bæjarráðs Ísafjarðar í síðustu
viku. Í bréfi hennar kemur fram,
að hugmyndin sé að setja skipið
upp í Suðurtanganum á Ísafirði,
en þar sé renna sem hægt sé að
dýpka og renna skipinu upp í. Þar
með yrði tryggt að sjór lægi að
skipinu. Óskað var eftir 300 þús-
und króna framlagi frá bænum
vegna þessa, en í bréfinu kemur
fram að unnið sé að því að finna
leiðir til fjármögnunar á lagfær-
ingum á Maríu Júlíu. Vænst er
niðurstöðu þar að lútandi fyrir lok
þessa árs.
Í bréfinu segir m.a. að skipið
hafi legið í höfn á Ísafirði býsna
lengi og beðið þess að fjármagn
kæmi til lagfæringa. „Það er ljóst
að skipið tekur dýrmætt hafnar-
pláss og safnið greiðir af skipinu
rafmagn og gjöld. Í ljósi þess að
ástand skipsins fer versnandi og
hætta er á að það sökkvi, er æski-
legt að því verði fundinn nýr stað-
ur þar sem það verður í sjó án
þess að taka bryggjupláss,“ segir í
bréfinu.
Nátengd sögu Vestfirðinga
María Júlía er fyrsta björgunar-
skúta Vestfirðinga og á sér glæsta
sögu sem slík. Skipið er nátengt
sögu Vestfirðinga, en það hafði
lengi verið baráttumál sjómanna,
slysavarnafólks og fleiri á Vest-
fjörðum að fá björgunarskip fyrir
þennan landshluta. Þegar skipið
kom vestur í jómfrúarsiglingu
sinni 1950 var því fagnað í hverri
höfn. Margir Vestfirðingar lögðu
fram fjármuni vegna kaupa á skip-
inu, en stærst var gjöf hjónanna
Maríu Júlíu Gísladóttur og Guð-
mundar Br. Guðmundssonar kaup-
manns á Ísafirði, sem árið 1937
gáfu mestallar eigur sínar í björg-
unarskútusjóð. Það þótti því vel
við hæfi þegar skipið kom til
landsins að nefna það eftir Maríu
Júlíu, segir m.a. á heimasíðu
Byggðasafns Vestfjarða.
María Júlía tók þátt í 12 mílna
þorskastríðinu sem hófst 1958 og í
stefni skipsins var 47 mm fall-
byssa. Skipið var einnig notað til
fiskveiðirannsókna. Árið 1968 var
María Júlía seld einkaaðilum og
var eftir það gerð út til fiskveiða,
ýmist frá Patreksfirði eða Tálkna-
firði, allt til ársins 2003 þegar
henni var lagt. Þegar hætt var að
gera Maríu Júlíu út til fiskjar var
hún enn vel haffær og í góðu
ástandi.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þorskastríð Talsverður stærðarmunur er á bresku freigátunni og Maríu Júlíu. Myndin er tekin 1. september 1959,
þegar eitt ár var liðið frá því að fiskveiðilandhelgin við Ísland var færð út í 12 mílur.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Nátengd sögu Vestfirðinga María Júlía á sér merka sögu en þarfnast lag-
færingar. Skipið var til viðgerðar hjá Skipavík í Stykkishólmi sumarið 2007.
Hætta á að
gamla varð-
skipið sökkvi
Vilja flytja Maríu Júlíu Dýrmætt
hafnarpláss á Ísafirði Sögufrægt skip