Morgunblaðið - 26.02.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 26.02.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 Varðberg, sam- tök um vestræna samvinnu og al- þjóðamál, heldur hádegisfund í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns á morgun, fimmtu- dag, og hefst fundurinn kl. 12. Fyrirlesari er bandaríski flota- og herfræðingurinn Magnus Nordenman. Í fyrra sendi hann frá sér bókina: The New Battle for the North Atlantic – Emerging Naval Competition with Russa in the Far North – Nýja orrustan um Atlants- haf, vaxandi flotasamkeppni við Rússa á norðurslóðum. Fram kemur í tilkynningu frá Varðbergi að Magnus Nordenman sé mikils metinn sérfræðingur í málefnum Atlantshafsbandalags- ins, NATO, í Bandaríkjunum. Hann hafi stýrt rannsóknarverkefni á vegum hugveitunnar Atlantic Council í Washington um öryggi á Atlantshafssvæðinu. Þá hafi hann verið ráðgjafi bandarískra og evr- ópskra stjórnvalda við mótun stefnu varðandi NATO og hlutverk bandalagsins í flotamálum og varn- ar- og öryggismálum Norður- Evrópu. Hann flytji reglulega fyrir- lestra um flotamálefni á NATO- ráðstefnum og í æðri menntastofn- unum beggja vegna Atlantshafs. Fundur um flotamál- efni á Atlantshafi Magnus Nordenman Boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara í eftirmiðdaginn í dag í kjaradeilu Eflingar – stéttar- félags og Reykjavíkurborgar. Síð- asti fundur í deilu þessara aðila var á miðvikudag í síðustu viku og var hann árangurslaus. Allsherjar- verkfall borgarstarfsmanna sem eru í Eflingu hefur staðið frá mánu- deginum í liðinni viku, 17. febrúar. Fram hefur komið í fjölmiðlum á síðustu dögum að samningarnefnd Eflingar telur að yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum að undanförnu gefi ástæðu til að ætla að borgin sé tilbúin að koma betur til móts við Eflingarfólk og kröfur þess en kynnt hafi verið á samn- ingafundum. Fundur í dag í deilu Eflingar og borgar Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að brotið hefði verið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum þegar Hæstirétt- ur dæmdi í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Elín var í Hæstarétti dæmd til átján mánaða fangels- isvistar fyrir um- boðssvik og hlutdeild í markaðsmis- notkun í svonefndu Ímon-máli þegar hún var framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Landsbanka Íslands. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir Mannréttindadómstólnum á þeim grundvelli að hlutabréfaeign þriggja dómara við Hæstarétt Íslands í ís- lensku viðskiptabönkunum fyrir hrun hefði haft áhrif á niðurstöðu þeirra í málinu. Málsmeðferðin í Hæstarétti hefði þannig verið á skjön við bæði íslensku stjórnar- skrána og ákvæði mannréttindasátt- mála Evrópu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréfa- eign eins dómara málsins, Viðars Más Matthíassonar, hefði verið það mikil að hægt hefði verið að draga hlutleysi hans í efa í málinu og það teldist brjóta í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmálans. Voru El- ínu því dæmdar skaðabætur að fjár- hæð 12 þúsund evrur, jafnvirði um 1,7 milljóna króna, auk 5 þúsund evra í málskostnað. Bent var á í niðurstöðu dómstóls- ins að hlutabréfaeign Viðars í Lands- bankanum hefði verið rúmlega 87 þúsund hlutir, eða sem nam á þeim tíma um 8,5 milljónum króna, og því hefði fjárhagslegt tap hans verið um- talsvert. Mannréttindadómstóllinn vísaði til þess að endurupptökunefnd hér á landi hefði horft til þessarar hlutabréfaeignar Viðars þegar hún heimilaði að mál Elínar yrði tekið upp aftur fyrir dómstólum hér á landi. Aðrir dómarar ekki vanhæfir Hlutabréfaeign Eiríks Tómas- sonar, annars hæstaréttardómara í málinu, í Landsbankanum var 87.383 hlutir að verðmæti um 1,7 milljónir og urðu þeir verðlausir við fallið. Dómurinn telur þá upphæð ekki vera það verulega að hún eigi að valda vafa um hlutleysi dómsins. Markús Sigurbjörnsson, þriðji dómarinn í Hæstarétti sem tiltekinn er í málinu, átti hins vegar enga hluti í Landsbankanum. Dómurinn tekur sérstaklega fram að eign dómara í öðrum bönkum eða sjóðum hafi ekki áhrif í þessu tiltekna máli, en það var meðal þess sem lagt var upp með í málflutningi Elínar. Átti Markús meðal annars bréf í Glitni fyrir um 350 þúsund krónur, auk annarra fjárfestinga á fjármálamarkaðinum fyrir um 61,45 milljónir. Kemur fram að tap hans hafi verið um 7,6 millj- ónir vegna þess, eða rúmlega níuföld mánaðarlaun hans á þeim tíma. Elín var sýknuð í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Taldi hún að þetta sýndi fram á að Hæstiréttur hefði fyrir fram gefið sér niðurstöðu í málinu. MDE tekur ekki undir þetta og segir ekkert í gögnum málsins benda til þess. Elín hafði farið fram á 2,5 milljónir evra í bætur í málinu, eða um 354 milljónir. Dómurinn sagði hins vegar að ekki hefði tekist að sýna fram á bein tengsl milli dómsins og þess fjártjóns og dæmdi henni sem fyrr segir 12 þúsund evrur í bætur. Sterkt innlegg í endurupptökumál Helga Melkorka Óttarsdóttir, lög- maður Sigríðar Elínar, segir að dóm- ur Mannréttindadómstólsins í gær- morgun sé staðfesting á því sem lagt hafi verið upp með í málflutningnum fyrir mannréttindadómstólnum. Hins vegar liggi ekki fyrir hver áhrif dómsins verði í tengslum við málflutning um endurupptöku þess fyrir Hæstarétti sem fer fram í næsta mánuði. Helga segir dóminn þó væntanlega sterkt innlegg í það mál. „Það var fallist á hennar málatil- búnað og þetta er staðfesting á að dómurinn var ekki óhlutdrægur,“ segir Helga í samtali við mbl.is. „Hvort það var einn, tveir eða þrír dómarar, það skiptir ekki öllu máli, vanhæfið var staðfest,“ segir hún. Fær skaðabætur vegna dóms  Draga mátti hlutleysi hæstaréttardómara í efa að mati Mannréttindadómstóls Evrópu vegna hlutabréfa sem dómarinn átti í Landsbankanum og urðu verðlaus Morgunblaðið/Þórður Dómstóll Hús Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn dæmdi í gær íslenska ríkið bótaskylt vegna fangelsisdóms sem Hæstiréttur kvað upp yfir fyrrverandi yfirmanni Landsbankans árið 2015. Sigríður Elín Sigfúsdóttir Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Peysur • Bolir • Buxur Kjólar • Töskur NÝ SENDING Vinsælu Velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4xl Fermingar- myndatökur Einstök minning Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Tilkynnt var um þetta á vef blaðsins í gær og jafnframt að Sunna Karen Sigurþórsdóttir, rit- stjóri vefsins frettabladid.is, léti einnig af störfum. Sunna hafði starfað um árabil á Fréttablaðinu en Davíð tók við starfi ritstjóra þess í júní í fyrra. Eftir þessar breytingar verður Jón Þórisson titlaður aðalritstjóri Fréttablaðsins og ábyrgðarmaður. Garðar Örn Úlfarsson, sem hefur fylgt Fréttablaðinu frá því í árdaga þess, verður annar fréttastjóra þess ásamt Ara Brynjólfssyni. Kristjón Kormákur Guðjónsson verður rit- stjóri frettabladid.is og hring- braut.is. Ritstjórum sagt upp á Fréttablaðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.