Morgunblaðið - 26.02.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania
kona hans eru nú í opinberri heimsókn til Ind-
lands og hefur forsetahjónunum verið vel tekið.
Lögðu forsetahjónin blómsveig að minnis-
merkinu áður en þau vörpuðu lituðum rósablöð-
um upp í loft Gandhi til heiðurs.
Trump-hjónin heimsóttu í gær Raj Ghat,
minnismerkið um Mahatma Gandhi, leiðtoga sjálf-
stæðisbaráttu Indverja, sem var myrtur 1948.
AFP
Indlandsheimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta
Heimsótti minnismerkið um Mahatma Gandhi
Hosni Mubarak,
fyrrverandi for-
seti Egyptalands,
lést í gærmorg-
un, 91 árs að
aldri. Mubarak
var við völd í
þrjá áratugi áður
en honum var
steypt af stóli í
kjölfar arabíska
vorsins 2011.
Mubarak sat í fangelsi næstu sex
árin fyrir að hafa valdið dauða mót-
mælenda, en var sleppt 2017 þegar
stjórnvöld náðuðu hann. Mubarak
glímdi við veikindi síðustu árin og
var hann nýlega fluttur á her-
sjúkrahús í Kaíró.
Samúðarkveðjur bárust víða að
eftir að tilkynnt var um andlát hans
og minntust til dæmis bæði Benja-
mín Netanyahu, forsætisráðherra
Ísraels, og Mahmoud Abbas, leið-
togi Palestínumanna, Mubaraks
fyrir þátt hans í að miðla málum í
deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Mubarak látinn eftir
langvinn veikindi
Hosni
Mubarak
EGYPTALAND
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey
Weinstein var í fyrradag dæmdur
sekur um nauðgun og kynferðislegt
ofbeldi, og geta brot hans varðað allt
að 29 ára fangelsi.
Kviðdómur í máli Weinsteins
sýknaði hann hins vegar af alvarleg-
ustu sakargiftunum um nauðgun af
yfirlögðu ráði, sem fólu í sér lífstíðar-
fangelsi. Dómnum hefur engu að síð-
ur verið hampað sem sögulegum
sigri fyrir #MeToo-hreyfinguna
gegn kynbundnu ofbeldi.
Weinstein, sem er 67 ára, var
færður þegar í stað í varðhald á
Rikers-eyju, þar sem þekktasta
fangelsi New York-borgar er að
finna, en hann var fluttur þaðan um
kvöldið á sjúkrahús þar sem hann
kvartaði undan verkjum í brjóstholi.
Hyggst áfrýja dómnum
Endanleg refsiákvörðun verður í
máli Weinsteins 11. mars næstkom-
andi, en Donna Rotunno, aðallög-
fræðingur hans, lýsti því yfir að hann
hygðist áfrýja dómnum.
Raunum Weinsteins í réttarsaln-
um er þó ekki lokið, þar sem sak-
sóknarar í Los Angeles hyggjast
ákæra hann fyrir nauðgun og önnur
kynferðisbrot, sem framin voru á
árinu 2013.
Um 80 konur hafa sakað Wein-
stein um að hafa annaðhvort nauðg-
að sér eða beitt kynferðislegu of-
beldi. Margar af konunum voru
leikkonur sem sögðu Weinstein hafa
notað stöðu sína sem einn helsti
framleiðandinn í Hollywood til þess
að neyða þær til samræðis.
Ásakanirnar gegn Weinstein urðu
ein helsta kveikjan að #MeToo-
hreyfingunni svonefndu, og fagnaði
Time’s Up-stofnunin, sem mynduð
var í kjölfar hreyfingarinnar, dómn-
um yfir Weinstein. Sagði í tilkynn-
ingu stofnunarinnar að dómurinn
markaði „nýtt tímabil réttlætis“.
Cyrus Vance yngri, yfirsaksókn-
ari í New York-borg, fagnaði einnig
niðurstöðunni og sagði að þær konur
sem borið hefðu vitni gegn Wein-
stein hefðu breytt gangi sögunnar
með hugrekki sínu.
Þar sem flest af meintum brotum
Weinsteins voru fyrnd var hann ein-
ungis ákærður fyrir brot gegn
tveimur konum, leikkonunni Jessicu
Mann og aðstoðarmanninum Mimi
Haleyi. Sex konur báru hins vegar
vitni við réttarhöldin um að Wein-
stein hefði brotið gegn þeim.
Meðal annarra sem fögnuðu
dómnum voru leikkonan Ashley
Judd og Hillary Clinton. Þá sagði
Donald Trump Bandaríkjaforseti að
dómurinn væri „stór sigur fyrir kon-
ur“ sem hefði sent skýr skilaboð.
Dómurinn marki tímamót
Harvey Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot Niðurstöðunni fagnað víða
AFP
Dæmdur Harvey Weinstein mætir til dómsuppkvaðningar í fyrradag.
Stjórnvöld í Sviss, Austurríki og
Króatíu tilkynntu öll um fyrstu til-
fellin af kórónuveirufaraldrinum í
ríkjum sínum í gær. Öll tilfellin
mátti rekja til norðurhluta Ítalíu,
þar sem faraldurinn hefur dregið sjö
manns til dauða. Um 300 tilfelli hafa
komið upp í landinu, og hefur veir-
unnar nú einnig orðið vart í Tosk-
ana-héraði, Sikiley og Lígúríu-
héraði. Þá var hótel á Tenerife sett í
sóttkví eftir að gestur þar frá Ítalíu
var fluttur á sjúkrahús vegna veir-
unnar.
Heilbrigðisráðherrar Ítalíu og ná-
grannaríkja landsins tilkynntu í gær
að þau hefðu ákveðið að halda landa-
mærunum að Ítalíu opnum þrátt fyr-
ir faraldurinn, þar sem það yrðu of
harkaleg og óskilvirk viðbrögð að
láta loka þeim.
Stjórnvöld í Íran tilkynntu í gær
um 15. dauðsfallið af völdum veir-
unnar, sem er hið mesta utan Kína.
Þá greindi Iraj Harirchi, aðstoðar-
heilbrigðisráðherra landsins, frá því
að hann sjálfur hefði smitast af veir-
unni og að hann ætlaði sér að vera í
einangrun heima við næstu tvær vik-
urnar. Mahmoud Sadeghi, íranskur
þingmaður, sagðist einnig hafa smit-
ast á Twitter-síðu sinni, en Sadeghi
taldi sig ekki eiga mikla von á að
halda lífi.
Veiran
breiðist um
Mið-Evrópu
Tilfelli í Sviss,
Austurríki og Króatíu
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla Sovéski hers-
höfðinginn
Dmitrí Yazov
lést í gær í
Moskvu, 95 ára
að aldri. Yazov
var síðasti mað-
urinn sem var út-
nefndur sem
„marskálkur
Sovétríkjanna“
áður en þau liðu
undir lok. Yazov átti sinn þátt í því,
en hann var einn af „áttmenning-
unum“ svonefndu sem stóðu að
valdaráninu í ágúst 1991, sem mis-
heppnaðist og hraðaði falli Sovét-
ríkjanna. Þrátt fyrir það er litið á
Yazov sem hetju í heimalandi sínu
og minntust bæði Vladimír Pútín
Rússlandsforseti og Sergei Shoigu
varnarmálaráðherra hans í gær og
sögðu hann hafa sýnt af sér hug-
rekki í hverri þrekraun.
RÚSSLAND
Einn af „áttmenn-
ingunum“ allur
Dmitrí
Yazov