Morgunblaðið - 26.02.2020, Side 29

Morgunblaðið - 26.02.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 Hinir óviðjafnanlegu grín-istar Frank Hvam ogCapser Christensenslógu rækilega í gegn hér á landi sem víðar í gamanþátt- unum Klovn sem hófu göngu sína ár- ið 2005 og lauk með sjöundu þátta- röðinni 2018. Á hápunkti vinsælda sinna skelltu þeir í kvikmynd sem hét Klovn: The Movie, nema hvað, og önnur kom fimm árum seinna, Klovn Forever. Líkt og þættirnir einkennd- ust báðar af groddaskap og heimsku- legum uppátækjum þeirra félaga, grínið var bleksvart og gróft og oft farið yfir strikið, þ.e. ef til er slíkt strik yfirhöfuð. Það er auðvitað af- stætt og sannarlega er spaug þeirra félaga ekki allra og alls ekki fyrir við- kvæma. Þriðja kvikmyndin, Klovn: The Final, er nú komin í bíó, fimm árum á eftir þeirri síðustu og tveimur árum eftir endalok þáttaraðanna. Tímarnir hafa breyst að vissu leyti og þá m.a. með tilkomu #metoo-hreyfingar- innar. Get ég mér þess til að umburð- arlyndið fyrir groddalegum karla- húmor Klovn hafi minnkað með tilheyrandi hóreríi, fylliríi, framhjá- haldi og almennum kjánagangi. Vin- sældir Klovn eru ekki þær sömu og þær voru þótt enn séu þeir Frank og Casper bráðfyndnir þegar vel tekst til. Sagan hefst að þessu sinni með fimmtugsafmæli Franks en hann verður fimmtugur í raun og veru núna í haust. Casper er tveimur ár- um eldri en til styttingar skulum við bara segja að þeir séu fimmtugir. Eldri en langt frá því að vera vitrari. Heimskari, ef eitthvað er, enda væri annars ekkert gaman að þeim. Frank heldur heljarinnar afmælisveislu og Mia færir honum lag að gjöf, lag sem hún syngur fyrir framan veislugesti en auðvitað missir Frank af því, egó- istinn sem hann er. Fyrir einhvers konar kraftaverk er hann enn giftur vesalings Miu, sem þarf endurtekið að sætta sig við alls konar niðurlæg- ingu sem fylgir því að vera gift fá- bjána. Casper gefur vini sínum veiðiferð til Íslands í afmælisgjöf en með ótrú- lega heimskulegu uppátæki tekst Frank að láta henda þeim báðum út úr flugstöðinni og þeir missa af flug- inu til Íslands. Kemur sér þá vel að Frank hafi verið falið að gæta húss nágrannans sem býr beint á móti þeim Miu. Þar koma þeir Casper sér fyrir og ætla að bíða eftir næsta flugi. Fer ekki betur en svo að Eyjafjalla- jökull fer að gjósa þannig að þeir neyðast til að dúsa þar um óákveðinn tíma. Íslandsförin kemur við sögu síðar og þá í miklum spretti sem kann að svekkja einhverja bíógesti sem héldu að stór hluti myndarinnar gerðist hér á landi. Gunnar Hansson á fína innkomu sem leiðsögumaður vitleysinganna hér á landi en telst þó varla til aðalleikara myndarinnar. Þó margt sé bráðfyndið í þessari þriðju kvikmynd félaganna er hún síst af þeim þremur sem gerðar hafa verið. Er það einkum vegna þess hve stór hluti hennar fer fram í sama húsinu þar sem við fáum að fylgjast með fíflalátum og drykkju félaganna. Ekki svo að skilja að fíflalætin séu ekki skemmtileg, þau eru það oft og þá einkum í allra svartasta gríninu. Sumt af því er þó þess eðlis að erfitt er að sjá hvað getur mögulega verið fyndið. Það mun særa blygðunar- kennd margra, tel ég, en annar sessunauta minna öskraði af hlátri á meðan hinum stökk varla bros. Eru kúkabrandarar fimmtugra manna fyndnir? Jú, stundum. Dvergagrín? Má það? Erum við ekki lengra komin en svo að hlæja að dvergvöxnu fólki? Ég vona það. Að stinga tannbursta upp í rassinn á sér, er það fyndið? Hefur það einhvern tíma þótt fyndið? Þættirnir Klovn fjölluðu fyrst og fremst um karla að gera eitthvað af sér, karla sem virðast annaðhvort vera siðblindir eða ekki skilja hvað þykir eðlileg hegðun og hvað ekki. Casper virðist þannig meðvitaður um hvað má og hvað ekki en honum er bara alveg sama, hann gerir það sem honum sýnist. Hann hlýtur því að teljast siðblindur. Frank vekur meiri samúð því hann er fyrst og fremst heimskur og bestu brand- ararnir í myndinni snúast um hvern- ig hann misskilur orð félaga síns og þá einkum þegar kemur að því að heilla konur. Að konur skuli falla fyrir Casper er auðvitað spaugilegt eitt og sér og á væntanlega að vera það. Að ungar og föngulegar konur séu til í að sænga hjá þessum mið- aldra drykkjurúti eftir fáránlega lélega pikköpp-línu eða -aðferð er endurtekið stef í Klovn-gríninu. Gaman þætti mér að vita hvernig þetta grín leggst í kvenkyns áhorf- endur myndarinnar. Er þetta fynd- ið? Þætti körlum fyndið ef kynja- hlutverkunum væri snúið við? Líkt og í fyrri myndum stigmagn- ast vandræðin sem þeir félagar koma sér í eftir því sem á líður en fyrir kraftaverk er þeim alltaf fyrir- gefið af sínum nánustu. En endirinn er þess eðlis að óvíst er hvort þeim verður fyrirgefið í þetta sinn. Ef marka má titilinn er nú mál að linni. Takk, Frank og Casper. Þið eruð nú meiri fávitarnir! Vandræði Glatt á hjalla hjá Frank og Casper en fljótlega syrtir í álinn eins og venja er með þá Klovn-félaga. Fimmtugir fábjánar Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó Klovn: The Final bbbnn Leikstjórn: Mikkel Nørgaard. Handrit: Frank Hvam og Casper Christensen. Aðalleikarar: Frank Hvam, Casper Chris- tensen, Mia Lyhne, Christian Sørensen og Cassius Aasav Browning. Danmörk, 2020. 94 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Bandaríski tón- listarmaðurinn Beck heldur tón- leika í Laugar- dalshöll 2. júní ásamt hljóm- sveitinni Two Door Cinema Club, að því er fram kemur í til- kynningu frá skipuleggjendum, Senu Live. Beck er 49 ára og öðlaðist heimsfrægð með laginu „Loser“ sem skaust upp á vinsældalista víða um heim árið 1994. Hann hefur gefið út 14 plötur og eru tvær þeirra á lista tónlistar- tímaritsins Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna og þá m.a. sjö Grammy. Nýjasta plata Beck, Hyperspace, kom út í árslok í fyrra en upptökustjóri hennar var Pharell Williams. Two Door Ci- nema Club er norðurírsk sveit og þekktasta plata hennar er Tourist History. Beck heldur tónleika á Íslandi Beck Sparibollinn nefnist verð- launahátíð um fegurstu ástar- játninguna sem Bókabæirnir halda í Tryggva- skála á Selfossi á morgun kl. 19.30. Fimm höfundar eru tilnefndir: Andri Snær Magnason fyrir fallegustu ástar- játningu til fjölskyldunnar í bókinni Um tímann og vatnið, Dagur Hjartarson fyrir fallegustu lýs- inguna á ást sem leiðir til harmleiks í bók sinni Við erum ekki morð- ingjar, Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir fallegustu lýsinguna á hvunn- dagslegum ástum venjulegs fólks í Aðferðir til að lifa af, Ragna Sig- urðardóttir fyrir fallegustu ástar- játninguna til listarinnar og lita- palletu veraldarinnar í Vetrargul- rætur og Sölvi Björn Sigurðsson fyrir fallegustu lýsinguna á ást sem stenst tímans tönn í Seltu. Fegursta ástar- játningin 2019 Guðrún Eva Mínervudóttir Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  Rás 2  FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4 ÓSKARSVERÐLAUN BESTI LEIKARINN: Joaquin Phoenix BESTA TÓNLISTIN: Hildur Guðnadóttir2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.