Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 32
Hvað gerir ástarsögu að ástarsögu
og hver er munurinn á ástarsögu og
sögu um ást? Ingunn Snædal, ljóð-
skáld og þýðandi, og rithöfundur-
inn Þóra Hjörleifsdóttir munu leit-
ast við að svara þeim spurningum í
bókakaffi Borgarbókasafnsins í
Gerðubergi í kvöld kl. 20. Þær
munu ræða við Guðrúnu Baldvins-
dóttur um ástir í bókmenntum í víð-
um skilningi og ef til vill mun spjall-
ið leiða þær í nýjan sannleik um ást
og ástarsögur.
Ingunn, Guðrún og
Þóra ræða um ást
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Körfuknattleikskappinn Martin
Hermannsson hefur átt frábæra
viku, en hann varð bikarmeistari
með liðinu sínu Alba Berlín á dög-
unum. Þá átti hann stórleik gegn
Zenit frá Pétursborg í Evrópudeild-
inni sem skilaði honum nafnbótinni
leikmaður umferðarinnar. Martin er
eftirsóttur af stærri liðum og gæti
fært sig um set næsta sumar. »26
Martin eftirsóttur
af stærri liðum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar
Andrésson meiddist í fyrsta leik
síðasta tímabils gegn Kristiansund
í norsku úrvalsdeildinni. Miðvörð-
urinn, sem er 22 ára gamall, meidd-
ist eftir þrettán mínútna leik og
missti því af öllu síðasta
tímabili með Viking, sem
varð meðal annars
norskur bikarmeistari
á síðustu leiktíð.
Íslendingurinn
nálgast nú
endurkomu
eftir tíu
mánaða endurhæf-
ingu og hann er afar
spenntur fyrir kom-
andi tímabili með
Viking. »27
Nálgast endurkomu
eftir krossbandsslit
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nokkrir eldri skíðamenn á besta
aldri fylgjast grannt með veðrinu og
eru mættir á mínútunni þegar skíða-
svæðið í Bláfjöllum er opnað almenn-
ingi skömmu eftir hádegi á virkum
dögum. „Við erum allir hættir að
vinna en erum í góðu formi enda
höldum við okkur við æfingarnar,
kjarninn mætir yfirleitt alltaf þegar
opið er,“ segir Samúel Gústafsson,
eða Silli eins og hann er nefndur.
Ísfirðingarnir og fyrrverandi
landsliðsmennirnir Kristinn Bene-
diktsson og Silli hafa skíðað saman í
áratugi og mæta reglulega í Blá-
fjöllin. „Ég byrjaði samt ekki að
skíða fyrr en ég var tíu eða tólf ára,
um leið og ég eignaðist réttu græj-
urnar, en þá var líka hvert tækifæri
notað enda stutt að fara upp í hlíð
fyrir ofan bæinn,“ segir Silli um
æskuárin á Ísafirði. „Á leiðinni heim
úr skólanum leit maður upp eftir og
ef einhver var að skíða var farið
heim, náð í græjurnar og síðan
skundað upp í hlíð.“
Silli hefur búið í Reykjavík síðan
1984. „Fyrsta veturinn fór ég 40
sinnum á skíði í Bláfjöllum og síðan
hef ég stundað þetta mjög stíft,
nánast alltaf farið þegar hefur verið
opið.“ Auk þess hefur hann farið í
margar skíðaferðir til útlanda.
„Skemmtilegast hefur verið að fara
til Selva á Ítalíu og Bláfjöllin standa
alltaf fyrir sínu,“ áréttar hann.
Útiveran gefur mikið
Skíðamenn segja gjarnan að ekk-
ert jafnist á við að renna sér á skíð-
um og Silli tekur undir það. „Maður
fær ótrúlega margt út úr því að vera
á skíðum,“ segir hann. „Í fyrsta lagi
er þetta ofboðslega gaman og svo er
félagsskapurinn flottur. Maður fær
mikið súrefni í lungun og mikla út-
rás. Víða skemmir fallegt landslagið
ekki fyrir og útiveran stendur alltaf
fyrir sínu.“
Silli verður 78 ára 1. mars og
virðist ekkert hafa breyst í áratugi.
Hann segist aldrei hafa meiðst al-
varlega á skíðum en eðlilega orðið
fyrir hnjaski af og til. „Ég hef snúið
mig og tognað og algengt var að rif-
brotna en ekkert hefur stoppað mig
til þessa.“
Hann segir allt annað og betra að
skíða nú en áður og þakkar það fyrst
og fremst mjög bættum búnaði.
„Áður voru skíðin handónýt og
skórnir þungir og óþjálir úr leðri. Nú
eru skíðin æðisleg og auðvelt að stýra
þeim, þau beygja nánast sjálf enda ná
byrjendur nánast strax tökum á
þeim. Plastskórnir halda miklu betur
að en gömlu skórnir, eru stífari og
mun léttari. Það er ekki hægt að líkja
þessu saman, enda verður þetta bara
skemmtilegra og skemmtilegra.“
Veðrið hefur verið með leiðinlegra
móti í vetur og litagleðin allsráðandi í
viðvörunum, en Silli segir að ótrúlega
gott hafi verið að skíða þegar opið
hefur verið í Bláfjöllum. „Snjórinn og
færið hafa verið sérlega góð en veðrið
hefur verið hundleiðinlegt. Ég fer
þegar opið er og ef veðrið er haml-
andi fer ég bara heim strax aftur.
Annars er þetta bara upp og niður í
einn og hálfan til tvo tíma í einu. Við
höfum brekkurnar út af fyrir okkur,
engin biðröð. Þetta verður ekki
betra.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Bláfjöllum Á besta aldri frá vinstri: Hákon Ólafsson, Samúel Gústafsson, Guðni J. Gunnarsson og Georg Douglas.
Skíðin beygja nánast sjálf
Nokkrir eldri skíðamenn fastagestir í Bláfjöllum