Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 4

Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Heill frumskógur af gæludýrum... Í fiskana mig langar svo að setja í búrið stóra mamma segir þú færð tvo en pabbi segir fjóra. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18 L i f and i v e r s l un kíktu í heimsókn Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr Helgi Bjarnason Freyr Bjarnason Erla María Markúsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Meðalfjöldi greindra smita á Íslandi er með því lægsta sem gerist í Evr- ópu. Íslendingar standa sig mjög vel í baráttunni gegn kórónuveirunni. Aðgerðirnar sem gripið hefur verið til eru að skila árangri. Spálíkan vís- indamanna Háskóla Íslands, Land- spítalans og embættis landlæknis sýnir heftan vöxt faraldursins, vegna aðgerðanna, ekki veldisvöxt eins og annars hefði orðið. Þetta kom fram í kynningu Thors Aspelund, prófessors í líftölfræði við Háskóla Íslands, á spálíkani vegna veirunnar, en það er notað til að meta þróun faraldursins og nauðsyn- leg viðbrögð í heilbrigðiskerfinu. Kynningin var á upplýsingafundi í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Líkanið er uppfært daglega en ætl- unin er að birta niðurstöður tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Sautján á spítala Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði heilbrigðisyfirvöld hafa allar forsendur til að halda sig við sömu áherslur og sömu aðgerðir og hefur verið beitt hingað til. „Ég vil hvetja alla til að halda áfram þessu góða starfi úti í samfélaginu,“ sagði hann og hvatti fólk til að gæta vel að hreinlæti, fjarlægðarmörkum og samkomutakmörkunum. Fram kom á fundinum að nú lægju sautján sjúklingar á Landspítalan- um smitaðir af kórónuveirunni. Þar af eru þrír á gjörgæslu, allir í önd- unarvél. Smit hefur komið upp á Landakoti og því er ekki lengur hægt að leggja fólk þangað inn. Einnig er verið að loka Rjóðrinu á fæðingarvakt Land- spítalans eftir að smit kom upp innan Barnaspítalans. Alda D. Möller land- læknir sagði að gripið hefði verið til þessara ráðstafana vegna þess að smit hefði greinst hjá starfsfólki. Birgðastaða sýnatökupinna er skyndilega komin í gott horf og útlit fyrir að hægt verði að taka sýni eins og þörf er á. Nóg til af sýnatökupinnum Um sex þúsund sýnatökupinnar fundust óvænt á sýkla- og veiru- fræðideild Landspítalans í gær- morgun. „Þetta er mjög mikill léttir, skiljanlega, og kemur okkur ansi langt,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræði- deild Landspítalans. Auk þess hefur Íslensk erfða- greining lokið prófunum á sýnatöku- pinnum sem stoðtækjafyrirtækið Össur átti og bauð fram. Niðurstað- an er að pinnarnir séu vel nothæfir. Pinnarnir eru um 20 þúsund og munu þeir leysa úr vandanum sem skortur á sýnatökupinnum var að skapa. Næstu daga hefst Íslensk erfðagreining aftur handa við að prófa fyrir samfélagslegu smiti í Turninum í Kópavogi. 500 manns mæta til sýnatöku hjá fyrirtækinu í dag og jafn margir á laugardag og sunnudag. Íslensk erfðagreining hyggst opna aftur fyr- ir skráningu á næstunni. „Það má ekki gleyma því að þetta fólk mitt sem er búið að vinna í þessu er búið að vinna alveg ofboðslega mikið og menn eru dálítið lúnir þannig að það má ekki ofkeyra fólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 9 1.652 Útlönd 0 3 Austurland 3 164 Höfuðborgarsvæði 620 5.113 Suðurnes 37 450 Norðurland vestra 17 406 Norðurland eystra 13 412 Suðurland 92 1.181 Vestfirðir 1 218 Vesturland 10 290 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 57% 11% 32% 12.615 sýni hafa verið tekin 82 einstaklingar hafa náð bata 2.427 hafa lokið sóttkví 17 eru á sjúkrahúsi 2 einstaklingar eru látnir 3 á gjör-gæslu 720 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar 28.2.29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 19.3.20.3.21.3.22.3.23.3.24.3. 25.3 Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is 802 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 9.889 hafa verið settir í sóttkví 800 700 600 500 400 300 200 100 802 Aðgerðirnar skila árangri  Spálíkan vísindamanna sýnir að tekist hefur að hefta vöxt faraldursins  Þrír sjúklingar eru í önd- unarvél  Sóttvarnalæknir segir allar forsendur til að halda sig við sömu aðgerðir  Nóg til af pinnum Ljósmynd/Lögreglan Rýnt í faraldur Thor Aspelund prófessor segir frá spálíkani, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fylgist með. Búnaði þeim sem fannst í birgða- geymslum Landspítalans í gær og kem- ur sér vel við rannsóknir á hugsanlegu smiti á kór- ónuveirunni lýsir Karl G. Kristinsson yfirlæknir sem sýnatökusettum. Saman séu pinni og hylki eða glas sem setja megi sýnin í. Vökvi í glas- inu verði að halda því röku, og koma í veg fyrir að sýrustig breytist eða bakteríur fjölgi sér. Þessi búnaður þurfi að vera dauðhreinsaður og ekki megi leka úr glösunum, enda fylgi smithætta slíku. „Sýnatökupinnanana frá Öss- uri er hægt að nota þar sem að- stæður bjóða, t.d. þar sem stutt er frá sýnatökustað á rann- sóknarstofu,“ segir Karl. Settin sem fundust á Land- spítalanum, dugi eitthvað. Alls 6.000 stykki séu fljót að fara ef 500 manns koma í prufur á dag, eða aðeins í tólf daga. SAMAN Í SETTI Karl G. Kristinsson Pinni og glas Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sífellt fleiri sveitarstjórnir og nefnd- ir sveitarfélaga notast nú við fjar- fundabúnað á fundum sínum. Alþingi samþykkti nýver- ið breytingar á sveitastjórnar- lögum sem veitir sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við því neyðarástandi sem skapast hef- ur af völdum kór- ónuveirunnar. Hafa sveitar- stjórnir heimild fram á sumar til að notast við fjarfundabúnað, að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en vant er og að leyfi verði til að afgreiða tiltekin mál með einfald- ari hætti en alla jafna er gerð krafa um. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mjög víða sé farið að notast við fjarfundabúnað og það muni aukast til muna á næstunni. „Það eru allir að fikra sig áfram við þetta og koma sér upp reglum hvernig haga eigi fundum með þessum hætti. Með þessu er fyrst og síðast verið að sjá til þess að sveitarstjórnir séu starf- hæfar. Það er ekki forsvaranlegt að stefna fólki saman núna,“ segir Aldís. Svo tekin séu dæmi fundaði bæjar- stjórn Vesturbyggðar í gegnum fjar- fundabúnað í vikunni. Það gerði líka bæjarráð Fjallabyggðar, sveitar- stjórn Blönduóssbæjar og borgar- stjórn Reykjavíkur. Aldís ítrekar að þetta sé tíma- bundið ástand. „Auðvitað viljum við helst hittast auglitis til auglitis. Þó fjarfundir séu gagnlegir koma þeir ekki í stað skoðanaskipta sem verða þegar fólk situr saman.“ Kjaraviðræður á fjarfundum Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gengið frá gerð kjarasamnings við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Athygli vek- ur að þetta er fyrsti kjarasamning- urinn þar sem samningaferlið fór al- farið fram í formi fjarfunda. „Þetta er nútíminn í anda Covid og mun breyta samskiptum manna til framtíðar og því mikilvægt að aðlaga okkur að breyttu samfélagi,“ er haft eftir Magnúsi Smára Smárasyni, for- manni LSS, í fréttatilkynningu. Sveitarstjórnir víða á fjarfundum  Tímabundin undanþága frá reglum Aldís Hafsteinsdóttir KÓRÓNUVEIRUFARALDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.