Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 6

Morgunblaðið - 27.03.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Almannavarnafrumvarp dómsmála- ráðherra nýtur almennt stuðnings samkvæmt umsögnum. Um er að ræða breytingu á lögum um al- mannavarnir. Til stendur að bæta við þau nýrri grein. Sú fjallar um borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila til að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. ASÍ bendir á að gert sé ráð fyrir því að starfsmenn skuli njóta óbreyttra launakjara við breyttar starfsskyldur. Ekkert komi þó fram um hvernig tekið verði á því ef starfsmanni er gert að gegna starfi sem er betur launað en það sem hann var ráðinn til. BHM telur mikilvægt að skýra betur hvað er átt við með „ítrustu til- fellum“ sem munu heimila að færa starfsmenn til í starfi. Einnig þurfi að kveða skýrt á um að sé starfs- manni falið að gegna betur launuðu starfi en því sem hann var ráðinn til skuli greiða laun í samræmi við það. BSRB áréttar að ávallt verði að líta til aðstæðna eins og ef starfs- maður eða einhver sem hann ber ábyrgð á glíma við undirliggjandi sjúkdóm eða annað sem gæti leitt til þess að breytt starfssvið myndi stefna öryggi eða heilbrigði í hættu. Kennarasamband Íslands (KÍ) segir að öllum takmörkunum á frelsi fólks þurfi að setja skýrar skorður. Í hættuástandi geti skapast öflugur hvati fyrir stjórnmálamenn að ganga lengra en réttlætanlegt er til að mæta aðsteðjandi ógn. Landssamtökin Þroskahjálp benda sérstaklega á mikilvægi frum- varpsins gagnvart þjónustu við fatl- að fólk. Þau segja mikilvægt að taka tillit til aðstæðna starfsmanna hverju sinni og setja þá ekki í óþarfa hættu eða aðstæður sem viðkomandi ráði ekki við. Læknafélag Íslands segir mikil- vægt að settur verði varnagli vegna heilsufars starfsmanna þannig að skyldan til að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu verði aldrei algerlega fortakslaus. „Upp geta komið þær aðstæður á hættu- stundu að ekki er forsvaranlegt að skikka alla starfsmenn opinberra að- ila til að gegna störfum í þágu al- mannavarna,“ segir m.a. í umsögn LÍ. Bent er á að í þeim aðstæðum sem nú eru uppi geti verið sérstak- lega varhugavert að skikka t.d. lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn með undirliggjandi heilsufarsvanda- mál í framlínuna í þjónustu við smit- aða. Þeir geti hins vegar sinnt marg- víslegum öðrum verkefnum en þeim sem þeir sinna daglega. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur undir það að rétt sé að virkja mannauð opinberra aðila til for- gangsstarfa áður en almenn borg- araleg skylda er virkjuð, eins og fram kemur í frumvarpinu. Almannavarnafrum- varpið fær stuðning  Umsagnir almennt jákvæðar  Ábendingar um úrbætur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Frumvarpið er nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Komdu í BÍLÓ! MMC OUTLANDER PHEV INSTYLE nýskr. 04/2018, ekinn aðeins 8 Þ.km, bensín og rafmagn, sjálfskiptur, leður o.fl. Glæsilegt eintak! Verð 4.390.000 kr. Raðnúmer 250422 NISSAN X-TRAIL TEKNA - 7 SÆTA nýskr. 06/2019, ekinn 28 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður o.fl. Verð 5.590.000 kr. Raðnúmer 250217 MMC OUTLANDER PHEV INVITE nýskr. 11/2019 (árg. 2020), ekinn 6 Þ.km, bensín og rafmagn, sjálfskiptur. Umboðsbíll með fullt af auka- hlutum! Verð 4.590.000 kr. Raðnúmer 250540 FORD FOCUS ST-LINE nýskr. 11/2018, ekinn 6 Þ.km, bensín, 6 gírar, 18“ álfelgur o.fl. TILBOÐSVERÐ 3.140.000 kr. Raðnúmer 250526 DACIA DOKKER nýskr. 05/2019, ekinn 9 Þ.km, dísel, 5 gíra, rennihurðir beggjamegin, kúla og þakbogar. TILBOÐSVERÐ 1.550.000 kr. + vsk. Raðnúmer 250494 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu þriðjudaginn 24. mars bréf til skólastjórnenda, kennara og for- eldra barna í leik- og grunnskólum. Var þar áréttað mikilvægi þess að nemendur héldu áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveiru hér á landi. Tveir leikskólastjórnendur á höf- uðborgarsvæðinu sem Morgunblaðið ræddi við segja bréfið ekki samrým- ast fyrri leiðbeiningum. Segjast þeir óttast smit með aukinni mætingu. „Við höfðum áður fengið þær upp- lýsingar frá yfirmönnum okkar að reyna að takmarka barnahópinn í húsinu eins og kostur er,“ segir Val- borg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Reykjavík. Helmingur barna skráður í leikskólann á hverjum degi „Hjá okkur er nú helmingur barna skráður í leikskólann á hverjum degi. Svo kemur það upp að við erum beðin um að taka á móti forgangs- beiðnum, sem við og gerum. Við tök- um þá strax ákvörðun um að opna sér forgangsdeildir og erum í dag með þrjár deildir af níu fyrir for- gangsbörn,“ segir Valborg. Þá segir hún starfsfólk leikskólans sl. vikur hafa hvatt þá foreldra sem ekki þurfa nauðsynlega á leikskóla- þjónustu að halda að hafa börn sín heima. Eru það t.a.m. foreldrar sem vinna heima eða eiga af öðrum ástæðum auðvelt með að hafa börnin á heimilinu. Á móti auðveldar þetta þeim foreldrum sem verða að hafa börn sín á leikskóla aðgengi að skól- anum. Áskrifendur geta lesið frekari umfjöllun um þetta mál á mbl.is Óttast smit á leikskólunum  Bréf samrýmist ekki leiðbeiningum Morgunblaðið/Eggert Leikskólar Ólga er sögð meðal skólastjórnenda vegna bréfsins. Skannaðu kóðann til að lesa meira á mbl.is Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, hefur sagt upp störfum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Sendi hún stjórn SÁÁ tölvupóst þess efnis í gær. Val- gerður hefur verið yfirlæknir sam- takanna frá maímánuði 2017 þegar hún tók við starfinu af Þórarni Tyrf- ingssyni. Hafði hún fram að því verið sérfræðilæknir og yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi í 18 ár. Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera djúpstæður ágreiningur við Arnþór Jónsson, formann SÁÁ. Hann er starfandi formaður á skrif- stofu samtakanna og hefur því átt í nánu samstarfi við Valgerði á um- liðnum árum. Hann tók við for- mennsku í samtökunum árið 2013 þegar Gunnar Smári Egilsson lét af þeim störfum. Á sér langan aðdraganda Að sögn heimildarmanna Morgun- blaðsins hefur ágreiningurinn átt sér ýmsar birtingarmyndir en náði há- marki í gær í kjölfar þess að stjórn SÁÁ fundaði á miðvikudag og ákvað að ráðast í umtalsverðar breytingar á rekstri Vogs, Eftirmeðferðar- stöðvarinnar Víkur á Kjalarnesi og göngudeilda sem samtökin reka, ekki síst vegna þeirra áskorana sem mæta samtökunum í kjölfar þess að kórónuveiran setti allt úr skorðum, bæði í íslensku heilbrigðiskerfi og efnahagslífinu almennt. Á stjórnarfundinum ákvað meiri- hluti stjórnar að fela Valgerði að leiða umræddar breytingar. Mun það hafa verið gert í andstöðu við vilja formanns stjórnar. Segja heim- ildir Morgunblaðsins að Valgerður hafi í kjölfarið talið formanninn hafa gripið harkalega fram fyrir hendur sínar í þeim störfum. Stjórnin mun funda um stöðuna Er gert ráð fyrir því að stjórn SÁÁ muni funda um þá stöðu sem nú er komin upp á allra næstu dögum. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur í ráðningarsamningi Valgerðar er þrír mánuðir og bendir flest til þess að hún muni sinna störfum sínum fyrir samtökin þann tíma. Morgunblaðið leitaði frekari skýr- inga á uppsögninni hjá Valgerði í gærkvöldi. Vildi hún hvorki gefa skýringar á ákvörðun sinni né heldur staðfesta að hún hefði sagt starfi sínu lausu. Þá náðist ekki í Arnþór Jónsson við vinnslu fréttarinnar. Valgerður segir upp hjá SÁÁ  Djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ sagður meginskýring uppsagnarinnar  Stjórn samtakanna klofin í málinu  Erfið rekstrarstaða og flókin úrlausnarefni á sjúkrahúsinu í skugga heimsfaraldurs Morgunblaðið/Eggert Vogur Starfsemi SÁÁ er umfangsmikil og veltir um 1,5 milljörðum árlega. Valgerður Á. Rúnarsdóttir Arnþór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.