Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 8

Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Í skugga kórónuveirunnar hverfafréttir sem ella væru fyrirferðar- miklar. Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, hefur í þrí- gang virst kominn að endimörkum síns langa ferils sem forsætisráðherra.    Uppnám hefureinkennt stöð- una og hafa Ísraels- menn neyðst til að kjósa aftur og aftur til að reyna að höggva á óleysan- legan hnút stjórn- málanna.    Í gær bárust fréttirum að aðal- andstæðingur for- sætisráðherrans hefði óvænt verið kosinn forseti Knessets, þjóðþings Ísraels.    Það þótti sæta miklum tíðindum,ekki síst þegar sást að nýi þing- forsetinn fékk m.a. atkvæði Benjam- ins forsætisráðherra! Þótti þá ein- sýnt að meira byggi undir en þingforsetaembættið eitt.    Þegar þetta er skrifað virðist útfrá því gengið að svonefnd sáttastjórn stóru flokkanna taki við völdum í Ísrael og að Netanyahu verði áfram forsætisráðherra, væntanlega fram í september 2021.    Þessi niðurstaða kom eins ogþruma úr heiðskíru lofti og seg- ir í fréttum að flokkur Gantz fyrr- verandi hershöfðingja hafi klofnað vegna hennar.    Þótt foringjarnir tveir takistharkalega á hafa þeir áður starfað náið saman, því Netanyahu skipaði Gantz á sínum tíma í stöðu formanns Herráðs Ísraels, sem kall- aði á ríkan trúnað og þétt samstarf þeirra á milli. Benjamin Netanyahu Óvænt sátt STAKSTEINAR Benny Gantz Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Norðurlandaríkin öll, ásamt sjálfs- stjórnarríkjunum Færeyjum og Álandseyjum, standa saman að til- nefningu norrænnar trébátasmíði á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um óefnislega menningararfleifð mannkynsins. Þar er mælst til að skráð verði verklag, siðir, venjur og hættir sem tengjast norrænum súð- byrtum trébátum. Umsóknin var af- hent í vikunni í París, undirrituð af ráðherrum allra norrænu ríkjanna. Hinn dæmigerði norræni trébát- ur, oft nefndur súðbyrðingurinn, hefur fylgt Norðurlandabúum um árþúsundir og greitt þeim leið um hafið. Súðbyrðingarnir voru far- kostir fólks hvarvetna með strönd- um Norðurlanda. Menningararfur að glatast Súðbyrtum bátum hefur fækkað verulega undanfarna áratugi og sí- fellt fækkar bátasmiðum sem kunna til verka. Þegar svo er komið er menningararfur að glatast og líkur á að menningarverðmætin sem fel- ast í norræna súðbyrðingnum hverfi í stað þess að erfast til kom- andi kynslóða, segir í fréttatilkynn- ingu. Um 200 aðilar á Norðurlönd- unum;bátasmiðir, söfn og félaga- samtök, standa að baki umsókninni. Á Íslandi var það Vitafélagið - ís- lensk strandmenning sem leiddi starfið, en að baki umsókninni standa einnig bátasmiðir og átta söfn, þar með talið Síldarminjasafn Íslands og Þjóðminjasafnið. Mennta- og menningarráðuneytið sendi síðan umsóknina inn til UNESCO ásamt menningarráðu- neytum annarra norrænna ríkja. Súðbyrðingur til- nefndur af UNESCO  Norræn ríki til- nefna trébátasmíði á heimsminjaskrá Súðbyrðingur Norræn bátasmíði á sér langa og merka sögu. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af bóta- kröfu Guðjóns Skarphéðinssonar vegna áralangrar óréttmætrar frelsissviptingar hans vegna Guð- mundar- og Geirfinnsmála en krafa hans hljóðaði upp á um 1,3 milljarða. Er honum jafnframt gert að greiða ríkinu 1,5 milljónir kr. í málskostnað. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, staðfesti við mbl.is að dómnum yrði áfrýjað, sérstaklega þar sem virt hefði verið að vettugi það lykilatriði að einstaklingur væri saklaus uns sekt hans er sönnuð. Hann furðar sig á því að niðurstaða dómsins skuli ekki byggja á sýknu- dómi árið 2018 yfir Guðjóni heldur á dómum sem féllu 1977 og 1980. Í dómnum segir að sýkna beri af öllum kröfum Guðjóns „þar sem hann á ekki lögvarinn rétt til skaða- bóta vegna atvika þeirra er áttu sér stað á tímabilinu 12. nóvember 1976 og þar til reynslulausn lauk haustið 1985“. Þá segir að ekki hafi verið talið að Guðjón hafi verið beittur harðræði eða ólögmætri þvingun. Vísað er í viðtal við Guðjón í Morgunblaðinu frá 13. febrúar 1996 en þar kom fram „að hann hefði „ekki verið beittur harðræði í varðhaldinu““. Einnig er vísað til dagbókarfærslna Guðjóns um að hann hafi ekki gert athuga- semdir við vistun hans í Síðumúla- fangelsinu. Kröfur vegna Síðumúla- fangelsisins eru fyrndar. Í stefnu kom fram að Guðjón var ekki sammála niðurstöðu endurupp- tökunefndar um að lögregla og dóm- ari hefði sýnt af sér refsilausa hátt- semi. Dómari telur þennan mál- flutning aðfinnsluverðan „þar sem vegið er að æru opinberra starfs- manna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum“. Ríkið sýknað af kröfu Guðjóns  Dóminum verður áfrýjað að sögn lögmanns Guðjóns Skarphéðinssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.