Morgunblaðið - 27.03.2020, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kínverskstjórn-völd hafa
verið dugleg upp
á síðkastið við að
hrósa sjálfum sér
fyrir fumlaus og
örugg viðbrögð
við kórónuveirufaraldrinum.
Er þá jafnan bent á stöðuna
í hinum vestrænu lýðræðis-
ríkjum, nú þegar faraldur-
inn er þar á byrjunarstigi,
en á sama tíma er forðast að
nefna viðbrögðin í Suður-
Kóreu, Japan eða Taívan,
sem einnig hafa náð góðum
árangri gegn veirunni, þrátt
fyrir að vera ekki alræðis-
ríki.
Tsjernóbyl-slysið og við-
brögð stjórnvalda í Sovét-
ríkjunum við því urðu á sín-
um tíma til þess að eyða því
litla sem eftir var af trú-
verðugleika þeirra, þar sem
það varpaði skýru ljósi á þá
staðreynd að í engu var
hægt að treysta á þær yfir-
lýsingar sem stjórnvöld
gáfu. Þaggað var niður í
þeim sem vildu vara við, og
stofnanir lögðust á eitt í af-
neitun vandamálsins.
Um leið stofnuðu Sovét-
menn ekki bara sínu eigin
fólki, heldur flestum þjóðum
Austur-Evrópu, í umtals-
verða hættu, þar sem alls
ekki mátti kasta rýrð á
ímynd flokksins eða hugsjón
kommúnismans, sem var þó
fyrir löngu horfin flestum.
Því hefur verið haldið fram
síðar, að Tsjernóbyl-slysið
hafi í raun verið upphafið að
endalokum Sovétríkjanna,
einmitt vegna þessara slæ-
legu viðbragða stjórnvalda.
Viðbrögð kínversku
kommúnistastjórnarinnar
við upphafi faraldursins
minnir um margt á þá tíma.
Nú er vitað, að fyrstu tilfella
kórónuveirunnar varð vart í
Wuhan í lok nóvember, eða
rúmum mánuði áður en Kín-
verjar viðurkenndu að um
faraldur væri að ræða og
tveimur mánuðum áður en
þeir settu íbúa Wuhan í
stranga sóttkví.
Þegar ungur læknir, Li
Wenliang, tók eftir því að
fólk væri að koma á sjúkra-
húsið sem hann vann við
með einkenni sem minntu á
SARS-faraldurinn, varaði
hann kollega sína við yfir
samfélagsmiðla. Fyrir það
fékk hann opinbera áminn-
ingu fyrir að „dreifa rang-
færslum á net-
inu“, sem fyrst
nú hefur verið
dregin til baka.
Aðrir, sem
reyndu að gefa
umheiminum
mynd af ástand-
inu í Wuhan, hafa horfið
sporlaust.
Afleiðing þessarar stefnu
birtist okkur nú á hverjum
degi. Kórónuveirufarald-
urinn hefði líklega ekki
þurft að blossa upp eða
verða að heimsfaraldri, ef
sannleikurinn hefði mátt
ráða, frekar en ótti um að
Kommúnistaflokkurinn liti
illa út. Fyrir vikið er álits-
hnekkir hans þeim mun
meiri og traustið fer þverr-
andi, eins og sást af við-
brögðum á kínverskum sam-
félagsmiðlum við því þegar
Wenliang lést af völdum
veirunnar.
Það er eflaust þess vegna,
sem stjórnvöld í Kína leggja
sig nú í líma við að þagga
umræðuna á ný, eða það sem
verra er, reyna að breyta
sögunni um upphaf farald-
ursins. Meðal annars hefur
því verið haldið fram að
veiran hafi verið búin til í
Bandaríkjunum, og að
Bandaríkjaher eigi einhvern
þátt í að faraldurinn blossaði
upp í Wuhan-borg. Þá hafa
sumir kínverskir fjölmiðlar
reynt að láta líta svo út sem
upphafsstað kórónuveir-
unnar sé að finna á Norður-
Ítalíu.
Önnur aðferð sem kín-
verski Kommúnistaflokk-
urinn hefur beitt til þess að
hylja stöðuna í eigin landi er
að vísa erlendum blaða-
mönnum úr landi fyrir litlar
sem engar sakir, með þeim
afleiðingum að færri eru nú
til staðar þar sem geta varp-
að ljósi á hið sanna ástand í
Kína.
Hvort hin hrikalegu mis-
tök, sem kínversk stjórnvöld
gerðu í upphafi faraldursins,
kveiki neista frelsis þar í
landi líkt og Tsjernóbyl
gerði skal ósagt látið, þar
sem kommúnistastjórnin
hefur frekar hert á heljar-
tökum sínum síðustu vik-
urnar en hitt. Það ætti þó að
vera orðið flestum ljóst, að
stjórnarfar, sem þolir ekki
að sannleikurinn sé birtur,
jafnvel þegar mannslíf
liggja við, er ekki mikils
virði.
Leyndarhyggja
kommúnista-
flokksins hefur
afhjúpað bresti
stjórnarfarsins}
Hið kínverska
Tsjernóbyl?
Þ
egar við fórum inn í nýtt ár var fáa
sem grunaði að þremur mánuðum
síðar myndi geisa skæður heimsfar-
aldur sem ógnar lífi og heilsu
jarðarbúa svo og efnahag flestra
þjóða heims.
Voldug ríki
Daglega berast hræðilegar fréttir utan úr
heimi af sýkingu og dauðsföllum af völdum veir-
unnar og voldug ríki vestan hafs og austan und-
irbúa umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að
verja hagkerfi sín gegn þeirri vá sem að steðjar.
Öflug heilbrigðiskerfi kikna undan álaginu,
ferðalög á milli landa hafa að mestu lagst af og
heilu atvinnugreinarnar eru óstarfhæfar. Í raun
mætti segja að það sé búið að slökkva á helstu
hagkerfum heims.
Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af
þessu ástandi. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við með
margvíslegum aðgerðum á sviði heilbrigðismála. Þá hafa
stjórnvöld einnig kynnt umfangsmiklar aðgerðir til að verja
efnahag heimila og fyrirtækja og búa íslenskt atvinnulíf und-
ir þær hremmingar sem eru fram undan – og það sem meira
er, það sem síðan tekur við. Markmiðið er að efnahagslífið
geti tekið hratt og örugglega við sér þegar faraldurinn er
yfirstaðinn.
Heildarumfang efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar gæti
numið yfir 230 milljörðum króna. Aðgerðunum er öðru frem-
ur ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tímabundnum tekju-
missi einstaklinga. Fyrirtækjum verður skapað svigrúm til
að lækka starfshlutfall hjá launafólki tíma-
bundið og viðhalda þar með ráðningarsambandi
á meðan erfiðustu mánuðirnir ganga yfir. Sér-
stakur barnabótaauki verður greiddur út í júní
með hverju barni yngra en 18 ára og þannig
hugað sérstaklega að barnafjölskyldum. Þessar
aðgerðir og fleiri til munu minnka efnahagslega
áfallið sem við horfum fram á.
Ljóst er að tekjur fjölda fyrirtækja munu
skerðast vegna ástandsins. Að öllu óbreyttu
hefðu mörg þeirra gripið til uppsagna. Með að-
gerðum stjórnvalda er þó lagt kapp á að verja
störfin. Þá er aðgerðunum ætlað að auðvelda
heimilum og fyrirtækjum að takast á við það
tímabundna tekjutap sem þau kunna að verða
fyrir. Þannig er dregið úr óvissu og hjólum at-
vinnulífsins haldið gangandi.
Það er dýrmætt fyrir Ísland að vera í þeirri
stöðu að geta varið störf og gripið til nauðsyn-
legra aðgerða til að minnka höggið á hagkerfið. Ástæðan er
sú að þetta ástand mun á einhverjum tímapunkti líða hjá og
þá er mikilvægt að við séum vel í stakk búin til að láta hjólin
snúast á nýjan leik. Hið frjálsa markaðshagkerfi þarf að fá
svigrúm til að starfa á ný þegar þessu ástandi lýkur, því
þannig munum við ná árangri til lengri tíma.
Þetta eru fyrstu aðgerðir og líkast til ekki þær síðustu.
Vegna skynsamrar hagstjórnar síðustu ára er möguleiki að
bregðast við ef og þegar nauðsyn krefur. Það eru ekki öll ríki
sem búa svo vel, en það gerum við sem betur fer.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Dýrmæt staða á erfiðum tímum
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Framkvæmdir við sam-göngumannvirki erustærsti einstaki liðurinn ísérstöku 15 milljarða átaki
ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn
samdrætti í hagkerfinu í kjölfar
heimsfaraldurs kórónuveiru. Þings-
ályktunartillaga um þessar aðgerðir
hefur verið lögð fram á Alþingi og var
tekin til umræðu í gær.
Með átakinu er gert ráð fyrir því
að á þessu ári renni 200 milljónir
króna í framkvæmdir vegna stækk-
unar Grensásdeildar Landspítalans.
Áætlaður heildarkostnaður vegna
viðbyggingarinnar er um 1,6 millj-
arðar sem áformað er að fjármagna
að fullu á næstu þremur árum.
Áformað er að byggja nýja hjúkr-
unardeild á Húsavík sem kemur í
stað eldri byggingar á lóðinni og eru
200 milljónir áætlaðar í verkefnið.
100 milljónum verður varið til
áfangaheimilis fyrir þolendur heim-
ilisofbeldis og 100 milljónum í bygg-
ingu sérhæfðs húsnæðis vegna vist-
unar á einstaklingum 18 ára og eldri
sem þurfa öryggisvistun. 100 millj-
ónir eru áætlaðar vegna byggingar
flugskýlis fyrir Landhelgisgæsluna á
Reykjavíkurflugvelli sem nýtt verður
undir þyrlur.
Menning í samkomubanni
Rannsóknir, nýsköpun og skap-
andi greinar fá 1.750 milljónir. Meðal
annars er um að ræða styrkveitingar
til menningar- og listaverkefna fyrir
almenning og eiga 750 milljónir að
fara til þess verkefnis. Þannig verði
komið til móts við samkomubann með
því að landsmenn fái notið menningar
og lista með nýstárlegum hætti.
Einnig á að styðja við íþróttastarf.
Alls fara rúmlega 6,2 milljarðar í
samgöngumannvirki eða 41% af
heildarupphæðinni. Verja á 1.860
milljónum í margvíslegar vegabætur
og hönnun til viðbótar við gildandi
fjárveitingar. Nefna má hönnun og
undirbúning annars vegar vegna
breikkunar Reykjanesbrautar frá
Fjarðarhrauni að Mjódd og hins-
vegar vegna útfærslu Breiðholts-
brautar frá Jaðarseli að Suðurlands-
vegi. Fleiri verkefni á að ráðast í á
höfuborgarsvæðinu, en einnig er að
finna á listanum framkvæmdir við
Krýsuvíkurveg, Snæfellsnesveg um
Skógarströnd og Þverárfjallsveg svo
dæmi séu tekin.
Þá á að setja milljarð í fram-
kvæmdir vegna tengivega og annar
milljarður fer í ýmsar aðgerðir í við-
haldi á vegum.
Breikkað og dýpkað
Breikka á einbreiðar brýr fyrir
700 milljónir og eru þær yfir Gilsá á
Völlum, Botnsá í Tálknafirði, Bjarna-
dalsá í Önundarfirði, Núpsvötn,
Stóru-Laxá á Skeiða- og Hruna-
mannavegi, Skjálfandafljót hjá Foss-
hóli við Goðafoss og í Köldukvíslargili
á Norðausturvegi. 200 milljónum á að
verja í hringtorg við Landvegamót, á
Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Fram-
kvæma á fyrir alls 550 milljónir á og
við flugvellina á Akureyri og Egils-
stöðum, eins og greint hefur verið frá.
Í hafnarframkvæmdir eiga að fara
750 milljónir, m.a. til dýpkunar í
Sandgerði, Ólafsvík, Þorlákshöfn,
Þórshöfn og Súðavík og landfylling á
Bíldudal er meðal verkefna.
Rúmlega tveir milljarðar sam-
tals fara í viðhald og endurbætur fast-
eigna. Meðal annars á að ráðast í við-
hald á húsnæði Verkmenntaskólans á
Akureyri, Tækniskólans á Skóla-
vörðuholti, Fjölbrautaskóla Vestur-
lands, Framhaldsskólans á Húsavík,
Menntaskólans við Hamrahlíð og
Menntaskólans á Laugarvatni.
Vinna á að endurbótum á
Gljúfrasteini, Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg og Landbúnaðarhá-
skólanum að Reykjum í Ölfusi.
Fjölmörg verkefni
í 15 milljarða átaki
Sérstakt tímabundið fjárfestingarátak
Verkefni í fjáraukalögum 2020 til að vinna gegn samdrætti í hagkerfi nu
Verkefnafl okkar Milljónir kr. %
Samgöngumannvirki 6.210 41%
Viðhald og endurbætur
fasteigna 2.008 13%
Rannsóknir, nýsköpun
og skapandi greinar 1.750 12%
Önnur innviðaverkefni 1.617 11%
Verkefnafl okkar Milljónir kr. %
Orkuskipti, grænar
lausnir og umhverfi smál 1.365 9%
Stafrænt Ísland og upp-
lýsingatækniverkefni 1.350 9%
Nýbyggingar og meiri-
háttar endurbætur 700 5%
15.000 milljónir kr. alls Heimild: Stjórnarráðið. Mynd: Wikimedia.
Milljónir í aðgerðir
» 592 Verkefni tengd óveðri
í vetur, m.a. að flýta verk-
efnum, efla viðbrögð, kaupa
búnað og auka vöktun nátt-
úruvár.
» 500 Orkuskipti í sam-
göngum og átak í bindingu kol-
efnis.
» 500 Verkefni við endur-
nýjun upplýsingatæknikerfa og
eflingu tækniinnviða.
» 500 Stafrænt Ísland,
verkefni til að til að hraða enn
stafvæðingu opinberrar þjón-
ustu í samstarfi við stofnanir.
» 300 Aðstaða á vegum
þjóðgarða.
» 200 Fráveitumál, upp-
bygging hjá sveitarfélögum.
» 200 Aukin framlög til
Framkvæmdasjóðs ferða-
mannastaða.
» 350 Ofanflóðavarnir á
Patreksfirði, Eskifirði og í Nes-
kaupstað.
» 800 Efla á Rannsóknasjóð
og Innviðasjóð og auka fram-
lög í Tækniþróunarsjóð.