Morgunblaðið - 27.03.2020, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum
frá CASÖ í Danmörku
2009 setti þáverandi
sjávarútvegsráðherra
reglugerð nr. 489/2009
um vinnslu og heil-
brigðiseftirlit með
hvalaafurðum.
Í 10. gr. reglugerð-
arinnar segir m.a. þetta:
„Hvalskurður skal haf-
inn um leið og hvalurinn
er kominn á land, á þar
til gerðum yfirbyggðum
skurðarfleti.“
Hvalskurður á, skv. þessu, að fara
fram í yfirbyggðu lokuðu rými til að
tryggja hreinlæti við verkun, gæða-
öryggi og hollustu afurðarinnar. Er
hér auðvitað hugsað til alls konar
meindýra og fugla sem ekki verða
hamin á opnu svæði undir beru lofti.
Þó að reglugerðin hafi tekið gildi 1.
júní 2010 fór Hvalur hf. aldrei eftir
henni heldur skar fyrirtækið sína
drepnu hvali úti undir beru lofti án
þeirrar yfirbyggingar og þess mat-
vælaöryggis sem reglugerðin krafð-
ist.
Í baráttu okkar
Jarðarvina gegn hval-
veiðum og meintri
tengdri spillingu kærð-
um við þetta lögbrot
Hvals hf. til ríkis-
saksóknara 8. ágúst
2018. Sendi ríkissak-
sóknari lögreglustjór-
anum á Vesturlandi
kæruna 13. ágúst 2018
til „viðeigandi með-
ferðar“.
Það lá ljóst fyrir frá
upphafi að Hvalur hf.
hafði aldrei farið eftir 10. grein
reglugerðar 489/2009 um yfir-
byggðan skurðarflöt enda óskaði
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals,
eftir því í tölvupósti til sjávarútvegs-
ráðherra 15. maí 2018 að ákvæðið og
krafan um yfirbyggingu yrðu felld
niður.
Það þurfti því ekki mikla rannsókn
til að fá skýrleika í og staðfestingu á
að Hvalur hf. hefði brotið reglugerð
nr. 489/2009 árum saman en brot við
reglugerðinni vörðuðu allt að tveggja
ára fangelsi.
21. desember 2018 kemur fyrsta
afstaða lögreglustjóra í þessu máli
þar sem vísað er til þess að Matvæla-
stofnun (MAST) hafi eftirlit með
vinnslu á langreyðarkjöti og að það
sé ekki hlutverk lögreglu að fylgjast
með því.
Lýkur þessari afstöðu lögreglu-
stjórans með þessum orðum sem
embættið átti síðan eftir að þurfa að
éta rækilega ofan í sig: „Ekkert er
talið hafa komið fram sem rökstyðji
að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað
af hálfu fyrirtækisins.“
18. janúar 2019 kærðu okkar lög-
menn þessa afstöðu lögreglustjórans
til ríkissaksóknara sem tók afstöðu
til kærunnar með afstöðuskjali 15.
apríl 2019. Ríkissaksóknari felldi þar
úr gildi ákvörðun lögreglustjórans
um að hætta rannsókninni og lagði
fyrir embættið að rannsaka málið
áfram.
18. júlí 2019 kemur svo ný afstaða
lögreglustjórans til málsins þar sem
m.a. er sagt að það sé mat MAST að
skortur á yfirbyggðum skurðarfleti
sé ekki alvarlegt frávik og um leið til-
kynnir lögreglustjórinn aftur að
rannsókn hafi verið hætt.
Hér virðist hafa gleymst hjá lög-
reglustjóra að MAST á að sjá til þess
að lögum og reglugerðum sé fram-
fylgt en ekki meta þau, sérstaklega
ekki þegar langvarandi lögbrot er í
gangi sem aðeins var mögulegt
vegna vanrækslu MAST sjálfrar.
Aftur kærðum við þessa niðurfell-
ingu lögreglustjórans á rannsókninni
til ríkissaksóknara 16. ágúst 2019.
Hinn 15. nóvember 2019 tók ríkis-
saksóknari svo afstöðu til málsins.
Segir m.a. þetta í afstöðuskjalinu:
„ ... er að áliti ríkissaksóknara uppi
grunur um refsiverða háttsemi af
hálfu kærða“. Enn fremur: „Er hin
kærða ákvörðun [lögreglustjórans]
því felld úr gildi og lagt fyrir lög-
reglustjórann á Vesturlandi að ljúka
rannsókn málsins ...“
Þessi röggsamlega og einarða af-
staða ríkissaksóknara, sem embættið
á heiður skilið fyrir, leiddi loks til
þess að lögreglustjóri skrifaði aðilum
málsins bréf hinn 20. janúar 2020 þar
sem kært brot Hvals var viðurkennt
með þessum orðum:
„Ákæruvaldið telur að Hvalur hf.
hafi með háttsemi sinni brotið gegn
þágildandi ákvæði 2. mgr. 10. greinar
regulgerðar nr. 489/2009.“
Jafnframt tilkynnir lögreglustjóri
þó okkur og okkar lögmönnum til
furðu og hneykslunar að embættið
hafi ákveðið að falla frá saksókn á
hendur Hval hf. með tilvísan í 146.
gr. sakamálalaga, sem á við ef brot er
smávægilegt eða almannahagsmunir
krefjast ekki málshöfðunar.
Fyrir okkur var þessi ákvörðun
lögreglustjóra eins og húmorlaus
brandari; sú iðja að verka 426 lang-
reyðar, 25.000 tonn af hval, með ólög-
legum hætti um langt árabil brot
sem gat varðað allt að tveggja ára
fangelsi átti að vera „smávægilegt
brot“!
Og eru það ekki einmitt almanna-
hagsmunir og skylda stjórnvalda
gagnvart almenningi að ákært sé
fyrir algjört virðingarleysi við reglur
og lög, lítilsvirðingu við stjórnvöld og
umfangsmikla brotastarfsemi af full-
um ásetningi?
Ættu sökunautar kannski að fá
silkihanskameðferð af því að þeir eru
efnaðir vel og áhrifamiklir þjóð-
félagsþegnar; telja sig stórbokka?
Enn þurftum við að kæra niður-
stöðu lögreglustjóra til ríkissaksókn-
ara. Kröfðumst við þess að ákært
yrði eins og efni stóðu til. Var það
okkar þriðja kæra vegna vinnu-
bragða og framferðis lögreglustjór-
ans en við teljum þessi vinnubrögð
vilhöll sakborningi og óviðunandi. –
Bíðum við nú viðbragða ríkissak-
sóknara.
Því miður er þetta þó ekki eina
kærumálið þar sem okkur virðist lög-
reglustjórinn á Vesturlandi vera
hallur undir Hval hf.
Skv. 5. gr. leyfis til langreyðar-
veiða 2014-2018 ber skipstjóra að
halda yfir veiðar dagbók sem af-
henda skal Fiskistofu í lok hverrar
vertíðar. Þessar dagbækur eiga að
sýna 16 mismunandi atriði dag
hvern, m.a. fjölda sprengiskutla sem
skotið er, hversu margir hæfa lang-
reyði, tímasetningu og staðsetningu
þegar dýr eru hæfð og fjölda skutl-
aðra langreyða sem tapast (sleppa
særðar frá veiðiskipi).
Er leyfið byggt á lögum nr. 26/
1949 en þar segir að brot varði upp-
töku á veiðitækjum, byssum, skot-
línu, skutlum og skotfærum, svo og
öllum afla skipsins, auk fangelsis í
allt að sex mánuði þegar sakir eru
miklar.
Eftirgrennslan lögmanna okkar
við Fiskistofu í mars 2019 leiddi í ljós
að Hvalur hafði, þrátt fyrir þetta
skýra ákvæði og skilyrði fyrir veiði-
leyfi, engum dagbókum skilað. Og
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fiski-
stofu tókst ekki að slíta þær út úr
Hval hf. Staðfesti Fiskistofan
óbreytt ástand í síðustu viku. Ein-
hverju virðist fyrirtækið hafa haft að
leyna.
Kærðum við þetta lögbrot Hvals
hf. til ríkissaksóknara 6. mars 2019
og framsendi ríkissaksóknari kær-
una til lögreglustjórans með fyrir-
mælum um rannsókn 15. apríl 2019.
Hér er líka um sáraeinfalt mál að
ræða; annaðhvort skilaði Hvalur hf.
dagbókunum eða ekki. Einföld rann-
sókn. En hún er nú búin að standa
yfir í ellefu mánuði. Einhverjir hefðu
kallað þetta rannsóknarveigrun.
Spurður um stöðu þessarar rann-
sóknar svaraði lögreglustjóri 23. jan-
úar sl.: „Málið er á lokastigum.“ Síð-
an eru liðnar sex vikur og enn hefur
ekkert heyrst. Hvað skyldi tefja?
Það er von að rannsóknin sé flókin.
Dagbókunum hefur ekki verið skilað.
Ekki skyldi vera að embættið væri
að reyna að humma rannsóknar-
niðurstöður fram af sér?
Er lögreglustjóri Vesturlands hallur undir Hval hf.?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Að verka 426 lang-
reyðar, 25.000 tonn
af hvalkjöti með ólög-
legum hætti sem gat
varðað allt að tveggja
ára fangelsi átti að vera
„smávægilegt brot“!
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
Aldrei, jafnvel í
draumum, hefði varla
nokkur í nútímanum
trúað að verða sam-
ferða honum Palla
litla. Þið eruð alein i
heiminum, t.d. á göt-
um Ítalíu eða Spánar.
Varla mannveru að sjá
á torgum sem sífellt
iða af mannlífi, þar til
nú. En viðbrögðin
auka satt að segja trú manns á
mannkyninu. Jafnvel þótt afneitun
og þöggun Kínverja á allra fyrstu
stigum hafi orðið dýrkeypt. Hugs-
anlega skipti aðgerðalaus hálfur
mánuður þar sköpum varðandi út-
breiðslu til annarra landa. En slíkt
munum við aldrei vita.
Stjórnvöld áttu val. Velferð og
heilsu íbúanna eða áraun á hagkerfi
heimsins. Yfirgnæfandi meirihluti
hluti valdi líf og heilsu. Ástæðan
skiljanlega að hluta álagsfræði
varðandi sjúkrastofnanir. Öll rót-
tæk viðbrögð í svona illlæknandi
stríðum verða samt eitthvað um-
deild. Alltaf.
Gríðarlegt peningaveltufall í hag-
kerfum flestra landa nú er hins
vegar afleiðing og nánast framandi
efnahagsleg staðreynd. Jafnvel
heimsstyrjaldir voru að ákveðnu
marki „atvinnuskapandi“. Víða her-
gagnaiðnaður margfaldaður og
veitingageirinn lifði allt slíkt af,
ólíkt ástandi nú. Það væri t.d. ósk-
hyggja að halda heimsfaraldur sem
þennan ekki hafa áhrif á gjald-
miðla, gildir þá einu hvort hann
heitir dollari, evra eða króna.
Eiginlega allt slíku tengt á eftir að
koma í ljós. Hugtakið matvæla-
öryggi hverrar þjóðar verður hins
vegar flestum ljóslif-
andi.
En hér er algjörlega
sammannleg reynsla.
Stefnir í að yfir línuna
hafi allir sömu sögu að
segja. Varla nokkurn
tímann gerst áður. Öll
lönd, stór sem smá,
varnarlaus. Varnarlaus
vegna þess að lækning
á svæsnustu tilfellum
er á þessum tímapunkti
hvergi til.
Farsóttir hafa til þessa dags ekki
endilega aukið frið og samlyndi í
heiminum, en nú er spurning. Þessi
sameiginlega reynsla, kringum jarð-
arkringluna, er einstakt fyrirbæri á
síðari tímum. Hvenær sem þú í
framtíðinni hittir Kínverja, Ítala eða
Breta munuð þið hafa eina af
stærstu upplifunum lífsins sam-
eiginlega. Rétt eins og þegar Sunn-
lendingar ræða stóru jarðskjálftana
sem skóku héraðið fyrir nokkrum
árum sín á milli. Allir hafa sameigin-
lega reynslu. Sem, þrátt fyrir ógn
og hamfarir í atvinnu og efnahag
heimshagkerfa þessi misserin, sam-
einar á vissan hátt.
Eftir Valdimar
Guðjónsson
Valdimar Guðjónsson
Höfundur er kúabóndi á bænum
Gaulverjabæ.
gaulverji1@outlook.com
Stöndum öll eins
» Gríðarlegt peninga-
veltufall í hagkerf-
um flestra landa nú er
hins vegar afleiðing og
nánast framandi efna-
hagsleg staðreynd.