Morgunblaðið - 27.03.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 27.03.2020, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2019/2020 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 676, 4. júlí 2019 Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 252/2020 í Stjórnartíðindum Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðarkvóta til fiskiskipa fyrir: Vesturbyggð (Bíldudalur og Brjánslækur) Blönduósbær Sveitafélagið Skagafjörður (Sauðárkrókur og Hofsós) Grýtubakkahreppur (Grenivík) Langanesbyggð (Bakkafjörður og Þórshöfn) Sveitafélagið Hornafjörður ATH. Umsóknum skal skila í gegnum rafræna umsóknargátt, einnig skal skila staðfestingu um vinnslusamning sem viðhengi í umsóknargáttina á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is). Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2020 Fiskistofa, 26.03.2020 Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Við bíðum af okkur samkomubannið og vírusinn og hittumst hress aftur þegar grænka tekur og blómstur verður í túni. Guð blessi ykkur öll, kærleikskveðja Hólmfríður djákni. GarðabæR Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti, íþróttahús- inu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið. Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið. Gjábakki Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Korpúlfar Allt félagsstarf Korpúlfa fellur niður þess vikuna vegna kórónuveirufaraldurs, nema gönguhópur Korpúlfa sem kl. 10 mánu- daga gengur frá Grafarvogskirkju og Borgum, einnig kl. 10 miðviku- daga og föstudaga er gengið frá Borgum, en virða þarf fjarlægð milli göngumanna. Egilshöll hefur verið lokað. Höldum áfram að passa vel upp á hvert annað og takk fyrir kærleikann. Sími í Borgum er 517- 7056/ 517055. Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Seltjarnarnes Allt félags og tómstundastarf hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi liggur niðri vegna COID19. Hvetjum alla til að huga að bæði hreyfingu og næringu. Hægt er að vera í sambandi á fb síðunni eldri borgarar á Seltjarnarnesi með ábendingar eða afla upplýsinga. Einnig má hringja í Kristínu í síma 8939800 eða senda póst á kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðinn tíma vegna covid-19 smits innanlands. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Málarar. Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, mjög sangjarnir í verðum. Upplýsingar í síma 782-4540 eða loggildurmalari@gmail.com Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Bílar Ford Transit Custom 4/2017 Ekinn aðeins 28 þ. Km. Einn eigandi og gott viðhald. Lítur mjög vel út. Verð: 2.990 þús án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Smá- og raðauglýsingar Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is ✝ Ingi SteinarrGuðbrandsson fæddist 23. ágúst 1942 í Finnboga- húsum í Reykjavík. Hann lést á Hrafn- istu í Boðaþingi 16. mars 2020. For- eldrar Inga voru dr. Guðbrandur Jónsson prófessor, f. 30. september 1888, og Sigríður Bjarnadóttir, húsmóðir og saumakona, f. 23. janúar 1911. Ingi var yngstur af fjórum al- bræðrum. Bræður hans eru Jón, dýralæknir á Selfossi, f. 19. mars maí 1976. Þau eiga tvær dætur: Sóldísi Lilju, f. 14. desember 2003, og Glódísi Heru, f. 16. febrúar 2009. Ingi lauk meistaraprófi í vél- virkjun 11. nóvember 1964. Starfaði síðan við vélvirkjun og vann meðal annars við byggingu Kröfluvirkjunar í nokkur ár. Hann hóf síðan störf sem vakt- maður á Landspítalanum við Hringbraut og vann þar uns hann fór á eftirlaun. Útför Inga fer fram í Selja- kirkju í dag, 27. mars 2020, klukkan 13. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Kópavogi. Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu verður athöfninni streymt beint á facebooksíðu Seljakirkju og engin erfidrykkja verður haldin, en við þökkum öllum þeim sem fylgjast með at- höfninni og verða með okkur í anda. 1929; Bjarni, pípu- lagningameistari, f. 17. nóvember 1932; og Logi, hrl., f. 29. september 1937. Ingi átti eina hálf- systur, Ragnheiði Guðbrandsdóttur, f. 5. desember 1912. Eiginkona Inga er Theodóra Hilm- arsdóttir skrif- stofumaður, f. 16.1. 1943. Þau eignuðust eina dóttur, Hildi Elísabetu snyrtifræði- meistara, f. 8. ágúst 1975. Eigin- maður hennar er Árni Þór Er- lendsson kerfisfræðingur, f. 15. Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur og búinn að fá hvíld frá þínum sjúkdómi. Orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín mikið. En ég hugga mig við það að þér líður vel núna. Minningarnar sem koma upp í hugann eru ótelj- andi og allar góðar. Frá því ég var lítil stelpa að vesenast með þér í bílskúrnum. Þú tryggðir það að ég kynni að skipta um dekk og athuga olíuna og gæti notað startkapla. Mér fannst þú geta gert allt og þú gast gert allt hvort sem það var að byggja hús, gera við bíla eða hjálpa mér við heimanámið. Lýsingin þúsundþjalasmiður átti svo sannarlega við þig. Þú grúskaðir ýmislegt en þín eftirlætisáhugamál voru skot- fimin og flugmódelin. Þessu var mikið sinnt og mikið rætt. Þú hafðir mikinn áhuga á flugeðlis- fræði alla tíð og varst mjög vel að þér í henni. Þið Hannes eydduð óteljandi stundum sam- an í skotfiminni á skotæfinga- svæðinu, við hleðslu, viðhald og rökræður um tæknilegu hliðina. Þá var sporðrennt miklu magni af matarkexi og mikið kaffi drukkið með. Sem barn fór ég mikið með þér á Sandskeið að fljúga flugmódelunum og á sko- tæfingasvæðið þegar þið voruð að æfa ykkur. Mikið fannst mér það skemmtilegt. Frá því ég var ungbarn í vagni kysstir þú alltaf á mér nefið því mér var alltaf svo kalt. Það breyttist ekkert eftir að ég fullorðnaðist því mér var alltaf kalt og þá sérstaklega á nefinu og þú heilsaðir mér alltaf með því að kyssa mig á nefið. Þótt ég sé komin yfir fertugt. Nokkrar af mínum bestu minningum eru um það þegar að þú last fyrir mig á kvöldin. Þú last fyrir mig bókmennta- perlur eins og Jóa og félaga, Ævintýrabækurnar og Fimm- bækurnar. Þú varst einstaklega sterkur og góður maður og alger klett- ur í mínu lífi, ég gat alltaf leitað til þín með öll mín vandamál og svo gafstu langsamlega bestu knúsin. Traustari mann var ekki hægt að finna. Dásamlegi hláturinn þinn mun óma í hjarta mér og huga um ókomna tíð. Hafðu ekki áhyggjur af mömmu, við munum passa hana. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisinn, einlægur og „hlý“. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku pabbi minn, ég kveð þig í bili þar til við hittumst aft- ur. Hildur Elísabet (Rellan þín). Ingi Steinarr Guðbrandsson Mig langar með þessari síðbúnu grein að minnast, með nokkrum orð- um, vinar og vinnufélaga Frið- riks Jóhanns Stefánssonar sem lést þann 8. janúar síðastliðinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman í september 1974, þegar ég hóf störf hjá tæknideild Ríkisút- varpsins, sem þá var á Skúlagötu 4. Hann hafði fáum árum fyrr verið ráðinn til starfa sem leik- hljóðameistari við leikritahljóð- ritanir Útvarsins. Það þurfti ekki löng kynni til að átta sig á hvað Friðrik var mikið snyrtimenni og sérlega vandaður fagmaður. Tveimur árum síðar, þegar við vorum farnir að vinna hlið við hlið Friðrik Jóhann Stefánsson ✝ Friðrik JóhannStefánsson fæddist 9. desem- ber 1927. Hann lést 8. janúar 2020. Útför Friðriks fór fram 17. janúar 2020. í leikritaupptökun- um, höfðu fjöl- breyttari tónar komið í ljós í fari Friðriks. Hann var afar kurteis, en alls ekki skaplaus og lá sjaldnast á skoðun- um sínum. Það voru líka fleiri taktar sem mótuðu myndina af þeim skemmtilega grallara og sjentilmanni sem Friðrik var. Fyrir utan þráláta bíladellu og gleðina að komast, með Þóru sinni, í fallega bústaðinn í Fljóts- hlíðinni, var hann mikill áhuga- maður um badminton. Það voru fáir tæknimenn útvarps sem sluppu við að munstra sig í „baddó“ inn í TBR-hús. Þangað mætti Friðrik með sitt breiða bros og slípaði liðið til. Það kom fljótlega í ljós, að þrátt fyrir tölu- verðan aldursmun kennarans og nemendanna, höfðu ormarnir ekki roð við karlinum. Hann fór sjaldnast úr yfirhöfn og hreyfði sig varla meðan hann sendi mót- spilarana horna á milli og gilti þá einu hvort við vorum tveir eða þrír að spila á móti honum. Ég veit að margir fyrrverandi og nú- verandi tæknimenn spila bad- minton enn þann dag í dag, sér til heilsubótar og ánægju og halda þar með uppi baddó-merki Frið- riks. Það er ekki hægt að minnast Friðriks Stefánssonar án þess að nefna „stríðnispúkann“ Friðrik, – þar fór hann á kostum. Enginn vinnufélagi slapp við grallara- skap með hurðasprengjur eða símtöl, þar sem Friðrik hringdi í félagana, algerlega pollrólegur og þóttist vera frá tollinum eða lögreglunni og rukkaði menn um einhver gjöld eða krafðist þess, ábúðarfullur, að menn keyptu sérstakar yfirbreiðslur yfir ljótar eða óhreinar bifreiðar sínar. Og allir gengum við í gildruna. Ég sakna Friðriks, sakna glað- værðarinnar og samvinnustunda okkar í litla leiklistarstúdíóinu á Skúlagötunni, Þegar fullur gang- ur var í leikritaupptökum í út- varpi allra landsmanna og stund- um þrjú í vinnslu í einu. Þá kemur í hugann samheldni og galgopaskapur hjá þéttum hópi tæknimanna útvarps, þar var Friðrik hrókur alls fagnaðar. Ljúfar minningar eru um sam- verustundir okkar í Noregi, þeg- ar Friðrik og Þóra heimsóttu okkur hjónin þangað. Ógleymanlegar eru líka leik- ritaupptökuferðir okkar félag- anna út á land. Þar standa upp úr minningar um magnaðar ferðir á Sauðár- krók með Gísla Halldórssyni leik- stjóra. Innilegar samúðarkveðjur, frá okkur hjónum, til ættingja og aðstandenda Friðriks, með þökk fyrir allt. Hreinn Valdimars- son og Heiða Björk Rúnarsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.