Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
BÍLASTÆÐALAUSNIR
Kantsteinarnir Langhólmi og Borgarhólmi
einfalda merkingu bílastæða
og afmörkun akstursleiða
85 ára Guðmundur er
fæddur á Akranesi og
ólst þar upp en býr í
Vestmannaeyjum.
Hann er vélstjóri að
mennt og var vélstjóri
og útgerðarmaður í
Eyjum. Síðustu árin var
hann vélstjóri á Baldri VE-24.
Maki: Margrét Ólafdóttir, f. 1939, hús-
móðir.
Dætur: Þórhildur, f. 1959, Jóna Björg, f.
1965, Sigríður, f. 1967, og Hrefna Valdís,
f. 1968. Barnabörnin eru átta.
Foreldrar: Valdimar Guðmundsson, f.
1900, d. 1946, verkamaður á Akranesi,
og Hrefna Guðjónsdóttir, f. 1903, d.
1982, húsmóðir á Akranesi.
Guðmundur
Valdimarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Óskhyggja getur verið upphaf veg-
ferðar ef maður leyfir sér að tala upphátt.
Næstu daga munu margar af óskum þínum
rætast.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur tekið tímann sinn að vinna
aðra á sitt band. Endurskoðaðu vinnulag
þitt og finndu aðferð sem skilar þér árangri.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft virkilega á einveru að
halda svo að þú getir fullkomnað ætlunar-
verk þitt. Spurðu sjálfa/n þig að því hverju
þú þurfir að breyta og hvað aðrir þurfa að
gera til að vera áfram í lífi þínu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samverustundir með fjölskyldunni
verða einkar mikilvægar næstu daga. Þú
uppgötvar nýja hlið á sjálfum/sjálfri þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Allt sem viðkemur keppnisíþróttum,
fjármálaviðskiptum og listum gengur að
óskum. Þér ætti að takast að uppfylla
væntingar yfirmanns þíns ef þú setur í flug-
gírinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt auðvelt með að sleppa
skemmtunum og einbeita þér að verk-
efnum sem skipta mestu máli í þínu lífi
þessa dagana. Einhver daðrar við þig eins
og enginn sé morgundagurinn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú átt þér draum og trúir nógu mik-
ið á hann rætist hann einn góðan veðurdag.
Minningar koma upp á yfirborðið sem láta
þér líða enn betur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fátt er betra en góðir vinir en
farðu varlega í að ráðleggja þeim í við-
kvæmum málum. Þú hittir manneskju sem
heillar þig upp úr skónum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ykkur er nauðsynlegt að halda
ykkur til hlés um sinn til að íhuga ykkar
gang og endurnýja orkuna. Þér leiðist til-
breytingaleysi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Óumbeðnu áliti þínu verður ekki
vel tekið. Reyndu að yfirstíga ótta sem hef-
ur haldið aftur af þér allt of lengi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mundu að grasið er ekki grænna
hinum megin girðingar. Hristu af þér slenið
og farðu í göngutúr. Vorið er að koma.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Passaðu að samningar séu skriflegir
og skuldbindingar opinberar. Gleymdu ekki
að vera til staðar og aðstoða vini þína.
„Eftir erilsaman vinnudag er
nauðsynlegt að komast út og hreyfa
sig. Ég hef alltaf haft áhuga á útivist
og hreyfingu. Ég syndi til að halda
mér í formi, sund er allt í senn, hreyf-
ing, útivera og núvitund. Svo rækta
ég mitt eigið grænmeti og geri eitt-
hvað skemmtilegt og uppbyggjandi
svo til Akureyrar og þar fæddust tvö
yngri börnin.“
Á uppvaxtarárunum vann Guðrún
við sveitastörf og fiskvinnslu. „Ég
hef alltaf unnið með námi og það hafa
verið fjölbreytt störf, t.d. afgreiðslu-
störf, þrif, á bókasafni og í Þjónustu-
miðstöð bókasafna. Mér hefur alltaf
fundist gaman að vinna og man ekki
eftir að hafa verið í leiðinlegu starfi.“
Guðrún hóf störf hjá RHA, Rann-
sóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
í ársbyrjun 2006 og sem forstöðu-
maður frá janúar 2008. „Ég er í fjöl-
breyttu, skemmtilegu en jafnframt
krefjandi starfi. Við stundum fjöl-
breyttar rannsóknir ekki síst á sviði
byggða-, samfélags- og norðurslóða-
mála. Það er gott að vinna í Háskól-
anum á Akureyri með samhentu og
metnaðarfullu fólki.“ Guðrún var
jafnframt framkvæmdastjóri skrif-
stofu Rannsóknarþings norðursins
frá 2007-2017 og sat í stjórn Rann-
sóknamiðstöðvar ferðamála frá 2008-
2017. Hún hefur verið félagi í Zonta-
klúbbi Akureyrar frá 2008 og setið í
stjórn klúbbsins hvort tveggja sem
gjaldkeri og formaður. Þá er hún í
stjórn sundfélagsins Óðins.
G
uðrún Rósa Þórsteins-
dóttir fæddist á föstu-
daginn langa, þann 27.
mars árið 1970, á Akur-
eyri. Fyrstu tvö æviár
hennar bjó fjölskyldan á Garðsá í
Öngulsstaðahreppi en flutti árið 1972
á Bárðartjörn í Grýtubakkahreppi.
Guðrún gekk í grunnskólann á
Grenivík en að grunnskóla loknum
fór hún í Verkmenntaskólann á
Akureyri og lauk þaðan stúdents-
prófi af hagfræðibraut vorið 1990. Þá
lá leiðin suður til Reykjavíkur þar
sem Guðrún hóf nám við Háskóla Ís-
lands. Hún lauk BA-prófi í bóka-
safns- og upplýsingafræði með sagn-
fræði sem aukagrein vorið 1993 og
kennslufræði til kennsluréttinda frá
sama skóla vorið 1994. Um vorið tók
hún að sér afleysingu á bókasafni
Sjómannaskólans og starfaði þar
fram að áramótum.
„Í janúar 1995 elti ég Ragnar
manninn minn til Gautaborgar í Sví-
þjóð en hann hafði hafið framhalds-
nám í eðlisfræði við Chalmers haust-
ið 1994 og ég ákvað að bíða með að
fara út og sjá hvort hann kæmist í
gegnum klásus sem hann auðvitað
gerði. Við tók leit að vinnu og innan
2ja mánaða, sem mér fannst heil ei-
lífð þá, var ég komin með vinnu í Há-
skólanum í Gautaborg við að aðstoða
við rannsóknir. Þetta starf var svo
kveikjan að því að fara í frekara
nám.“
Árið 1997 lauk Guðrún meistara-
námi í bókasafns- og upplýsinga-
fræði frá Háskólanum í Borås og svo
doktorsnámi frá Háskólanum í
Gautaborg árið 2005. Rannsóknin
fjallaði um það hvernig fjarnemar í
meistaranámi leituðu sér upplýsinga
í sínu námi. Guðrún var annar Ís-
lendingurinn til þess að ljúka dokt-
orsnámi í bókasafns- og upplýsinga-
fræði á eftir dr. Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur. „Námsárin í Svíþjóð
voru frábær og mér líkaði einkar vel
að búa í Svíþjóð. Við bjuggum á
þremur stöðum, í Gautaborg, í Borås
og svo í Lundi þar sem Ragnar
stundaði doktorsnám. Á náms-
árunum eignuðumst við tvo syni.
Eftir heimkomuna bjuggum við
stutta stund í Reykjavík en fluttum
með börnunum mínum.“ Sameigin-
legt áhugamál fjölskyldunnar eru
ferðalög. „Þar stendur upp úr þegar
við fluttum til Taupo á Nýja-Sjálandi
og dvöldum þar í um eitt og hálft ár.
Ragnari var boðin tímabundin vinna
og við drifum okkur öll fjölskyldan.
Krakkarnir fóru í skóla og ég gerðist
sjálfboðaliði í skólanum þeirra. Við
ferðumst mikið, fórum m.a. til
Ástralíu og talsvert um Norður-
eyjuna. Þetta var frábær tími.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðrúnar er Ragnar
K. Ásmundsson, f. 31.3. 1970, fram-
kvæmdastjóri Varmalausna. Þau eru
búsett á Akureyri. Foreldrar hans
eru hjónin Ragnheiður Kjærnested,
f. 20.6. 1947, fv. forstöðumaður fag-
bókasafns Sjúkrahússins á Akureyri
og Ásmundur Jónsson f. 7.3. 1940 fv.
enskukennari við Menntaskólann á
Akureyri. Þau eru búsett á Akureyri.
Börn Guðrúnar og Ragnars eru: 1)
Ásmundur Smári, f. 30.5. 1999, nemi í
efnafræði við Háskólann í Stokk-
hólmi, unnusta hans er Kolbrún Ósk
Jóhannsdóttir, nemi í hjúkrunar-
fræði við Karolinska Institutet í
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar HA – 50 ára
Fjölskyldan Stödd í Lystigarði Akureyrar síðastliðið sumar í tilefni af því að elsti sonurinn varð stúdent frá MA.
Talið frá vinstri: Guðrún, Elín Rósa, Ásmundur, Magni, Þórsteinn og Ragnar.
Stundar fjölbreyttar rannsóknir
Hjónin Á ferðalagi um Coromandel-
skagann á Nýja Sjálandi.
40 ára Jóhannes er
Hafnfirðingur og hef-
ur alltaf búið í
Hafnarfirði. Hann er
viðskiptafræðingur að
mennt frá Háskól-
anum á Akureyri og
vinnur í tekjustýringu
hjá Icelandair.
Maki: Thelma Guðmundsdóttir, f. 1981,
mannauðsstjóri hjá Grey Line.
Börn: Guðmundur Óli, f. 2007, og
Kristín Lóa, f. 2012.
Foreldrar: Sigurbjörg Jóhannesdóttir, f.
1959, vinnur í Urriðaholtsskóla, og Ólaf-
ur Stephensen, f. 1954, vélvirki hjá Rio
Tinto Alcan. Þau eru búsett í Hafnar-
firði.
Jóhannes
Stephensen
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is