Morgunblaðið - 27.03.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.03.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020 Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar- fræðingur, rithöfundur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var beðinn um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilis- ins í samkomu- banninu. „Ein af fáum ánægjulegum af- leiðingum veiru- ástandsins er að hljómsveitir og óperuhús víða um heim hafa opnað fyrir ókeypis aðgang að eldri upptökum, svo tónlistarunn- endur eiga fullt í fangi með að fylgjast með öllu því sem þar er hægt að njóta. Ég losnaði nýlega úr sóttkví en meðan hún varði fóru allnokkrir dagar í hámhorf (og hámhlustun) á heimasíðu Berl- ínarfílharmóníunnar (digitalcon- certhall.com). Þar er hægt að nálg- ast ótal tónleika þeirrar frábæru sveitar, en líka áhugaverðar heim- ildarmyndir og viðtöl við einleik- ara og stjórnendur. Á næstunni ætla ég að venda mér í óperuheim- inn, en Metropolitan í New York streymir einni óperu á dag úr sínu safni (metopera.org) og sama gerir Staatsoper í Berlín (staatsoper- berlin.de). Á listanum hjá mér eru til dæmis Brúðkaup Fígarós eftir Mozart og Rósarriddarinn eftir Strauss. Ég á það til að kaupa fleiri bæk- ur en ég kemst yfir, en í samkomu- banni er tilvalið að rölta að bóka- skápnum og grípa bækur sem aldrei fyrr gafst tími til að lesa. Nú er ég að lesa bráðskemmtilega bók eftir Ian McEwan, Nutshell eða Hnotskurn eins og hún heitir í þýð- ingu Árna Óskarssonar, sögu um óvænt svik og morð með ýmsum skírskotunum í Hamlet Shake- speares. Unnendur píanótónlistar geta líka látið sig hlakka til, því í dag, 27. mars, kemur út hjá Deutsche Grammophon ný plata Víkings Heiðars Ólafssonar með verkum eftir Debussy og Rameau. Þetta er í einu orði sagt frábær útgáfa, og þeir sem vilja taka forskot á sæl- una geta skellt sér á YouTube þar sem finna má myndband Magnúsar Leifssonar með leik Víkings, tekið upp á Gljúfrasteini fyrr í vetur. Þar spilar Víkingur eigin píanóút- setningu á yndisfögrum og róandi óperukafla eftir Rameau, sem er einmitt það sem hugurinn þarfnast í hinu sérkennilega róti daganna um þessar mundir.“ Mælt með í samkomubanni Morgunblaðið/Eggert Frábær Árni Heimir bendir á að í dag, 27. mars, kemur út hjá Deutsche Grammophon ný plata Víkings Heiðars Ólafssonar með verkum eftir Debussy og Rameau. Árni Heimir segir það frábæra útgáfu. „Einmitt það sem hugurinn þarfnast“ Morgunblaðið/Hallur Már Hnotskurn Bók Ian McEwan, Nutshell, er bráðskemmtileg. Árni Heimir Ingólfsson Wolfgang Amadeus Mozart William Shakespeare Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við búum að því að hafa í gegnum tíðina reglulega boðið upp á beint myndstreymi frá völdum tónleikum á vef hljómsveitarinnar til að sinna öllum þeim sem eiga ekki heiman- gengt á tónleika sveitarinnar, s.s. þeim sem búa á landsbyggðinni eða dvelja á hjúkrunarheimilum. Þar af leiðandi eigum við töluvert af upp- tökum sem við getum sett aftur í loftið núna,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en meðan á samkomubanninu stendur býður sveitin upp á reglulegar heim- sendingar til landsmanna. „Fimmtudagskvöld eru því áfram Sinfóníukvöld og verður völdum tón- leikum sjónvarpað í heild sinni á RÚV 2 og á vef hljómsveitarinnar, sinfonia.is. Auk þess verður upp- tökum reglulega útvarpað á Rás 1 á fimmtudagskvöldum kl. 19.30 á hefð- bundnum tónleikatíma hjómsveit- arinnar meðan á samkomubanni stendur,“ segir Lára Sóley, en fyrsta slíka útsendingin var í gærkvöldi þar sem boðið var upp á tónleika með Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleik- ara og Radovan Vlatkovic hornleik- ara undir stjórn Daníels Bjarnason- ar sem teknir voru upp í nóvember síðastliðinn í aðdraganda tónleika- ferðar sveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis. Á efnisskránni voru píanókonsertinn Processions eftir Daníel, hornkons- ert nr. 3 eftir W.A. Mozart, valdir þættir út Pétri Gaut eftir Edvard Grieg og sinfónía nr. 5 eftir Jean Sibelius. Í næstu viku hljómar, samkvæmt upp- lýsingum frá Láru Sóleyju, fiðlu- konsert Beethovens í flutningi Baibu Skride og hljómsveitarverk eftir Ravel undir stjórn Eivinds Aadland. Vikuna þar á eftir verða 70 ára afmælistónleikar hljómsveitarinnar frá 5. mars sl. fluttir á RÚV 2. Mikilvæg andleg næring „Vinsælar heimsendingar Sinfóní- unnar á samfélagsmiðlum halda áfram,“ segir Lára Sóley og vísar þar til hugmyndar sem kviknaði á fyrsta degi samkomubanns. „Frá og með síðusta sunnudegi tekur hljóm- sveitin einnig þátt í beinu streymi í samvinnu við Hörpu og Íslensku óperuna sem nefnist Heima í Hörpu,“ segir Lára Sóley, en streymt verður flesta morgna kl. 11 á meðan samkomubann varir. „Við verðum með dagskrá alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Við ósk- uðum eftir hugmyndum frá hljóð- færaleikurunum sjálfum um verk til flutnings og fengum frábærar við- tökur,“ segir Lára Sóley og bendir á að aðeins verði boðið upp á kammer- verk sem krefjist fárra flytjenda hverju sinni, en fullmönnuð telur hljómsveitin 70-90 manns sem sitji fremur þétt á sviði Eldborgar. „Meðan samkomubannið ríkir er því ekki hægt að æfa með allri hljómsveitinni, en hljóðfæraleikarar þurfa eftir sem áður að halda sér við og geta nýtt tímann til að æfa verk sem fram undan eru á efnisskránni,“ segir Lára Sóley og tekur fram að það sé ekkert launungarmál að það felist ákveðin áskorun í því að takast á við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríki. „Okkar starf snýst að svo stórum hluta um áheyrendurna þannig að það er okkur mjög mikil- vægt að halda góðri tengingu við þá,“ segir Lára Sóley og bætir við að hún finni sterkt fyrir því hversu mikilvægar listirnar séu í núverandi ástandi. „Það felst svo mikil andleg næring í listum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tveggja metra bil Blásaraoktett úr Sinfóníuhljómsveit Íslands lék serenöðu í c-moll eftir W.A. Mozart í beinu streymi frá Hörpu á miðvikudag. Fylgjast má með streyminu á vef hljómsveitarinnar og Facebook-síðu Hörpu. Heimsending til landans Lára Sóley Jóhannsdóttir  Fimmtudagskvöld eru áfram Sinfóníukvöld  Auk þess boðið upp á kammermúsík í hádeginu þrjá daga vikunnar Breski leikarinn Patrick Stewart hóf í byrjun vikunnar að birta á Twitter upplestur sinn á sonnettum Williams Shakespeare. Samkvæmt frétt Time Out hóf Stewart lestur- inn á sonnettu 116 og voru viðtökur á Twitter svo góðar að hann til- kynnti daginn eftir að hann myndi lesa eina sonnettu skáldsins á dag þar til kórónuveirufaraldurinn væri genginn yfir. Á öðrum degi byrjaði hann því á byrjuninni og las fyrstu sonnettu skáldsins. Shakespeare samdi alls 154 sonnettur þannig að upplestur Stewart getur enst fram í miðjan ágúst. Við aðra færslu sína skrifar Stewart: „Þegar ég var barn á fimmta áratug síðustu aldar var móðir mín vön að skera niður ávexti fyrir mig (sem voru af skornum skammti) með þeim orðum að eitt epli á dag héldi lækninum fjarri. Hvernig líst ykk- ur orðatiltækið: Ein sonnetta á dag heldur lækn- inum fjarri?“ Stewart er vel kunnugur Shake- speare. Hann hóf feril sinn með því að leika hjá Royal Shakespeare Company á árunum 1966-1983 og fékk 1979 verðlaun kennd við Laurence Olivier fyrir bestan leik í auka- hlutverki í harmleiknum um Anton- íus og Kleópötru. Hann vann aftur til verðlaunanna árið 2008 fyrir túlkun sína á Kládíusi í Hamlet. Hann fór á kostum sem Makbeð í Gielgud-leikhúsinu í London 2007. Ein sonnetta á dag á kórónuveirutímum Patrick Stewart. SAMNINGAR VIÐ ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is Hægt er að bóka tjónaskoðun hj LÁTTU OKKUR UM MÁLIÐ • BÍLARÉTTINGAR • PLASTVIÐGERÐIR • SPRAUTUN á okkur á net n • Fagleg þjónusta • Vönduð vinnubrögð • Frítt tjónamat HSRETTING.IS 547 0330 ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.