Morgunblaðið - 04.03.2020, Page 4

Morgunblaðið - 04.03.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020FRÉTTIR Ertu að gera upp gamalt hús ? VIÐ BYGGJUM Á LANGRI HEFÐ Líttu við – sjón er sögu ríkari Eigum úrval af alls kyns járnvöru. Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir, stormjárn, læsingar, emeleruð skilti, bátasaumur og spíkerar allar stærðir o.fl. Laugavegi 29 • sími 552 4320 www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Stofnað 1919Vefverslun brynja.is Áfengisgeirinn er spennandi og fjöl- breytilegur en samkeppnin líka hörð og margt sem gerir rekstrar- skilyrðin erfið. Nýjasta útspil Vín- ness var að lækka verðið á belgíska verðlaunabjórnum Stella Artois um 31% í tilefni af 31 árs afmæli bjórs- ins á Íslandi. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Við, eins og væntanlega flest önn- ur fyrirtæki, finnum fyrir niður- sveiflu hagkerfisins undanfarna mánuði, fækkun ferðamanna og minnkandi eftirspurn Íslendinga. Þetta er að gerast á sama tíma og keppinautum hefur fjölgað verulega en á síðasta ári var ÁTVR í við- skiptum við 103 fyrirtæki. Þetta er ótrúlegur fjöldi framleiðenda og inn- flytjenda á þessum litla markaði og samkeppnin mikil. Boðað verkfall BSRB gæti falið í sér miklar áskor- anir fyrir okkur. Verkfall starfsfólks Tollstjóra mun hafa lamandi áhrif á flestan innflutning ásamt því að vín- búðir ÁTVR verða lokaðar að ein- hverju leyti. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Alþingismaður. Þetta er kannski ekki draumastarf allra en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórn- málum. Þegar ég var yngri hafði ég mjög gaman af rökræðum við fólk, ekki endilega til þess að hafa rétt fyrir mér, heldur bara rökræðnanna vegna. En almennt þá líður mér vel í umhverfi sem inniheldur fjölbreytta flóru fólks og hugmynda. Það getur vel verið að ég eigi einhvern tímann eftir að fara í þá baráttu. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Umhverfi áfengissölu á Íslandi er þannig að við erum með ofurtolla, einkasölurétt ríkisins á smásölu í gegnum ÁTVR og auglýsingabann. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að samkeppnin er nánast einungis bundin verðhliðinni. Tollar á áfengi eru komnir út fyrir öll vel- sæmismörk, en tollar og gjöld geta hæglega numið 1.800% ofan á inn- kaupsverð vöru. Fyrirtæki á þessum markaði hafa svo þurft að búa við það að árlega eru flutt frumvörp á Alþingi sem miða að því að gerbreyta starfsum- hverfi fyrirtækjanna. Mikil orka hefur farið í að meta hvert frumvarp fyrir sig og skoða hvernig breyt- ingum fyrirtækið þyrfti að taka til að geta fótað sig í nýjum raunveru- leika. Eins og gengur og gerist þá hafa sum þessara frumvarpa verið ágæt en önnur slæm. Boðað frumvarp um netsölu á áfengi gerir ráð fyrir því að ríkisfyr- irtækið ÁTVR verði með einkarétt á áfengissölu á ákveðnum sviðum en stundi samkeppnisrekstur við einkaaðila á öðrum sviðum. Þetta hljómar óþægilega líkt því starfsum- hverfi sem keppinautar Íslands- pósts hafa þurft að búa við und- anfarin ár. Til þess eru vítin að varast þau og a.m.k. ég hræðist verulega hvernig samkeppni við rík- ið muni þróast á næstu árum verði frumvarpið samþykkt. Afrekaskrá hins opinbera í samkeppnisrekstri er hræðileg, svo vægt sé til orða tek- ið. Mín skoðun er sú að annaðhvort höldum við okkur við núverandi fyr- irkomulag áfengissölu eða göngum alla leið og gefum þetta frjálst hvort sem það er í netsölu eða í smá- vöruverslunum. Á sama tíma væri nauðsynlegt að afnema bann við áfengisauglýsingum enda mikilvægt að geta haft áhrif á kauphegðun neytenda og auðvitað vöruval smá- salans. SVIPMYND Birkir Ívar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vínness Gæti hugsað sér að gerast alþingismaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Birkir efast um að boðað frumvarp um netsölu á áfengi sé til bóta. NÁM: Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, 1996; Tækniháskóli Ís- lands, alþjóða markaðsfræði B.Sc, 2001; Háskólinn í Reykjavík, MBA, 2016. STÖRF: Fróði hf., markaðsstjóri 2000-2002; Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, verkefnastjóri 2002-2004; Morgunblaðið, sérfræðingur í markaðsrannsóknum 2004-2006; TuS N-Lübbecke, atvinnumaður í handbolta 2006-2008; Byr sparisjóður, sérfræðingur í áhættustýr- ingu 2008-2011; Íslandsbanki, sérfræðingur í viðskiptabankaþjón- ustu og greiningum, 2011-2013; Vínnes, framkvæmdastjóri frá 2013. ÁHUGAMÁL: Ég fylgist ágætlega með íþróttum, þá aðallega enska boltanum, handbolta og svo golfi sem hefur verið mitt helsta áhuga- mál síðustu árin. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og á dæturnar Sögu Hlíf og Adelu Björt. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.