Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 6
ÖKUTÆKIÐ
Þau hjá Citroën vilja meina að dagar
einkabílsins séu hér um bil taldir, en
að ekki sé þar með sagt að allir kæri
sig um að ferðast um á rafmagns-
hlaupahjóli óvarðir gegn veðri og
vindum, eða sitja eins og sardínur í
dós í borgarlínuvagni.
Samgöngulausn sem ætti að hitta
í mark hjá öllum þorra fólks var
kynnt á bílasýningunni í Genf: agn-
arsmár og berstrípaður rafmagns-
bíll með sæti fyrir tvo og pláss fyrir
nokkra innkaupapoka. Franski bíla-
framleiðandinn sér fyrir sér að ör-
bíllinn AMI verði fáan-
legur bæði til eignar (á
6.000 evrur), til leigu
eða til afnota í gegn-
um deilibíla-áskrift
og kostar akst-
urinn þá 0,26
evrur á mín-
útuna.
Þess hefur
verið gætt að
gera AMI eins
ódýrt farartæki
og kostur er og
þannig eru t.d.
hurðarrúðurnar úr plasti og sömu
mótin notuð fyrir fram- og aft-
urstuðarann. Í AMI er hvorki út-
varps- né leiðsögutæki, en statíf fyr-
ir snjallsíma ökumanns.
Þá flokkast AMI ekki sem bíll
heldur sem „létt fjórhjól“, enda agn-
arsmátt farartæki með aðeins 45
km/klst hámarkshraða, og ættu því
lögin á mörgum stöðum að leyfa að
táningar setjist á bak við stýrið án
þess að hafa bílpróf. Komast má 70
km á hleðslunni og fylla rafhlöð-
urnar á þremur klukkutímum með
því að stinga í samband við hefð-
bundna 220v innstungu. ai@mbl.is
Franskur vinur
fyrir borgarbúa
AMI er nett-
ur og ódýr.
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020FRÉTTIR
GRAFÍSK HÖNNUN
Lógó
bréfsefni
bæklingar
myndskreytingar
merkingar ofl.
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Að undanförnu hafa starfsmenn
Seðlabanka Íslands unnið að mati á
því hvaða áhrif útbreiðsla kór-
ónuveirunnar mun hafa á íslenskt
hagkerfi. Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri bendir á að enginn viti
hver þróun þeirra mála verði en að
gera megi ráð fyrir að áhrifin verði
talsverð, m.a. á ferðaþjónustuna.
„Við vitum ekki nákvæmlega hver
áhrifin verða en við vitum þó að þau
verða tímabundin. Það á við um
veirufaraldra af þessu tagi. Sviðs-
myndirnar sem við erum að teikna
upp gera ráð fyrir mismikilli röskun
vegna þessa ástands.“
Ásgeir fundaði síðdegis í gær með
ráðherranefnd um fjármálastöðug-
leika og gerði henni grein fyrir stöð-
unni eins og Seðlabankinn sér hana
fyrir sér á þessum tímapunkti.
„Okkar helsta markmið er að
tryggja að seljanleiki haldist í kerfinu
og að nægt lausafé sé til staðar. Bæði
þannig að bankarnir geti stutt við nú-
verandi viðskiptavini sína og vonandi
einnig fjármagnað ný útlán.“
Hann segir aðspurður að bankinn
sjái ekki nein merki þess á þessum
tímapunkti að lausafjárskortur hafi
gert vart við sig í viðskiptalífinu en að
kerfið verði að búa sig undir að slíkt
ástand geti myndast.
„Það má t.d. gera ráð fyrir að áhrif
faraldursins á annan ársfjórðung
verði talsverð, ekki síst á ferðaþjón-
ustuna. Fólk hefur dregið mjög úr
ferðalögum og það er ekki loku fyrir
það skotið að þau áhrif verði enn uppi
þegar kemur fram á þriðja ársfjórð-
ung.“
Mestu áhrifin fyrst
Ásgeir bendir þó á að sennilegt sé
að mestu áhrifin verði nú á fyrstu
mánuðum útbreiðslunnar.
„Eftirköstin geta orðið nokkur,
ekki síst vegna þess að alþjóða-
hagkerfið er orðið svo samþætt. Það
er t.d. verið að flytja íhluti og vara-
hluti milli heimsálfa og lokun verk-
smiðju í Kína getur haft áhrif á verk-
smiðjur í Evrópu, svo dæmi sé tekið.
Það getur því verið að það taki ein-
hvern tíma að koma hlutum í rétt
horf að nýju eftir að áhrifin koma
fram.“
Hann segir að allt frá því að hann
kom til bankans síðastliðið haust hafi
aukin áhersla verið á að auka lausafé
í umferð, m.a. með því að fækka í hópi
þeirra stofnana sem lagt geti fjár-
muni á innlánsreikninga í Seðlabank-
anum.
„Sú ákvörðun er enn að raungerast
því við veittum frest til 1. apríl til þess
að minnka þessar stöður í bankanum.
Enn eru tugir milljarða á reikningum
innan bankans sem munu leita sér
annars farvegs í fjármálakerfinu frá
og með næstu mánaðamótum.“
Ásgeir segir að Seðlabankinn sé í
mjög sterkri stöðu til að bregðast við
með margvíslegum hætti. Því ráði
ekki síst sú staðreynd að viðskipta-
afgangur hefur verið mikill, t.d. 172,5
milljarðar í fyrra og að hrein staða
við útlönd hafi um nýliðin áramót ver-
ið jákvæð sem nam 667 milljörðum
króna eða 22,5% af landsframleiðslu.
„Við getum því tekið á móti tíma-
bundnu áfalli í ferðaþjónustu án þess
að það raski greiðslujöfnuði lands-
ins.“
Hann segir einnig að það góða
jafnvægi sem hafi verið á gjaldeyris-
viðskiptum landsins hafi gert bank-
anum kleift að lækka vexti án þess að
þurfa að hafa of miklar áhyggjur af
gengisveikingu.
„Mér sýnist allt benda til þess að
svo muni áfram vera og við munum
geta slakað á peningastefnunni ef á
þarf að halda. Það er svo að öfugt við
flesta aðra seðlabanka í hinum vest-
ræna heimi sem eru með stýrivexti
sína við 0 eða jafnvel neðar þá standa
stýrivextir SÍ í 2,75% og við höfum
fyllilega svigrúm til að lækka þá frek-
ar ef þörf krefur.“
Ásgeir bendir á að það séu mörg
verkfæri í kistu bankans sem grípa
megi til. Það eigi m.a. við um þær
lausafjárkröfur sem gerðar eru til
bankanna og þá komi einnig til greina
að endurskoða sveiflujöfnunarauka
sem lagðir eru á eigið fé sömu stofn-
ana.
„Bankarnir eru gríðarlega vel fjár-
magnaðir og áhersla hefur verið lögð
á að byggja upp eigið fé þeirra svo
þeir geti brugðist við ef það verða út-
lánatöp í kerfinu. Ef við sjáum þau
verða að veruleika þá höfum við mjög
gott svigrúm í þessum efnum.“
Fundur í lok mánaðarins
Ný fjármálastöðugleikanefnd mun
koma saman í lok þessa mánaðar en
fjármálaráðuneytið á enn eftir að
skipa ytri nefndarmenn í hana. Ás-
geir segir ekki ástæðu til að kalla
nefndina fyrr saman að svo stöddu.
„Ef það verða útlánatöp þá koma
þau fram yfir lengri tíma. Þetta eru
hins vegar hlutir sem við fylgjumst
mjög vel með.“
Hann ítrekar einnig að Seðlabank-
inn sé vel búinn undir að takast á við
þær áskoranir sem eru við sjóndeild-
arhringinn.
„Þetta er nýr Seðlabanki eftir sam-
eininguna við FME. Við erum komin
með miklu fleiri tæki og meira vald
og svigrúm til að bregðast við. Við
höfum lækkað vexti en við höfum
önnur tæki líka sem við ætlum að
beita. Við getum beitt efnahagsreikn-
ingi Seðlabankans, með því að breyta
liðum á honum, m.a. hvað varðar
lausafjárbindingu bankastofnana, en
einnig gjaldeyrisforðanum sem er ríf-
lega 800 milljarðar króna.“
Gengi krónunnar hefur gefið tals-
vert eftir síðustu daga og Ásgeir seg-
ir að sú þróun sé fyrirsjáanleg.
Spurður af hverju svipuð áhrif birtist
ekki í stærri gjaldmiðlum segir Ás-
geir að sú staða sé þekkt.
„Meginreglan með gjaldmiðla er
að þegar óvissan eykst þá leitar fólk í
seljanlega eða örugga gjaldmiðla eins
og dollara, evrur, sterlingspund, jen
og svissneska frankann að einhverju
leyti og auðvitað gullið. Það er talin
öruggari höfn en flestir aðrir þegar
óróinn á markaðnum verður mikill.
Þess vegna verða áhrifin á krónuna
meiri en á þessa stóru gjaldmiðla og
þetta er ekki bara bundið við krónuna
heldur flesta gjaldmiðla.“
Seðlabankastjóri ítrekar að hag-
kerfið íslenska sé vel í stakk búið til
að takast á við þau skakkaföll sem
fylgt geta útbreiðslu kórónuveir-
unnar.
„Ég var í liðinni viku í London að
ræða við flesta útgáfuaðila ríkissjóðs
og það liggur fyrir að við höfum mjög
greiðan aðgang að fjármagni erlend-
is. Þessum aðilum finnst nokkuð til
þess koma hvernig okkur hefur tekist
að vinna úr stöðunni á síðustu árum
og þeir gera sér grein fyrir að fjár-
málakerfið og atvinnulífið er til-
tölulega lítið skuldsett. Þá höfum við
viðhaldið miklum viðskiptaafgangi
við útlönd sem skapar einnig trúverð-
ugleika – og gerir okkur jafnframt
kleift að slaka í peningamálum án
þess að skapa ójafnvægi á greiðslu-
jöfnuði.“
Munu tryggja nægt
lausafé í bankakerfinu
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Seðlabankinn hefur þau
verkfæri í höndunum sem
tryggt geta lausafé bank-
anna og þar með lánsfé til
viðskiptavina þeirra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ásgeir segir ís-
lenskt hagkerfi vel
undir stöðuna bú-
ið og að hófleg
skuldsetning leiki
þar lykilhlutverk.