Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020VIÐTAL Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk, á verkstað við uppbygg- ingu Hilton-hótels við Austurvöll. fær í útboðum. Sú blanda tryggi gott sjóð- streymi. Flaggskipið í miðborginni Ásamt þessum miðbæjarverkefnum byggði ÞG verk upp Hafnartorg, gegnt fyrirhuguðum höfuðstöðvum Landsbankans. Hafnartorgið hefur fengið mikla umfjöllun og birst hafa margar auglýsingar um verkefnið. Það hefur því á vissan hátt orðið flaggskip ÞG verk síðustu ár og um leið einkennandi fyrir uppsveifluna sem nú er lokið. Það var eitt dýr- asta íbúðaverkefni í sögu miðborgarinnar. Reginn á atvinnurými á jarðhæð og kjallara Hafnartorgs sem hefur mikið til verið leigt út. Fasteignafélag ÞG verk á skrifstofur á efri hæð- um tveggja skrifstofuhúsa en jafnframt byggði félagið 70 íbúðir í fimm fjölbýlishúsum á Hafnartorgi, við Geirsgötu og Tryggvagötu. Íbúðirnar komu á markað í ágúst 2018 eða eftir að umræða um erfiðleika WOW air komst í hámæli. Íbúðirnar voru markaðssettar sem lúxusvara og tók verðlagningin mið af því. Rætt var um að sameina mætti tvær þakíbúðir við Geirsgötu fyrir hátt í 300 milljónir króna. Samhliða markaðssetningu ríflega 600 íbúða í miðborginni varð samdráttur í ferðaþjónustu. Atvinnuleysi jókst og neytendur urðu svart- sýnni. Af þessu tilefni ræddi Þorvaldur um of- framboð nýrra íbúða í miðborginni, er hann fór yfir stöðuna í samtali við Morgunblaðið í apríl 2019. Síðan hefur gengið á lager óseldra íbúða og um síðustu mánaðamót var búið að selja ríf- lega 360 nýjar íbúðir í miðborginni. Þar af hefur ÞG verk selt um 40 af 70 íbúðum á Hafnartorgi og eru þá meðtaldar fjórar þak- íbúðir við Geirsgötu. Miðað við að óseldar íbúðir kosta frá 60 milljónum má ætla að ÞG verk hafi í nokkurn tíma átt íbúðir á lager fyrir vel á þriðja milljarð. Sá biðtími kostar sitt. Um fimmtungur af umsvifunum Þorvaldur reiknar aðspurður með að selja all- ar íbúðirnar á Hafnartorgi í ár. Uppbyggingin á Hafnartorgi sé um fimmtungur af umsvifum fé- lagsins. Á öllum vígstöðvum nema Hafnartorgi sé mikil eftirspurn eftir vörum félagsins. Sjóð- streymið sé því gott. „Auðvitað er alltaf dýrt að sitja uppi með margar fasteignir eins og við höfum gert á Hafnartorgi. Það er hins vegar ekki stór hluti af heildarumsvifunum og hefur óveruleg áhrif á af- komu fyrirtækisins. Áætlanir okkar hafa gengið upp alls staðar annars staðar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að áætlanir hreyfist til. Sums staðar hefur gengið betur en vænst var en ann- ars staðar hefur okkur miðað hægar. Ég hef tröllatrú á Hafnartorgi. Það er stórglæsilegt verkefni og einstök staðsetning. Við erum til- búnir að bíða eftir því að markaðsaðstæður lag- ist,“ segir Þorvaldur. Að sama skapi sé viðbúið að það taki tíma að leigja út allt skrifstofurýmið á Hafnartorgi. Nú þegar sé búið að leigja um 65% af rými í skrif- stofubyggingunum en laus rými eru í gyllta hús- inu við Tryggvagötu og stórhýsinu gegnt Austurvelli. Þetta er eitt vandaðasta skrifstofu- húsnæði sem byggt hefur verið í miðborginni en handan Geirsgötunnar, í Landsbankahúsinu, verða líka þúsundir fermetra af skrifstofu- húsnæði sem ætlað er á almennan markað. Ásamt Hafnartorgi er ÞG verk að leggja loka- hönd á 17.600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Svo umfangsmikið verkefni hefur áhrif á allan markaðinn. Fyrir um þrjátíu árum byggði Þorvaldur Giss- urarson fyrsta húsið fyrir almennan markað; parhús í Miðhúsum í Grafarvogi. Árið 1998 stofnaði hann fyrirtæki sitt, ÞG verk, en með mikilli vinnu hefur hann byggt upp eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins. Íbúðirnar eru orðn- ar vel á annað þúsund og fermetrarnir ríflega hálf milljón af ýmiss konar húsnæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Umsvifin hafa auk- ist jafnt og þétt og var eigið fé samstæðunnar um 6 milljarðar króna síðustu áramót, fyrir utan óseldar eignir. Þorvaldur vinnur gjarnan langa vinnudaga. Hann tekur á móti blaðamanni á skrifstofu sinni í Lágmúla þegar klukkan er að ganga sjö á föstudegi. Það er enginn annar á skrifstofunni. Samtalið hefst á að ræða stöðuna á byggingarmarkaði. Á svipuðum slóðum og 2002 Þorvaldur segir ekki fjarri lagi að segja að byggingariðnaðurinn sé í svipaðri stöðu og til dæmis árið 2002, eftir að netbólan sprakk. „Það eru blikur á lofti. Atvinnuleysi er að aukast í greininni og verkefnastaðan er að versna. Það er minna um verkefni á hönn- unarstigi hjá arkitektum og verkfræðistofum. Það vekur mann til umhugsunar enda er það merki um að umsvifin muni þar af leiðandi dragast hratt saman í byggingariðnaði. Boðuð innspýting í innviðauppbyggingu hjá hinu opinbera felur í sér tækifæri til að milda höggið og koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Nú er beðið eftir góðum tíðindum og að raunverulega verði ráðist í þær fram- kvæmdir sem rætt hefur verið um. Það er í því samhengi rétt að benda á að ekki nægir að tala um hlutina. Það þarf líka að framkvæma. Efna- hagskerfið og byggingariðnaðurinn þarf virki- lega á því að halda,“ segir Þorvaldur um ástand- ið. Óvissa leiðir til biðstöðu Óvissan leiði til þess að verktakar haldi að sér höndum. „Það er eðlilegt að menn séu hikandi við að- stæður sem þessar þegar óvissa er um þróun efnahagsmála. Áhrifin hjá okkur birtast í því að við hægjum á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og bíðum með ný verkefni í atvinnuhúsnæði. Við reiknum með og treystum að það verði líflegra yfir opinberum framkvæmdum, eins og hefur verið boðað um nokkurt skeið,“ segir Þorvaldur. ÞG verk vinnur nú að tveimur stórum verk- efnum sem félagið fékk eftir útboð. Annars vegar uppsteypu á 16.500 fermetra höfuðstöðvum Landsbankans við Hörpu og hins vegar uppbyggingu Hilton-hótels við Austur- völl. Áformað er að ljúka þeim verkefnum á þessu og næsta ári. Að sögn Þorvaldar hefur félagið unnið jöfnum höndum að eigin verkum og verkum sem það Heilsumiðstöð í Urðarhvarfi „Stærsti leigutakinn er Orkuhúsið. Það hefur flutt sína starfsemi [frá Suðurlandsbraut] í stór- glæsilega aðstöðu í Urðarhvarfinu. Fleiri aðilar í heilsutengdri þjónustu eru ýmist að innrétta rými í húsinu undir starfsemi sína eða að semja um leigu á rýmum. Stefnan er að húsið verði í heild sinni að einskonar heilsumiðstöð. Það er markmiðið,“ segir Þorvaldur. Jafnframt er ÞG verk að ljúka öðrum áfanga af þremur við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Dalvegi í Kópavogi. Fjallað er um það verkefni í ramma hér á opnunni. ÞG verk á þar lóð undir skrifstofuhúsnæði en að sögn Þorvaldar mun félagið bíða með öll ný verkefni þar til aðstæður skýrast í efnahagslíf- inu. Vogabyggðin næst ÞG verk hefur á síðustu árum byggt íbúðir á þéttingarreitum í miðborginni, Hafnartorgi og Stakkholtsreit, og í Vogabyggð, í Bryggju- hverfi, á Garðatorgi og á nýjum svæðum, á borð við Urriðaholt. Þá hefur félagið meðal annars byggt íbúðir á Álalæk á Selfossi sem voru á allt öðru og lægra verðbili en til dæmis miðborg- aríbúðirnar. Spurður um tækifæri á íbúðamarkaði segir Þorvaldur að félagið hafi mikil uppbyggingar- áform í Vogabyggðinni. Félagið hyggist þannig smíða tæplega 400 íbúðir af alls ríflega 1.100 sem verði í Vogabyggðinni fullbyggðri. ÞG verk hefur sett á sölu fyrstu íbúðirnar í Vogabyggð, nánar tiltekið í Skektuvogi og Dugguvogi. Þorvaldur segir líklegt að ÞG verk muni ljúka uppbyggingunni í Vogabyggð áður en fé- lagið skoði aðra þéttingarreiti í Reykjavík. Nokkurt framboð verði af slíkum reitum í borg- inni næstu árin. „Við sjáum tækifæri hér og þar á uppbygg- ingarreitum. Vogabyggðin og Urriðaholtið duga okkur þó næstu tvö árin,“ segir Þorvaldur og vísar til þess að félagið er að byggja um 100 íbúðir við Vinastræti í Urriðaholti. Nokkur hundruð manns skráðu sig á póst- lista vegna íbúðanna í Urriðaholti. Minni framlegð af íbúðum Þorvaldur segir framlegð af smíði íbúða hafa minnkað mikið að undanförnu. Hins vegar sé verðið nógu hátt til að skapa hvata til að byggja. „Framlegð í íbúðarbyggingum hefur minnk- að heilmikið. Hún er sveiflukennd. Þegar mikl- ar hækkanir verða á íbúðamarkaði eykst fram- legðin tímabundið. Hún hefur lækkað verulega síðustu tvö árin. Það er eðli markaðarins. Hann leitar jafnvægis,“ segir Þorvaldur. „Eftirspurnin er mest eftir minni og ódýrari íbúðum. Hvatinn er mestur til að byggja þær. Það fara hins vegar ekki alltaf saman skipu- lagsskilmálar og það sem menn mundu vilja byggja til að uppfylla þarfir markaðarins.“ Hættumerki en hægt að milda höggið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk, hefur á tveimur áratugum byggt upp eitt stærsta verktaka- fyrirtæki landsins. Hann segir sam- stæðuna standa á traustum grunni. Hægari sala íbúða á Hafnartorgi en ætlað var hafi haft óveruleg áhrif á félagið. Nú sé rétti tíminn fyrir opin- berar framkvæmdir í hagkerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.