Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 13
hverri tegund fyrir sig. Með kælinum er því úr sögunni stressið sem fylgir því þegar reynt er að leggja mat á hvort skammtímadvöl í frysti eða ís- skáp hafi nægt til að koma víninu á réttan kjöl hvað hitastigið varðar. Kælirinn er mjög einfaldur í notkun. Þegar víninu hefur verið komið fyrir er kveikt á tækinu og valið milli þriggja flokka, hvít- víns, rauðvíns, kampa- víns. Undirflokkarnir eru svo nokkrir, flestir þegar kemur að rauðvíninu en þeir eru í stafrófsröð og vísa til þeirrar þrúgu sem í hlut á. Svo er gefin skipun um að hefja kælingu og þá eru allar áhyggjur úr sög- unni. Þegar kælirinn hefur komið víninu í hið fullkomna hitastig pípir hann létt og á skjáinn kemur upp hin silki- mjúka kveðja „Cheers!“ Eft- ir það helst vínið við rétt hitastig þar til flaskan er tek- in út. Þá má skella annarri í og bíða þess að kveðjan birt- ist að nýju og hefja má næstu umferð. Það er Bakó Ísberg sem flytur kælinn frá Climadiff inn og kostar þar 29.900 krónur. ses@mbl.is Vínhellirinn er skemmtileg uppfinning. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 13SJÓNARHÓLL Boðaðar hafa verið breytingar á húsaleigulögum nr. 36/1994. Frumvarp þess efnis var birt í samráðsgáttstjórnvalda 27. febrúar sl. og fylgt eftir með kynning- arfundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem haldinn var af félags- og barnamálaráðherra síðastliðinn mánudag undir yfirskriftinni „það á að vera öruggt að leigja“. Frum- varpinu er ætlað að fylgja eftir tillögum átakshóps um hús- næðismál sem skipaður var í aðdraganda lífskjarasamning- anna svokölluðu. Í stuttu og einföldu máli er markmið lagabreytinganna að stuðla að auknu húsnæðisöryggi leigj- enda með því að tryggja að leiga sé ákvörðuð í upphafi með sanngjörnum hætti, komið verði í veg fyrir óeðlileg- ar hækkanir á leigu og stuðlað verði að gerð langtímaleigusamninga. Þá verður komið á skyldu til að skrá húsaleigusamninga. Fyrir nokkrum vikum ritaði ég um ný lög um Húsnæðis- og mannvirkj- astofnun nr. 137/2019, en í þeim er nýmæli um starfrækslu húsnæðis- grunns sem tryggja á betri yfirsýn um stöðu húsnæðismála á Íslandi. Verði framkomið frumvarp að lögum verða upplýsingar um húsaleigu- samninga skráðar í téðan húsnæðisgrunn, þ.m.t. upplýsingar um leiguverð. Jafnframt verður slík skráning gildisskilyrði fyrir því að leigjandi geti fengið húsnæðisbætur, þá í stað þinglýsingar áður. Tilgangurinn er margþættur en meðal annars sá að auðvelda mat á því hvað telst sanngjörn og eðli- leg markaðsleiga á íbúðarhúsnæði hverju sinni. Skráning- arskyldan sjálf mun hvíla á leigusölum og munu stjórnvalds- sektir liggja við brotum á þeirri skyldu. Skráningarskyldan er í reynd á vissan hátt forsenda fyrir þeim breytingum sem er ætlað að stuðla að sanngjarnari ákvörðun leigufjárhæðar og eftir atvikum, hækkunum á leigu. Í greinargerð með frumvarpinu er þó sérstaklega tekið fram að ekki er um opinber leiguviðmið að ræða heldur frem- ur einn af þeim þáttum sem nota má við mat á því hvort leigu- fjárhæð telst „sanngjörn og eðlileg“. Samhengisins vegna er rétt að hafa í huga að í gildandi húsaleigulögum er tiltekið að leigufjárhæð skuli „jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila“, sbr. 37. gr. laganna. Verði hið framkomna frumvarp að lögum verður lögfest að við þetta sanngirnismat beri að líta til, auk markaðsleigu sambærilegs húsnæðis, al- menns húsnæðiskostnaðar, þ.m.t. vaxtakostnaðar, skatta og gjalda, staðsetningar, gerðar og ástands leiguhúsnæðis, end- urbóta, breytinga og viðhalds. Allt eru þetta atriði sem voru tiltekin í greinargerð með gildandi 37. gr. húsaleigulaga til skýringar á því hvað telst sanngjörn og eðlileg leigufjárhæð en þau verða nú lögfest nái breytingarnar fram að ganga. Því er ekki um efnisbreytingu að ræða heldur fremur áréttingu á gildandi rétti. Þá verða heimildir til hækkana á leigufjárhæð takmark- aðar og aðeins heimilt að semja um reglubundnar hækkanir á leigu til samræmis við vísitölu neysluverðs, miðað við umsamið fast hlutfall af leigufjárhæð eða umsamda fasta fjárhæð. Hækkun skal þó aldrei vera umfram breytingar á vísitölu neyslu- verðs. Þá verða að líða að lágmarki 12 mánuðir á milli reglubundinna breytinga á fjárhæð húsaleigu. Til að stuðla að gerð langtíma- leigusamninga er ætlunin að þrengja heimildir til að gera tímabundna leigusamninga um íbúðarhúsnæði, þó þannig að þær heim- ildir verði ekki tæmandi taldar í lögunum. Yrði þetta gert með nýju lagaákvæði, 57. gr. a, þar sem talið er upp í sjö tölu- liðum hvenær heimilt yrði að gera tímabundinn leigusamn- ing. Án þess að fjalla um þá alla má nefna að heimild til þess yrði til staðar ef leigusali ætlar að flytjast tímabundið úr hús- næði, leigusali hyggst selja húsnæðið en markaðsaðstæður torvelda sölu, ef aðstæður leigjanda réttlæta það eða ef leigj- andi er starfsmaður leigusala og fær afnot af hinu leigða hús- næði vegna þess starfs. Þá er gert ráð fyrir að heimilt sé að gera tímabundinn leigusamning að undangengnu sanngjörnu mati á hagsmunum beggja aðila. Ýmsar fleiri breytingatillögur er að finna í frumvarpinu og verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu málsins á Alþingi. Fram kom í máli ráðherra á fyrrnefndum kynningarfundi að stefnt væri að því að lagabreytingarnar tækju gildi með vor- inu. Fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum LÖGFRÆÐI Hafsteinn Viðar Hafsteinsson, lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ” Til að stuðla að gerð lang- tímaleigusamninga er ætl- unin að þrengja heimildir til að gera tímabundna leigusamninga um íbúðar- húsnæði, þó þannig að þær heimildir verði ekki tæmandi taldar í lögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.