Morgunblaðið - 04.03.2020, Page 14

Morgunblaðið - 04.03.2020, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020FRÉTTIR HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt. MIÐBORGIN Árið 1951 sendi belgísk-bandaríski rithöfundurinn Marguerite Your- cenar frá sér bókina Endurminn- ingar Hadríanusar (fr. Mémoires d‘Hadrien), þar sem hún spinnur sögu í kringum ástarsamband Ha- dríanusar Rómarkeisara og hins unga og ægifagra Antoníusar. Seg- ir sagan að árið 130 hafi elskhugi keisarans varpað sér í Níl til að færa guðunum sjálfan sig sem fórn, í þeirri von að Hadríanus myndi læknast af sjúkdómi sem hafði plagað hann um langt skeið. Eins og við er að búast varð Hadríanus harmi sleginn þegar hann frétti af andláti Antoníusar, og vann úr sorginni með því að setja á lagg- irnar nýjan trúarsöfnuð tileinkaðan ástmanni sínum. Var Antoníus til- beðinn vítt og breitt um Róm- arveldi lengi á eftir. Dramtískir hlutir gerast víst enn á þessu mikla fljóti. Íbúar Eþíópíu vonast til að ný risastífla sem þeir eru að byggja, steinsnar frá landamærunum að Súdan, muni marka kaflaskil í efna- hagssögu landsins. Stíflan hefur fengið nafn við hæfi; Grand Ethi- opian Renaissance Dam – Endur- reisnarstíflan – heitir þessi ógn- arstóra virkjun sem lætur Kárahnjúkavirkjun líta út eins og lítið kríli. Á Kárahnjúkum fram- leiðir langstærsta vatnsaflsvirkjun Íslands allt að 4.800 GVst á ári með sex hverflum sem hver um sig geta framkallað 115 MV, en virkj- unin í Eþíópíu rúmar fjórtán 400 MV hreyfla og tvo 375 MV hreyfla, sem samtals geta framleitt um 16.150 GVst á ári. Virkjunin ein og sér mun kosta um 4,8 milljarða dala, eða um 5% af landsframleiðslu Eþíópíu, og er þá eftir að bæta við kostnaðinum við rafdreifikerfið. Vonir standa til að á rigningatímabilinu verði raf- magnsframleiðslan svo mikil að selja megi nágrannaríkjum Eþíópíu umframorkuna. Ef Egyptar sprengja stífluna ekki í loft upp fyrst. Vandinn er nefnilega sá að áin sem verið er að stífla er sjálf Níl, og íbúum Kaíró þykir ekki skemmtileg tilhugsun að nágranna- ríki þeirra geti svo að segja skrúf- að fyrir kranann. Munar um hvern dropa Níl er jafn mikilvæg fyrir þetta svæði og hún var á tímum Hadría- nusar, og Tútankhamúns á undan honum. Það gildir um Egyptaland eins og aðra heimshluta að mann- skepnan þarf á vatni að halda til að lifa af, og sá sem ræður yfir upp- tökum stórfljóta hefur hreðjatak á þeim sem búa við árósana. Það er af þeim sökum að Pakistönum stendur alls ekki á sama um Kasm- ír þar sem Indusfljótið á upptök sín; eða að Kína, Kambódía, Laós, Taíland og Víetnam eigi í miklum deilum um hvernig megi virkja Me- kong. Meira en þúsund kílómetrar eru frá Endurreisnarstíflunni að landa- mærum Egyptalands, með Súdan á milli, en ef röskun verður á vatns- streyminu á meðan verið er að fylla uppistöðulónið þá ógnar það fæðu- öryggi og hagkerfi þriðju fjölmenn- ustu þjóðar Afríku. Áætla sérfræð- ingar að ef vatnsmagnið í Níl minnki um aðeins 2% þá hafi það veruleg áhrif á um milljón manns, og þá einkum fólk sem á nú þegar vart til hnífs og skeiðar. Ekki er öðrum uppsprettum vatns til að dreifa; 97% af öllu því vatni sem Egyptar nýta fá þeir frá Níl. Í fimm ár hafa löndin þrjú deilt um Endurreisnarstífluna, og allan tímann hafa steypuhrærivélarnar verið í gangi. Varð úr á síðasta ári að Súdan, Egyptaland og Eþíópía leituðu til Bandaríkjanna og báðu ríkisstjórn Donalds Trumps um að miðla málum. Egyptar vísa m.a. til samnings frá árinu 1929 milli Egyptalands og Bretlands – sem samdi fyrir hönd þáverandi nýlenduríkja sinna þar sem Níl á upptök sín. Samning- urinn kvað á um að Egyptaland réði yfir megninu af því vatni sem berst með fljótinu og var Egyptum jafnframt gefið neitunarvald yfir hvers kyns framkvæmdum á Níl. Hóta að beita hernum Eftir því sem leið á síðustu öld varð æ ljósara að þeim löndum sem deila Níl með Egyptalandi hugnað- ist ekki þetta fyrirkomulag og þyk- ir óásættanlegt að Egyptar geti sagt til um hvort og hvernig þeim leyfist að nýta fljótið sem rennur í gegnum þeirra eigin bakgarð. Á móti hafa leiðtogar Egyptalands margsinnis hótað, bæði beint og óbeint, að beita hernaðarvaldi til að verja yfirráð sín yfir fljótinu. Árið 1999 var því hafist handa við að gera nýjan samning, með aðild allra þeirra landa sem Níl rennur í gegnum – að Erítreu undanskilinni – til að bæði verja rétt þjóðanna til að nýta fljótið, og gera það í sátt og samlyndi. Samningurinn var tilbúinn 2010, og hafa Búrúndi, Eþíópía, Rúanda, Tansanía, Úg- anda og Eþíópía samþykkt hann fyrir sína parta, en Egyptaland og Súdan þráast við. Framkvæmdir við Endurreisnarstífluna hófust ár- ið 2011 þegar allt var í hers hönd- um í Kaíró og nýbúið að hrekja Hosni Mubarak frá völdum. Eþíópía ætlar aldeilis ekki að láta Egyptaland stöðva sig. Í fyrra, örfáum dögum eftir að Abiy Ah- med Eþíópíuforseti hafði tekið við friðaverðlaunum Nóbels, sagði hann ekkert geta stöðvað fram- kvæmdina, og að ef skyldi koma til stríðsátaka þá væru milljónir manna í viðbragðsstöðu. Ráðgert er að byrja að safna í lónið síðar á þessu ári og ætti rafmagnsfram- leiðsla að hefjast 2021. Egyptaland vill að uppistöðulónið verði fyllt á fimmtán árum, og að tryggt sé að það vatnsmagn sem þeim berst haldist óbreytt til lengri tíma litið. Leiðtogar Eþíópíu vilja fylla lónið á næstu fjórum til sjö árum. Þeim liggur jú á að setja túrbínurnar á fullt því í þeirra huga er stíflan upphafið að efnahagslegu risa- stökki þjóðar þar sem landsfram- leiðsla á mann er í dag ekki nema um 2.400 dalir. Útlit var fyrir að tækist að semja, en um helgina kastaðist aft- ur í kekki á milli Egyptalands og Eþíópíu (Súdan er til friðs, enda búið að sannfæra þarlenda leiðtoga um að stíflan hjálpi til við að koma í veg fyrir flóð og skemmdir Súd- ans-megin). Fulltrúar Egyptalands hafa samþykkt samningsdrög Ste- vens Mnuchin fjármálaráðherra, sem meðal annars tiltaka hve fljótt uppistöðulónið verður fyllt, en fulltrúar Eþíópíu segjast vilja ráða ráðum sínum og þykir orðalag samningsins ekki í samræmi við það sem um var rætt. Súdan bíður á hliðarlínunni. Blessunarlega virðist sem samn- ingar séu innan seilingar, og að æs- ingurinn í leiðtogum Egyptalands og Eþíópíu sé aðallega pólitískt sjónarspil. Mnuchin er lunkinn samningamaður og Trump myndi fá enn eina fjöðrina í hattinn fái málið farsælan endi. Það er líka alveg komið nóg af drama á Níl, þó þessi lönd fórni ekki nokkrum hundruðum eða þús- undum Antoníusa til viðbótar með stríðsátökum sem væru jafn til- gangslaus og fórnin sem guðirnir fengu á sínum tíma. Á Níl flæðir vald upp í móti Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Eþíópía sætti lagi þegar upplausnarástand var í Kaíró og hóf að reisa risa- stóra stíflu. Egyptar líta svo á að þeir ráði yfir Níl alveg upp að efstu uppsprettum. AFP Útsýnið er fallegt frá Endurreisnarstíflunni sem er þrefalt stærri en Kárahnjúkavirkjun. Að teppa Níl er ekkert grín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.