Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 10
KÓRÓNUVEIRAN
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020
Það er ekki svo mikið mál að vera í sóttkví;ég er nefnilega í þannig vinnu að ég ervanur að vera mikið einn, ekki síst á hót-
elherbergjum erlendis milli æfinga og sýninga.
Óperusöngvarar kunna upp til hópa að drepa
tímann,“ segir Bjarni Thor Kristinsson óp-
erusöngvari, en hann hefur verið í sóttkví á
heimili sínu í Garðabæ frá því um síðustu helgi,
að hann kom heim frá Ítalíu.
Bjarni hafði farið utan þremur vikum fyrr til
að taka þátt í æfingum á óperunni Pelléas og
Mélisande eftir Claude Debussy í Parma. Þá
hafði kórónuveiran enn ekki gert usla í landinu
en það breyttist hratt meðan á æfingum stóð og
fyrir vikið var ákveðið að fresta sýningum um
óákveðinn tíma. „Við reyndum að æfa sýn-
inguna til að hafa hana svo
gott sem tilbúna og það
tókst. Kakan er eiginlega al-
veg bökuð; það á bara eftir
að bera hana fram,“ segir
Bjarni en bætir við að ólík-
legt sé að sýningin verði
frumsýnd fyrr en á næsta
leikári.
Þegar ákveðið var að loka borginni gafst
fólki skammur tími til að koma sér í burtu og
Bjarni færði sér það í nyt. „Mér leist mun betur
á að fara í sóttkví hér heima en að sitja fastur á
Ítalíu í mánuð. Ég rétt slapp fyrir horn, korteri
fyrir lokun.“
Einn heima í sóttkví
Bjarni er einn í sóttkví; konan hans, Lilja Guð-
mundsdóttir, gistir hjá ættingjum á meðan, en
hún var ekki með honum á Ítalíu. „Hún dreif
sig bara að fylla ísskápinn áður en ég kom
heim. Það væsir ekki um mig hérna.“
Bjarni gerir ekki ráð fyrir að lenda í vand-
ræðum með að finna sér eitthvað að gera í sótt-
kvínni. Samfélagsmiðlar og gamli góði síminn
geri honum kleift að halda góðu sambandi við
umheiminn. „Ég held að lykilatriðið í þessu
sambandi sé fjölbreytni. Auðvelt er að detta í
afþreyinguna og þótt hún sé út af fyrir sig ágæt
held ég að hún dugi ekki ein og sér til lengdar.
Alveg sama hvað við teljum okkur eiga eftir að
horfa á margar seríur í sjónvarpinu. Maður
verður hálfþunglyndur af of miklu glápi. Þess
vegna er mikilvægt að gera fleira; svo sem að
lesa góða bók eða taka til í gömlu dóti. Verst að
sjálfur kemst ég ekki í geymsluna mína; hún er
í sameigninni hér í húsinu,“ segir hann hlæj-
andi.
Bjarni er í lausamennsku og fær því ekki
greidd laun í sóttkvínni. „Það er ókosturinn við
lausamennskuna; atvinnuöryggið er ekki nægi-
lega mikið. Við aðstæður sem þessar, þegar
sýningum er frestað vegna
ytri aðstæðna, ber óperuhús-
inu ekki að greiða okkur laun.
Við vorum hins vegar búin að
vera í þrjár vikur við æfingar,
þannig að mögulega verður
komið eitthvað til móts við
okkur. Það á eftir að koma í
ljós.“
Næstu verkefni hjá honum eiga að vera í
Þýskalandi og Japan í vor en Bjarni er ekki
bjartsýnn á að af þeim verði. „Ég á ekki von á
því að mikið verði um tónleikahald og óperu-
sýningar á næstunni.“
Tónleikar á svölunum?
Í pistli á Facebook í vikunni velti Bjarni í léttu
tómi fyrir sér hvernig hann gæti bætt sér upp
tekjutapið. „Það mætti svo sem halda úti-
tónleika af svölunum. Ég fékk m.a.s. hljóðkerfi
í jólagjöf og gæti því haldið uppi stemningu í
öllu Akurhverfinu. Í versta falli myndu ná-
grannarnir borga mér fyrir að hætta,“ skrifaði
hann.
Söngvarinn hlær þegar þetta er borið undir
hann. „Ég get fullvissað þig um að þessari hug-
mynd verður ekki hrint í framkvæmd. En við
þessar aðstæður getur verið gott að stytta sér
stundir með léttu gríni. Við megum ekki tapa
gleðinni.“
Annað sem Bjarni velti fyrir sér í færslunni
var að gerast áhrifavaldur á samfélagsmiðlum
en það væri ekki líklegt til vinsælda; „yrði hálf-
gert áhrifaskvaldur“.
Svo var það þessi áhugaverða pæling: „Plan-
ið var alltaf líka að komast að hjá Storytel. Mér
finnst svo gaman að hlusta á bækurnar þar. Að
labba um miðborg Parma með Höllu og heið-
arbýlið í eyrunum var frábær upplifun. Segjum
sem svo að forstjóri Storytel Group lesi þessa
færslu, fyndist honum þá í lagi að ég læsi upp
hérna heima? Ég á flottan hljóðnema! Þetta
gæti verið nýr flokkur hjá Storytel. „Sögur úr
sóttkví – Bjarni Thor les gamlar símaskrár á
leikrænan hátt!““
Snúum saman bökum!
Þetta lauflétta grín þýðir ekki að Bjarni velkist
í vafa um alvarleika ástandsins sem við búum
við. „Ég er ekki einn um tekjutapið; fyrirtæki
og einstaklingar eiga víða erfitt og mikilvægt
að við snúum saman bökum sem samfélag, eins
og við höfum gert svo oft áður. Lykilatriðið í
þessu öllu saman er auðvitað heilsa manna og
vonandi tekst okkur að hefta útbreiðslu veir-
unnar sem fyrst.“
Hann sér ekki annað en að vel hafi verið
staðið að öllu hér á landi og til dæmis hafi verið
mun fyrr gripið til aðgerða hér en á Ítalíu.
„Ítalir voru lengi í gang; það vantar svolítið
borgaralegu hlýðnina í þá. Meðan ég var úti
voru þeir ekki mikið að þvo sér um hendurnar
og spritta sig. Heldur voru þeir þó farnir að
faðmast og kyssast minna og takast í hendur.
Ég vænti þess þó að þetta hafi gjörbreyst um
leið og gripið var til þessara víðtæku aðgerða í
byrjun vikunnar.“
Fljót að taka við okkur
Bjarna þykir við Íslendingar hafa verið mun
fljótari að taka við okkur. „Einn helsti kostur
þessa litla samfélags okkar er að við erum alla
jafna mjög fljót að tileinka okkur nýja hluti,
hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Vonandi
dugar það til að hægja á þessu ferli. Það gleður
mig líka að enginn hefur notað þetta ástand til
að slá pólitískar keilur. Það skiptir öllu máli að
hér verði ekki upplausn og ég veit ekki hverjir
eru betur til þess fallnir að miðla upplýsingum
en fagfólkið okkar og sérfræðingarnir sem tal-
að hafa milliliðalaust við þjóðina á blaðamanna-
fundum í beinni útsendingu að undanförnu. Ég
er alla vega rosalega glaður að vera kominn
hingað heim en sitja ekki fastur einhvers staðar
í útlöndum. Ég hef trú á því að okkur takist að
komast þokkalega í gegnum þetta.“
BJARNI THOR KRISTINSSON ÓPERUSÖNGVARI
Óperusöngvarar kunna
að drepa tímann
Bjarni Thor Kristinsson
óperusöngvari reiknar ekki
með að halda útitónleika af
svölunum í sóttkvínni.
Morgunblaðið/Eggert
’Mér leist mun bet-ur á að fara í sóttkvíhér heima en að sitjafastur á Ítalíu í mánuð.
Ég rétt slapp fyrir horn,
korteri fyrir lokun.
Í
slendingar hafa ekki farið varhluta af
kórónuveirufaraldrinum frekar en svo
margar aðrar þjóðir vítt og breitt um
heiminn. Yfir hundrað Íslendingar eru
nú smitaðir af veirunni og mörg hundr-
uð í sóttkví og ljóst að faraldurinn á eftir að
setja sterkan svip á líf okkar allra á næstunni.
Faraldurinn á sem kunnugt er upptök sín í
Kína en með samstilltu átaki hefur tekist að ná
góðum tökum á vandanum þar um slóðir, svo
sem fram kemur í samtali við Snorra Sigurðs-
son, framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking,
hér til hliðar.
Ekki þarf að fjölyrða um ástandið á Ítalíu
sem er með öllu fordæmalaust. Þar var Bjarni
Thor Kristinsson óperusöngvari við æfingar
en slapp heim „korteri fyrir lokun“ og er feg-
inn að vera í sóttkví hér heima en ekki ytra.
Nú breiðist veiran út um Bandaríkin sem
gripu til harðra aðgerða með því að setja
ferðabann á Evrópu í vikunni, við dræmar
undirtektir. Hildur Ásgeirsdóttir listakona
segir lífið ganga sinn vanagang í Cleveland
enn sem komið sé en fólk sé þó á varðbergi.
„Þetta eru undarlegir tímar og það er mik-
ilvægt að fara ekki á taugum,“ segir hún.
Sótt að
heims-
byggðinni
Kórónuveiran fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og
víða hefur verið gripið til róttækra aðgerða til að freista þess að
draga úr smiti. Sunnudagsblaðið heyrði hljóðið í þremur Ís-
lendingum, sem ýmist búa erlendis eða eru nýkomnir heim.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
AFP