Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 17
störfum, skulu sendir heim um fyrrnefndan tíma, til að byrja með. Þeir sem geta skulu leitast við að starfa heima hjá sér. Allir þessir munu halda sínum laun- um.“ Einkaframtakið ræður úrslitum Svo sagði forsætisráðherrann, leiðtogi sósíal- demókrata: „Vinnuveitendur í einkarekstri eru ein- dregið hvattir til að tryggja að þeirra starfsmenn sem geta það vinni heima í þágu fyrirtækjanna, gangi til vinnu eða nýti sér leyfi. Við verðum að draga úr umfanginu sem mest við megum, án þess þó að stöðva algjörlega danska til- veru. Við verðum að forðast að missa landið niður í efnahagslegt öngþveiti. Sú er skýringin á því að við gerum mestar breytingar á hinum opinbera rekstri, því við viljum stuðla að og tryggja að einkareksturinn geti áfram haldið eins miklum styrk og mögulegt er og eins lengi og fært er.“ Þetta eru aðeins brot úr merkri og sögulegri ræðu danska forsætisráðherrans. Og það má mikið vera ef langur tími líður áður en hún verður að fordæmi fyrir aðra, þegar að því kemur að taka þurfi fastar á en gert hefur verið til þessa. Vonandi eru hætturnar af þessu fári ofmetnar. Fylgikvillar þess að hafa tekið harðan pól í hæðina yrðu efnahagslegir og alls ekki útilokað að heimurinn gæti rétt sig tiltölulega fljótt af þeim. Kreppan sem fylgdi kollsiglingu bankakerfisins á Vesturlöndum, sem sumir halda að hafi verið staðbundin hér, var töluvert djúp en þó ekki eins breið og látið er. Obama, sem kom til valda í Bandaríkjunum eftir kreppu, var hægfara, hugmyndasnauður stöðnunarmaður og því voru Bandaríkin lengur að taka við sér á ný en þurfti. Það gerbreyttist með Donald Trump og bjarga um- bætur hans því sennilega að Bandaríkin munu standa afturkipp vegna kórónuveiru af sér núna. Pestir og fár sem ekki hefur tekist að eyða Hún er dálítið óljós þessi tilfinning sem við höfum í minni um alvarlega sjúkdóma sem heltaka lönd eða svæði, þar með talið veirusjúkdóma. Þannig liggur stundum í lofti að heimurinn hafi komið böndum á HIV-veiruna þótt dánartíðni henni tengd sé enn á heimsvísu mjög há (áætlað um 770.000 árið 2018). Við horfum ekki á kóleru í rómantísku ljósi, en hún er þó mjög fjarlæg í umræðunni. Hún á reyndar róm- antískan punkt því að Márquez nóbelsverðlaunahafi skrifaði bók sem Guðbergur Bergsson þýddi af snilld, Ástin á tímum kólerunnar. En ef við leitum fróðleiks hjá Embætti landlæknis þá er kóleran ekki eins fjarri mannkyni og við ætl- uðum mörg: „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að á hverju ári veikist frá 1,3 til 4 milljónir af kóleru sem leiðir til 21.000-143.000 dauðsfalla árlega.“ Það er á hinn bóginn lögmæt ábending að varasamt sé að benda á aðrar mannskæðar meinsemdir og far- sóttir þegar verið er að fjalla um nýjan faraldur sem óljóst er hvert getur leitt eða hvernig megi hemja. Það getur þó hentað valdamönnum eða ríkjum að drepa málum á dreif með þannig umræðu. En það er oft hægara sagt en gert að lýsa yfir sigri á óværu svo að sú yfirlýsing haldi. Og það gildir um fleira en sóttir og faraldur. Sr. Matthías ræðir við Kristján Albertsson Fyrri heimsstyrjöldin breytti litlum bletti í Evrópu í eitt ógeðslegasta mannasláturhús sögunnar. Menn gátu varla lifað við þann veruleika nema að sannfæra sig um að ávinningurinn væri þó sá, að þar með væri saga ofurstyrjalda öll. Um það véluðu stórstirni heimsins þá, Wilson for- seti og forsætisráðherrarnir Lloyd George og Clemenceau. Það létu þó ekki allir blekkjast. Ekki þjóðsöngsskáldið okkar. Fyrir réttum 100 árum, hinn 2. mars 1920, skrifar hið hálfníræða þjóðskáld til ungmennisins Kristjáns Albertssonar. Hann nefnir við sinn „elskulega vin“ að lífið sé „af- skaplegt meðan það er að fjara út og tína af manni spjarirnar – sérstaklega sjón, heyrn, ilm, smekk og tilfinning!“ Því næst þakkar hann Kristjáni fyrir rit- dóm um Jóhann Sigurjónsson í Skírni og segir: „Svo næman og þroskaðan dóm veit ég engan vorra manna færan (eða færari) að skrifa. Mundu einungis eftir að stilla skap þitt, svo sanngirni og mannúð varðveitist fyrir þá mildi og réttvísi, sem vera skal „arke“ og „aitia“ í öllum dómum. Hið „relativa“ skal ráða alla leið upp himinstiga hugsjónanna. Hinir mestu menn verða allir, hver á sinn hátt, smámenni þegar þeir eru að „glíma við Guð,“ þ.e. eru að kenna okkur hugsjónir. Sbr. Wilson! Hvað er nú orðið úr hans 14 paragröffum? Og „hvernig eru kapparnir fallnir?“ spurði Davíð; hvernig er siðmenningin mikla, hrunin, afskræmd og komin í rúst, mold og ösku?“ Og síðar í bréfinu, sem varð hundrað ára í þessum mánuði, fær leiðtogi Frakklands þennan dóm: „En verra axarskaft en Parísarfriður þeirra Clemenceau finnst varla í sögu hnattarins.“ Sr. Matthías dó í nóvember þetta ár. Aðeins 20 ár- um síðar logaði heimurinn allur í ógnarbáli. Það varð versta axarskaft í sögu hnattarins og skilgetið af- kvæmi „Parísarfriðarins“. Það var því ekkert ofsagt í seinasta bréfi skáldsins til Kristjáns Albertssonar. Við skulum vona að þetta heims axarskaft haldi sínum titli um aldur. En maður veit svo lítið um þetta. Morgunblaðið/Árni Sæberg 15.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.