Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Síða 13
Fatima lenti í sprengjuárás í Írak þar sem hún var að leik í götunni. Hún missti fingur og tær. þjóðlega vernd á grundvelli þess að þau séu með vernd í Grikklandi. Nú bíða þau milli von- ar og ótta því það liggur fyrir að fjölskyldan verði öll send aftur til Grikklands þar sem ekk- ert bíður þeirra nema eymdin ein. Þau segjast ekki vita hvenær það muni gerast en líklega á næstu vikum. „Nú eru fimm fjölskyldur á leiðinni þangað en ég bíð bara. Við vitum ekki hvenær kemur að okkur. Við eigum alltaf von á að verða sótt af yfirvöldum,“ segir Ali sem er alsæll á Ís- landi. „Ég vissi að hér væri kalt en ég sá á netinu að hér væri gott fólk. Ég vildi bara að dóttir mín kæmist í skóla. Ég var orðinn mjög þreyttur; ég svaf ekkert á nóttinni fyrir áhyggjum. Nú sef ég ekki heldur hér; ég er svo áhyggjufullur yfir að vera sendur úr landi. Ég hef fengið tvær synjanir. Hvert eigum við að fara? Aftur til Grikklands þar sem dóttir mín fær enga menntun? Svo höfum við áhyggjur af kórónuveirunni; hvað ef fólk í flóttamannabúð- unum smitast? Þar er engin læknishjálp,“ seg- ir Ali. „Hér hefur okkur liðið vel. Börnin ganga í skóla og ég á hreint heimili. Stelpurnar eru svo hamingjusamar og eru farnar að tala íslensku. Þær eiga vini. En hvenær kemur lögreglan að sækja okkur?“ Ali Aljauoubi leggur orð í belg. „Í flótta- mannabúðunum vorum við 2.400 manns. Að- eins þrjú salerni fyrir alla. Þarna var gott fólk og þarna var vont fólk. Sumir voru eiturlyfja- neytendur og slagsmál voru daglegt brauð. Börnin gátu ekki leikið sér frjáls utan dyra og við héldum mest til í tjöldunum. Hér geta börnin notið lífsins, farið í skóla og íþróttir,“ segir hann. „Dóttir mín er sködduð á hendi og það vant- ar á hana bæði fingur og tær og þarna í Grikk- landi var öllum sama. Henni er oft illt,“ segir hann en þess má geta að litla stúlkan lenti í miðri sprengjuárás á götu nærri heimili sínu í Bagdad. „Hér er hún ekki með kennitölu og því fær hún heldur ekki hjálp hér.“ Líf fyrir dæturnar Nafnarnir þrá ekkert heitar en að dætur þeirra fái að alast upp við frið og hamingju. Að þær eigi von á góðu lífi. Í dag bíða þau í kvíða og ótta. „Ég hugsa ekki um mig eða konu mína, ég hef mestar áhyggjur af dóttur minni,“ segir Ali. „Í dag er ástandið í Grikklandi skelfilegt, það er verið að drepa börn þarna sem eru að flýja yfir. Það var einn lítill drengur skotinn þar nýlega. Ástandið er að versna til muna. Það er stórhættulegt þarna.“ Ali Aljauoubi tekur undir og segir: „Við vilj- um bara lifa í öryggi. Í Írak átti ég stórt hús með fimm herbergjum. Núna nægir bara að fá herbergi til að sofa í. Ég vil bara gott líf fyrir mig og dætur mínar.“ Fjölskyldan samankomin. Ali Aljauoubi stendur og heldur í litlu Ritu. Við hlið hans er ættmóðirin Fadheelah. Ali Alzirkani stendur og heldur í þær stöllur Fatimu og Jwan og eiginkona hans Weldan er á endanum. Morgunblaðið/Ásdís Flóttamannabúðirnar í Grikklandi eru yfirfullar og fólkið þarf að sofa í röðum. Einungis var boðið upp á útrunninn mat. Fjölskyldan svaf í afar lúnum tjöldum í tvö og hálft ár. Aðstæður voru vægast sagt skelfilegar. Í flóttamannabúðunum í Grikklandi var ekki rennandi vatn og aðeins þrjú salerni fyrir þúsundir. Ali Alzirkani tók sjálfsmynd af sér í flótta- mannabúðunum með hvítu tjöldin í baksýn. 15.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.