Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Side 14
F
lestir þekkja rithöfundinn Einar
Kárason, sem skrifað hefur bækur
í áratugi við góðan orðstír. Færri
þekkja þó manneskjuna á bak við
rithöfundinn. Morgunblaðið leitaði
því til dóttur hans, Kamillu Einarsdóttur, sem
fetað hefur í fótspor föður síns. Hún gaf út
bókina Kópavogskróniku, en leikverk skrifað
upp úr bókinni var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
14. mars.
Kamilla segir skemmtilegar sögur af
pabba sínum, sem hún hélt um skeið sem barn
að væri ritvélaviðgerðarmaður. Hún segir frá
því að hann sé langt frá því að vera handlag-
inn, haldi að hann sé góður í fótbolta, syngi
alltaf eftir nokkra bjóra og elski ketti meira
en margt annað.
Einar fékk svo að gefa lesendum innsýn í
persónu dóttur sinnar, sem hefur tiltölulega
nýlega stigið fram á ritvöllinn. Einar segir
hana klárlega undir áhrifum frá Charles Bu-
kowski og segir líklegt að hún hafi unnið sem
barþjónn á nektarstað og sem póstur til að
öðlast reynslu sem myndi nýtast henni við rit-
störfin. Annars er hann yfir sig stoltur af
henni og bíður spenntur eftir næstu bók.
Einar er einnig að frumsýna, svo að segja,
en hann mun stíga á svið um næstu helgi, 21.
mars, með sögusýningu í Landnámssetrinu í
Borgarnesi um Fyrirheitna landið.
Einar Kárason og Kamilla Einarsdóttir eru
bæði rithöfundar. Þau eru miklir vinir en
Kamilla segir pabba sinn afskaplega umhyggju-
saman og góðan pabba. Einar er ánægður
með dóttur sína, sem hann segir launfyndna.
Kamilla hefur verið bæði glaðlynd og skemmti-
leg að sögn Einars, allt frá barnsaldri.
„Erfði stjarnfræðilega óþolinmæði“
Feðginin og rithöfundarnir Einar Kárason og Kamilla Einarsdóttir voru fengin til að tjá sig
hvort um annað. Kamilla gefur þjóðinni nýja og persónulega sýn á rithöfundinn þjóðþekkta
og lýsir honum sem kattelskandi pabbabrandarakarli. Einar segir Kamillu hafa verið
skemmtilegt og stjórnsamt barn og lýsir því að sem unglingur hafi hún fengið sér vinnu sem
barþjónn á strippbúllu. Greinilegt er að á milli þeirra ríkir mikil virðing og væntumþykja.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
TENGSL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2020
Hún var nítján merkur þegar hún fædd-ist og alltaf mjög hraust. Hún varmjög bráðþroska, svakalega skapgóð
og hafði alltaf góða matarlyst sem krakki.
Henni fannst allur matur góður, nema hafra-
grautur, það hefur hún frá mér,“ segir Einar
Kárason um dóttur sína Kamillu sem skírð er
eftir móður hans.
„Þegar hún var átta mánaða fluttum við til
Danmerkur. Við byrjuðum á að fara með hana í
ungbarnaeftirlit. Konan þarna var ansi ströng
og vildi fara að segja þessum ungu íslensku for-
eldrum fyrir verkum. Hún spurði hvað hún
borðaði og ég varð fyrir svörum og sagði að hún
borðaði bara mat; sama mat og við. Ég laug að
henni að við á Íslandi lifðum aðallega á hval-
kjöti. Hún ætlaði eitthvað að andmæla en gat
ekkert sagt þar sem barnið var þarna skælbros-
andi með tólf tennur og stálslegin,“ segir Einar
og hlær.
Framtíð Danmerkur
Einar og kona hans Hildur Baldursdóttir eiga
fjórar dætur, Þórunni, Kamillu, Hildi Eddu og
Júlíu Margréti og er Kamilla önnur í röðinni.
Hildur Edda er fædd aðeins einu og hálfu ári á
eftir Kamillu og urðu þær að vonum nánar.
„Þær voru næstum eins og tvíburar. Kamilla
svaraði alltaf fyrir þær báðar. Hún sagði alltaf
„við“, og „okkur finnst“. Stundum sagði hún
„okkur finnst þetta ekki gott,“ en svo kom
kannski í ljós þegar sú yngri var tíu ára að henni
þótti þetta alveg gott. Hún var mjög passasöm
og góð við hana og auðvitað stjórnaði öllu. Það
gerðist einu sinni að eitt fimm ára hrekkjusvín
var að stjaka við þeirri litlu úti á leikvelli á leik-
skólanum. Þá kom Kamilla eins og rautt strik,
en hún var í rauðum anorak, og réðst á dreng-
inn þannig að sá á honum. Þegar foreldrar hans
komu að sækja drenginn var hann kominn með
glóðarauga. Þau spurðu hvað hefði komið fyrir
og var bent á þessa litlu rúmlega tveggja ára
ljóshærðu og bláeygðu stúlku,“ segir hann kím-
inn.
„Annað eftirminnilegt atvik frá Danmerk-
urárunum var þegar Kamilla var um tveggja
ára. Við vorum í apóteki á heitum og molluleg-
um degi og það var þegjandalegt yfirbragð yfir
öllum. Nema yfir Kamillu; hún gekk á milli
fólksins og heilsaði öllum. Hún var svakalega
útitekin og hárið nánast orðið hvítt eftir sum-
arið. Þarna var staddur gamall karl, eftir-
launaþegi, sem horfði á hana með svakalegri
væntumþykju í svipnum. Hann gat ekki stillt
sig og hélt smá ræðu og sagði: „Þessi drengur!
Hann er framtíð Danmerkur. Það er fyrir svona
drengi sem ég hef þrælað og slitið mér út allt
mitt líf. Takið eftir þessu ljósa hári og bláu aug-
um; það er ekkert „fremmestöff“ í þessum
dreng“. Við kunnum ekki við að eyðileggja þetta
með því að segja að þessi danski drengur væri í
raun útlensk stelpa,“ segir Einar og hlær.
Alltaf verið foringi
Hvernig var Kamilla sem krakki?
„Kamilla var alltaf hress og geðgóð. Hún varð
mjög snemma orðheppin og fyndin. Hún var
alltaf vinsæl í skóla og átti marga vini,“ segir
hann.
„Hún fékk fljótt mikinn áhuga á bókum enda
alltaf verið mikið af bókum í kringum hana,“
segir hann.
„Allar dætur mínar eru þægindaheita mann-
eskjur. Kamilla hefur alltaf verið mikill foringi.
Ég hef alltaf verið einn meðal kvenna en til að
rétta balansinn höfum við verið með fresskött.
Þannig að við vorum tveir,“ segir Einar sem í
dag á tvo ketti.
„Ég var alinn upp af ketti.“
Varstu alinn upp af ketti?
„Já, þegar ég var pínulítill var borinn kett-
lingur inn í húsið. Við vorum svona tveir kett-
lingar en svo varð hann fljótlega stór. Við vorum
miklir vinir. Hann var svo mikil fyrirmynd.
Þannig að ég hef alltaf átt ketti, alla tíð.“
Kærulaus og samviskusöm
Einar segir að Kamilla hafi átt auðvelt með nám
en hafi oft látið annað ganga fyrir. „Hún tók sér
pásu frá MH; það var of mikil lausung þarna í
svona áfangakerfi. En svo fór hún aftur og klár-
aði og fór svo í háskólann.“
Hvað gerði hún í pásunni?
„Eitt og annað, ég held hún hafi verið að búa
sig undir að verða rithöfundur. Ég hafði mjög
sterkt á tilfinningunni að hún væri að skrifa eitt-
hvað á þessum árum. Hún þróaði með sér mikla
frásagnarhæfileika, ásamt þessum mikla húm-
or,“ segir hann og segir Kamillu hafa verið
þægilegan ungling.
Hvernig manneskja er hún núna, sem full-
orðin?
„Hún er glaðlynd og skemmtileg. Mér finnst
hún ekkert hafa breyst, alltaf sama týpan, orð-
heppin og launfyndin. Hún er svakalega snögg
til svars, og á það til að segja eitthvað óviðeig-
andi. Ég hlæ mig stundum alveg máttlausan.
Ég hef mikinn húmor fyrir því. Hún er
skemmtileg blanda af kæruleysi og sam-
viskusemi. Hún hefur aldrei haft neinn sér-
stakan áhuga á að eignast hluti eða græða pen-
ing. En hún passar að hlutirnir séu í lagi og
borgar sína reikninga.“
Hvernig mamma er hún?
„Hún er góð mamma og natin við stelpurnar
sínar. Ég held hún hafi svipuð uppeldisviðhorf
og við höfðum. Sumsé að innprenta í börnin að
vera góð við minnimáttar og dýr. Ef það er í lagi
kemur restin af sjálfu sér.“
Barþjónn á nektarstað
Nú kom Kópavogskrónika út fyrir einu og hálfu
ári. Var hún eitthvað að ráðfæra sig við þig?
„Nei. Ég frétti bara að hún væri að semja við
útgáfufyrirtæki. En þetta kom mér ekki á óvart.
Ég vissi ekkert um hvað bókin væri; vissi bara
titilinn,“ segir Einar og viðurkennir að hann
hafi verið forvitinn.
„Mér fannst bókin mjög skemmtileg. Sama
ár gaf litla systir hennar Júlía út Drottninguna
af Júpíter og ég Stormfugla.“
Þannig að hún er að feta í þín fótspor, bjóstu
við því?
„Það kom mér ekki á óvart. Það var einn höf-
undur sem ég átti og las allan, Charles Bu-
kowski, og Kamilla var líka mjög upptekin af
honum og spændi hann allan í sig. Ég sá áhrif
þaðan. Hann vann um tíma sem póstur og gaf út
bók sem hét Post Office. Ég held að það hafi
verið ástæðan fyrir því að hún var að vinna hjá
póstinum einn vetur þegar hún tók pásu í
menntó. Svo fór hún að vinna sem dyravörður á
skemmtistað og barþjónn á nektarklúbbi. Ég
var alltaf með það á hreinu að þetta væri partur
af því að búa til bakgrunn fyrir höfundinn.“
Hvernig leist þér á þessa vinnu?
„Mér leist ekkert á það, þannig séð. Mér
fannst að hún ætti að drífa sig í að klára
menntaskólann, sem hún og gerði. Svo fór hún í
sagnfræði og það kom mér heldur ekki á óvart;
alltaf þegar ég keypti sagnfræðibækur var hún
fljót að spæna þær í sig.“
Nú á að fara að frumsýna Kópavogskróniku í
Þjóðleikhúsinu um helgina, ertu ekki stoltur af
henni?
„Jú, það er svaka gaman að því. Ég hef alltaf
verið með það á hreinu að hún hefði mikla hæfi-
leika.“
Einar segist viss um að Kamilla sé byrjuð á
bók númer tvö. Hann hefur ekki, frekar en fyrri
daginn, hugmynd um efni bókarinnar.
„Henni finnst óþarft að blanda mér inn í það
og ég skil það mjög vel. Enda væri ég vís til að
vera með of mikla afskiptasemi.“
„Orðheppin og launfyndin“
’Hún er svakalega snögg tilsvars og á það til að segjaeitthvað óviðeigandi. Ég hlæmig stundum alveg máttlausan.
Ég hef mikinn húmor fyrir því.
Hún er skemmtileg blanda af
kæruleysi og samviskusemi.