Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2020, Page 29
gott af sér leiða í heimi sem er honum alls ekki hliðhollur. Að sama skapi sér Sephy óréttlætið en talar fyrir dauf- um eyrum. Hennar megin múrsins skilur enginn hvers vegna það hvarfl- ar að henni að taka svona niður fyrir sig. Á götum úti kraumar reiðin, upp- þot eru í aðsigi og áður en þau vita eru Callum og Sephy í bráðri hættu. Nútíma Rómeó og Júlía Rómeó og Júlía, hugsar nú ugglaust einhver. Ungir og bláeygir elskend- ur, sameinaðir af ást en sundrað af samfélaginu. Og jú, Malorie Black- man, höfundur skáldsagnanna sem þættirnir byggjast á, gengst fúslega við því að Noughts + Crosses sé hennar útgáfa af hinni ódauðlegu ástarsögu Shakespeares. En um leið snörp ádeila á samfélag sem lætur kynþáttamisrétti líðast. Blackman er sjálf svört og hefur lengi verið málefnið hugleikið en meira en tveir áratugir eru síðan fyrsta bókin í bókaflokknum kom út. Í hennar huga hefur þó ekki mikið breyst í millitíðinni og fyrir vikið eigi sjónvarpsþættirnir brýnt erindi. Oft er sagt að fólk eigi erfitt með að setja sig í spor annarra; nema þá að hreinlega vera þar. Þetta er leik- konunni Kiké Brimah, sem fer með hlutverk Minervu, hinnar illskeyttu eldri systur Sephy í þáttunum, of- arlega í huga í samtali við breska blaðið The Guardian. „Von mín er sú að þættirnir nái til Claire frá Devon – það er fólks sem hefur enga tilfinn- ingu fyrir reynslu af þessu tagi. Fólki á að líða illa meðan það horfir á þættina. Til þess að skilja sjónarmið annarra, þarftu að hafa gengið í gegnum það sama.“ Breski leikarinn Jack Rowan, sem leikur Callum, viðurkennir að hann hafi ekki þekkt til bóka Black- mans en kveðst hafa fallið fyrir þeim um leið og hann las þær. „Ég skildi um leið hvers vegna þær höfðu svona mikil áhrif. Að fá tæki- færi til að vinna að einhverju sem hefur haft svona djúpstæð áhrif á svo marga var eins og ljóðlist í mín- um huga,“ segir hann við The Gu- ardian. Enda þótt ástarsagan sé miðlæg glíma þættirnir við kynþátta- fordóma á breiðari grunni. Ungir hvítir menn eru undir smásjánni og þeldökkir lögreglumenn láta þá hafa það óþvegið; lemja þá eins og harð- fisk með kylfum og skyrpa út úr sér niðrandi orði um kynþáttinn, sem í þessu tilfelli er „blanker“. „Því miður benda staðreyndir til þess að hatursglæpir í Bretlandi hafi ekki í annan tíma verið fleiri en nú, þar sem fólk er dæmt út frá húðlit sínum, trúarbrögðum eða kyn- hneigð,“ segir Blackman. „Svo virð- ist sem árangur hafi náðst varðandi upplýsingaflæði og þekkingu gagn- vart annarskonar menningu en eigi að síður líta sumir því miður svo á full ástæða sé til að óttast og varast alla sem eru öðruvísi en þeir. Það er synd og skömm.“ Teknir upp í Suður-Afríku Suður-afríska leikkonan Masali Ba- duza fer með hlutverk Sephy en þættirnir voru einmitt teknir að stórum hluta upp í heimalandi henn- ar. Hugmyndin mun hafa verið að tengja sem best við menningu svartra. Tungumálið, tónlistin, lýs- ingin, búningarnir og förðunin hafa öll þann tilgang að undirstrika hinn öfugsnúna heim; hvort sem við erum að tala um hina ákjósanlegu fegurð, yfirburði afrískrar menningar eða einfaldlega bara hvernig fólk heilsar hvað öðru. Baduza viðurkennir að hún hafi haft mjög gaman af þessu. „Það var frábært að halda upp á okkar menn- ingu með þessum hætti,“ segir hún við The Guardian. „Allt frá leik- munum yfir í búningana og hárið. Allt var þetta svart og afrískt án þess að biðjast afsökunar á því. Það var gaman að taka þátt í því. Afríka var normið við tökurnar og það hjálpaði mér að líða vel.“ Kiké Brimah tekur undir það. Merkilegt hafi verið að sjá svo margt hörundsdökkt fólk í einu og sama herberginu „og öll vorum við valdamikil og tigin“. Mögulega verður upplifunin und- arlegri fyrir þá sem eru fölir á hör- und. „Ég vona að fólk læri af þessu og að þetta hjálpi fólki að sjá annað fólk sem líkist því ekki í útliti,“ segir Jack Rowan. „Ég vona að þetta kenni einhverjum eitthvað nýtt um kynþáttafordóma og að þeir geti sagt á eftir: Nú skil ég.“ Masali Baduza og Jack Rowan í hlutverkum elsk- endanna Sephy og Callum. BBC 15.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SJÓNVARP Reese Witherspoon fer mikinn í míníseríum í sjónvarpi um þessar mundir. Big Little Lies sló í gegn og nú er komið að Little Fires Everywhere sem efnisveitan Hulu frumsýnir í næstu viku, en þeir þættir byggja á samnefndri skáld- sögu eftir Celeste Ng frá 2017. Líkt og Big Little Lies er Little Fires Everywhere stútfull af bitastæðum kvenhlutverkum og ógurlegum leyndarmálum. Witherspoon leikur móður og út á við virðist fjölskylda hennar fullkomin. Kunnuglegt? Witherspoon í nýjum þáttum Reese Witherspoon leikur móður. AFP BÓKSALA 4.-10. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Glæpur við fæðingu Trevor Noah 2 Andlitslausa konan Jónína Leósdóttir 3 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl 4 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler-Olsen 5 Blekkingaleikur Kristina Ohlsson 6 Úlfakreppa B.A. Paris 7 Ennþá ég Jojo Moyes 8 Hvítt haf Roy Jacobsen 9 Independent People Halldór Laxness 10 Konan sem datt upp stigann Inga Dagný Eydal 1 Sombína og dularfulla hvarfið Barbara Cantini 2 Dularfulla símahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir 3 Kepler 62 – leyndarmálið Bjørn Sortland 4 Tinni – ferðin til tunglsins Hergé 5 Georg og magnaða mixtúran Roald Dahl 6 BFG kilja Roald Dahl 7 Tinni – í myrkum mánafjöllum Hergé 8 Harry Potter og viskusteininn J.K. Rowling 9 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir 10 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson Allar bækur Barnabækur Undanfarin ár hef ég markvisst verið að lesa meira. Ég var mikill lestrarhestur sem barn en í kring- um unglingsaldurinn (sjónvarp í fermingargjöf) fór lestrarstund- unum fækkandi. Fyrir 3 árum hins vegar setti ég mér það markmið að hætta að sofa með símann í herberg- inu mínu, gerði mér sérferð til að kaupa vekj- araklukku og les núna fyrir svefninn í stað þess að fara heilalaust í gegnum hvers kyns samfélagsmiðla. Mæli virkilega með þessu, þú sefur betur. Sú bók sem hefur haft hve mestu áhrifin á mig er bókin SELD sem ég fann í bókahillu eldri systur minnar þegar ég var 11 ára. Ég var klárlega of ung til að lesa hana þar sem ég skildi ekki allt en hef lesið hana oft síð- ar. Hún fjallar um systur, Zönu 15 ára og Nadiu 14 ára, sem búa í Englandi með for- eldrum sínum, enskri móður og föður frá Jemen. Eitt sumarið eiga þær að fá að fara í draumafríið að heimsækja ömmu og afa í Jemen. Þær fara þangað einar en þegar þær mæta á svæðið þá kemur í ljós að pabbi þeirra hafði selt þær í hjónaband. Zönu tekst að sleppa frá Jemen eftir 8 ár en þurfti að skilja son sinn eftir. Nadia varð eftir í Jemen ásamt börnum sín- um og er þar enn. Þessi bók snerti mig og ég átti svo erfitt með að sætta mig við þessi örlög þeirra (og á það enn!). Í fyrra tók ég svo þátt í bóka- áskorun þar sem átti að lesa 26 bækur sem uppfylltu alls kyns kröfur (fyrsta bók höfundar, bók sem gerist á stað sem þú átt eftir að heimsækja o.s.frv.). Mér gekk ekkert sérstaklega vel að klára flokkana þar sem ég les aðallega glæpasögur en tókst samt næst- um því að klára uppsettan bóka- fjölda. Þetta víkk- aði líka sjóndeild- arhringinn og ég heyrði um bækur sem ég hefði annars aldrei vitað af og af og til læddust inn bækur sem fjölluðu ekki um morð. Til að mynda bókin Villt sem er sjálfsævisaga Cheryl Strayed, en 22 ára gekk hún ein síns liðs Kambaslóðina (the Pacific Crest). Núna er ég að lesa bókina Kon- an í glugganum eftir A.J. Finn sem fjallar um sálfræðinginn Önnu Fox sem hefur ekki stigið út undir bert loft í 10 mánuði vegna víðáttufælni. Bíð spennt eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman. Næstu bækur sem mig langar að lesa eru Svínshöfuð eftir Berg- þóru Snæbjörnsdóttur og Kokkáll eftir Dóra DNA. Geri samt ráð fyrir að einhverjir krimmar læðist inn á undan og á eftir. ÓLÍNA KRISTÍN ER AÐ LESA Sef betur eftir bóklestur Ólína Kristín Sigurgeirs- dóttir er verk- fræðingur hjá Icelandair.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.