Morgunblaðið - 07.04.2020, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
Skakkaföll geta ýtt undir
þróun nýrra lausna sem
skapa grundvöll fyrir sveigj-
anlegra viðskiptamódeli.
Morgunblaðið/Eggert
10-11
07.04.2020
07 | 04 | 2020
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Gunnlaugur Snær Ólasson
gso@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Auglýsingar
Bjarni Ólafur Guðmundsson
daddi@k100.is
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg
Prentun
Landsprent ehf.
Veturinn sem er að líða undir lok um þessar stundir
hefur verið sjávarútveginum og þjóðinni allri mjög
erfiður. Ofan á þessa ótíð hefur bæst veirufaraldur
sem hefur lamað stóran hluta hagkerfisins, ekki
bara hér á landi, heldur um heim allan. Það er því
tilefni, þar sem útgáfa þessa blaðs kemur í aðdrag-
anda páska, til þess að minnast á það að þessi árs-
tími er tími upprisu og endurfæðingar í kjölfar þján-
ingar og erfiðleika.
Það má segja að það sé einmitt mikilvægur þátt-
ur umfjöllunarefnis þessa blaðs. Í blaðinu er meðal
annars fjallað um þá hugvitssemi sem leysist úr
læðingi þegar skilyrði breytast. Hvernig fyrirtæki
leita nú nýrra leiða til þess að selja afurðir sínar,
hvaða nýjungar eru til þess fallnar að mæta betur
síbreytilegum kröfum markaðarins og hvernig hægt
sé að hagnýta gögn og tæki, svo eitthvað sé nefnt.
Á sama tíma er mikilvægt að hugsa til þess að ís-
lenskur sjávarútvegur og tengdar greinar hafa
margoft sýnt einstaka hæfni til þess að tileinka sér
nýjar lausnir og nýja þekkingu. Og það er kannski sá
hæfileiki sem mun verða til þess að greinin verður
fljót að taka við sér þegar gangverk hagkerfisins fer
af stað á ný. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Rax
Einstök aðlögunarhæfni er grundvöllur viðspyrnunnar
Forgangsmálin sem rata inn á borð
stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar
eru yfirleitt þess eðlis að mannslíf
sé í hættu eða gæti orðið það.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
8
Verulegir vankantar eru á stofnmati
makríls og er erfitt að spá á hvaða
mið hann mun leita í framtíðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
12
Notendur gagnasafns Sea Data
Center geta borið saman eigin gögn
við gögn frá Sea Data Center í dag,
gögn frá Íslandi, Noregi, Færeyjum,
öllu Evrópusambandinu, Rússlandi,
Kanada, Bandaríkjunum og Síle.
Morgunblaðið/Eggert
20
Búnaðurinn sem notaður er í fisk-
vinnslum er orðinn svo fullkominn
að greinin gerir auknar kröfur um að
starfsfólk hafi sérhæfða þekkingu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
22