Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 14
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
G
aman hefur verið að fylgjast
með velgengni Völku, og sjá
fyrirtækið komast hratt og
vel í hóp þeirra allrabestu á
sviði fiskvinnslutækni. Fyrirtækið var
stofnað árið 2003 af Helga Hjálmars-
syni og framleiðir í dag fjölbreyttan
búnað fyrir fiskvinnslur en tækni
Völku tekur við fiskinum eftir hausun,
flökun og roðflettingu. Fyrsta skrefið
í Völku-búnaðinum er forsnyrting en
síðan fer fiskurinn í vatnsskurðarvél
sem greinir fiskinn og sker eftir
kúnstarinnar reglum og flokkar fyrir
pökkun. Þekktasta vara Völku er ein-
mitt vatnsskurðarvélin sem fyrir-
tækið setti fyrst á markað fyrir átta
árum og þykir hafa markað tímamót í
bættri hráefnisnýtingu og aukinni
verðmætasköpun í greininni.
Auður Ýr Sveinsdóttir er aðstoð-
arframkvæmdastjóri Völku og segir
hún að árangurinn megi ekki síst
þakka góðu samstarfi við viðskipta-
vinina. Eru ekki nema átta ár síðan
fyrsta vatnsskurðarvél Völku var tek-
in í notkun, í fiskvinnslu HB Granda,
og segir Auður að slík verkefni bygg-
ist á gagnkvæmu trausti og miklum
metnaði viðskiptavinarins á sviði
tæknilegrar framþróunar í fisk-
vinnslu.
Eins og lesendur vita er krafta-
verki líkast hvað vinnslubúnaður
fyrirtækja eins og Völku ræður við og
þannig notar vatnsskurðarvélin rönt-
gentækni til að greina hvar bein-
garðurinn liggur í hverju flaki, sam-
spil röntgen, leysigeisla og mynda-
vélatækni reiknar svo út af nákvæmni
lögun og þyngd hvers flaks sem fer í
gegnum vélina. Skurðartækið sjálft
beinir hárfínni og öflugri vatnsbun-
unni á alla mögulega vegu og bæði
sker í burtu beingarðinn og annað
sem röntgenmyndavélin kann að hafa
komið auga á. Álgrím reikna svo út
heppilegastu skiptingu í bita byggt á
því skurðamynstri sem vinnslustjór-
inn hefur valið og þannig er verðmæti
hvers flaks hámarkað. Bitunum sem
koma úr vélinni má dreifa á ólíka staði
innan fiskvinnslunnar, og þannig
gætu t.d. hnakkastykkin farið rakleið-
is í pökkun og þaðan beint út á flug-
völl og áleiðis til kaupenda í öðrum
löndum, á meðan aðrir bitar fara í
frysti eða þá leið sem tryggir hæst af-
urðaverð.
Risaverkefni að ljúka
Þegar litið er yfir sviðið blasir við að
vöxtur Völku er rétt að byrja. Fyrir-
tækið er um þessar mundir að styrkja
stöðu sína á Íslandi og í Noregi og
hafa vélar fyrirtæksins sannað gildi
sitt í fiskvinnslum bolfiskútgerða sem
og í sláturhúsum fyrir laxfiska. Þá er
Valka um þessar mundir að legga
lokahönd á stóra fiskvinnslu í Múr-
mansk og óhætt að reikna með fleiri
verkenfum í Rússlandi í takt við öra
tæknivæðingu sjávarútvegsfyrir-
tækja þar í landi.
Auður minnir á að tæknivæðing
rússnesks sjávarútvegs kemur m.a. til
af því að ríkisstjórn Pútíns ákvað að
umbuna þeim útgerðum með auknum
kvóta sem fjárfesta í nýjum og betri
fiskvinnslum og skipum. Valka sér um
uppsetningu fiskvinnslunnar, sem er í
eigu útgerðarinnar Murman, og er
heildarhönnun verksmiðjunnar í
höndum Völku þó að fleiri tækjafram-
leiðendur komi að verkefninu. Koma
um 80% tækjabúnaðarins frá íslensk-
um fyrirtækjum eins og Skaganum
3X, Kappi og Slippinum á Akureyri.
Um u.þ.b. 1,3 milljarða króna fram-
kvæmd er að ræða og verður fisk-
vinnsla Murman líklega tæknivædd-
asta bolfiskvinnslan í Rússlandi.
Að sögn Auðar hefur verkefnið
gengið mjög vel og ánægjulegt að
starfa með Rússunum. „Starfsfólk
okkar í Noregi hefur borið hitann og
þungann af bæði sölu verkefnisins og
utanumhaldi, en einnig hefur fjöldi
fólks á Íslandi unnið að verkefninu í
Múrmansk í skemmri eða lengri tíma.
Góð liðsheild er innan fyrirtækisins,
allir vinna samhentir að einu marki,
og hefur hópurinn verið samstilltur í
að takast á við allar þær áskoranir
sem hafa komið upp á framkvæmda-
tímanum.“
Lífið getur verið erfitt í rúss-
neskum borgum, og á það t.d. við um
Múrmansk að þar getur orðið skelfing
kalt á veturna, ekta rússneskur blær
er á mannlífinu og ekki endilega mikið
um að vera fyrir aðkomufólk. Spurð
hvort dvölin í Múrmansk hafi reynt á
starfsfólkið af þessum sökum segir
Auður að sérfræðingar Völku kalli
ekki allt ömmu sína og séu því alvanir
að þurfa að dvelja fjarri heimahögum
vegna uppsetningar vinnslutækja.
„Við gættum þess að reyna að hafa
hverja vinnuferð að hámarki 2-3 vikur
að lengd svo fólk dvelji ekki of lengi
fjarri ástvinum sínum en að auki réð-
um við sérstaklega til okkar rúss-
neskumælandi starfsfólk. Vissulega
voru vinnudagarnir langir og krefj-
andi en það fór ágætlega um okkar
fólk og heimamenn gestristnir.“
Verðum áfram í fremstu röð
En hvað þýðir það fyrir íslenskan
sjávarútveg ef Rússland og aðrir
keppinautar tæknivæðast? Markaðs-
greinendur hafa bent á að það tækni-
forskot sem íslenskur sjávarútvegur
hefur notið um allangt skeið vari ekki
endilega að eilífu enda sjá aðrar þjóðir
líka hag sinn í að tæknivæða veiðar og
vinnslu, og þar með auka afköst og
skilvirkni samhliða því að stórauka
gæði vörunnar. Er þessi þróun óhjá-
kvæmileg, hvort sem tæknin sem not-
uð er í sjávarútvegsfyrirtækjum ann-
arra þjóða kemur frá Íslandi eða
annars staðar að.
Auður bendir á að íslensk útgerðar-
fyrirtæki þurfi ekki að óttast harðn-
andi samkeppni, en greinin megi vita-
skuld ekki sofna á verðinum heldur
þurfi að halda áfram að vinna að ný-
sköpun og tækniþróun. „Við getum
viðhaldið forskotinu enda búum við að
mikilli þekkingu og byggjum árang-
urinn á nánu og góðu samstarfi fyrir-
tækjanna og fræðasamfélagsins. Það
er þar sem forskotið liggur í reynd, og
ef nýsköpun er sinnt sem skyldi munu
íslensk sjávarútvegsfyrirtæki alltaf
njóta góðs af því að hafa nýjustu og
bestu tækni sem fáanleg er,“ útskýrir
hún og bætir við að tæki eins og þau
sem verið er að setja upp í Múrmansk
hafi sinn endingartíma og muni úreld-
ast einn góðan veðurdag. „Markaður-
inn er í stöðugri þróun og neytendur
að kalla eftir nýjum vörum, sem þýðir
að þróa þarf tækni sem mætir þessum
kröfum enn betur.“
Sést þetta forskot kannski hvað
best á nýrri fiskvinnslu Samherja sem
rís núna á Dalvík. Segir Auður að fisk-
vinnslan á Dalvík verði risastór með
fjórar skurðarlínur sem vinna saman
til að hámarka verðmæti hvers flaks
og um leið skapa mikinn hraða og
sveigjanleika í starfseminni. Þar verð-
ur hægt að verka mikið magn afla á
skömmum tíma og ganga enn lengra í
að tryggja sem besta meðferð hráefn-
isins frá veiðum og þar til fiskurinn er
kominn í hillur verslana. „Verður fisk-
vinnslan sú tæknivæddasta í heimi,
með margfalda afkastagetu á hvern
starfsmann borið saman við það sem
tíðkast víðast hvar erlendis.“
Forskotið byggist á nánu og góðu samstarfi
Aðrar fiskveiðiþjóðir munu freista þess að saxa á tækniforskot Íslands en ef rétt er staðið að nýsköpun og tækniþróun má
viðhalda forskotinu og tryggja að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki njóti góðs af nýjustu og bestu tækni sem fáanleg er.
„Markaðurinn er í stöðugri þróun og neytendur að kalla eftir nýjum vörum, sem þýðir að þróa þarf tækni sem mætir þessum kröfum enn betur,“ segir Auður Ýr.
Ljósmynd/Valka/Hörður Sveinsson
Fólk að störfum við snyrtilínu frá Völku. Tækniframfarir undanfarinna ára stórauka afköst hvers starfsmanns.
Ljósmynd/Valka/Kristján Maack
Vandlega vatnsskorið flak.Vatnsskurðarvél Völku markaði tímamót í meðferð og nýtingu fiskflaka.
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020