Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 11

Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 11
myndi gera þeim kleift að beina framleiðslunni í það sem skapað geti tekjur í breyttu umhverfi. „Nú eru margir sem vilja skipta úr fersku í frosið. Hafa kannski verið að flytja út ferskan heilan fisk eða heil flök og vilja geta unnið fiskin enn frekar hér heima. Ég hugsa að það verði meiri spurn eftir sveigjanleika,. Sumir hugsa væntanlega að þeir ætli ekki að lenda í aðstæðum þar sem dregur úr framleiðslu vegna þess að starfsfólk fer í sóttkví eða að geta ekki skipt milli framleiðslu- leiða.“ Þá geta slík skakkaföll ýtt undir þróun nýrra lausna sem skapa grundvöll fyrir sveigjanlegra við- skiptamódeli, segir hún. „Samtalið verður oft til í kjölfar áfalla. Þegar gengið er í gegnum krísu koma upp ákveðnar spurningar og sumt sem hefur kannski tekið langan tíma að koma í fram- kvæmd, það fer í miklu hrað- skreiðara ákvörðunarferli.“ Heimamarkaðurinn tíu árum á undan Spurð hvernig málin standa á ný- mörkuðum segir Guðbjörg þá vilja lausnir eins og minni flokkara, einfaldari línur og lausnir sem að eykur afköstin. „Um leið og fyrir- tæki eru búin að stíga þessi skref þá kemur hitt í kjölfarið. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig eldishvítfiskurinn er að þróast. Þar eru tækifæri til þess að koma með einfaldari tæki, sem þegar eru til, inn á nýmarkaði. Þar hefur vinnuaflið oft verið ódýrara, en þegar það þarf að auka magn í gegnum vinnsluna er einfalt að koma upp tækjum sem hafa verið lengi á öðrum mörkuðum,“ segir Guðbjörg og bendir á Suður- Ameríku, Asíu og Afríku. Þrátt fyrir aukin umsvif Marel á alþjóðlegum mörkuðum á undan- förnu telur Guðbjörg mikilvægt að viðhalda góðu og nánu samstarfi við viðskiptavini á heimamark- aðnum. „Heimamarkaðurinn býð- ur upp á endalaus tækifæri til þess að vera í nánu samstarfi í ný- sköpun og vera þannig tíu árum á undan öllum öðrum mörkuðum, enda eru aðilar hér mjög fljótir að nýta sér nýjustu tæknilausnir og til í að taka þátt í vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við okkur. Þetta er virðissköpun sem er ótrú- lega gaman að taka þátt í. Öflug nýsköpun Hugbúnaður mun sífellt skipta meira máli enda eru tæki í aukn- um mæli samtengd inn á eitt kerfi og þurfa að getað talað saman, auk þess sem stjórnun tækjanna verður sífellt tæknivæddari, að sögn Guðbjargar. Þá sé mikilvægt að vera í samstarfi um nýsköpun innanlands og bendir meðal ann- ars á að fyrirtækið hefur verið í samstarfi við Háskólann í Reykja- vík um þróun á sviði gervi- greindar. „Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er að verða mjög öflugt og klárlega þarf að styðja við frekari ný- sköpun, það græða allir á aukinni þekkingu,“ svarar hún spurð hvort þurfi að styðja við bættar aðstæður til nýsköpunar á Íslandi. Jafnframt þurfi að stuðla að því að erlendir aðilar með sérhæfða þekkingu sækjast eftir því að starfa á Ís- landi. Tækifæri með sýndarveruleika Marel hefur þegar hafið nýtingu nýrrar tækni til þess að miðla upp- lýsingum til viðskiptavina, að sögn Guðbjargar. „Það er ótrúleg framþróun á sviði sýndarveruleika sem opnar á meiri skilning á hvernig sé unnið með hráefnið,“ útskýrir hún og bætir við að við- skiptavinir Marels geta séð sínar eigin vinnslur í sýndarveruleika og skoðað hvaða tækifæri eru til úr- bóta. „Eitt er að sjá einhver gögn í excel-skjali, annað er að horfa á það á skjánum í sýndarveruleika. Þá eykst skilningurinn svo svaka- lega.“ Þá er einnig kostur að hægt er að nýta slíka tækni þvert á landamæri og er hægt að miðla upplýsingum með þessari tækni í raun hvert sem er. Dæmi eru um að Marel hafi nýtt sýndarveruleika í samskiptum við viðskiptavini hér á landi. Brim hf. undirritaði samning við Marel í október á síðasta ári um uppsetn- ingu á hátækni vinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir hvítfiskvinnslu sem sagt hefur verið gera aðstöðu fé- lagsins á Norðurgarði í Reykjavík að fullkomnustu vinnslustöð fyrir bolfisk á heimsvísu. Áður en gengið var til samninga kynnti Marel lausnina fyrir stjórnendum Brim í sýndarveruleika, auk þess sem gert var ráð fyrir að þjálfun starfs- manna færi fram í gegnum sýnd- arveruleika þannig að starfsfólk Brims mun geta starfrækt bún- aðinn frá Marel frá fyrsta degi.Vélarnar skipa sér sífellt stærri sess í fiskvinnslunum. Skurðvélar eru orðnar mjög þróaðar og liggur framtíðin í skurði eftir pöntunum. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 MORGUNBLAÐIÐ 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.