Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Page 11
virkar það kannski ekkert svo langur tími en
ég get lofað þér að það horfir öðruvísi við þeg-
ar maður lifir þetta sjálfur. Ég bar gæfu til að
losa mig undan þessu oki í ágúst 2016 og hef
ekki litið um öxl síðan. Ég hætti ekki bara að
nota hörð fíkniefni; ég hætti líka að drekka
áfengi og nota tóbak. Þetta er allt farið. Og ég
er alveg ótrúlega fínn.“
Eitt laganna á plötunni, Failures, fjallar
beinlínis um reynsluna af því að losna við fíkni-
efni úr líkamanum og þjáninguna í fráhvörf-
unum fyrstu þrjá dagana. Jón Már lýsir þeirri
glímu með þessum hætti á heimasíðu sveit-
arinnar, unemisere.com: „Það er erfitt að út-
skýra þetta en þeir sem vita hvað ég er að tala
um, hvað ég gekk í gegnum, munu skilja það
fullkomlega. Von okkar er sú að þeir sem aldr-
ei hafa upplifað fráhvörf hlusti, skynji þung-
ann, og búi að örlítið skapari sýn á eftir.“
Í viðtali við Morgunblaðið!?
Oft er sagt að fíklar helli sér af margföldum
þunga út í eitthvað annað þegar þeir eru komnir
úr galeiðuróðri sínum og á þurrt land. Jón Már
tekur heilshugar undir það. „Já, það er háttur
fíkilsins. Hann elskar ekki, hann dýrkar! Sjálfur
hef ég farið af þreföldum þunga í tónlistina,
ræktina og eldamennskuna og veganismann.
Það er mjög mikilvægt að hafa alltaf eitthvað
fyrir stafni og fíklar hafa tilhneigingu til að taka
hlutina með trompi. Líf mitt hefur tekið ótrúleg-
um breytingum; ég meina, fyrir fimm árum
hefði ég ekki trúað því að ég ætti eftir að verða
sallarólegur í íbúð í Vesturbænum að elda tófú
og í viðtali við Morgunblaðið.“
Hann hlær. Og við báðir.
Flest eru lögin tólf á Sermon í styttri kant-
inum, meðallengdin nær ekki þremur mín-
útum. Jón Már segir þetta í senn ráðast af
stefnu og tíðaranda. Stutt lög og hnitmiðuð
eigi upp á pallborðið nú um stundir. „Auðvitað
er allur gangur á þessu og sumar hljómsveitir
eru að gefa út ópusa og langlokur, sem er bara
besta mál. Sjálfur hef ég á hinn bóginn ekki
þolinmæði til að spila löng lög. Það er fín
vinnuregla, þegar maður er að semja, að sjá
fyrir sér gólfið fyrir framan sviðið. Strax og
lagið verður of langt þá hættir gólfið að hreyf-
ast. Við spilum besta riffið í hverju lagi yfirleitt
ekki oftar en tvisvar sinnum.“
Hann vísar í þessu samhengi í fleyg ummæli
Todds Jones, söngvara og gítarleikara banda-
rísku harðkjarnapönksveitarinnar Nails, en
hún hefur sent frá sér þrjár breiðskífur sem
allar eru á bilinu þrettán til tuttugu og ein mín-
úta á lengd. „Það vill enginn hlusta á meira en
tuttugu mínútur af Nails í einu!“
Ekki aftur snúið
Út frá þessu hjólum við í sjálfan grunninn,
uppsprettuna. Í ljós kemur að krókurinn
beygðist snemma í tilviki Jóns Más – og þó.
„Strax í bernsku kynntist ég ákveðnum
grunni; hlustaði á bönd eins og Rammstein og
Slipknot. Þessi þyngri og erfiðari heimur byrj-
aði hins vegar ekki að opnast fyrir mér fyrr en
ég var svona sautján, átján ára. Góður vinur
minn, Dagur Bollason, fór þá að ota að mér
harðkjarna böndum á borð við Converge og
Magrudergrind – og ég bara hlýddi. Eftir það
var ekki aftur snúið. Þessi níðþungi heimur
bara gleypti mann. Hvernig var annað hægt?“
Ekki svo að skilja að tónlistin væri aðgengi-
leg og uppibyggileg, heldur þvert á móti.
„Mest af þessu harðkjarnaefni er mjög erfitt.
Það er til dæmis ekkert við Suicide Silence
sem lætur manni líða vel. Nákvæmlega ekkert.
En er það ekki bara allt í lagi? Stundum þarf
maður bara á því að halda, að líða ekki vel.“
– Og þið í Une Misère kallist á við þann hóp?
„Við erum sá hópur. Ég er sjálfur þessi
týpa. Mér líður ekkert alltaf vel. En þegar mér
líður vel þá líður mér ótrúlega vel. Að því
sögðu þá erum við alls ekki að spegla okkur í
einstaklingum; við viljum ekki stíga á tærnar á
neinum. Ég veit ekkert hvernig öðrum líður;
ég veit bara hvernig mér líður.“
– Og í dag líður þér oftar vel en illa?
„Já, miklu oftar. Fyrir fimm árum leið mér
ekki. Engan veginn. Ég þurfti auðvitað að díla
við allskonar hluti og gerði það, dofinn frá
hvirfli til ilja.“
Eftir því sem meiri ró og friður hefur færst
yfir sálina hefur tónlistarsmekkurinn líka
breyst, alltént áherslurnar. „Ég er í miklu
mýkra efni í dag; hlusta mest á grátandi
stráka eða stelpur með kassagítar,“ segir hann
hlæjandi. Og er ekki að grínast. „Ég er mikið í
poppi og hipphoppi um þessar mundir, ekki
síst íslensku. Karítas er með sturlaðan nýjan
síngúl, eins rapparinn 24/7. Svo er fínt að
hlusta á Bon Iver til að gleyma áhyggjunum.
Ég er minna hrifinn af áreitinu í þungarokk-
inu, alla vega sem stendur,“ bætir hann við og
vísar í glænýjan lagalista sem hann er sjálfur
með á efnisveitunni Spotify. „Þar er pottþétt
margt sem kemur á óvart.“
Svo er það ímyndin. Við hljótum að staldra
við hana. Hefðu menn mætt Bootlegs á Lauga-
veginum á níunda áratugnum, Sororicide á
þeim tíunda og jafnvel Mínus upp úr aldamót-
um hefði enginn þurft að velkjast í vafa – al-
máttugur, þetta eru þungarokkarar! Gamlar
konur hefðu ugglaust fært sig hratt og örugg-
lega yfir götuna á gangstéttina hinum megin.
Á hinn bóginn er fátt við útlit liðsmanna Une
Misère sem æpir á mann: Þuuuungarooookk!
Jón Már hlær þegar þetta ber á góma. „Síð-
hærðir menn og menn með sítt og mikið skegg
eru alveg velkomnir ennþá. Senan hendir þeim
ekkert öfugum út. En þungarokkarinn sem ste-
reótýpa er dauður! Sama má segja um hipp-
hopparann sem stereótýpu. Innra útlitið er kom-
ið meira inn í spilið, ef þú skilur hvað ég er að
fara? Ég meina, það sem þú hefur að segja
skiptir meira máli en í hvernig bol þú ert. Mín
kynslóð hefur engan áhuga á því hvernig þú lítur
út, bara hvaða manneskju þú hefur að geyma.“
Hann heldur áfram með þessa pælingu. „Ég
hef svo sem engan sérstakan áhuga á að tala
um kynslóðabilið en þetta er eigi að síður
ágætt dæmi um það. Þegar ég er í strætó pæli
ég ekkert í því í hverju næsti maður er. Ef það
eru fjögur göt á buxunum hans kemur það mér
hreint ekki við. Það auðgar ekki líf mitt á neinn
hátt að hugsa um það, hvað þá að tuða yfir því.
Sama máli gegnir um manninn í götóttu bux-
unum. Kynslóð foreldra minna myndi aftur á
móti pæla heilmikið í þessu. Af hverju ætli
þessi göt séu á buxum aumingja mannsins? Og
þar fram eftir götunum.“
Verður lengi á X-inu
Ekki fylgir sögunni hvort foreldrar Jóns Más
tilheyra barnasprengjukynslóðinni eða kyn-
slóðinni sem kennd er við X, eins og sá sem
þetta ritar. Og eins illa og mér er við að við-
urkenna það þá myndu pottþétt allskyns vanga-
veltur fara í gang í kollinum á mér við þessar
aðstæður – og ég byrja að stoppa í götin.
– Þú ert þá að segja að þín kynslóð búi að
meira frelsi en kynslóð foreldra þinna?
„Já, mér finnst það blasa við. Alla vega hvað
þetta varðar, við erum ekki eins upptekin og
bundin af staðalmyndum. Ætli sixtís-tíminn sé
ekki bara að koma aftur?“
Ég heyri hann brosa gegnum símann.
Við eigum alveg eftir að fara yfir vinnuna í
útvarpinu sem Jón Már lætur afar vel af. „Það
fer furðuvel saman að vera í hljómsveit og
starfa í útvarpi. Útvarpið er mjög skemmti-
legur miðill og til þess fallinn að víkka sjón-
deildarhringinn; ýtir manni stöðugt yfir í að
finna nýja tónlist. Ég hef fundið fyrir miklum
stuðningi frá krökkunum niðri á stöð, Ómari,
Mána, Frosta, Halldóru Birtu og Sögu enda
hrærumst við öll og þrífumst á tónlist. Ég verð
á X-inu eins lengi og þeir leyfa mér og sem
betur fer skilst mér á Ómari dagskrárstjóra að
áhuginn sé gagnkvæmur. Að vísu stendur til
að túra meira með Une Misère í framtíðinni og
fyrir vikið verð ég meira í burtu. Ég veit ekki á
þessari stundu hvað það þýðir fyrir X-ið en við
tæklum það bara þegar þar að kemur.“
Ég spyr um önnur áhugamál og Jón Már
staðfestir að fátt annað en tónlist komist að í
sínu lífi. „Eins og ég hef nefnt þá elska ég að
elda góðan mat. Í seinni tíð hef ég líka mjög
gaman af því að fara í ræktina. Maður kemst
að vísu ekki þangað akkúrat núna en tekur það
bara með enn meiri krafti þegar það má aftur.
Annars ratar allt niður á þennan sameiginlega
punkt, tónlist. Hvort sem það er að semja,
spila eða hlusta. Tónlist er mitt líf.“
Allir til en um leið hræddir
Og þeir sem séð hafa til hans vita að Jóni Má
líður hvergi betur en á sviðinu. „Lagið Beaten
á plötunni okkar, með teknótrommurnar í
byrjun, súmmerar upp hvernig tilfinning það
er að vera partur af heild sem stendur á sviði.
Þeir sem hafa komið áður urlast gjörsamlega
og þeir sem eru að koma í fyrsta skipti, og vita
ekki við hverju er að búast, urlast út af því.
Það eru allir til í þetta – og allir hræddir við
þetta um leið. Það er ekkert betra í þessum
heimi en að standa á sviði og tengja við fólkið
fyrir framan sig. Er ekki kominn tími til að
tengja? Sagði Bjarni Hafþór það ekki í gamla
daga?“
Hann hlær.
Það hefði ég nú haldið. Það fer sérdeilis vel á
því að ljúka þessu innliti í íslenska málmheima
árið 2020 á tilvitnun í sveitaballakónga níunda
áratugarins, Skriðjökla. Við lifum á póstmód-
ernískum tímum.
„Það er ekkert betra í
þessum heimi en að
standa á sviði og tengja
við fólkið fyrir framan
sig,“ segir Jón Már.
’ Við erum ótrúlega þakklátirfyrir að hafa loksins náð aðstíga á svið í Bandaríkjunum ogviðtökur voru vonum framar;
tölurnar okkar á samfélags-
miðlum ruku upp og við seldum
mikinn varning. Við vorum held-
ur ekki beðnir um að taka HÚH-
ið – sem er mjög gott mál.
Jón Már kynntist félögum sín-
um í Une Misère á Eistnaflugi.
Hvar annars staðar?
Ljósmynd/Amy Haslehurst
12.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11