Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Side 20
sögunni. Ég notaði True Skin Radiant Priming Serum frá ILIA en ég er mjög hrifin af þessari formúlu. Hún er án óæskilegra aukaefna, sílikonlaus og gerir húðina mun sléttari og minnkar svitaholur. Allur farði sem fer svo ofan á helst mun betur yfir daginn. Næst bar ég hyljara undir augun og aðeins yfir T- svæðið til að lýsa það upp. Sjálf nota ég alltaf Radi- ant Creamy Concealer frá NARS eða True Skin Serum Concealer frá ILIA. Hinn magnaði púðurfarði sem ég notaði er glæ- nýr á markaðnum og nefnist Synchro Skin Self- Refreshing Custom Finish Powder Foundation frá Shiseido. Púðuragnirnar eru svo fínmalaðar að áferðin verður nánast kremkennd. Formúlan ber með sér að vera næsta kynslóð af púðurfarða þar sem ActiveForce-tækni heldur húðfitu og svita í skefjum, Responsive Sensory-tækni lagar formúluna að ástandi húð- arinnar og eins býr formúlan yfir litaleiðréttandi eiginleikum. Þessi púðurfarði er langvarandi og mér fannst hann gefa mér góða miðlungsþekju. Hægt er að setja annað lag af honum yf- ir húðina til að fá aukna þekju en yfirleitt fannst mér það ekki þurfa. Til að spara pláss í töskunni og tíma þá notaði ég Studio Fix Sculpt & Shape Contour Palette frá MAC til að móta andlitið en einnig sem bronser og augnskugga. Þetta spar- aði mikinn tíma því þessi palletta er skotheld og ég elska svona fjölþættar snyrtivörur. Eins nota ég þessa pallettu til að móta augabrúnirnar. Til að klára augnförðunina notaði ég Woody Eye Liner frá GOSH í litnum 002 Mahog- any. Þessi umhverfisvæni, vegan og ofnæmisprófaði augnblýantur hefur á stuttum tíma orðið einn af mínum uppáhalds. Einn mest notaði maskarinn minn, Lash Volumiser 38°C frá Sensai, var svo að sjálfsögðu notaður á augnhárin. Báðar þessar vörur eru langvarandi og entust allan daginn á augunum án þess að hreyfast. Að lokum setti ég Mineralize Blush frá MAC í litnum Like Me, Love Me á kinn- arnar, aðeins yfir augnlokin og yfir varasalvann á vörunum. Þarna var ég komin með smá mónókróm-förðun, sem ég hef verið mjög hrifin af undanfarið. Vertu með á Instagram: @Snyrtipenninn Fyrir ekki svo löngu var ég stödd erlendis áráðstefnu þar sem ég þurfti að hafa útlitið ílagi fjóra daga í röð frá níu á morgnana til tíu á kvöldin. Þar sem ég verð seint þekkt fyrir að vera A- manneskja sem myndi vakna eldsnemma til að líta sem best út þurfti ég að framkalla fullkomna förð- un á sem skemmstum tíma til að hámarka svefntím- ann. Yfirleitt tekur það mig um tvo klukkutíma að fram- kalla fullkomna förðun (stefnumótamark- aðurinn er dauður svo ég leyfi mér að upp- ljóstra slíkum leyndarmálum núna) svo ég ákvað að stytta það ferli um 110 mínútur. Þetta tókst mér en hvert var leyni- vopnið? Púðurfarði. Elsku púðurfarðinn hefur fengið svo- lítið slæmt orðspor síðustu árin og á tímabili var ástandið svo slæmt að ég þorði ekki að láta sjá mig með púðurfarða í töskunni. Nú er þó öldin önnur því ný kynslóð af púðurförðum hefur litið dagsins ljós og gera þeir húðina full- komna á skotstundu. Staðreyndin er þó sú að þeir eru meira þurrkandi en fljótandi farðar en með því að bera vel af andlitskremi á húðina fyrst og nota svo nærandi farðagrunn var þetta vandamál úr NARS Radiant Creamy Concealer, 4.675 kr. (Cult- Beauty.co.uk) Falleg förðun þarf ekki alltaf að taka langan tíma. Sensai Lash Volumiser 38C, 4.800 kr. (Beauty-box.is) Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Custom Finish Powder Founda- tion, 7.599 kr. Fullkomin förðun á 10 mínútum MAC Studio Fix Sculpt & Shape Conto- ur Palette, 10.590 kr. ILIA True Skin Radi-ant Prim- ing Serum, 7.990 kr. (Nola.is) Skjáskot/Instagram 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020 LÍFSSTÍLL Þetta leynivopn í snyrtivesk- inu gerir það mögulegt að farða sig á skotstundu. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com GOSH Woody Eye Liner (002 Mahogany), 1.299 kr. MAC Mineralize Blush í litnum Like Me, Love Me, 5.290 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.