Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 14
ferðast út á landi, þá hlupu stundum krakkar á eftir mér og hrópuðu „Bon jour, Vigdís! Bon jour, Gérard!“, sem var mjög skemmtilegt.“ Ekkert mun lifa af þessum þáttum því mið- ur, þar sem í þá daga var einatt skortur hjá Ríkisútvarpinu á upptökuspólum og þurfti því að endurnýta gamlar spólur af þáttum sem bú- ið var að sýna. „Ég man, að það var hringt í mig og ég spurð hvort að mér væri ekki sama þó það yrði tekið yfir þetta efni á spólunum? Jú, jú, ég hélt það nú. Mér datt ekki í hug að þetta yrði neitt merkilegt,“ segir Vigdís. Það sér víst enginn alltaf allt fyrir, og í dag þætti þetta heilmikil sagnfræði. Vigdís var um svipað leyti einnig í öðrum þætti, sem hét Vaka. Þar var á ferðinni alhliða menningarþáttur, þar sem auk Vigdísar komu fram sérfræðingar á ýmsum listasviðum. Þar vann Vigdís meðal annars með Birni Th. Björnssyni listfræðingi og Nirði P. Njarðvík rithöfundi. „Björn fjallaði um myndlist, Njörð- ur um bókmenntir og ég átti að vera sérfræð- ingur í leiklist. Svo var Sigurður Sverrir Páls- son kvikmyndatökumaður sérfræðingur í kvikmyndum og Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld sá um tónlistina og þetta var afar skemmtilegur tími,“ segir Vigdís, „en ég held að þessir þættir séu líka komnir í glatkistuna“. Lærði að þekkja allar hliðar mannlífsins Árið 1972 varð Vigdís leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, sem þá var til húsa í Iðnó, en er nú Borgarleikhúsið. Það voru þó ekki fyrstu kynni hennar af leikhúsinu, því árið 1962 hafði hún tekið þátt í að stofna leikhópinn Grímu, ásamt Magnúsi Pálssyni, Erlingi Gíslasyni, Guðmundi Steinssyni, Kristbjörgu Kjeld og Þorvarði Helgasyni. „Við rákum þetta í nokk- ur ár og þetta var viðbót við flóruna, því þarna voru öll þessi menningarhús höfuðstaðarins, Þjóðleik- húsið, Leikfélagið í Iðnó, svo vorum við í Tjarnarbíói hinum megin við Tjörn- ina,“ rifjar Vigdís upp. Hópurinn sýndi verk framúrstefnuhöfunda, inn- lendra sem erlendra, og Vigdís þýddi úr frönsku verk franskra höfunda á borð við Jean-Paul Sartre og Jean Genet. „Við vorum avant-garde, á kafi í framúrstefnu leiklistarinnar á þeim árum,“ segir Vigdís. Vigdís segir reynsluna af leiklistinni hafa nýst sér vel allar stundir síðan, og að sjálf- sögðu í embætti forseta. „Ég lærði að þekkja hinar ýmsu hliðar mannlífsins og hin ýmsu karaktereinkenni.“ Hún bætir við að leikhúsið hafi kennt sér mikla nákvæmni. „Ég segi stundum við vini mína, hvernig myndir þú setja hann á svið, ef það er einhver sem verið er að hnýta í? Til dæmis ef einhver er andsnúinn öllu sem verið er að leggja til, á sviði myndi ég staðsetja per- sónuna uppsviðs og snúa baki í áhorfendur, þannig að þeir skynja hvað klukkan slær, að þarna er á ferðinni persóna sem samræmist ekki þeirra réttlætiskennd.“ Kvennafrídagurinn ruddi brautina Spurð um aðdraganda forsetaframboðsins árið 1980 segir Vigdís að upphafið sé að finna í kvennafrídeginum, 24. október 1975. „Þarna komu konur saman út um allt land en þetta var ekki verkfall, heldur frídagur. Vinnandi konur út um allt land fóru til yfirmanna sinna og spurðu hvort þær mættu fara á fund sem búið var að skipuleggja þennan dag á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Karlarnir höfðu auðvitað haft ávæning af þessu, þó að þetta ætti ekki að fara hátt, og sögðu: „Já, já, farðu endilega og vertu með í hópnum.“ En þetta varð miklu meira en bara venjuleg samkoma kvenna, þarna varð til fjöldahreyfing,“ segir Vigdís. „Og það sem gerðist var að vinna féll niður á öllum stöðum þar sem konur voru við störf. Það varð að loka öllum bönkum, því karlarnir sem þar unnu voru í þá daga bara á efstu hæð, og það varð að loka búðum þar sem konur voru við afgreiðslu og veitingastöðum,“ segir Vig- dís. „Þá sá maður hvernig konur báru sam- félagið á öxlum sér á þessum tíma. Þessi fund- ur varð heimsþekktur.“ Vigdísi finnst það í raun magnað hversu mjög samfélagið hefur breyst á þeim tíma, sem liðinn er. „Það voru til dæmis mjög fáar konur í forystustörfum þegar ég varð leikhússtjóri, nú eru konur úti um allt í ábyrgðarstöðum, ráðherrar, bankastjórar, lögreglustjórar og yf- irlæknar.“ – Má ekki þakka þér það að einhverju leyti? Vigdís vísar í ummæli Halldórs Laxness þegar hann þakkaði þjóðinni fyrir innblásturinn að verkum sínum. „Hann sagði: „Þakka þú mér eigi fyrir þessi ljóð, það varst þú, sem gafst mér þau öll saman áður.“ Og sömuleiðis er það þjóðinni að þakka að ég var kjörin forseti, þannig að „þakka þú ekki mér, þakkaðu minni þjóð“ því það var hún, sem gerði allt þetta kleift“. Treg til að bjóða sig fram Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, tilkynnti í nýársræðu sinni 1980 að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Vigdísi datt ekki í hug að það færi svo að hún yrði eftirmaður hans. „Mér var bókstaflega ýtt út í þetta æv- intýri,“ segir Vigdís. Hún segir kveikjuna hafa verið lesendabréf í síðdegisblaðinu Vísi frá Laufeyju Vilhjálmsdóttur. „Það var beinlínis verið að leita að kvenmanni til að bjóða sig fram, og farið yfir hinar ýmsu framákonur í samfélaginu. Og Laufey spurði í þessu les- endabréfi, „Af hverju biðjum við ekki hana Vigdísi að bjóða sig fram?“ Ég man að ég var þá í Leikfélaginu og datt þetta auðvitað ekki í hug. Einn af mínum samstarfsmönnum sagði: „Hva, ætlarðu að vera forseti?“ og ég blygð- aðist mín svo mikið!“ segir Vigdís og hlær við tilhugsunina. „En svo komst þetta bara á skrið. Ýmsir ágætis menn fóru að sjá hvað þetta væri þarft verk, að fá konu í framboð, og að kona yrði þeirra kandídat.“ Vigdís rifjar upp að hún fékk skeyti frá áhöfninni á togaranum Guðbjarti ÍS þar sem hún var hvött til að gefa kost á sér. „Sjómenn kunna svo vel að meta konur, því þær sjá um allt í landi á meðan þeir eru fjarri. Ég hef enga stétt heyrt tala jafnfallega um konur og sjó- menn,“ segir Vigdís. Hún nefnir einnig að vinir hennar hafi kallað sig á fund, þar sem þau hvöttu hana til að bjóða sig fram. „Þau sögðu, þú ert oddvitinn, og við styðjum við þig. Og það var þá sem ég lét loks til leiðast. Það er svo margt minnisvert frá þessum tíma, það vildu svo margir tala við mig og veita mér stuðning.“ Vigdís efaðist þó fram á síðustu stundu. „Eftir að hafa tekið þessa ákvörðun var ég vakandi alla nóttina og ryksugaði heimilið í gríð og erg, eins og ég hef einhvers staðar áður getið,“ segir Vigdís. Hún var ákveðin í að hringja um morguninn um leið og vinir hennar vöknuðu og draga framboðið til baka. „Mér var þá sagt að það væri of seint, það væri búið að láta blöðin vita og þau myndu mæta klukkan hálfníu.“ Ýmislegt hefur verið ritað um kosningabar- áttuna, sem stóð á milli Vigdísar, Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara, Alberts Guðmundssonar alþingismanns og Péturs J. Thorsteinssonar sendiherra. Það þótti enda fremur nýstárlegt að kona væri í framboði, og var ýmislegt tínt til í baráttunni, eins og geng- ur og gerist. Vigdís segir þó að það sem standi upp úr við kosningabaráttuna hve þeir frambjóðendur fjórir voru alla tíð miklir vinir. „Við héldum mikið hvort með öðru, og sérstaklega við Guð- laugur, sem var afar vænn maður. Ég komst að því reyndar ekki fyrr en síðar, að við kusum hvort annað. Ég vildi láta hann verða forseta, því hann var svo mörgum kostum búinn,“ segir Vigdís og bætir við að það hafi aldrei verið markmiðið í sjálfu sér að vinna kosningarnar, heldur einfaldlega að sanna að kona ætti fullt erindi í framboð. Það fór þó svo að Vigdís hlaut 33,8% at- kvæða en Guðlaugur 32,3%. Vigdís segir að hún hafi verið hissa því hún hafi talið að Guð- laugur myndi vinna. „Ég var vakin klukkan fimm um morguninn og mér sagt að ég ætti að koma upp í sjónvarp og þá var mér ljóst að ég hefði verið kosin í þessu sérkennilega forseta- framboði, en mjótt var á munum. Þetta var þó ekki alveg óviðbúið því allar skoðanakannanir fyrir kosningarnar sýndu að baráttan var á milli mín og Guðlaugs. En ég var samt ekki enn farin að sjá mig fyrir mér í þessari stöðu,“ segir Vigdís. Hún segir viðbrögð umheimsins í raun hafa komið sér mest á óvart. „Ég fékk heilla- óskaskeyti alls staðar utan úr heiminum, hvaðanæva, og svo voru mér meira að segja sendar úrklippur, til dæmis úr kínversku blaði, þar sem maður skildi ekkert um hvað var verið að ræða, en stór fyrirsögn og svo mynd af mér, þar sem ég var ógnarlega ein- mana á gangi.“ Þessi viðbrögð umheimsins eru skiljanleg í ljósi þess að með kjöri sínu varð Vigdís fyrsti þjóðkjörni kvenkyns þjóðhöfðinginn í sögunni. Þeim hefur hins vegar fjölgað hratt eftir að Vigdís ruddi brautina. „Árið 1998 stofnuðum við Laura Liswood, Council of Women World Leaders. Þá vorum við átta í þessum fé- lagsskap og nú 22 árum síðar eru þar 77 konur sem hafa verið annaðhvort forsetar eða for- sætisráðherrar.“ Fólk skynjar samkenndina Forsetatíð Vigdísar spannaði sextán ár, frá 1980 til 1996. „Þegar ég lít til baka núna, finnst mér að forsetatíð mín hafi verið fremur far- sæl,“ segir Vigdís. „Það sem mér er raunar minnisstæðast á þessum langa ferli eru slysin skelfilegu í snjóflóðunum á Flateyri og Súða- vík sem urðu með níu mánaða millibili 1995.“ Framganga Vigdísar sem þjóðhöfðingi og sameiningartákn þjóðarinnar vakti enda mikla athygli á þeim tíma, og gegndi hún mikilvægu hlutverki fyrir Vestfirðinga og þjóðina alla til þess að takast á við áfallið. Það er hins vegar greinilegt á tali okkar að minningarnar eru enn sárar. „Þegar ég hugsa til þessara skelfilegu slysa fyrir vestan átta ég mig á því að það er engin huggun til þegar svona atburðir verða. Það er ekki hægt að hugga, heldur bara vera til stað- Vigdís sýnir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta Bessastaði þegar leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða 1986. Morgunblaðið/RAX ’Ég komst að þvíreyndar ekki fyrr ensíðar, að við kusumhvort annað. Ég vildi láta hann verða forseta, því hann var svo mörg- um kostum búinn. Vigdís leikhússtjóri fer í Leikhúsgönguna 1975 til að minna á húsbyggingarsjóð Leikfélagsins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020 Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í samvinnu við stjórn- völd og Reykjavíkurborg hugðust standa að veglegri hátíðardagskrá í Há- skólabíói á afmælisdaginn, en því hefur þurft að breyta af augljósum ástæðum. Þess í stað verður sérstök útsending á RÚV kl. 20.00 nú á miðvikudag, en þar á meðal annars að veita Vigdísarverð- launin í fyrsta sinn, sem árlega verða veitt fyrir lofsvert framlag til menning- ar, einkum tungumála. Fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka hefur ákveðið að styrkja afmælishátíð- ina, og mun allur afgangur renna í styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur sem eins konar afmælisgjöf, en Vigdís er formaður sjóðsins og hefur verið frá upphafi. AFMÆLISHÁTÍÐ VIGDÍSAR Hátíðin flutt í sjónvarpið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.