Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020 É g er Vesturbæingur í húð og hár,“ segir Vigdís mér þegar ég spyr hana út í æsku og uppvaxtarár. „Ég fæddist á Tjarnargötu 14,“ segir Vigdís en foreldrar hennar voru Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfræði- prófessor við Háskóla Íslands, og Sigríður Ei- ríksdóttir hjúkrunarfræðingur sem lengi var formaður Hjúkrunarfélags Íslands. Vigdís rifjar upp að hún hafi sem barn á Tjarnargötunni oft leikið sér á neðri hæðinni hjá Ólafi Lárussyni, lögfræðiprófessor og síðar rektor Háskóla Íslands, en hann og kona hans, Sigríður Magnúsdóttir, voru barnlaus. „Hann var mikill vinur minn og kenndi mér að ganga í skóla,“ segir Vigdís. „Hann lét mig ganga í kringum borðstofuborðið þeirra með skóla- tösku að þykjast vera að ganga í skóla,“ segir Vigdís og gleðst yfir minningunni. Vigdís rifjar einnig upp að hún hafi verið hugfangin af lítilli styttu sem Ólafur og Sigríð- ur áttu af öpunum þremur, einum sem heldur fyrir eyrun, öðrum sem heldur fyrir augun og þeim þriðja sem heldur fyrir munninn. „Ólafur kenndi mér þá viskuna sem býr í þeirri sögu: Ekki hlusta á slúður, ekki sjá það sem kemur þér ekki við og ekki segja frá leyndarmálum. Og ég hef haldið þetta alla ævi.“ Erfiðar minningar skolaðar í burtu Vigdís var líkt og margir af hennar kynslóð viðstödd þegar lýðveldið var stofnað á Þing- völlum hinn 17. júní 1944. „Það sem mér þótti alltaf minnisstæðast var að þá voru karlar með rennihatta svonefnda, sem voru með upprétt barð, og ég stóð við hliðina á föður mínum, og þegar allir hrópuðu húrra fyrir lýðveldinu tóku þeir hattana ofan og þá dembdist yfir mig allt vatnið sem hafði safnast í barðinu á hattinum hans.“ Hin margumtalaða rigning sem litaði 17. júní 1944 hefur stundum setið í mönnum sem lifðu þennan dag. „En mér finnst ágætt að líta svo á að þarna hafi rigningin verið að hreinsa Þingvelli, okkar helgasta stað, af öllum þeim minningum sem erfitt var fyrir þjóðina að muna,“ segir Vigdís. „Það er stundum erfitt að hugsa til alls þess sem gerðist þar á öldum áð- ur.“ Í leikhúsinu eru allir jafningjar „Ég var frá því að ég var barn mjög heilluð af leikhúsi og leiklist. Mér fannst ekkert skemmtilegra en að fá að fara með foreldrum mínum á leiksýningar í Iðnó eða í Gúttó. Ég var mjög snortin af þessari túlkun leikhússins á mannlífinu,“ segir Vigdís. Hún rifjar upp að það hafi til dæmis verið ótrúlega mikil upplifun fyrir sig að sjá túlkun Lárusar Pálssonar á Hamlet fyrir margt löngu. „Það sem er merkilegt við sviðslistina er að allir sem koma fram á leiksviði eru jafnstórir og maður sjálfur – í sjónvarpi eru þeir minni og á hvíta tjaldinu miklu stærri. Á leiksviðinu eru allir jafnstórir og þinn eigin veruleiki.“ Vigdís útskýrir nánar: „Í leikhúsinu horfir þú á ákveðna mynd af mannlífinu og ert að horfa á eitthvað sem þú þekkir eða kannast við, því skáldverkin endurspegla mannlífið í öllum þess ótal myndum.“ Leiklistarhugsjónin fékk að blómstra á æskuheimili Vigdísar, sem rifjar upp að þegar hún var að alast upp hafi heima hjá henni verið tvískipt stofa með rennihurð, sem var óspart notuð til þess að skilja að leikendur og áhorf- endur. Að loknu stúdentsprófi fór Vigdís til Frakk- lands til náms, fyrst í Grenoble og síðar Sor- bonne þar sem hún lærði frönsku og franskar bókmenntir. „Ég er alin upp á alþjóðlegu heimili, foreldrar mínir voru bæði við nám í út- löndum og það var alltaf fylgst mjög vel með því sem var að gerast erlendis heima hjá mér í gamla daga.“ En hvað er það sem heillar við Frakka sem þjóð? „Þeir eru svo skemmtilega heim- spekisinnaðir,“ segir Vigdís og bætir við að Frakkar séu miklir hugsuðir og mjög gagn- rýnir á menn og málefni, ekki síst stjórn- málamenn sína. „Svo eru Frakkar mjög skemmtilegir. Í Frakklandi er hádegishlé á vinnustöðum frá klukkan eitt til þrjú og þá fyllast veitingahúsin og mikið spjallað í tvo tíma. Og yfirleitt eru þeir svo andlega sinnaðir að þeir hafa mikið til málanna að leggja,“ segir Vigdís og brosir kankvís. Frakklandsdvölin mótaði Vigdísi fyrir lífstíð að hennar eigin sögn. „Í fyrsta lagi kynntist ég vel franskri menningu, lærði þar það sem ég kann í málinu og hef alla tíð verið mjög tengd Frakklandi, landi og þjóð,“ segir Vigdís og bætir við að það megi kalla sig „frankófíl“, ein- lægan aðdáanda franskrar menningar. Frakklandsdvölin og frönskunám hennar beindi henni einnig inn á starfsvettvang þegar heim var komið, en þá varð Vigdís mennta- skólakennari í MR og Hamrahlíð, auk þess sem hún kenndi um tíma franska leiklist- arsögu í Háskóla Íslands. Tekið yfir frönskuþættina Franskan átti einnig þátt í að gera Vigdísi þekkta meðal þjóðarinnar allrar, þegar henni var falið upp úr 1970 að kenna landsmönnum frönsku á sjónvarpskjánum og varð „frönsku- kennari þjóðarinnar“. En hvernig kom það til? „Þetta var stórkostleg hugmynd hjá Ríkissjón- varpinu, að taka upp tungumálakennslu. Þar var kennd um tíma enska, þýska og svo franska, og ég var beðin um að sjá um frönsku- kennsluna. Og hún var svo skemmtileg, því ég notaði þætti sem höfðu verið gerðir í Frakk- landi fyrir frönskukennslu í útlöndum,“ segir Vigdís, en í þáttunum mátti sjá franska leikara tala um hina ýmsu þætti daglegs lífs. „Svo talaði ég í kringum þessa leikþætti, og ungur franskur maður, sem þá var hér á landi við nám, Gérard Vautey, var með mér í þess- um þáttum. Hann byrjaði: „Bon jour, Vigdís“ og ég svaraði „Bon jour, Gérard“! Þetta hafði greinilega mikil áhrif því að þegar ég var að Vigdís Finnbogadóttir fagnar 90 ára afmæli á miðvikudaginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðin var alltaf vinur minn Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti lýðveldisins frá 1980 til 1996, fagnar nú á miðvikudaginn 90 ára afmæli sínu. Ýmislegt hefur drifið á daga Vigdísar á þeim tíma og saga hennar spannar mikilvæga tíma í sögu Íslands þegar landið breyttist frá konungsríki til lýðveldis og að sjálfsögðu aukið jafnrétti kvenna en Vigdís var, líkt og alkunna er, fyrsti kvenkyns þjóðhöfðinginn sem var þjóðkjörinn. Morgunblaðið fékk að ræða við hana í tilefni af þessum tímamótum. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is ’ Það sem er merkilegt viðsviðslistina er að allir semkoma fram á leiksviði eru jafn-stórir og maður sjálfur – í sjón- varpi eru þeir minni og á hvíta tjaldinu miklu stærri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.