Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Qupperneq 18
Svona farðar þú þig fyrir fjarfundinn Nýr veruleiki blasir við með endalausum fjarfundum. Unsplash Ég er ein af þeim sem hefur alltaf fundistfrekar óþægilegt að nota Skype eðamyndsímtöl á Messenger. Ég vil frek- ar hitta fólk eða tala við það í síma. Ég hef nokkrum sinnum fríkað út þegar fólk, sem er ekki í mínum insta hring, hringir í mig í gegn- um messenger upp úr þurru. Þegar ég tók við slíku símtali á dögunum sagði manneskjan á hinni línunni að unglingarnir hringdu svona og hún væri bara að reyna að vera svöl. Þeg- ar maður stendur frammi fyrir því að hitta fáa kemur fjarfundabúnaður eins og himna- sending inn í litlausa tilveru og ég þrái mynd- símtöl á messenger! Það er nauðsynlegt að sjá framan í fólk og halda tengslum og leyfa veirunni ekki að eyðileggja stemninguna. Það að taka sig til fyrir fjarfund kallar á allt aðrar áherslur en að taka sig til fyrir venjulegan vinnudag. Í flestum tilfellum flet- ur birtan frá skjánum andlitið út og því þurf- um við að skerpa meira á því. Svo er ekki verra að verja andlitið fyrir geislum tölv- unnar. Þetta er svolítið eins og farða sig fyrir sjónvarpsupptökur eða fyrir Instagram (þeir sem eru virkir þar vita um hvað ég er að tala). Ég var búin að taka nokkra fjarfundi með vinkonum mínum þegar ég áttaði mig á því að það er ekki alveg málið að liggja eins og selur uppi í rúmi með skítugt hár og feitt krem í andlitinu. Þótt ljós tölvunnar fletji ýmislegt út þá var ekki hægt að fela þessa óstjórnlegu myglu. Ég ákvað því að reyna að gera aðeins betur. Byrjaðu á því að næra húðina vel. Nýja lín- Ef það er eitthvað sem við lærðum af kórónuveirunni þá var það líklega það að halda fjarfundi. Skyndilega var ótæknilegasta fólk veraldar búið að tengja sig við umheiminn í gegnum tölvuna. En hvernig eigum við að taka okkur til fyrir fjarfundinn? Þurf- um við að farða okkur eins og venjulega eða gilda aðrar reglur? Marta María mm@mbl.is Nýr False Lash Effect Maskari frá Max Factor í litnum Raven Black gerir mikið úr augnhárunum. Þessi sólarpúður-palletta frá Urban Decay er mjög góð. Hér sést hvað augabrúnapenninn frá Max Factor virkar vel. False Lash Effect Maskari frá Max Factor . Real Brow Fill & Shape auga- brúnapenninn frá Max Factor er einfaldur í notkun. Max Factor Mi- racle Second skin er mjög góður fyr- ir fjarfundinn. Prodigy Cellglow frá Helena Rubinstein er frábær farðagrunnur. Liturinn 999 frá Christian Dior er einn mesti seldi rauði varalitur heims. Það er engin furða því hann gerir tennurnar ekki gular. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.