Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2020
LESBÓK
VONBRIGÐI Leikkonan Sarah Hyland, sem farið hefur með
hlutverk hinnar tápmiklu Haley Dunphy í hinum vinsælu
bandarísku gamanþáttum Modern Family undanfarin ellefu
ár, er ósátt við það hvernig karakter hennar hefur þróast
undanfarin misseri. Haley eignaðist tvíbura og hefur
hlutverk hennar snúist að mestu um móðurhlut-
verkið síðan. „Það eru svo margar frábærar
harðduglegar mæður sem bera um leið af í sín-
um störfum úti á vinnumarkaðnum. Það hefði
verið frábært að sjá eitthvað slíkt gerast, ekki síst
hjá manneskju eins og Haley,“ sagði Hyland við tíma-
ritið Cosmopolitan og bætti við að gaman hefði verið
að sjá Haley slá í gegn í tískuheiminum. Sýningum á
Modern Family lauk í vikunni vestur í Bandaríkjunum.
Vonsvikin með þráðinn
Sarah Hyland kveður
nú Modern Family. AFP
AFMÆLI Faðir Pauls Stanleys, söngvara og
gítarleikara Kiss, gerði sér lítið fyrir og varð
eitt hundrað ára í vikunni. Vegna ástandsins í
heiminum gátu þeir feðgar ekki glaðst saman
en sonurinn sendi föður sínum hlýjar kveðjur
á samfélagsmiðlum. Hann væri stoltur að
vera sonur hans. Faðir Stanleys starfaði sem
mublusali og bjó fjölskyldan við nauman kost
meðan hann var að vaxa úr grasi í tveggja
herbergja íbúð á Manhattan. Foreldrarnir
sváfu í stofunni en Stanley og systir hans í
svefnherberginu. Veski Stanleys er þrútnara
í dag enda Kiss með vinsælustu og lífseigustu
böndum rokksögunnar.
Faðir Pauls Stanleys hundrað ára
Paul Stanley á góðri stund ásamt föður sínum.
Twitter
Laura Palmer fannst myrt.
Twin Peaks
þrjátíu ára
KLASSÍK Í vikunni voru þrjátíu ár
liðin frá því að fyrsti þátturinn af
Twin Peaks fór í loftið og hafa
menn verið að rifja upp kynni sín af
þessum vinsælu sakamálaþáttum af
því tilefni. Í upphafi þeirrar veg-
ferðar virtist um afskaplega venju-
legan krimma að ræða; ung stúlka
finnst myrt í smábæ. En annað kom
heldur betur á daginn; það kvað við
nýjan tón í sjónvarpi. Caleb Des-
chanel, sem leikstýrði fjórum þátt-
um af Twin Peaks, rifjar upp í
breska blaðinu The Independent að
framvindan hafi verið hæg en þætt-
irnir þó aldrei langdregnir. „Vegna
þess hvað þetta gekk hægt fyrir sig
hafði maður stöðugt á tilfinning-
unni að það væri tímasprengja í
skjóðu úti í horni. Allt gæti gerst.“
Rauða dreglinum er rennt innsviðið og Bob Geldof kynnirþá með mikilli ánægju til
leiks enda „setja þeir þetta allt í
samhengi; of mikið samhengi. Döm-
ur mínar og herrar; hin goðsagna-
kennda Spinal Tap“.
Í því birtast þeir, virðulegir að
vanda með loðfóðraðar skikkjur á
herðum og kórónur á höfði. Eftir að
hafa veifað sauðsvörtum almúganum
á Wembley-leikvanginum í Lund-
únum víkja skikkjurnar og kórón-
urnar fyrir heimilislegri og þægi-
legri spandex-klæðnaði. Og talið er í.
Eða hvað? Nei, bíddu nú við, hvar er
verkfæri sólógítarleikarans? Nigel
gamli Tufnel gæti allt eins staðið
þarna kviknakinn.
Jæja, þá er ekki um annað að
ræða en að teygja lopann. Vanir
menn hér á ferð, til allrar hamingju.
David St. Hubbins, söngvari og gít-
arleikari, byrjar á því að lýsa því að
þetta sé mikill heiður; þeir hafi að
vísu ekki þekkt Freddie Mercury
persónulega en séu eigi að síður
miklir aðdáendur hins nýlátna
söngvara – raunar mun meiri aðdá-
endur hans en hann þeirra. Tufnel –
enn gítarslaus – hnýtir því við að
Mercury til heiðurs þá muni þeir
stytta efnisskrá sína um 35 lög.
„Freddie hefði viljað hafa það þann-
Spinal Tap eins og við
munum þá best; Derek
Smalls, Nigel Tufnel og
David St. Hubbins.
Gaur gengur
inn á bar …
Spinal Tap er frægasta ekki-rokkband sögunnar.
Þrátt fyrir að vera uppspuni frá rótum gaf bandið
út þrjár plötur og kom fram í „heimildarmynd“.
Og þurfti á allri sinni spunatækni að halda á
minningartónleikum um Freddie Mercury.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Christopher Guest, Harry Shearer, Michael McKean og Rob Reiner, leikstjóri
This Is Spinal Tap, þegar 35 ára afmæli myndarinnar var fagnað í fyrra.
AFP
Michael McKean, Christopher
Guest og Harry Shearer eru
sjálfir skráðir fyrir lögum og
textum á This Is Spinal Tap,
ásamt Rob Reiner, sem leik-
stýrði myndinni. Á Break Like
the Wind eru karakterarnir á
hinn bóginn gerðir ábyrgir. Lög-
in skora gegnumsneitt svo sem
ekki hátt á hinum sögulega rokk-
skala en textarnir eru á köflum
mjög hnyttnir, svo sem þetta
einfalda en um leið djúpheim-
spekilega vers í Majesty of Rock:
When we die, do we haunt the sky?
Do we lurk in the murk of the seas?
What then? Are we born again?
Just to sit asking questions like
these?
I know, for I told me so
And I’m sure each of you quite
agrees:
The more it stays the same, the less
it changes!
Það má nú segja. Ég veit, út af
því að ég sagði mér það. Og er
ekki í vafa um að þið séuð á
sama máli. Því lengur sem allt er
eins þeim mun minna breytist.
Ekki andmælum við því!
Þeim mun minna breytist
Epískt albúm: Break Like
the Wind.