Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 29
ig,“ botnar Derek Smalls bassaleik- ari pælinguna. Dátt er fagnað á kjaftfullum Wembley-leikvanginum. Þá var Tufnel loksins kominn með gítar í hönd. Allt klárt? Nei, ekki al- veg. Ekkert rafmagn er á gripnum. „Þið eruð aldeilis rjóð í kinnum í dag, það verð ég að segja,“ heldur St. Hubbins áfram. Spunameistari vallarins. Allt í lagi með það. Enn ekkert rafmagn. Er þetta að byrja að vera vandræðalegt? „Viljiði spyrja Nigel einum rómi hverju hann er að bíða eftir?“ spyr St. Hubbins, ugglaust byrjaður að svitna milli tánna. Nú var baulið farið að bera eftir- væntingarfullt lofhjalið ofurliði. „Einhver óskalög?“ Búúúúúú … Allt er farið að hringsnúast í höfð- inu á aumingja St. Hubbins á þess- um tímapunkti en hann kaupir sér þó smá tíma: „Eruð þið hrifin af Guns N’ Roses?“ Jaaaaaáááááá! „Við hittum þá að tjaldabaki og það er smá skjálfti í þeim út af ykk- ur. Þið verðið því að taka vel á móti þeim. Það verður svakalega óvænt uppákoma þegar þeir stíga á svið á eftir; þið munuð hvorki trúa augum ykkar né eyrum. Ég trúi ekki mín- um, satt best að segja.“ Skyldi engan undra. Suðið í skar- anum er að verða óbærilegt. Og St. Hubbins í snörunni. En þegar neyðin er stærst … „Gaur gengur inn á bar …“ „Nei, nú er nóg komið,“ hugsar al- mættið með sér; „ég verð að skera þá niður úr snörunni.“ „Verði máttur!“ Hljómurinn sem gítar félaga hans gefur skyndilega frá sér er án efa eins og englamúsík í eyrum St. Hubbins og engum er eins innilega létt þegar upphafsriffið í Majesty of Rock byrjar að hljóma. Loksins! Til að dreifa huganum Við hæfi er að rifja nú upp þetta óborganlega augnablik frá minning- artónleikunum um Freddie Mercury vorið 1992 en ekki-rokksveitin Spin- al Tap hefur verið svolítið í um- ræðunni undanfarið; ekki síst fyrir þær sakir að „heimildarmyndin“ um Ameríkutúr þeirra, This Is Spinal Tap, dúkkar nú reglulega upp á list- um yfir myndir sem gott er að horfa á til að freista þess að láta sér líða betur og dreifa huganum á þessum síðustu og verstu tímum. Ríkissjón- varpið sýndi hana til að mynda fyrir skemmstu með fororði frá engum öðrum en Eyþóri Inga Gunnlaugs- syni stórsöngvara; sem fílar ræm- una í tætlur. Eins og svo margir. Fyrir þá sem ekki þekkja til sýnir This Is Spinal Tap líf rokkstjarna í spéspegli og sveitin sjálf er upp- spuni. David St. Hubbins, Nigel Tuf- nel og Derek Smalls heita í raun og veru Michael McKean, Christopher Guest og Harry Shearer og hafa dregið fram lífið sem leikarar gegn- um tíðina. Eins svaðalega breskir og karakterarnir eru þá eru leikararnir allir bandarískir, nema Guest sem er breskur í föðurættina, sonur erind- reka gamla heimsveldisins og frjálst að kalla sig fimmta barón Haden- Guest. Tengdasonur Tonys Curtis í þokkabót, giftur Jamie Lee, sem slær hann í margra huga endanlega til riddara. Allir eru þeir eftirlaunamenn í dag; komnir á áttræðisaldurinn en This Is Spinal Tap var frumsýnd 1984. Harry Shearer fæddist sama ár og George Harrison sem þýðir að hann var kominn á fimmtugsald- urinn þegar myndin var gerð. Hinir eru aðeins yngri. Eins og fram kemur í myndinni hélst Spinal Tap alla tíð illa á trymblum; þeir sáluðust allir, af einni ástæðu eða annarri. En þó helst af ókunnum ástæðum. Spinal Tap sendi frá sér þrjár áþreifanlegar breiðskífur – sem er ekki slæmt fyrir ekki-rokkband; This Is Spinal Tap (1984), Break Like the Wind (1992), sem inniheld- ur téðan smell Majesty Of Rock; og Back From the Dead (2009). Meðal gesta á Break Like the Wind má nefna gítarleikarana Jeff Beck, Joe Satriani, Steve Lukather og Slash, að ógleymdri sjálfri Cher. Spinal Tap kom seinast saman og túraði árið 2009 og lék þá meðal ann- ars á „einnar nætur heimstúr“ á Wembley Arena og á Glastonbury- hátíðinni. Kváðust þá á víxl vera hættir eða ekki-hættir. Ekki hefur spurst til þeirra síðan. 12.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR SJÓNVARP Kvikmyndin Héraðið í leikstjórn Gríms Hákonarsonar er á dagskrá Ríkissjónvarpsins að kvöldi páskadags. Myndin gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, kúabónda á miðjum aldri, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega, þar sem kaupfélagið hef- ur sterk ítök í sveitinni. Aðal- hlutverk leika Arndís Hrönn Egils- dóttir, Sigurður Sigurjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Héraðið páskamyndin á RÚV Arndís Hrönn Egilsdóttir í Héraðinu. BÓKSALA Í MARS Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler Olsen 2 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl 3 Andlitslausa konan Jónína Leósdóttir 4 Hvítt haf Roy Jacobsen 5 Glæpur við fæðingu Trevor Noah 6 Blekkingaleikur Kristina Ohlsson 7 Ennþá ég Jojo Moyes 8 Úlfakreppa B.A. Paris 9 Illvirki Emelie Schepp 10 Þögla stúlkan Hjorth & Rosenfeldt 11 800 fastan Michael Mosley 12 Litlar konur Louisa May Alcott 13 Konan sem datt upp stigann – saga af kulnun Inga Dagný Eydal 14 Keto – hormónalausnin Gunnar Már Sigfússon 15 Ketóflex 3-3-1 mataræðið Þorbjörg Hafsteinsdóttir 16 Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finn- bogasonar Jörgen L. Pind 17 Bara þú Ninni Schulman 18 Heillaspor Gunnar Hersveinn 19 Dabók bóksala Shaun Bythell 20 Agathe Anne Cathrine Bomann Allar bækur Ég á minningu frá því ég var lít- il, þar sem ég kem heim af bókasafninu með tuttugu bækur. Ég les strax eina fyrir kvöldmat. Vel má vera að ég hafi með ár- unum ýkt fjölda bóka, en sagan er betri svona. Þrátt fyrir mik- inn lestraráhuga hægðist með tíð og tíma á lestr- inum, eflaust í nokkuð beinu hlut- falli við aukinn lestur námsefnis en ég beið spennt eftir útskrift úr há- skóla til að geta hafið yndislestur á ný. Síðust jól las ég bókina Svíns- höfuð e. Bergþóru Snæbjörns- dóttur og mæli eindregið með henni. Ég sat föst við frásögnina sem mér fannst bæði hrífandi og átak- anleg. Ég mæli einnig með bók- unum Bókasafn föður míns e. Ragnar Helga Ólafsson og Horfið ekki í ljósið e. Þórdísi Gísladóttur fyrir þá sem hafa áhuga á fögru orðfæri en þær eru báðar afar fallega ortar og áreynslulausar. Af örlít- ið eldri bókmenntum sem ég hafði yndi af að lesa eru bækurnar Fátækt fólk e. Tryggva Emilsson og Sögur handa öllum e. Svövu Jakobsdóttur. Báð- ar eru þær ritaðar á listilegan og töfrandi hátt og rista djúpt við lestur. Ég má líka til með að nefna bókina Kláði e. Fríðu Ís- berg, heillandi smásagnasafn sem á vel við samtímann. Fyrst þegar ég hóf yndislestur á ný setti ég mér markmið um fjölda bóka sem ég læsi yfir árið. Ég fjölgaði bókunum svo aðeins með hverju ári þar til nú í ár, þegar ég snarlækkaði fjöldann niður í fimm. Já, fimm bækur árið 2020. Ástæðan var sú að mér fannst lesturinn vera að breytast úr yndislestri í kapphlaup. Fyrir mér er lestur ákveðin fylling, hann gefur manni svo margt. Ég veit fátt betra en að fá að njóta fallegra orða, ritsmíða og finnst mikilvægt að reyna að neyta þeirra eins og góð- gætis, en háma þær ekki í sig fyrir fljótunna mettun. Í ár ætla ég mér loksins að lesa tvo doðranta í róleg- heitum en bæk- urnar hafa setið á náttborðinu í dágóðan tíma. Þær eru annars vegar feminíska ritið The Second Sex e. Simone de Beauvoir og hins vegar Octo- ber e. China Miéville, þar sem greint er frá sögu og aðdrag- anda Októberbyltingarinnar í Rússlandi. HEIÐUR ANNA HELGADÓTTIR ER AÐ LESA Fátt betra en að fá að njóta fallegra orða Heiður Anna Helgadóttir er bókaunnandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.