Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 12. APRÍL 2020
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
VERTU
VAKANDI
Í FYRSTA
SKIPTI
Á ÆVINNI
Við höfum opnað glæsilega nýja
verslun Hästens að Faxafeni 5.
Komdu til okkar og prófaðu
einstök gæði Hästens rúmanna.
Starfsfólk okkar er tilbúið að
aðstoða þig og veita frekari
upplýsingar.
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja
virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin
eru framleidd með einstöku samspili handverks og
hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í
gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi
handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir
því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í
Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
„Ég vil að vinir og vandamenn á Íslandi viti að þeir eru örlítið
nær mér í dag eftir að eiginkona mín, Sharon, pantaði íslenska
pottaplöntu á netinu frá gróðrarstöð hér í grenndinni. Það er
skondið hvað smæstu atriði geta látið manni líða svo miklu betur,“
segir George Valdimar Tiedemann, sem er búsettur í Bandaríkj-
unum, en hann er íslenskur í móðurættina.
George hefur ekki farið varhluta af ástandinu í heiminum og
hlýðir hinum bandaríska Víði í einu og öllu; fer ekki út án grímu,
heldur sig í góðri fjarlægð frá öðrum, þvær sér vandlega og
sprittar allt sem hann kemur nálægt. „Maður finnur samt fyrir
því hvað allt er orðið takmörkunum háð. Ég er týpan sem þykir
ákaflega vænt um rætur sínar og flýg til Íslands þegar þörfin
kemur yfir mig. Eins og ástandið er núna er ég þó bundinn í báða
skó. Mögulega gæti ég fengið flug frá New York til Reykjavíkur
en þar sem ástandið breytist dag frá degi er ólíklegt að ég kæmist
aftur heim til fjölskyldu minnar,“ segir hann. Þannig að potta-
plantan verður að duga í bili.
George Valdimar sýnir
samfélagslega ábyrgð
þegar hann er á ferðinni.
Ljósmynd/George Valdimar
Fékk sér íslenska plöntu
Íslenska pottaplantan sem fært hefur gleði í líf
George Valdimars á þessum erfiðu tímum.
George Valdimar Tiedemann keypti plöntu
til að halda Íslandi örlítið nær sér.
„Að sjálfsögðu biðu menn með
mikilli eftirvæntingu eftir því
hvernig hið nýja leiðakerfi
Strætisvagna Reykjavíkur reynd-
ist í framkvæmd, þar sem hér er
um algera grundvallarbreytingu
að ræða, og engin leið er nú ekin
neitt svipað því sem áður var.“
Með þessum orðum hófst
frétt í Morgunblaðinu fyrir
fimmtíu árum, 12. apríl 1970.
„Á annað hundrað vagn-
stjórar þurftu að venjast hinu
nýja kerfi og svara ótal spurn-
ingum, sem farþegarnir voru sí-
fellt að leggja fyrir þá, og auðvit-
að voru margir farþegar, sem
ekki höfðu kynnt sér nýja kerfið,
eða höfðu ekki nægilega áttað
sig á því, þótt í raun og veru sé
það einstaklega einfalt og mikið
einfaldara heldur en gamla kerf-
ið. Svo vel þótti allt hafa tekizt í
gærmorgun að litið var á þetta
sem sigurdag Strætisvagnanna.“
Blaðamaður var á Hlemmtorgi
um kl. 9.00 og kom þá kona
nokkur með nokkrum gusti og
spurði hvar þessi leiðabók væri,
sem bera hefði átt í hvert hús.
Formaður stjórnar Strætisvagn-
anna var þar nærstaddur og brá
við skjótt, fór ofan í vasa sinn,
tók upp bókina og rétti konunni.
GAMLA FRÉTTIN
Sigurdagur
hjá Strætó
Svona leit Hlemmtorg út þegar breytt leiðakerfi Strætó tók gildi árið 1970.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
John Travolta
kvikmyndaleikari og flugmaður
Ingó Geirdal
gítarleikari og töframaður
Rúnar Freyr Gíslason
leikari og útvarpsmaður