Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 Nú geri ég mér algjörlega grein fyrirþví að það eina sem skiptir málinúna er baráttan við COVID-19 og að takast á við ýmsar afleiðingar farsótt- arinnar. Ég held hinsvegar að ég verði að taka mér frí frá þessari veiru í viku eða svo. Enda svo sem nóg skrifað um hana. Mér finnst mun skemmtilegra að tala um kettina á heimilinu. Þeir eru, eins og komið hefur fram í þessum pistlum, frekar óljós stærð í ljósi fjölda gestakatta. En ég held að kettirnir okkar séu að klikkast á því að hafa fjölskylduna hangandi yfir sér dagana langa. Þeir eru vanir því að fá frí frá okkur á daginn og geta þá leyft sér að haga sér eins og þeir vilja. Núna eru þeir undir smásjánni alla daga og ég er farinn að hafa pínulitlar áhyggjur. Við höfum alltaf vanið kettina okkar á þurrmat. Hann á að vera sérstaklega góður fyrir þá. En svo ákvað ástkær eiginkona mín að prófa gefa þeim blautmat í tilefni páskanna. (Ekki að þeir hafi beðið um það.) Hún hefur fengið betri hugmyndir. Vala (16 ára) gengur um gólf og vælir um blautmat. Klárar skammtinn og er svo mætt korteri seinna og vill meira. Okkur grunar að hún sé komin með elliglöp og muni einfald- lega ekkert eftir síðustu máltíð. Þegar ég segi að hún væli þá er ég ekki viss um að það komist til skila. Þetta er eiginlega meira ösk- ur. Svona gengur þetta nánast allan daginn og nú spæna kettirnir í sig um 30 pakka af blautmat á viku Svo hefur Vala ákveðið að karfa á baðinu sé best til þess fallin að pissa í. Okkur til mjög takmarkaðrar skemmtunar. En ég hef verið minntur á að ég má ekki skamma hana af því að hún er svo gömul. Ég mun minna eiginkonu mína á það þegar ég verð gamall. Litlikisi (7 ára) hefur hinsvegar ákveðið að fara á mjög sérstakt mataræði. Fiskamat. Hann bíður við fiskabúrið dagana langa eftir að við gefum þeim og suðar út einn skammt handa sér. Gormur (1 árs) er hinsvegar alveg léttur. Ég veit ekki hvort hann væri jafnhress ef hann vissi að hann er á leið í geldingu en við þökkum fyrir það á hverjum degi að hann virðist ekki enn hafa hugmynd um hvað hann ætti að gera við þetta dót. En svo eru það gestakettirnir. Sumir koma bara annað slagið en Leó, sem býr í sömu götu, hefur ákveðið að koma í sóttkví til okk- ar. Sem væri allt í lagi í ljósi þess að hann virðist sofa um 20 tíma á sólarhring. En Litli- kisi, sem er sennilega ljúfastur kattanna okk- ar, þolir ekki að deila athygli með Leó og þreytist ekki á að benda honum á að hann eigi alls ekki heima hérna. En til að flækja þetta enn meira þá vakn- aði öll fjölskyldan um miðja aðfaranótt páska- dags við lætin í Leó. Þá var hann sem sagt að reka ókunnugan kött út úr húsinu með gríðar- legum hljóðum. Í stað þess að henda Leó út, eins og flest venjulegt fólk hefði gert á fimmta tímanum um miðja nótt, ákvað konan mín að hrósa honum sérstaklega fyrir að „verja húsið“. Enda erum við ábyrgir fósturforeldrar. Sem sýndi sig í vikunni þegar við vorum að fara að sofa, löngu eftir miðnætti. Þá er birt mynd af ketti sem er kunnuglegur á ein- hverri af sennilega hundrað kattasíðum sem við fylgjum á Facebook. Er þar ekki kominn Leó – kötturinn sem við eigum ekki. Kominn býsna langt og næstum því orðinn fyrir bíl. Konan mín rýkur á fætur og keyrir eftir hon- um. Finnur hann niðri í fjöru og hann kemur hlaupandi til hennar og aftur heim til okkar. Mér líður eins og David Attenborough. Ég hef fengið einstakt tækifæri til að kynnast lífi þessarar merku tegundar á tíma sem hefur áður verið fólki óþekktur. Vinnutíma. Á hverjum degi kynnist ég einhverju nýju. Það verður samt fínt þegar þetta klárast. ’Þeir eru vanir því að fá frí fráokkur á daginn og geta þáleyft sér að haga sér eins og þeirvilja. Núna eru þeir undir smá- sjánni alla daga og ég er farinn að hafa pínulitlar áhyggjur. Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is Lífið í Kattholti II Við Íslendingar samfögnuðum ívikunni Vigdísi Finn-bogadóttur á 90 ára afmæli hennar. Áhrif Vigdísar á samfélag okkar eru ómæld. Kjör hennar til for- seta vakti heimsathygli. Blað var brot- ið. Við embættistökuna var hún „um- kringd góðum mönnum í kjólfötum“ eins og hún sagði sjálf síðar. Einstæð móðir á forsetastóli með einstaka hæfileika til að blása samlöndum sín- um í brjóst bæði sjálfstraust og bjart- sýni. Stolt af viðbrögðum landsmanna Sannarlega veitir okkur ekki af bjart- sýni á þessum tímum, þegar spár um efnahagslegar afleiðingar Covid- faraldursins hafa dökknað verulega. Það sem af er hefur okkur sem bet- ur fer gengið vel að kveða niður heilbrigðisógnina. Mögulega erum við þar að sjá einn besta árangur heims en við getum að sjálfsögðu ekki barið okkur á brjóst því að enn getur brugð- ið til beggja vona. Ég er stolt af því hvernig íslenskt sam- félag hefur tekið á þessu risastóra verk- efni. Landsmenn eiga hrós skilið fyrir að sýna þrautseigju og leggja sitt af mörkum til að fækka smitum. Þetta hefur tekið á. Það er mikil óvissa um framhaldið, bæði um þróun faraldursins hér á landi og líka næstu skref stjórnvalda í öðrum löndum. Ákvarðanir þeirra, t.d. um samgönguhindranir, munu hafa mikla þýðingu fyrir okkur, ekki síst ferðaþjónustuna. Gífurlegur samdráttur Þrátt fyrir óvissu um framhaldið er hægt að slá því föstu að efnahagslegu áhrifin verða meiri en vonir stóðu til í fyrstu. Umtalsverður hluti atvinnu- lífsins hefur orðið fyrir gífurlegu tekjufalli. KPMG spáir því í nýrri skýrslu fyrir Ferðamálastofu að gjaldeyristekjur ferðaþjónustu geti dregist saman um allt að 330 milljarða á árinu, sem er mun meira en allar gjaldeyristekjur sjávarútvegsins í fyrra. Það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en efnahagslegar hamfar- ir. Hugvitið þarf súrefni Fyrstu efnahagslegu aðgerðir ís- lenskra stjórnvalda voru skyn- samlegar. Strax var boðað að mögu- lega þyrfti að gera meira. Þau skref verða kynnt nú eftir helgi. Það mun þurfa að koma enn sterkar til móts við fyrirtækin og það mun þurfa að gera enn meira til að tryggja kröftuga við- spyrnu og nýja sókn þegar þessari hríð slotar. Við Íslendingar erum ekki óvön því að taka út sársaukann af efnahags- legri aðlögun með verðbólgu. Það er umhugsunarvert að seðlabankastjóri telur ekki endilega líkur á að sam- dráttur gjaldeyristekna kalli að þessu sinni á lækkun gengis með tilheyrandi verðbólgu. Sú spurning er áleitin hvort þetta þýði að við munum í stað- inn taka út sársaukann með langvar- andi atvinnuleysi líkt og margar Evrópuþjóðir hafa mátt búa við. Gegn slíkri þróun þarf að sporna með öllum leiðum. Liður í því er aukin áhersla á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Viðspyrnan er ekki síst undir því komin að gefa hugvitinu enn meira súrefni til að búa til nýjar lausnir, ný verðmæti og ný störf. Sterk staða ríkissjóðs Eitt af því sem gefur okkur tilefni til bjartsýni er sterk staða rík- issjóðs, þökk sé ábyrgri stjórn rík- isfjármála á undanförnum árum. Nýjustu rauntölur Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um nettóskuldir hins op- inbera (2018) sýna að á Íslandi eru þær um 30% af landsframleiðslu. Berum það saman við Þýskaland með 43%, Bretland 77%, Spán 83%, Frakk- land 90% og Ítalíu með 120%. Við ætlum og munum byggja upp ferðaþjónustu að nýju. Framtíð hennar er björt til lengri tíma. Við munum þurfa að ganga í gegnum erfiða tíma um sinn en við munum sækja fram af fullum krafti um leið og aðstæður leyfa. Sterkt samfélag Ég tel að faraldurinn muni skerpa á því hvernig við skilgreinum sterkt samfélag. Samfélag sem er með sterka innviði, sterkt velferðarkerfi og öflugt atvinnulíf er sterkt samfélag. Samfélag sem getur haldið sér gang- andi á sama tíma og það tekst á við al- varlega ógn sem þessa er sterkt sam- félag. Samfélag sem treystir á bestu upplýsingar og hræðist þær ekki heldur horfist í augu við þær er sterkt samfélag. Við munum þurfa að taka sársauka- fullar ákvarðanir og verða fyrir von- brigðum. Við munum ekki gera allt rétt en við munum komast í gegnum þetta tímabil. Mestu skiptir að við séum bjartsýn – að á sama tíma og við glímum við björgunarstarfið gætum við þess að hafa augun á framtíðinni og þeim fjöl- mörgu tækifærum sem hún felur í sér. Bjartsýni í ólgusjó Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Ég tel að farald-urinn muniskerpa á því hvern-ig við skilgreinum sterkt samfélag. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is „Við ætlum og munum byggja upp ferðaþjónustu að nýju,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.