Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 12
KÓRÓNUVEIRAN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 Ég er barþjónn á Apótek-inu og hef verið í tvö,þrjú ár að vinna sem þjónn og barþjónn,“ segir Jón Egill Hafsteinsson, 24 ára Garðbæingur. „Apótekinu var lokað fyrir tæpum mánuði en opnaði aftur í vikunni. Miðbærinn dó al- gjörlega á þessum tíma. Það hafa staðið yfir viðgerðir og þrif núna síðustu vikur,“ segir hann og nefnir að margir veitingamenn noti nú tímann til þess að fríska upp á húsnæðið. „Ég er nú í 25% starfi og mætti í síðustu viku við að hjálpa til að þrífa og ganga frá. Launin mín skerðast ekki mik- ið, held ég.“ Æfi mig í barmennsku Jón Egill segist hafa verið að dunda sér við ýmislegt síðan hann missti vinnuna. „Ég ætla að sækja um í Listaháskólanum og hef því verið að vinna í möppunni minni, en ég er menntaður grafískur miðlari úr Tækni- skólanum og ætla að sækja um í grafískri hönnun. Ég hef verið að leika mér við að hanna og teikna og æfa mig í því. Svo hef ég verið að æfa mig í bar- mennskunni, að blanda drykki.“ Hvenær heldurðu að þú komist aftur til vinnu? „Það er núna opið frá fjögur til níu og það fer dálítið eftir því hvað verður mikið að gera. En mögulega eftir 4. maí verður eitthvað að gera og ég sný aftur til vinnu. Þetta fer líklega hægt af stað.“ Saknar þú vinnunnar? „Já, ég geri það nú. Ég hitti vinnufélagana í gær og það var gott.“ BARÞJÓNN Á APÓTEKINU „Miðbærinn dó algjörlega“ Jón Egill Hafsteinsson vonast til að byrja að vinna aftur í vor. Morgunblaðið/Ásdís Eins og flestir leiðsögumenn hef égunnið einskonar vertíðavinnu ogþá fyrir fleiri en eina ferðaskrif- stofu,“ segir leiðsögumaðurinn Svan- björg H. Einarsdóttir sem er með langa reynslu að baki í bransanum. Hún er nú atvinnulaus, hefur sótt um atvinnuleys- isbætur og sér ekki fram á vinnu á næstunni. Réttlaust daglaunafólk „Ég kláraði Leiðsöguskólann árið 1994 og var leiðsögumaður á sumrin í nokkur ár og var í annarri vinnu á veturna. Á þessum árum var ég mest í gönguleið- sögn og tjaldferðum,“ segir hún. Svanbjörg hefur starfað við ýmislegt í gegnum árin, meðal annars blaða- mennsku, stýringu menningarviðburða en lengst af sem framkvæmdastjóri upplýsingaþjónustu menningaráætl- unar ESB, en árið 2009 hóf hún meist- aranám í blaða- og fréttamennsku. „Síðar starfaði ég á Evrópustofu sem var svo lögð niður árið 2015 og þá var auðvitað ekki um auðugan garð að gresja fyrir konu um fimmtugt, alveg sama hversu menntuð kona er og með mikla starfsreynslu. En ég ákvað að gera gott úr þessu og fara aftur að „gæda“ sem er auðvitað mjög skemmti- legt starf fyrir manneskju með áhuga á útivist og jarðfræði og mikla þörf fyrir að tjá sig. Ég var líka satt að segja orð- in hundleið á að sitja alein við tölvu,“ segir Svanbjörg. „Það eru miklar sveiflur í leiðsögu- starfinu. Við vinnum í raun eins og dag- launafólk í gamla daga og erum réttlaus eftir því. Einstaka leiðsögumenn hafa verið fastráðnir en þá eingöngu ökuleið- sögumenn þ.e. með meirapróf, sem ég er reyndar með. En flest erum við ferðaráðin sem er arfleifð þess að leið- sögn var aukastarf og þetta hálfeitraða og einhliða ráðningarsamband er grunnurinn að réttleysi stéttarinnar.“ Sitjum uppi með ekkert Svanbjörg segir atvinnuöryggið lítið hjá leiðsögumönnum því heimilt sé að fella niður lengri ferðir með fimm daga fyrirvara og styttri ferðir með sólar- hrings fyrirvara. „Þá sitjum við uppi með ekkert og það hefur aldeilis gerst núna! Við vor- um flest búin að bóka okkur að minnsta kosti út sumarið en sjáum nú fram á atvinnuleysi út árið,“ segir hún. „Samkvæmt lögum frá 2003 um tíma- bundna ráðningu starfmanna er vafa- samt hvort það megi henda okkur svona út en hinsvegar er dagljóst að ferðaskipuleggjendur standa líka á brauðfótum. En vandi okkar núna felst líka í því að þar sem við vinnum í törn- um, mikið yfir sumar, páska, jól og helgar, þá komum við illa út þegar starfshlutfall er metið og náum ekki fullum bótarétti og sjáum fram á skert- ar atvinnuleysisbætur. Á hverju eigum við þá að lifa?“ Hjónin bæði atvinnulaus Hvenær fórstu í þína síðustu ferð? „Ég fór í síðustu ferðina 17. mars þannig að ég hef ég verið atvinnulaus í mánuð,“ segir Svanbjörg sem hefur þó ekki setið auðum höndum síðan því hún situr í stjórn Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna. „Af því að ég sit í stjórn hef ég haft talsvert að gera undanfarið og leiðsögu- menn eru eðlilega talsvert örvænting- arfullir núna.“ Svanbjörg segir þó það jákvæða við þetta sé að kannski sé þá hægt að staldra við, huga að réttindamálum og að hafa áhrif á endurskipulagningu ferðaþjónustunnar. „Ferðaþjónustan hefur óneintanlega verið svolítið eins og villta vestrið; til dæmis var orðið skuggalega mikið um að í stað menntaðra leiðsögumanna sátu með míkrófón í hönd undirborg- aðir erlendir hópstjórar.“ Ert þú reið? „Já, ég er reið yfir þessu ótrúlega réttleysi þessarar annars vel menntuðu stéttar. Það verður augljóslega ekki hlaupið að því að fá aðra vinnu Maðurinn minn starfar í ferðaþjónustu og missti líka vinnuna þannig að ég sé ekki beint fram á blóm í haga og hef satt að segja miklar áhyggjur. En ég held að ég kjósi að vera frekar reið heldur en áhyggju- full. Það gefur manni þó drifkraft.“ LEIÐSÖGUMAÐUR „Reið yfir réttleysinu“ Svanbjörg sér ekki fram á vinnu á næstunni og er á atvinnuleysisbótum. Hún segir leiðsögumenn nú örvæntingarfulla, enda mjög fáir þeirra fastráðnir. Morgunblaðið/Ásdís Ég er að vinna hjá Kynn-isferðum sem viðskiptastjóriog er mikið í samskiptum við erlendar ferðaskrifstofur. Ég hef unnið þarna hátt í tíu ár og þetta er mjög lifandi starf,“ segir landfræð- ingurinn Friðrik Sigurbjörnsson. Bæjarbúar í sóttkví „Ég er núna í 25% vinnu, í þessari hlutaleið sem ríkisstjórnin kom upp. Ég er að vinna heima um einn til þrjá tíma á dag. Það er ennþá eitt- hvað að gera,“ segir Friðrik. „Fyrstu þrjár vikurnar var ég mikið með börnunum sem eru fjög- urra og sex, því skólastarf lá hér niðri. Það greindust kennarar hér með kórónuveiruna og nánast einn fimmti af bæjarbúum var hér í sóttkví í hálfan mánuð,“ segir Frið- rik en hann býr í Hveragerði. „Kona mín er í meistaranámi í fjarnámi og er að læra heima þannig að við skiptum með okkur deginum að sjá um börnin,“ segir hann. „Dagarnir hafa farið í að sinna börnum, heimanáminu þeirra og svo höfum við farið í gönguferðir.“ Ætla að koma seinna Friðrik segist telja að hann verði fyrir 20% tekjuskerðingu nú á með- an vinna liggur niðri hjá Kynn- isferðum. „Það hefur auðvitað áhrif á okkur, fjögurra manna fjölskyldu. Við vor- um frekar nýbúin að kaupa hús,“ segir hann og segist hafa fengið frest á lánum hjá bönkum. „Ég vona að vinnan fari að aukast smátt og smátt og að vinnan fari að taka við sér aftur með haustinu. Svo á eftir að koma í ljós hvaða hamlanir ríkisstjórnin setur á ferðalög til og frá landinu. Efnahagur fólks erlend- is getur líka haft áhrif,“ segir hann. „Nánast allt fyrirtækið mitt er nú í 25% vinnu en hjá Kynnisferðum vinna um 500 manns,“ segir hann. Friðrik segir mikið um afbókanir „Nei, mér finnst ég hafi tekist nokkuð vel á við þetta. Það er nóg að gera að vera með krakkana og svo er ég líka í bæjarpólitíkinni. Ég er for- maður bæjarráðs hér í Hveragerði og það hefur verið mikið að gera undanfarið; um tíma vorum við með flest smit á landinu. Hér létust tveir bæjarbúar, hjónin. Þau voru jörðuð á miðvikudag og Hvergerðingar mynduðu hér raðir sitt hvorum meg- in við aðalgötuna og heiðruðu þau þegar líkfylgdin keyrði eftir götunni. Það var mjög átakanlegt að sjá,“ segir hann. „Svo er ég farinn á flug með að selja pottablóm á netinu. Systur mömmu og mennirnir þeirra eiga garðyrkjustöðina Flóru. Mér datt í hug að senda fólki blóm heim og setti upp í samstarfi við þau vef- verslun með blóm undir nafninu blomamarkadurinn.is. Við bjóðum upp á heimsendingu. Nú er ég farinn að ræða við fleiri garðyrkjustöðvar til að sjá hvort þau vilja koma inn í þetta. Ég keyri út sjálfur og er að fara með þrjár sendingar á eftir til Reykjavíkur.“ Þannig að það eru tækifæri í kreppunni? „Já, ég myndi segja það. Maður þarf bara að finna þau. Ég hef aldrei getað setið auðum höndum.“ en einnig séu margir ferðamenn sem færa ferðir sínar fram á haustið. „Margir sem afbóka segjast samt ætla að koma seinna. Það veit bara ekki hvenær. Þetta er algjör óvissa.“ Pottablóm heim að dyrum Hvernig líður þér, veldur ástandið þér kvíða og áhyggjum? VIÐSKIPTASTJÓRI HJA KYNNISFERÐUM „Ég hef aldrei getað setið auð- um höndum“ Friðrik Sigurbjörnsson notar tímann nú í atvinnuleysinu til að sinna bæj- arpólitík í Hveragerði, vera með börnunum og selja pottablóm á netinu. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.