Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 U mræðan um kórónuveiruna hleypir litlu öðru að. Væri hún popplag trónaði hún efst á sínum lista miklu lengur en öll hin. Töluverðar tölur og hneppast illa Enn eru birtar tölur um „staðfest“ smit kórónuveiru og hversu margir smitaðir hafi náð sér eftir staðfest- ingu og hversu margir drógu stutta stráið. Í meginatriðum stenst það sem gengið var út frá í byrjun faraldurs að það yrðu einkum þeir sem komnir væru á efri ár sem stæðu höllum fæti í vörn gegn veir- unni, og eins þeir sem vegna undirliggjandi þátta hefðu veikburða mótstöðu gegn henni. Þetta reyndist óbrigðul regla, þótt hún, eins og aðr- ar reglur, treystist í sessi vegna sinna undantekninga. Það hefur lengi verið kennt að það væru undantekn- ingarnar sem geirnegldu regluna, enda væru þær hæfilega fáar. Á því andartaki sem þetta er skrifað hefur 146.291 manneskja fallið fyrir krúnuveirunni um heiminn all- an. Talan er ótrúlega nákvæm og sannar það í hennar tilviki að þetta er ekki ein af hinum heilögu tölum. Við vitum einnig að talnaverkið um „staðfest“ smit er 2.173.432 á heimsvísu á miðjum föstudegi, og er ekki endilega mjög vitlaust. Hún segir okkur þó lítið um það hversu margir hafi smitast í raun. Þegar tölunum tveimur er stillt saman, þessari um staðfest smit og hinni um þá sem hafa dáið undir merkjum veirunnar, þá hrópar það á okkur að tæp- lega 7% þeirra sem hafa smitast (svo staðfest sé) hafi dáið. Væri sú raunin væri þessi faraldur miklu ömurlegri en nokkur raunsæismaður hefur ætlað. Það fá þó ekki allir að vera með Í nálægum ríkjum eins og til dæmis Bretlandi og sumum Norðurlandaþjóðum eru tölur um dána á ábyrgð veirunnar einungis miðaðar við það sem gerist á hinum opinberu sjúkrahúsum. Þeir sem deyja í heimahúsum eða á stofnunum opinberra aðila eða annarra eru ekki taldir með, þótt í þeim hópi öllum sé hlutfall þeirra sem teljast til áhættuhóps einmitt með því hæsta sem þekkist. En ein ástæða þess að þetta dána fólk er ekki skráð með réttum hætti er sú, að hvarvetna í heiminum eru mælingar á þeim sem kunna að hafa smitast enn gerðar af vanefnum og sums staðar eru þær enn í skötulíki. Smittalan, sem þó er gagnleg, upplýsir ekki endilega hversu margir hýsi veiruna í sínum skrokki eða hafi myndað mótefni gegn henni. Af hverju tókst svona til? Flensa fer árvisst um heiminn og smitar gríðarlegan fjölda fólks og hefur verið slegið á að 200-600 þúsund manneskjur lifi ekki af fund sinn við flensuna á hverju ári. Allar koma þessar flensur frá Asíu og hlýtur að vera verðugt rannsóknarefni að leita leiða til að girða fyrir það, eða að minnsta kosti fá einhverja tæka skýringu á fyrirbærinu. Þrátt fyrir framangreint árvisst mannfall hefur það aldrei gerst áður að nánast allri heimssjoppunni hafi verið skellt í lás vegna flensu. Þá krýndu bar skjótt að, kom öllum heiminum í opna skjöldu. Þá virtist hún svo illvíg til að sjá og dauðans alvara í raunverulegri merkingu, að þjóðir „í okkar heimshluta“ þóttust ekki eiga annars kost en að grípa til örþrifaráða. Nú er mun meira um hana vitað en áður, þótt enn sé óþekkti þátturinn stærri. Við teljum okkur nú trú um, með réttu eða röngu, að velflest heilbrigðiskerfi séu komin í færi til að geta bjargað því sem má, þótt engin allsherjarlækning eða uppræting veirunnar sé enn þekkt og bóluefni fjarri því að vera innan seilingar. En almenningur þykist skynja að náðst hafi, með hans fórnum og hjálp, að tryggja að heilbrigðiskerfið geti nú lagst þannig á ár- ar með flestum þeim sem veiran er hvað harðhentust við, að sú hjálp geti oft dugað til þess að þeir sýktu hafi betur. „Það var ekki fyrr en eftir hrun sem allir sáu það fyrir“ En myndin sem dregin var upp hér að framan, ásamt fallandi kúrfum og lækkandi dánartíðni, er nú tekin að beina sjónum margra að öðru. Sífellt fleiri gera sig gildandi beggja vegna Atlantsála og telja nú að mjög vafasamt hafi verið að setja svo drjúgan hluta at- vinnulífs veraldar í sprengjubelti og í sumum tilvikum nánast á sama andartaki að bera eld að kveikiþræði þess. Hið rétta í stöðunni hefði verið að mæla sérhvern mann strax og sjá hvort hann bæri smit og einangra þá ferðagarpa og gönuhlaupara en leyfa gömlu kyn- slóðunum að halda áfram á gömludansaskrallinu í Breiðfirðingabúðum veraldar engum til skaða. Þetta er ein af þessum kenningum sem ganga algjörlega upp í röksemdafærslunni, en eru samt tóm tjara. Ástæða þess er sú að það var hvergi til á þessum tímapunkti nægjanlegur fjöldi pinna, mælitækja og kunnáttusamra úrlesara til að hefja þann tilvalda leik! Finnum sökudólginn Margir vilja hafa það svo, að nefndur skortur hljóti að vera einhverjum að kenna og honum verði að ná. Þeir verða þá helst að snúa sér að veirunni með athuga- semdir af þeim toga. Það átti enginn von á þessum ósköpum. Það má vera að Kína hafi fallið í freistni og notað sér stöðu sina sem alræðisríki til að halda vondu fréttunum fyrir sig lengur en hollt var fyrir heiminn og reyndar að endingu þá sjálfa. Um þetta skal fátt fullyrt. En jafnvel þótt heimurinn hefði fengið stað- festar og öruggar fréttir einhverjum vikum fyrr hefði hann samt verið óviðbúinn. Og hvernig sem látið er nú, þá er langlíklegast að menn hefðu látið segja sér það tvisvar að væntanleg væri veira sem banna myndi öll böll, lokaði skólum, leikskólum, líkamsræktarstöðvum, lokaði hverju hót- eli, læsti girðingum knattspyrnuvalla, blési af Ólymp- íuleika, eyðilegði afmæli Margrétar II. og Vigdísar og kæmi Boris rúgbítrölli í bólið og eyðilegði það að 50 ára afmælisárgangur MR fengi að júbílera, árgangur sem man ekki til þess að hafa látið neitt stoppa sig fyrr en nú. Pinna í seinustu nös eftir aðeins tvö ár Breski heilbrigðisráðherrann tilkynnti á blaðamanna- fundi fyrir fjarstadda að hann væri sannfærður um það, að í lok apríl hefðu menn náð þeim árangri að geta nef- og kokmælt 100 þúsund Breta á dag. Þvinguð forsjálni eða klambrað í óþarfa heimskreppu? ’Ýmsir eru vissir um eða telja sér trú umþað að þeir hafi síðustu vikur verið meðhitavellu, hnerra og höfuðverk, en ekki endi-lega alvörumerki um þá krýndu. En fengju þeir bevís upp á hana væri það ígildi dipló- matapassa. Reykjavíkurbréf17.04.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.